Vísir - 17.03.1964, Page 6
6
VlSIR . ÞriBjudagur 17. marz 1964.
<•>-
Skrifa
Loftur
Steingrímur
um kvikmyndir
ýmsir lesendur Vísis hafa
komið að máli við blaðið
og bent á að nokkur Ijóður væri
það á ráði þess að ekki birtust
þar að staðaldri umsagnir um
þær kvikmyndir, sem sýndar eru
I kvikmyndahúsum borgarinnar.
En eins og alkunna er þá eru
kvikmyndir stærsta almennings-
skemmtanin hér á landi eins og
víða annars staðar, a. m. k. þang
að til sjónvarpið heldur innreið
sfna.
Nú er I ráði að bæta úr þessu
og mun Vísir hefja birtingu
á stuttum greinum um þær kvik
myndir, sem hér eru sýndar.
Hefir blaðið fengið þá Loft Guð-
mundsson og Steingrím Sigurðs-
son til þess að annast þennan
þátt. Loftur er lesendum að
góðu kunnur fyrir greinar sínar
um sýningar Þjóðleikhússins og
Leikfélagsins og Steingrímur
hefir ritað um hríð viðtöl og
greinar hér í blaðið, sem marg-
ar hafa vakið mikia athygli.
Fyrsta kvikmyndagreinin birt-
ist á 7. síðu Vfsis í dag og fjall-
ar um brezku kvikmyndina um
Christine Keeler og ástarfar
hennar.
-3>
Landhelgin —
Framh. af bls. 8
fiskveiðirétt á öllu eða hluta af
svæðinu sem um er rætt f 2.
grein til fiskimanna annarra
samningsaðila ef þeir hafa veitt
á svæðinu vegna „nágranna"
fyrirkomulags.
10. grein.
Engin ákvæði í þessum samn-
ingi skulu hindra viðhald eða
setningu sérstakrar fiskveiði-
lögsögu f eftirfarandi þjóða-
samstarfi:
a) milli aðildarrfkja og auka-
aðila Efnahagssamstarfs Evr-
ópu,
b) milli rfkja sem eru aðilar
að Benelux efnahagsbandalag-
inu,
c) milli Danmerkur, Noregs
og Svfþjóðar,
d) milli Frakklands, Bretlands
‘og Norður-lrlands varðandi
GranviIIeflóa og Miniquers og
Echrehous,
e) milli Spánar, Portúgals og
nágrannalanda þeirra f Afrfku,
f) varðandi veiðar f Skagerak
og Kattegat.
11. grein.
Strandrfki getur með sam-
þykki annarra samningsaðila
undanskilið beitingu 3. og 4.
greinar um viss svæði til þess
að gefa strandbúum forgangs-
rétt ef þeir eru mjög háðir
fiskveiðum við ströndina.
12. grein.
Samkomulag þetta gildir um
hafsvæðin við strendur samn-
ingsaðilanna sem upp eru talin
f viðbótarskjali. Þessu viðbótar-
skjali má breyta með samþykki
ríkisstjórna samningsaðila. Sér-
hver tillaga um breytingar skal
send rfkisstjórn Bretlands sem
mun tilkynna það öðrum samn-
ingsaðilum og gefa þeim upp-
lýsingar um tímamörk, þegar
breytingar ganga f gildi.
13. grein.
Sérhver deila sem upp kann
að koma milli samningsaðila um
túlkun og beitingu þessa samn-
ings, skal ef einhver aðili óskar
þess lögð fyrir gerðardóm, nema
aðilarnir komi sér saman um
aðra aðferð til friðsamlegrar
lausnar.
14. grein.
1) Samningur þessi skal
liggja frammi til undirritunar
frá 9. marz 1964 til 10. apríl
1964. Hann skal staðfestast í
hverju aðildarrfki samkvæmt
þeim stjórnarskrárreglum, sem
f þeim gilda. Staðfesting skal
afhent rfkisstjóm Bretlands eins
skjótt og kostur er.
