Vísir - 17.03.1964, Side 15

Vísir - 17.03.1964, Side 15
V f SIR . Þriðjudagur 17. marz 1964. 75 sagði de Gevrey, sem varð alls hugar feginn, en ég lofa ykkur því að gera allt, sem í mínu valdi stendur, — kalla þau vitni, sem hann vill fá, og sannist sak- leysi hans skal ekki standa á þeirri viðurkenningu, sem hann krefst. - Og ég fæ að heimsækja hann, þegar ég vil? — Daglega eina stund i við- talsstofunni. mátti til þess koma, að Óskar yrði viðstaddur, og nú gekk leynilögreglustjórinn að honum og hvíslaði: — Ég ráðlegg yður eindregið, að tala við hana. Hún er kann ski komin með mikilvægar upp lýsingar. Þér getið sent fangann burt og ég get fjarlægt mig á meðan. — Jæja, látum þá svo vera, en ég bið yður að koma og vera við yfirheyrsluna yfir Angelu Bernier, en hún fer fram bráð- lega. Dómarinn gaf þjóninum bend- ingu um, að le:-3a fangann inn í næsta herbergi. Svo kom Soffía inn og hafði þykka slæðu fyrir andlitinu. Nú svipti hún henni frá. — Jæja, vinur minn, það er sannarlega erfitt að ná fundi þínum. Hann gaf henni bendingu um að þagna og sagði alvarlega: — Það er ekki viðeigandi, að þú komir hér. Þetta er í fyrsta skipti, sem þú kemur hér og verður að vera í síðasta skiptið. - Það er alveg undir sjálfum þér komið. Hefðirðu komið til mín hefði verið óþarft fyrir mig að koma. En ég verð ekki lengi, — ég óska bara upplýsinga, og þegar ég hefi fengið þær er ég farin. Hún settist eins og hún væri heima hjá sér: — Við erum ein og þess vegna skaltu leggja öll hátíðlegheit til hliðar. Ég óska upplýsinga. Er það satt, að maður að nafni Óskar Rigault hafi verið hand- tekinn og sakaður um morð í hraðlest nr. 13. - Já. — Er hann Parísarbúi? - Já, fæddur í Belleville 1857 Soffía fölnaði. — Það er þá svo. Hann er bróðir minn. Og hann er ákærð- ur. - Já, og allt bendir til sektar hans. - Þetta eru ósannar sakargift ir. Óskar bróðir minn hefir ekki framið morð. Hann á ekkert illt til. Ég ábyrgist hann. Skrifið beiðni um að sleppa honum þeg- ar. — Þú gerir að gamni þípu. - Nei. Ég ábyrgist, að hann verði kyrr í borginni og mæti nær sem þess er krafizt. - Það er ekki hægt? — Hvers vegna ekki? Séu menn auðugir er þeim sleppt gegn tryggingu og ef það stend ur á því að fá peninga, gætir þú lagt þá fram. - Nei, nú er nóg komið, sagði de Gevrey þurrlega, þú ert fram úr hófi ósanngjörn, — jafnvel hin nánu tengsl okkar í milli geta ekki afsakað afskipti þín, - þeirra vegna get ég ekki gleymt skyldum mínum sem em bættismaður. - Orð, orð, sagði Soffía, ég krefst þess, að bróður mínum sé sleþpt - eða ég geri uppsteit. - Ef þú heldur þannig áfram j hringi ég og læt vísa þér út, sagði de Gevrey ströngum rómi. - Vísa mér út, jæja, engillinn minn, ætli þér sé ekki annara um stöðu þína og virðingu en að þú hættir á slíkt. Heldurður |ekki, að til sé fólk, sem hlakki yfir því, er það fréttist að de Gevrey dómari hafi átt vingott við systur — Óskars Rigault. Ef ég segði nú frá þvf í stúdenta- kránum. — I hamingju bænum, tal- aðu ekki svona hátt. - Gott og vel, ég skal tala lágt - ég skal meira að segja steinþegja; ef þú gérir það, spm ég bið þig um. 1 fyrsta lagi vil ég fá að tala við bróður minn, en ekki sem dómari, sem telur víst fyrirfram, að hann sé sekur. Ég þekki bróður minn. Og ég bið hann að segja mér sannleik ann. Sé hann sekur, en því trúi ég ekki getur hann siglt sinn sjó, en segist hann vera saklaus, sleppirðu honum gegn trygg- ingu. Og ég fer ekki nema ég fái ákveðið svar. 23. De Gevrey var ofsareiður, en hann var í ógurlegum vanda — hann gat aðeins eitt gert, dregið allt á langinn, í von um að henni snerist hugur. — Þú misnotar aðstöðu þína, sagði hann og bætti svo við treg lega: — Bróðir þinn er þarna inni. Hann benti á dyr hliðarher- bergisins. Hún ætlaði að æða inn í það, en hann aftraði henni. — Bíddur, sagði hann. Þú skalt fá að tala við hann, en þú verður að gera það í návist minni. Allt verður að fara ró- lega fram. Hugleiddu embættis manns stöðu mína. - Já, já, sagði Soffía, því að nú komst engin hugsun að, nema að hún fengi að sjá bróður sinn. De Gevrey opnaði dyrnar. — Komið inn, Rigault, sagði hann, og gaf lögregluþjóninum, sem þar