Vísir


Vísir - 17.03.1964, Qupperneq 7

Vísir - 17.03.1964, Qupperneq 7
V1 S IR . Þriðjudagur 17. marz l»tj4. Það er skylda að fylgj- ast með og aðvara framieiðendur — segir fiskmatsstjóri „Það má segja að þetta sé eins konar aðvörun, til þess að forða frystihúsunum og öðrum fiskframleiðendum frá tjóni og ég tel það skyldu Fiskmatsins að, vera vakandi og benda á hættuna, áður en í óefni er komið,“ sagði Bergsteinn Á. Bergsteinsson, fiskmatstjóri um tilkynningu þá, sem Fisk- matið gaf út,s.l. fimmtudag. í tilkynningu fiskmatstjóra segir m. a., að nú sé tímabil, þegar fiskur er meira og minna fullur af rotnandi æti, og sam- kvæmt þeim athugunum, sem gerðar hafa verið að undan- förnu, skapist mikil hætta í fiskframleiðslunni, nema því að eins, að öll bezta meðferð sé viðhöfð, svo sem að ísverja fiskinn og slægja eins fljótt og við verður komið, eftir að hann er veiddur. í stuttu viðtali við Vísi í gær, sagði fiskmatstjóri m. a., að sumir kynnú ef til vill að segja, að þetta væri ekki í verkahring Fiskmatsins, þar sem fiskurinn er ekki metinn fyrr en hann kemur til útflutnings. En fisk- matstjóri sagði, að sín skoðun væri hins vegar, að það væri skylda Fiskmatsins að fylgjast vel með og aðvara fiskframleið- endur, áður en í óefni væri komið, til þess að forða tjóni, því þegar fiskurinn kemur til flokkunar, eru það gæðin, sem ráða. Fiskmatstjóri sagði enn frem- ur, að hér væri mestmegnis um ýsu að ræða. Fiskurinn er á yfirborðinu í miklu æti, sem rotnar mjög fljótt í maga fisks- ins og hefur ákaflega spill- andi áhrif á efnisgæði hans. CHRISTIN E ELER Laugarásb'ió. Brezk - d’ónsk, tekin / Kaupmannaböfn. Leikstjóri: Robert Spafford Hvert þjóðland þarf sitt hneyksli til þess að gamna sér við á sama hátt og hver ein- staklingur virðist þurfa sinn Iöst til þess að halda sér í horfinu. Brezki þjóðarlíkaminn hristist undan Profumo-hneykslinu, vest ur-þýzka þjóðfél. hámaði í sig Rosemarie lífs og liðna, kven- mann, sem var hundraðfalt dýr ari en Mercedes Benz de luxe. Ruhr-iðjuhöldarnir drápu hana endanlega heldur leiðinlega sem frægt er. Hér á íslandi er ekki svo mjög verið að kippa sér upp við óreglulegt veðurfar á erótíska sviðinu — það gera sennilega partíin og félagsheim- ilin og „uppeldi" unga þjóðar- meiðsins. Hins vegar ætlar allt um koll að keyra út af kirkju- byggingu. Fólk virðist yfirleitt hafa ótrú lega gaman af að syndga gegn- um aðra, ef það getur ekki syndgað sjálft, ellegar þá að hneykslast, þangað til það stend ur á öndinni og missir heilsuna. Gerð hefur nú verið kvik- mynd eftir ævisögu Christine Keeler og dr. Stephan Ward. Myndin er tekin í Danmörku (í Kjöben) með enskum og dönsk um leikendum. Hún er slitrótt og ómerkileg, illa byggð upp, ef á heild er litið, hins vegar hreint ekki óskemmtilegir kaflar í henni. Verstur ókostur myndar- innar er sá, að það vantar í hana brezkt umhverfi, brezkar týpur (dæmigerðar manngerðir), brezkt andrúmsloft, meira að segja Soho-senurnar minna frem ur á „Den sorte Gryde“ og „Skinbukserne" en gjótur og kynklúbba í Gerhard Street og Shaftsbury Avenue. Danir eru komnir á það hátt Ungfrú Keeler og Ivanov flotamálafulltrúi rússneska sendiráðsins — Má ég, ungfrú bjóða yður í hádegisverð á morgun á rólegum stað í sveit? menningarstig, að þeir eru farn ir að tjá sig með svoddan kvik- myndum, smbr. „En fremmed banker pá“, sem sýnd var í þessu sama bíói (Laugarás) í hitt-eð-fyrra. Svíar hafa einnig verið haldnir þessari áráttu. Hjá Fransmanninum er þessi tjáning í kvikmyndum og bókmenntum jafn-eðlileg og lífið sjálft (eða eigum við að segja eins og rauðvín með matnum) og ævin- lega til prýði. Skandinavar eru ennþá á gelgjustigi í þessum efnum, enda losarabragur ríkj- andi í ástamálum — það er Keeler leikur Yvonne einhver Buckingham, minniháttar leik- kona, sem hefur verið valin vegna útlits og líkama. Stúlku- kindin er anzi snotur og virðist skilja hlutvérkið faglega. Mandy