2) Samningurinn gengur f
gildi þegar staðfesting 8 rfkja
sem undirritað hafa hann, er
fengin. Ef þvf marki hefur hins
vegar ekki verið náð 1. janúar
1966, geta þau rfki sem þá þeg-
ar hafa staðfest hann komið
sér saman um sérstakt ákvæði
um gildistöku hans. Hvort sem
er mun samningur þá öðlazt
gildi fyrir þær ríkisstjórnir sem
hafa staðfest hann eða munu
gera það.
3) Sérhvert rfki getur eftir
að samningurinn hefur gengið
f gildi gerzt aðili að honum
með þeim skilyrðum sem samn-
ingsaðilar fallas.t á. Akvörðun
um að gera^t'aðili að samningn*
um skal tilkynnt rfkisstjórn
Bretlarids.
4) Rfkisstjórn Bretlands skal
tilkynna öllum þeim rfkisstjórn-
um er undirrita eða gerast að-
ilar að samningnum um allar
aðgerðir til staðfestingar hon-
um sem fram koma og tilkynna
þeim ríkisstjórnum sem undir-
rita hann eða gerast aðilar um
tfmaákvarðanir og gagnvart
hvaða ríkisstjórnum samningur-
inn tekur gildi.
15. grein.
Gildistfmi samnings þessa er
ótakmarkaður. Þó getur hver
samningsaðili, þegar 20 ár eru
liðin frá þvf hann gekk í gildi,
riftað honum með tveggja ára
fyrirvara með tilkynningu til
ríkisstjórnar Bretlands, sem
mun aftur tilkynna öðrum samn
ingsaðilum um það.
Skip —
Framh. af bls 16
er Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna framleiðir.
Mjög hörð samkeppni er nú
milli skipafélaganna, en farm-
gjöldin eru ekki lengur háð verð
lagsákvæðum. Eru farmgjöld af
þeim sökum orðin mjög mismun
andi há.
Hjúkrunarkonur —
Framh. af bls. 1.
þess að vinna, ef þær gætu komið
börnum sínum f gæzlu á barna-
heimili.
Eitt barnaheimili er nú rekið f
sambandi við sjúkrahús hér á landi,
þ. e. við Kleppsspftalann. Þar eru
nú 16 börn 10 hjúkrunarkvenna.
Mikill skortur er nú á hjúkrun-
arkonum á sjúkrahúsunum, og er
það ástæðan fyrir því, að Lækna-
félagið fór að athuga með hvaða
ráðum mætti bæta þar úr. Er nú
sérstök nefnd starfandi á vegum
Læknafélagsins að lausn þessa
máls.
Loftleiðir —
Framh. af bls. 1
viðræðum milli þessara tveggja
félaga.
Þess má geta að 17 eða 18 félög
fljúga’ með farþega yfir Norður-
Atlantshaf. Þeirra stærst eru Pan
American, TWA, BOAC, Air
France, KLM, Lufthanza, IRIS,
SABENA og SWISS Air.
„Þið segið góðar fréttir", sagði
Alfreð Elfasson, forstjóri Loft-
leiða, þegar Vísir las fréttina af
New York fundinum fyrir hann f
sfma í morgun. Og hann bætti
við: „Ég kalla það góðar fréttir,
þegar SAS og önnur IATA félög
eru komin á þann grundvöll að
viðurkenna Loftleiðir og vilja
hafa samvinnu við ókkur. En
þannig túlka ég þessa frétt“.
Saltendur —
Framh. af bls. 16.
telur það alvarlegt, að á sama
tíma og mikil sfld er við Noreg
hafi ekki verið hægt að veiða
upp í gerða samninga. Segir
blaðið, að sfldarseljendur líti al
varlegum augum á þessi mál.
Hætt sé við þvf að Norðmenn
falli út af mörkuðunum ef svo
gengur til.
Blaðið skýrir frá þvf að verð
það, sem norskir saltendur
vérða að greiða fyrir fersksfld-
ina sé 21 norsk króna á hektó-
lítra eða fsl. kr. 1,39 á kg. Verð
ið hér á íslandi er kr. 1,42 á
kg._________________
TIIEyja —
Framh. af bls. 16.
