Vísir - 11.03.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 11.03.1964, Blaðsíða 15
VÍSIR . Miðvikudagur 11. m^rz 1964. 15 — Það getið þér með því að elska mig dálítið, sagði hann, og hún brosti til hans og gekk til hans og hann kyssti hana á ennið. Henni fannst nýr heimur hafa opnazt og breitt faðminn móti henni. Hún var sannfærð um aðdáun Paroli, og að hún mundi bráðum auSug — það var sem öll ský hefðu sópazt burtu. Hún fór út í garðinn með Birgittu ,og dvöldust þær þar lengi. Paroli var tilkynnt. að mað- ur nokkur vildi tala við hann, Luigi að nafni. - Afsakið, sagði hann, ég gat ekki komið fyrr. — Þér komið á hentugum tíma, sagði Paroli, ég þarf ein- mitt á yður að halda. Ég verð að biðja yður að gefa gætur hús- inu, sem þér hentuð stafnum yðar inn í. - Þá verð ég að hætta í vinn unni. — Það megjð þér umfram allt ekki gera. Eftir andartaks þögn bætti Paroli við: - Og umfram allt verðið þér að vera áfram í starfinu í Bat- ignolles leikhúsi. Þér getið beð- ið um 4-5 daga frí vegna augn- anna — og nú ætla ég að athuga þau. Og það gerði Paroli og setti dropa í þau og sveið sárt und- an en aðeins stutta stund. — Komið svo annað kvöld, en ef eitthvað gerist fyrr verð ég í Ambiguleikhúsinu í kvöld frá kl. 8-11.45. Ég skal koma niður í forsalinn milli þátta. Luigi varð það mikið umhugs unarefni hvað Paroli var að bralla, en hratt svo öllum hugs unum frá sér og sagði við sjálf an sig: Hann borgar mér vel. Það er aðalatriðið. 18. Luigi komst að því, að mað- ur nokkur ítalskur seldi kasta- niuhnetur við innganginn að vín stofunni skammt frá húsi Ang- elu. Mútaði hann þessum landa sínum til þess að taka við starfi hans í fimm daga. Og nú gat hann gefið öllu nánar gætur. En fyrsta daginn varð hann eins kis var, skrapp þó í leikhúsið til þess að segja Paroli, hvað hann hefði tekið að sér frídag- ana, sem fram undan voru, og talaðist þeim svo til að Luigi kæmi í lækningastofuna um kvöldið daginn eftir. Frú Angela stóð áhyggjufull við rúm dóttur sinnar, sem hafði sofið órólega nokkrar klukku- stundir, en var nú vöknuð og hafð.i háan hita. - Af hverju skyldi ég hafa stöðugt eins og suð fyrir eyrun- um. Og ég sé allt eins og í þoku. - Eins og í þoku - það er vegna þess, að nú er skammdegi — nú er desember, barnið mitt Hefirðu matarlyst? - Æ, nei, nær enga. En Angela lét hana drekka kjötsoð, og Emma Rósa klæddi sig til þess að koma að miðdegis verðarborði, en hafði litla lyst, og bað fljótt um leyfi til þess að mega fara að hátta. Næstu nótt svaf Emma Rósa illa og var móðir hennar svo á- hyggjufull, að hún sendi Kat- rínu eftir lækni. Luigi sá Kat- rínu fara og koma aftur og var þá svartklæddur maður í fylgd með henni, og ályktaði hann, að hann væri læknir. Og han|i á- lyktaði í framhaldi af þessu, að hann hefði verið sóttur til ungu stúlkunnar, sem von var á daginn áður, því áð það hafði ekki farið framhjá honum, að verið var að búa herbergið und ir komu hennar. Læknirinn þreifaði á slagæð Emmu Rósu og sagði: — Þér hafið mikinn hita. Kenn ið þér til? - Já, í höfðinu, ég verð að stilla mig um að æpa ekki. Á milli er eins og dragi úr kvöl- unum og allt hljómar svo ein- kennilega og svo koma sáru verkirnir á milli. - Kennið þér til í augunum? — Nei, en ég sé allt eins og í þoku. í sama bili skein sól sem snöggvast inn í herbergið og læknirinn notaði tækifærið til þess að skoða í henni augun. Hann hnyklaði brúnir. — Er sárið gróið og ef svo er hefir það skilið eftir ör. — Það er næstum gróið. Angela tók bindið af. Læknir inn í Saint-Julien-du-Sault hafði bundið um augað daginn áður. — Það er alveg lokað. Þetta hefur gengið of fljótt fyrir sig og það er orsök verkjanna og að þér sjáið eins og í þoku. Af- leiðingarnar' hefðu getað orðið alvarlegri. — Eins og? — Hún hefði getað fengið svartstirni og það leitt til algerr ar sjónblindu. — Guð minn góður, sagði Angela. - En alið ekki áhyggjur, frú, sagði