Vísir - 17.03.1964, Side 5

Vísir - 17.03.1964, Side 5
V1SIR . Þriðjudagur 17. marz 1964. \ útlönd í rnorgun útlönd í morgun útlönd í morgun . ^ útl.önd í morgun SICUR FYRIR NASSCR A ÞJÓDÞINCIIIBYU Það er talinn mikill sigur fyr- ir Nasser forseta Egyptalands og til áhrifaauka fyrir hann við austanvert Miðjarðarhaf, að þjóðþingið 1 Libyu hefur ein- róma samþykkt að segja upp hernaðarlega sáttmálanum, sem gerður var við Bandaríkin, en með þessu er í rauninni ákveðið að bandarískar herstöðvar í land inu verði lagðar niður og að bandarískt og brezkt herl. verði á burt úr landinu. Frá .þessu var sagt í útvarpi frá Kairo í gærkvöldi. Sam- kvæmt fréttinni, sem útvarpað var, ber að skilja ákvörðunina svo, að með henni hafi einnig verið ákveðið að segja upp vin- áttusáttmálanum við Bretland og hernaðarlegum og fjárhags- legum viðbótarsamningum. — Samningarnir við Stóra-Bretland voru gerðir 1953 og við Banda- ríkin árið eftir. Samningarnir við Breta renna út 1973 og við Bandaríkin tveimur árum fyrr. Fyrir um það bil mánuði hélt Nasser ræðu og sagði, að leggja bæri niður allar erlendar her- stöðvar í Libyu og á Kýpur og hélt hann því og fram, að þeim hefði verið komið upp í ógnun- arskyni við Egyptaland. í kjölfar þessarar yfirlýsingar lýsti stjórnin í Lybíu yfir, að samningar um herstöðvar yrðu ekki framlengdir. Bretland hefur litla flugstöð við Tobruk, og nálægt Tripoli er hin mikla Wheelus-herstöð Bandaríkjanna. Libya kom mjög við sögu í styrjöldinni. Fjárhagslega var landið upp á Breta komið og síðar Bandaríkin, en nú er þetta breytt eftir að olía fannst og vinnsla hófst hvort- Nasser tveggja með vestrænni fjárhags- legri og tæknilegri aðstoð, og eru af vinnslunni miklar tekjur núorðið.. RAUDSKINNAR RÁDAST Á JARDFRÆDINGA Jarðfræðilegur leiðangur í aust- urhluta Perú hefir gegnum sendi- stöð sína beðið um skjóta hjálp vegna þess, að Rauðskinnar haldi uppi árásum á leiðangursmenn. í orðsendingunni var sagt: Þeir munu vega okkur hvem af öðmm, nema skjót hjálp berist. Tveir okkar manna eru drepnir og^ 30 Rauðskinnar. Þeir skjóta á okk- ur af bogum sínum fimmtu hverja mínútu. Hjálparleiðangur var sendur af stað frá bænum Requena, en. .ó- víst að hann nái til leiðangurs- manna í tæka tíð. Hubert Humphrey öldungardeild arþingmaður hefir tilkynnt, að hánn gefi ekki kost á sér sem vara forsetaefni demokrata. Hann til- greindi ekki ástæður. Rúmenar gátu ekki sættMaoog Krúsév Vestrænir sendimenn í Moskvu eru sagðir þeirrar skoðunar, að til raun rúmensku sendinefndarinnar til þess að miðla málum í hugsjóna- deilu Rússa og Kínverja hafi reynzt vita gagnslaus. Sendinefndin, en formaður henn ar var forsætisráðherra Rúmeníu, IdJr tij^Gag-ra. við Svartahaf, eftir ííeimKdmúná frá Peking, og. rséddi við Krúsév, sem er í Gagra sér til hvíldar. Birt var stutt tilkynning um viðræðurnar í Gagra og draga menn þær ályktanir af henni, að miðlunartilraunirnar hafi orðið ár- angurslausar. Síðan nefndin var í Moskvu haí'a blöðin í Peking gert sér mikinn 1 mat úr árásum aðalkommúnistaleið toga Nýja Sjálands á Moskvustefn- I una varðandi alþjóðakommúnism- ! ann. Skemmtanaskattur — Áætlunarráð ríkisins * Fundir voru í báðum þingdeild um í gær. Skemmtanaskattur. 1 efri deild mælti frú Auður Auðuns fyrir áliti menntamála- nefndar um skemmtana- skatt. Fjallar. frv. um það, að skemmtana- skattur er tvö- faldur af kvik- myndasýning- um og 25% af öðrum skemmtunum. Þetta frv. felur aðeins í sér þá breytingu, að þetta álag er fest án tíma- takmarkana, en áður var það ákveðið frá ári til árs. Ekki þótti menntamálanefnd fært að fella þennan skatt niður án þess að eitthvað annað kæmi þar í stað- inn og mælir því einróma með því. Var málinu síðan vísað til 3. umr. Áætlunarráð ríkisins. 