Rice-Davis kemur lítið við sögu: Hún hefði getað verið að koma af skralli í Þórskaffi á mánu- dagskvöldi. Dr. Ward er leikinn af syni John heitins Barrymore, Shakespeareleikarans fræga og stjörnunnar — hann heitir John Drew (líklega leitt af sögn- inni to draw, að draga) Barry- more, jr. Hann er mun yngri en dr. Ward var (hann á að vera miðaldra playboy, sem heldur, að hann sé alltaf nítján ára, eða eins og vissar sálgerðir í Klúbbn um og Naustinu). Engu að síður tekst Barrymore að gera tízku- lækninn að dularfullum seiðara (sem dr. Ward hefur ótvírætt verið) — og auk þess hefur leikarinn andlitssvip föður síns, sem konur tilbáðu. Barrymore er talinn óeirðarmaður í einka- lífi og haldinn sjálfseyðilegg- ingarhvöt eins og pabbinn sál- ugi, og sagt er, að danskir hafi orðið þeirri stund fegnastir, þeg ar þeir losnuðu við hann úr Hamletsríki að lokinni kvik- myndatöku. Pilturinn kvað hafa tekið að sér Hamlet-hlutverk hið nýja, á meðan hann dvaldist þar. Profumo, hermálaráðherra, kemur varla fram I myndinni. Þó sér í bera granna yfirstéttar fótleggi hans á barmi sundlaug ar í orgíu-partíi hjá dr. Ward, þar sem hann stendur yfir Keel- er, sem hvílir eins og hafgúa cg horfir upp til hans . . . (rúllar augunum). „Þér getið alltaf fund ið mig hjá dr. Ward“, segir hún. stgr. frægt um allan hinn menntaða heim. Þó er ekki hægt að neita því, að það eru tilþrif í því í Keeler-kvikmyndinni, þegar rússneski flotamálasérfræðing- urinn, Ivanov, leggur brezku ljónynjuna, Christine, 'að velli: Það er með feiknum gjört og glæsilegt á að líta. Svei mér, ef sumum áhorfendum fannst þeir ekki vera allt f einu komnir norður í Skagafjörð til hest- anna. TVTikið hafa landbúnaðarvör- urnar hækkað f verði, segja húsmæður borgarinnar þessa daga. Og reyndar 5llt saman bæta þær við. Það er að vonum, að fólk sé gáttað og hissa á hinum miklu verð- hækkunum. En hverjum eru þær að kenna? Hver er orsök þeirra? Það er rétt að koma að því alveg strax, að þær eru óhjákvæmileg afleiðing verkfallanna og kauphækkan- anna á síðasta ári. Nú taka húsmæðúr ú*t súran bita fyrir verkfallsbröltið fyrir jólin. Ef kaupið hefði ekki hækkað um 30% á árinu sem leið stæði vöruverðið í stað. Því er þann- ig háttað, að kaup bóndans er ákveðið eftir kaupi Dagsbrún- arverkamannsins. Þegar það hækkar hækka afurðir bónd- ans nokkrum mánuðum seinna svo hann fylgist með verka- manninum. Það er þetta, sem hefir hér gerzt. © Sök kommúnista Sumir reyna að skella allri skuldinni á rikisstjórnina og segja: Hún á sök á verðhækk- ununum. En auðvitað er það alveg út í bláinn og hrein fjarstæða. Ríkisstjórnin varaði margsinnis við voðanum. Hún vildi veita verkalýðnum kjara- bætur f mynd útsvarsfríðinda. En kommúnistar neituðu því, og knúðu fram lítilsverða krónuböt, sem nú rýkur í hækkuðu vöruverði. Þetta er rétt að hafa í huga þegar hús- mæður ræða um hver beri á- byrgðim á verðhækkununum. % Réttarþrugl Tímans Tíminn er ósköp framlágur f morgun. Hann gerir mátt- vana árás á forsætisráðherra fyrir það að hann sagði f Vfsi að við gætum ekki tekið okk- ur lögsögu yfir öllu landgrunn inu, nema alþjóðalög heimili Þó þorir blaðið ekki að leggja til að íslendingar taki upp þá stefnu að frémja algjör lögbrot á alþjóðavettvangi! Það fær kannski hugrekkið síðar. Blað- ið virðist enn haldið þeirri meinloku að við íslendingar getum ekkert gert í land- grunnsmálum nema það sé greinilega heimilað í alþjóða- lögum. En það eru margir hlut ir á þeim vettvangi, sem eru heimilir einmitt vegna þess að þeir eru ekki bannaðir. Þess vegna er fráleitt að halda því fram að einhverjum einhliða rétti hafj verið afsalað. Engin þjóð á rétt til brota á alþjóða- lögum. Og þar sem enginn á slíkan rétt er fræðilega ómögu legt að honum sé unnt að af- sala. Auðvitað förum við ís- lendingar að lögum. Leið Hitl- ers og Stalins er ekki okkar leið. SE3F

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.