Vísir - 17.03.1964, Page 2
VÍSIR . Þriðjudagur 17. marz 1964.
rMaraþon" á afmæfísmétí
KR í badminton
Keppnin stóð til kl.
11 um kvöldið, en átti
að Ijúka fyrir kvöld-
Lengsta badminton- farið á Islandi fór fram inn. Þar fengust úrslit
keppni, sem fram hefur í KR-húsinu á laugardag ekki fyrr en kl. rúmlega mat oð réttu lagi
-<$>
11 um kvöldið, en hún
hófst kl. 4.20 þá um dag-
inn. Hefði keppni átt að
ljúka um kvöldverðar-
leytið með réttu lagi, en
vegna sérlega harðra
leikja varð hvað eftir
annað að framlengja, og
því varð keppni ekki lok
ið fyrr.
★ Það var afmælismót KR í tilefni
65 ára afmælis félagsins, sem
varð að þessu mikla maraþon-
móti, þar sem flestir leikir end-
uðu svo, að leika varð aukaleiki.
Sigurvegarar á mótinu urðu:
'k Óskar Guðmundsson I einliða-
leik karla. Óskar vann Jón Árna^
son í mjög erfiðum leik með7
10-15, 15-11 og 15-7.
Jón Árnason varð hins vegar
sigurvegari ásamt Viðari Guð-
jónssyni í tvíliðaleik. Þeir sigr-
uðu þá Óskar Guðmundsson og
Garðar Alfonsson í mjög spenn-
andi viðureignum. Lauk þeim
17-15 og 18-17.
T<r Jónína Nieljohníusdóttir og
Rannveig Magnúsdóttir unnu
ÓSKAR GUÐMUNDSSON var
mótsstjóri og vann einliðaleik-
inn að auki.
þær Júlíönu ísebarn og Halldóru
Thoroddsen með 15 — 10 og 15
— 6 í tvíliðakeppni kvenna, en
talsverð barátta var einnig í
þeirri keppni.
í 1. fl. var baráttan ekki hvað
minnst. Steinari Pedersen og
Inga Ingimundarsyni tókst að
hreppa sigurinn gegn þeim Emil
Ágústssyni og Guðmundi Jóns-
syni með 16 — 18, 15 — 2 og 18
-15.
Aðaldómarar I þessum miklu
viðureignum badmintonmanna
voru Ernst Jensen, Karl Maack
og Hilmar Ágústsson. Mótstjóri
var Óskar Guðmundsson.
Myndin sýnir Valsstúlkurnar fagna sigri að leikslokum.
Harka í mfl. kvenna
í gærkvöldi
Þrír hörkuspennandi leikir fóru fram í meistaraflokki kvenna í
gærkvöldi. Valur vann FH meS 9:8 í mjög spennandi viðureign,
þar sem barizt var til síðasta blóðdropa. Ármanni tókst að sigra
Breiðablik með 2 mörkum, 13:11, sem er mun minna en búast
mátti við, og Víkingsstúlkumar áttu í hreinum vandræðum með
Þrótt lengst af, en tókst að buga þær síðustu mínúturnar og
vinna 11:6.
Glímkapisi fellur á sjálfs sín bragii
Hinn nýi íþróttaritstjóri Þjóð-
vlljans, „kolIega“ minn Eysteinn
Þorvaldsson, sá ástæðu til að senda
mér tóninn i dálkstúf, sem hann
kallar „á dagskrá“. Raunar er ekki
mikil ástæða til að svara nöldri
Eysteins, eftir að ferill kappans
í sambandi við mál þetta er kann-
aður. Málið spannst út af þvi, að
á íþróttasíðu Vísis er fundið að
því að bezta glimumanni ísiands
er meinað að keppa nema á tveim
glímumótum í Reykjavík. Að vísu
var sagt, að það væri á einu móti,
en þau mistök miklar Eysteinn óg-
urlega fyrir sér.