var bendingu um, að hann skyldi bíða þar. Óskar þekkti þegar systur sína og faðmaði hana að sér, en hún leiddi hann út að gluggan- um, svo að hún gæti virt hann vel fyrir sér, er hún spyrði hann. — Þú verður að segja mér eins og er, Óskar . . , — Guð minn góður, Soffa, þú trúir þessu þó ekki — að ég sé morðingi? — Nei, en þú verður að sverja við allt, sem þér er heilagt, að það sé ekki satt — við minningu foreldra okkar, sem voru heiðar legar manneskjur. Horfðu í augu mér — — Horf þú í augu mér og þú getur lesið svarið í þeim — ég sver við minningu foreldra okk- ar, að ég er saklaus. i, — Ég vissi það, Óskar, en ég 'yárð 'áð; heyra þig segja þafi" .. . herra dómari þarna getið þér séð - þér verðið að sleppa hon- um. De Gevrey hugleiddi hvernig hann gæti fengið Soffíu til að skilja, að hann gæti ekki sleppt bróður hennar, og má því geta nærri hve undrandi hann var, er Óskar kom honum til hjálpar: - Sleppa mér, það tek ég ekki í mál. — Hvers vegna ekki?, spurði hún undrandi. — Heyrðu nú, ég er ekki neinn græningi, og ég fer ekki í nein ar grafgötur um kynni þín og dómarans — en það er þitt mál, ekki mitt, - en þú vilt nota þér þau til þess að ég sleppi, en þannig vil ég ekki fá frelsi mitt. Ég get vel búið á ríkisins kostn að nokkrum dögum lengur. Ég vil fara, þegar sakleysi mitt er viðurkennt - og það þýðir ekk- ert að fá mig til að skipta um skoðun. - Þetta er hárrétt afstaða, - Jæja, maður verður að láta sér nægja það, sem maður getur fengið. Soffía stakk 20 frönkum að Óskari, svo að hann gæti látið kaupa fyrir sig smávegis, sem hann ef til vill langaði í. Svo kvöddust þau systkinin með kærleikum. Þegar Óskar var far inn sagði Soffía við de Gevrey: — Kemurðu í kvöld — vinur minn? — Það er óvíst, nei, ég get það ekki vegna anna, sagði de Gevrey, sem nú sá fram á, að hann yrði að slíta vinskapnum hið fyrsta við Soffíu. - Jæja, þú lætur þér ekki leiðast,sagði Soffía háðslega að skilnaði. Angela Bemier var leidd fyrir de Gevrey. Hún var náföl og út- grátin. — Hvað hafið þig gert við dóttur mína?, spurði hún beisk lega. Þér ætlið víst að yfirheyra mig aftur, en ég segi ekki orð, fyrr en þér svarið spurningu minni. — Hún er í umsjá þemu yðar - ég var til neyddur að loka verzlun yðar. - — Ég Kéfí béðíS um áð fá að tala við Fernand de Rodyl, — veit hann, að ég var handtekin og er fangi? - Þetta er allt honum óvið- komandi. Aðeins ég get fyrir- skipað, að yður verði sleppt — en því aðeins að þér getið sann að sakleysi yðar — ella verðið þér að mæta fyrir rétti. - Gerið það þá hið fyrsta - kannsk^ réttlætiskennd kvið dómenda mynist meiri en yðar. — Þér neitið þá enn sekt yð- ar? - Já, - Þér hötuðuð föður yðar? — Hafði ég nokkra ástæðu til þess að elska hann? - Þér töluðuð um hann ógn- andi við systur yðar, Cecile Bernier. - Ég, hin óskilgetna dóttir, sagði hinni skilgetnu mitt álit á föður hennar og henni. — Höfðuð þér nokkurt ásök- unarefni á hendur henn.i? - Það kemur mér einni við? « T A R 1 A H NOW REAZy FO?. ScCONP meficikiejakzan! YOUR. r- WOWAN flenty brave! ) Copr. \wt0, Bdfar PUr Durrouitu. Inc.—Tl Distr. by Unitcd Fcature Sj HERE'S THE MESSASE FOCTOR. 70ÍA1NIE WANTS RA710E7 TO ttOíASUZZl AtR SASE ! LISTEN... ‘GENEZAL YEATS, AmBUZZI: ■ me FREf/CA/AENT HEZE. RUSH 'COPTER TO V/LLA6E OF THE H.EPICINE ME/V, Þá erum við tilbúin fyrir lyf númer tvö, segir svertingjalækn- irinn. Hún er mjög hugrökk stúlka. Segðu henni að það muni vera eins og eldur, en það sé ekki eldur. í sama bili opnast dyrnar og Joe kemur inn, þungbú inn á svip. Hvað er að, spyr Tarzan. Hér er skeytið, sem Dr. Dominie vill láta senda til höf- uðstöðvanna: Sendið strax þyrlu til þorps frumskógalæknanna og gefið mér vald til þess að færa Naomi hjúkrunarkonu burt, með valdi ef nauðsynlegt reynist. Dom inie. v/Miklatorg Sími 2 3136 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar ..Flestar gerðir sýnipgarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Lj ósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 ÞVOTTAHÚS Vesturbæjar Ægisgötu 10 • Sími 15122 Butterfly-pils Punný i©nonýs sími 16738 Miklatorgi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.