læknirinn, við bægjum þeirri hættu frá. Nú setjum við spánskan plástur bak við eyr- að og svo sjáum við til. Ég kem aftur á morgun. Seinna um daginn var Emma Rósa hressari og vildi fara i föt og lét móðir hennar það eftir henni, en hún bjó hana vel og lét hana sitja við arininn. - Nú líður mér miklu betur, mamma mín, sagði Emma Rósa. — Guði sé lof fyrir það, sagði Angela og kyssti dóttur sína. Á sama tíma námu tveir vagn ar staðar fyrir utan húsið og Luigi, sem var dulbúinn sem heslihnotáfS^i -á næstu grösum var e&ki í- vafa um, að það voru hátt settir lögreglumenn, sem komnir voru. Katrín varð hrædd, er þeir gengu í búðina, en hún var þar við afgreiðslu, en hún varðveitti ró sína .og kallaði á húsmóður sína.. Hún flýtti sér niður, því það fór ekki framhjá henni að ótta varð vart í rödd Katrínar. Þegar hún sá hverjir komnir voru varð henni mikið um en hún bjó þó yfir nægri sálar- ró til þess að segja rólega: - Leyfist mér að spyrja hvers vegna þér heiðrið mig með komu yðar? — Ég kem til þess að yfir- heyra yður, sagði de Gevrey dómari. - Og hvert er tilefnið? — Það er tengt fráfalli föður yðar. í guðanna bænum, talið lægra sagði Angela, dóttir mín ligg- ur þarna uppi og hún er mikið veik. Ég vildi ógjarnan, að hún fengi vitneskju um, að hún er óskilgetin. Gerið svo vel, að koma hér inn, herrar mínir, hér heyrist ekki til okkar. Herbergið, sem hún bauð þeim inn í, notaði hún sem borð stofu og skrifstofu. Caseneuve og Flogny urðu 'eftir í búðinni. Katrfn ætlaði að fara, en hinn fyrrnefndi stöðvaði hana. Hann kvað þá hafa sínar fyrirskipan- ir og hún yrði að bíða. Katrín var svo miður sín, að hún skalf öll og titraði og lét fallast nið- ur á stól. Angela bauð hinum óvel- komnu gestum sæti, en þeir sett ust ekki. og varð hún fyrri til að taka til máls, og var mikið niðri fyrir: — Á nú að fara að yfirheyra mig aftur? Hafið þið kannske fundið morðingja föður míns og ætlizt til, að dóttir mín staðfesti, að hann sé maðurinn. Ég hefi sagt allt sem ég veit, og mót- mæli því, að slíkt sé lagt á dótt- ur mína nú, hún er mikið veik. tala út, í von um, að hún kæmi Hún hafði um þetta fleiri orð og de Gevrey lofaði henni að upp um sig. - Ég lofaði yður að tala út, sagði hann, af því að þér eruð kona. En þegar réttvísin leitar sannleikans eru takmörk fyrir tillitsseminni. Gerið svo vel að svara mér. Skrifarinn, sem var með í hópnum, settist og bjóst til að skrifa allt niður. - Ungfrú Bemier kom til yð- ar 2. desember? - Ég man það ekki með vissu, 1 en hygg að það hafi verið 2. eða 3. des. — og það var tilviljun, sem réði því, að við komumst að því að við erum hálfsystur. — Og þér haldið því fram, að hún hafi ekki týnt vasabók hjá yður, en í henni var bréf frá föður hennar og eitthvað af pen ingum. - Já, hefði þetta fundizt, hefði ég sent henni það þegar — annað hefði verið þjófnaður, en þar sem þér grunið mig um meðsekt í morði getið þér sjálf- sagt grunað mig líka um þjófn- að. — Þér hafið ekki enn verið ákærðar fyrir neitt. Þekkið þér Benjamin Leroyer? ÖKUKENNSLA HffFHlSVOTTORO ÚTVEGA ÖLL GÖGH VARÐANDI BÍLPROF ÁVALT NÝÍAR VOLKSWAGEN BIFRELDAR sími 19896 og sími 33816. Joe Wildcat getur borið vitni um hæfileika þeirra Medus, segir Tarzan við hjúkrunarkonuna, hann sá til þeirra þegar þeir lækn uðu Púnóana með undralyfjum sínum. Ef Medu og vinir hans segjast geta læknað lömun þína, þá finnst mér að þú ættir að reyna, segir Indíáninn við Naomi, hvað svo sem dr. Dominie segir. Jæja, svarar stúlkan, ef þið eruð 16 mm filmuleiga Ivvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar .Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fí. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 • Sími 20235 v/Míklatorg Simi 2 3136 Fcsnný ienonýs sími 16738 ÓDÝR BARNANÁTTFÖT Miklatorgi báðir á þeirri skoðun, þá skal ég gera það. Segið þeim að ég sé tilbúin. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.