Vísir - 01.04.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 01.04.1964, Blaðsíða 1
VISIR 54. árg. 4- Miðvikudagur 1. apríl 1964. — 47. tbl. Vorsíldin komin á miíin restan Reykjaness Vorsíldin er komin á miðin vestan Reykjaness. Óvíst er enn um magn, en líklegt að vorsfld veiðar hefjist nú, svo fremi að um verulegt magn sé að ræða. „Mig grunar að þetta sé sum- argotssíld," sagði Jakob Jakobs son fiskifœeðingur við Vfsi f morgun, „en sýnishorn eru arin ars á leiðinni til okkar". Hann staðfesti svo laust fyrir hádegi, að nær öll sýnishornin eru sum- argodssíld. Hann kvað síldina koma á svipuðum tíma og í fyrra. Hann kvað vorsíldar stundum verða vart kringum 20. marz kringum Vestmannaeyjar en svo færist hún vestur á Selvogsbanka og Framh. á bls. 6 KJARADOMUR AKVAD OBRIYTT LAUN RlKISSTARfSMANNA Kjaradómur kvað í gær upp dóm sinn um laun opinberra starfsmanna. Var það niður- staða dómsins, að laun opin- berra starfsmanna skyldu vera óbreytt og kröfu Kjararáðs um 15% launahækkun hafnað. Seg- ir í forsendum dómsins, að ein af ástæðunum fyrir hinum sí- felldu víxlhækkunum kaup- gjalds og verðlags undanfarið hafi verið samanburður stétta og starfshópa við laun opinberra starfsmanna en áframhald slíkr- ar þróunar mundi óhjákvæmi-'®* lega skapa stórfelld vandamál varðandi afkomu þjóðarbúsins og kjör launþega. Mál Kjararáðs opinberra starfsmanna gegn fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs var þingfest fyrir Kjaradómi 18. febrúar sl. Var málið dómtekið 20. marz. Krafa Kjararáðs var sú ,að op- inberum starfsmönnum yrði greidd 15% hækkun á föst laun og yfirvinnukaup frá 1. jan. sl. að telja. En kr’afa fjár- málaráðherra var sú, að ríkis- sjóður yrði sýknaður af kröfum þessum og til vara krafðist hann þess, ef kröfur Kjararáðs yrðu teknar til greina, að þær breyt- ingar yrðu gerðar á kjörum rík- isstarfsmanna, að vaktaálag IF|ármálaráð-| herra um | kjaradóminn IFjármálaráðherra Gunnar) Thoroddsen ritar grein hér K blaðið á niorgun. Mun hannl fjalla í grein sinni um úrskurð) Kjaradóms í launamálum opin-N berra starfsmanna og ræða við) horf þau, sem skapast hafa, eftirt að úrskurðurinn var kveðinnS upp. ? Blaðið í dag Bls. 3 Svipmyndir úr Páskaferð. — 4 Lýsing á hinum ægilegu jarðskálft- um 1 Alaska. — 5 Gamlir bílar nær óseljandi. — 7 Hátíð eilífðarinnar. — 8 Bridgemót íslands. — 9 Blaðamenn Vísis á Landeyjasandi við imri—ihMimin i ilBÍBlíiHr «■« yrði lækkað úr 33% í 20% frá kl. 7-20 alla virka daga vikunn ar svo og að breytt yrði deili- tölu dagvinnukaups, sem er grundvöllur fyrir útreikning á kaupi þeirra. Dómurinn sýknaði varnaraðila, þ.e. ríkið algerlega af kröfum sóknaraðila í málinu ! forsendum dómsins segir, að dómurinn hafi kynnt sér fram- lögð sóknar- og varnargögn að- ila og litið til allra tiltækra upp lýsinga um kjör þeirra er vinna við sambærileg störf hjá öðr- um en ríkinu. Síðan segir orð- rétt í forsendum dómsins: Þá hefur dómurinn eftir föng- um kynnt sér hina almennu þróun kaupgjalds og verðlags frá því i júlí 1963 og hin alvar- legu vandamál sem skaþazt hafa varðandi afkomu þjóðar- búsins vegna sífelldra víxlhækk- ana kaupgjalds og verðlags. Hefur kapphlaup um launahækk anir milli stétta og starfshópa átt þar drjúgan þátt í, þ.á.m. samanburður annarra við launa- kjör ríkisstarfsmanna sam- kvæmt dómi Kjaradóms frá 3. júlí 1963. Áframhald þessarar þróunar mun óhjákvæmilega skapa stórfelld vandamál, að því er varðar afkomu þjóðarbús ins í heild og þar af leiðandi kjör launþega, og er vandséð, hvernig fram úr þeim megi ráða Ætla verður að ákvæði 3. tl. 20. gr. laga nr. 55/1962 séu af löggjafanum m.a. til þess sett að varna því, að launahækkan ir til starfsmanna ríkisins verði til að skapa eða auka á slíka efnahagsörðugleika sem hér um ræðir. Hér er hins vegar ekki eingöngu um að ræða almennt efnahagsvandamál, heldur er dómurinn þeirrar skoðunar, að ríkisstarfsmenn og annað fast- launafólk hafi sérstaka ástæðu til að óttast áhrif áframhaldandi launakapphlaups á afkomu sína og aðstöðu. Það væri því til mik ils að vinna ef unnt reyndist að stöðva þá hættulegu þróun Framh. a bls. 6 Ljósmyndarí Vísis, I.M. tók þessa mynd í morgun uppi á Skólavörðuholti. Voru Frakkamir þá búnir að reisa tilraunaeldflaugina og hafði fjöldi fólks safnazt þar saman til að horfa á. Blaðamaðurinn Bauffon frá Paris Match gekk um með franska fánann. Frakkamir ætla að framkvæma tilraunina milli kl. 3 og 4 i dag. Merkileg tilraun franskra vís- indamanna í REYKJA VÍK í dag Franskir vísindamcnn, sem komu til Reykjavíkur í gær- kvöldi með franska flutninga- skipinu Commandant de Sottise hafa ákveðið að gera í dag at- hyglisverða tilraun á Skólavörðu holti, áður en þeir halda austur á Mýrdalssand til rannsókna á Van Allen-beltunum, sem áður hefur verið skýrt frá. Þeir hafa ákveðið að gefa borgarbúum í fyrsta skipti tækifæri til að sjá hvernig eldflaug er skotið á loft. í þessu skyni hafa þeir komið hingað til lands með tiltölulega litla tilraunaeldflaug, sem þeir ætla að skjóta upp 1 dag milli klukkan 3 og 4 siðdegis, ef veð- ur helzt gott. Foringi hins franska leiðang- urs er einn kunnasti eldflauga- sérfræðingur þeirra, Jean Sima- grée, en auk þess er með i för- inni franski blaðamaðurinn Bouf fon, frá vikuritinu Paris Match, sem er landsmönnum að góðu kunnur frá því hann stjórnaði hinum frækilega leiðangri, þeg- ar Frakkarnir gengu fyrstir á land í Surtsey. Það var' uppi fótur og fit á Skólavörðuholtinu f morgun. Þegar smiðir, sem vinna við mótauppslátt í Hallgrímskirkju, komu til vinnu sinnar kl. 8 í morgun, sáu þeir að allstórum dráttarbíl af Renault gerð hafði verið ekið inn á auða svæðið, grasflötina á horninu vestan við Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.