Eysteinn Þorvaldsson er gamall
iðkandi glímunnar og hefur undan-
farin ár verið í stjórn glímudeildar
Ármanns, en einmitt sú deild hef-
ur unnið mest að því að bola Ár-
manni J. Lárussyni út úr islenzkri
glímu. Er svo komið að Ármann
J. Lárusson hefur TVÖ tækifæri
á að keppa á opinberum mótum,
sem er ekki mikið fyrir toppmann
í íþrótt. Það er skiljanlegt, að Ey-
steinn hafi orðið sem glóðarhaus,
þegar hann las Vísi daginn eftir
að Flokkaglíma Reykjavíkur fór
fram. Að vísu voru missagnir i
umræddri frétt, — en þær voru
hlægilega smávægilegar. Aðalkjarn
inn var hins vegar eftir og það
er aðförin að Ármanni J. Lárus-
syni.
Með heimskulegum skrifum EÞ
í Þjóðviljanum hefur hann neytt
mig til að rifja upp leiðindamál
það, sem átti sér stað, þegar Ár-
mann J. Lárusson var sviptur þátt-
tökurétti í Skjaldargllmunni, en í
þeirri glímu hafði Ármann sigrað
oftar en nokkur annar frá 17 ára
aldri. Ljóst var, að sigrar Ármanns
sviðu sárt. Einveldi hans var af
mörgum talið óheillavænlegt og ein
hvern veginn varð að klekkja á
manninum. Og 1961 kom tækifærið
óvænt upp I hendurnar. ÁJL gekk
í Umf. Breiðablik í Kópavogi og
var þar með ekki Iengur á umráða-
svæði ÍBR. Á skjaldarglímunni
1961 var Ármann ekki með vegna
þess, að þátttökutilkynning hans
kom of ssint. Öðrum keppanda með
sama formgalla var hins vegar ekki
meinað að glíma í sömu glímu.
1962 var Ármanni enn meinað
að vera með og var sú neitun
byggð á úreltum og eldgömlum regl
um um þátttöku.
Fyrir Skjaldarglímuna 1963 var
Ármann J. Lárusson og allir utan-
bæjarmenn útilokaðir frá glímunni.
Blandaðist engum hugur um hvers
vegna þær reglur voru settar, sem
útilokuðu þátttöku annarra en
Reykvíkinga. Var þarna stigið spor
aftur á bak, þvi að í tæp 50 ár
hafði glíma þessi verið opin öllum
þeim íþróttamönnum, sem æsktu
þátttöku og var í anda íþróttanna
í þvi tilliti. Var þó ekki hægt að
bera við of mikilli þátttöku í glím-
unni nema síður væri.
Mikil blaðaskrif urðu um málið á
sínum tíma og er ekki ástæða að
rekja þetta leiða mál nánar, en ó-
hætt er að fullyrða, að hér er um
eitt soralegasta mál innan íþrótta-
hreyfingarinnar að ræða, enda fá-
títt að reglum sé breytt á þann
veg sem hér var gert, eingöngu
til að klekkja á einum manni, bezta
manni viðkomandi greinar í land-
inu, ekki sízt þar sem reglurnar
voru settar eftir að mótið var aug-
lýst og var þar um leitt atvik af
hálfu ÍSl að ræða.
Það var því mikið óhapp fyrir
Eystein Þorvaldsson, þegar hann
lét blóðþrýstinginn hækka svo
mjög við að lesa Vlsi á fimmtudag-
inn, því við að rita pistil sjnn komst
þetta leiðindamál hans og félaga
Ármann J. Lárusson.
hans aftur „á dagskrá". Læt ég
þetta svo nægja um glímuna og
einkavandamál Eysteins Þorvalds-
sonar, glímumanns og ritstjóra, en
læt lesendum eftir að dæma í þessu
máli. Ég held, að Eysteinn hafi fa]i
ið heldur flatt á sjálfs sín bragði.
- jbp -