1 neðri deild héit Einar Ol- geirsson áfram ræðu sinni frá s. 1. fimmtudegi um áætlunarráð ríkisins. Hóf hann nú að skilgreina af- stöðu Framsókn ar til skipulags- mála. Sagði hann, að hingað til hefði hún verið mjög óákveð- in, I stjórn Alþýðu- og Framsókn arflokksins á árunum ’34—’38 hefði Alþýðuflokkurinn komið fram með þjóðhagsáætlun, sem hefði verið drepin niður af Fram sókn. Á dögum vinstri stjórnar- innar hefði hún farið að ráðum Vilhjálms Þórs í bankamálunum í stað heildaráætlunar, sem Al- þýðubandalagið og Alþýðuflokk- urinn hefðu viljað koma á. En nú, þegar þessi. flokkur er í stjórnarandstöðu, ber svo við að miðstjórn Framsóknarflokksins gefur út langar yfirlýsingar um þjóðhagsáætlun. Skoraði ræðu- maður á Framsóknarmenn að láta í ljós við umræðurnar hvar þeir stæðu í þessum málum. Þá minntist Einar á það, að draga þyrfti fjármagn úr verzlun og koma því í atvinnuvegina, ráð stafa því £ þágu þjóðfélagsins, því frjáls samkeppni væri hugtak, sem hefði dáið drottni sínum fyr- ir 30 árum. Að lokum sagði hann, að hver ríkisstjórn hefði of mikið á sinni könnu til að hafa bein afskipti af þessum málum og þess vegna þyrfti að koma upp aérstakri stofnun, sem sæ; um þau. Þórarinn Þórarinsson sagði, að þrjár stefnur væru £ þessum mál um. í Banda- ri'kjunum ri'kti skipulagsleysið, £ Rússlandi væri skipulagið of strangt. Á Norðurlöndun- um væri hins vegar skipulag, sem við ættum að halla okkur að. Sjálfstæðisflokkurinn hallað- ist að Ameriku, Alþýðubandalag ið að Rússlandi og Framsóknar- og Alþýðuflokkur að Norðurlönd um. Þá sagði hann, að árin ’34 — ’38 skæru sig úr sögunni sl. 30 ár, að þvf leyti hvað þá hefði verið gott skipulag á öllum hlutum. En það hefði farið út um þúfur vegna þess að þá hefðu kommúnistar klofið svo Alþýðuflokkinn, að hann hefði orðið til lítils gagns. Árið 1942 hefðu Framsóknarmenn borið fram þáltill. um alhliða skipulagningu striðsgróðans að styrjöldinni lokinni. Hún hefði verið samþykkt og nefnd sett á laggirnar, sem hefði unnið gott starf. En starf hennar var stöðv- að á dögum nýsköpunarstjórnar- innar, sem sósfalistar áttu þó sæti i. Þetta sýndi, að Framsókn arflokkurtnn hefði átt frumkvæð- ið að þessum málum en ekki stað ið f vegi fyrir þeim, eins og Ein- ar vildi vera láta. Vinstri stjórnin gat ekki komið þessum málum fram vegna þess hve hún sat stutt að völdum, sem hefði m. a. stafað af þvf, hvað Alþýðubandalagið var innbyrðis sundrað. Og valdamesti maður þess hefði greitt atkvæoi með stjórnarandstæðingum á örlaga- stundu. Það eru ekki Alþýðu- og Framsóknarflokkurinn, sem hafa unnið gegn framgangi heildar- skipulagningar, heldur miklu fremur Alþýðubandalagið, auk þess sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft aðstöðu til þess, vegna þess hve kommúnistar eru til- tölulega sterkir hér á landi. Að lokinnj ræðu Þórarins var umræðum frestað. í STUTTU MÁLI. Efri deild. Lausn kjaradeilu verkfræðinga var vísað til 2. umr. og allsherj- arnefndar. Jarðræktarlög voru til fyrsti: umræðu og stækkun Mosfells- hrepps var vísað til 2. umr. og allsherjarnefndar. Neðri deild. Einar Ingimundarson flutt’ breytingartillögu við frv. um rík isborgararétt, þ. e. einni mann eskju verði bætt inn á þessi lög Þórarinn Þórarinsson mælti fvr ir tveim frv., sem hann flytur um Ferðaskrifstofu ríkisins og ferð? skrifstofur almennt. Mæltist hanr til að þessi frv. yrðu athuguð > sambandi við ferðamálafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Skúli Guðmundsson mælti fyro álíti fjárhagsnefndar um afnám laga um verðlagsskrár. Varð að gera á því breytingar, vegna þess að ekki var gert ráð fyrir, að bóndi, sem greiddi landsskuld samkvæmt verðlagsskrá, gæti gert það á annan hátt. Niðurstað- an varð sú, að fjárhagsnefnd flyt ur breytingartillögu um að við frv. bætist, að hagstofustjóri skuli meta greiðsluna til peninga verðs, nema aðilar komi sér sam an um annað. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.