„Miklubraut“, sennilega vegna þess
hve mikið fyrirtæki það er og dýrt
að leggja hana. Gömlu flugbraut-
ina nefna þeir aftur á móti Löngu-
hlíð.
Héðan f frá eiga flugsamgöngur
við Vestmannaeyjar að batna stór-
lega og eftirleiðis á að vera hægt
að fljúga þangað daglega nema f
stórviðri eða mjög lágskýjuðu.
Hríð —
Framh. af bls. 16
eftir Englandi, jafnvel allt til hér-
aðanna f kringum London hefir
snjór fallið. 1 gær var ekki nema
eins stigs hiti f London á Celslus-
mæli, en hér uppi á lslandi
komst hitinn upp f 9 stig.
Ein afleiðing óveðursins mllli
Færeyja og Skotlands var sú,
að tveimur íslenzkum togurum
á útleið seinkaði, öðrum um sól
arhring, hinum um tvo sólar-
hringa. Það eru þeir Hafliði, sem
selur í Vestur-Þýzkalandi og Ing
ólfur Amarson, sem selur f Bret
landi á morgun.
Fleiri togarar eru á útleið. Þrfr
lögðu af stað í gærkvöldi og nótt.
Verði áframhald á kuldatíð á
Bretlandi er hætt við að það hafi
óhagstæð áhrif á fiskverðið. Um
helgina var fannfergi svo mikið f
Skotlandi, að umferð stöðvaðist
um þjóðvegi og voru 7 enn ófærir
f morgun. Búið var að ryðja snjó
af vegum á Englandi, en um allt
Bretland var við mikla samgöngu-
erfiðleika á landi að etja og flug-
samgöngur töfðust og skip við
strendur landsins.
Um helgina urðu menn svo
hundruðum og þúsundum skipti að
yfirgefa þfía sfna og brjótast til
næstu þorpa eða hafast við í bif-
reiðunum, og fór þannig m.a. fyrir
brúðhjónum og brullaupsgestum,
um 80 manns.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ISLANDS
RlKISÚTVARPIÐ
TÓNLEIKAR
f Háskólabfói fimmtudaginn 19. marz kl. 21.
Stjómandi: IGOR BUKETOFF
Einleikari: ALFRED BRENDEL
Efnisskrá:
Nielsen: „Helios“-forieikur
Beethoven: Píanókonsert nr. 4 í G-dúr, op. 58
Berwald: Sinfonie Singuliere
Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar
og bókabúðum Lárusar Blöndal, Skólavöröustíg og Vesturveri
f ^ Ponds-vörur
Steinpúður í stórum og
litlum dósum me?S spegli.
Hreinsunarkrem,
næringarkrem, andlitsvatn
Augnabrúnablýantar,
grænir, brúnir og svartir.
Verð frá kr. 15.00.
Varalitir. Verð frá kr. 25.00
Naglalakk. Verð frá kr.
22.00.
SNYRTIVÖRUBÚÐIN
Laugavegl 76 . Simi 12275
Plostelni
Plastefni í borðdúka, gluggatjöld, hengi o. fl.
VERZL. ÁSBORG.
Baldursgötu 39.
Afgreiðslumnður
Afgreiðslumaður óskast sem fyrst.
SÍLD & FISKUR,
Hjarðarhaga.
Snið og suumur
Get enn tekið nokkra kjóla fyrir páska.
SNÍÐASTOFA EDDU SCHEVING
Bergþórugötu 2 — Sími 11738.
Afgreiðslusturf
Afgreiðslumaður óskast nú þegar.
SÍLD & FISKUR, Bræðraborgarstíg 5.
Atvinnu óskust
Ungur maður með Verzlunarskólamenntun,
góða enskukunnáttu og yanur að vinna sjálf-
stætt, óskar eftir atvinnu í Reykjavík eða úti
á landi. Tilboð sendist Vísi sem fyrst, merkt
„Vanur - 100“