Vísir - 01.04.1964, Blaðsíða 6
VlSIR . Miðvikudagur 1. april 1964.
6
Hér sjást þrír af hinum frönsku vísindamönnum og safn Einars Jóns-
sonar sem er í hættu i baksýn. Leiðangursstjóri Jean Simagrée Iengst
til hægri.
Idfloug —
Framh af bls. 1
Leifsstyttuna. Þar voru nokkrir
menn klæddir 1 samfestinga með
hjálma á höfði í óða önn að
koma fyrir ýmiss konar tækj-
um. Einn maður I hópnum, sem
var reyndar blaðamaðurinn
Bouffon, skálmaði þar hreykihn
um með franska fánann á litlu
prfld í hönd. Þeir höfðu flutt
þangað upp eftir með dráttar-
bflnum tiltölulega litla eldflaug
af gerðinni Trompe, sem þýðir
„tromp“, enda má segja að hún
só það tromp, sem Frakkar hafa
á hendi I samkeppni við Banda-
rfkjamenn um smíði minni hátt-
ar eldflauga. Er hún algerlega
frönsk að allri smíði og knúin
föstu eldsneyti, svo að hún er
mjög handhæg I notkun.
Þeir höfðu um það bil lokið
við að reisa hana, þegar frétta-
maður og ljósmyndari Vísis
komu á staðinn til að ræða við
þá. Jean Simagrée foringi leið-
angursins sagði fréttamanni Vís
is, að hann væri mjög ánægður
með að koma til landsins. Von-
aðist hann eftir vináttu og sam
starfi við íslenzka vlsindamenn.
— Við vildum marka komu
okkar til Reykjavíkur með ein-
hverjum merkum atburði, sagði
hann. ísland er mjög mikilvægt
land m. a. fyrir það hve gott
svið það er fyrir ýmsar vísinda-
Iegar tilraunir, ekki slzt á norð-
urljósabeitinu. Ég tel að það
hafi verið vel ráðið hjá okkur
og að íbúar Reykjavíkur kunni
að meta það, að við ætlum að
byrja fyrsta daginn með þvl að
efna til fróðlegrar sýningar
hérna á hæðinni.
Állmargt fólk hafði þegar safn
azt þarna I kring til að horfa á l
aðgerðir Frakkanna, og þó
Frakkarnir segðu að Trompe-
eldflaug þeirra væri tiltölulega
lítil, var tíguleg sjón að sjá
hana, þar serrí hún reis upp af
stálskotbakkanum.
En fréttamaður Vísis vék að
því við leiðangursstjórann hvort
alls öryggis væri gætt með þvl
að skjóta slíkri eldflaug upp
inni I miðri borgarbyggðinni.
Jean Simagrée kímdi við. Við
gætum að sjálfsögðu fyllsta ör-
yggis. Annars hefðum við ekki
tekið þessa ákvörðun. Við telj-
um eldflaug okkar 100 prósent
örugga, enda er hún frönsk
smíði, ekki bandarísk.
— En vitið þið, spurði frétta-
maður Visis, að hér I húsinu við
hliðina er eitt merkasta lista-
safn Islands, með höggmyndum
eftir einn kunnasta listamann
þjóðarinnar. Það tjón yrði aldrei
bætt, ef þau skemmdust.
— Við höfum að vísu ekki
kynnt okkur það, viðurkenndi
Jean Simagrée, en þið getið ver
ið alvel rólegir. Eldflaugin
bregzt ekki.
— En má ég spyrja, hafið
þér sótt um leyfi til lögreglunn-
ar til að framkvæma þessa áýn
ingu. Hér þarf að sækja t. d.
um leyfi tii að hafa áramóta-
brennur, það er sótt um það
til Erlings Pálssonar yfirlög-
regluþjóns.
— Nei, við höfum ekki sótt
um neitt leyfi, sagði hinn
franski vísindamaður, enda telj-
um við það algeran óþarfa, alls
öryggis verður gætt með vís-
indalegri nákvæmni.
Lögregluþjónn, sem kominn
var til að halda uppi röð og
reglu stóð þar rétt hjá og vakti
blaðamaður VIsis athygli hans á
því, að frönsku vísindamennirn
ir hefðu ekki sótt um leyfi til
Erlings og hvort hanh .teldi ekki
rétt oryggisihs vegna'áð, stöðva
■'þessa framkvæmd; ’Séhi gæti •
haft I för með sér hættu fyrir
borgarana og fyrir listræn verð-
mæti I næsta húsi.
— Ég er úr götulögreglunni,
svaraði hann, og skipti mér
ekkert af því. Það er valdhaf-
anna og Rannsóknarráðs rlkis-
ins að ákveða það I samráði við
Erling Pálsson yfirlögregluþjón.
Það var skemmtilegt að hitta
hér aftur Bouffon blaðamann
frá Paris-Match. Hann gekk hér
stöðugt um og veifaði hreykinn
franska fánanum Tricoleur.
Hann kvaðst minnast með gleði
dvalar sinnar I Vestmannaeyj-
um og hafa I hyggju að heim-
sækja Eyjar og vitja óðals síns
I Surtsey.
I áframhaldandi samtali við
leiðangursstjórann Jean Sima-
grée, sagði hann, að franska vís
indastofnunin hefði komizt að
þvl að sandarnir miklu I Skafta
fellssýslum, Mýrdalssandur og
Skeiðarársandur, væru heppileg
ustu staðirnir I allri Evrópu til
eldflaugatilrauna. Tilraunir þær
sem nú væru að hefjast þar,
væru aðeins byrjunin. Frakkar
hefðu mikinn hug á að koma
upp við Kötlutanga voldugri eld
flaugastöð I stíl við Cape Kana-
veral og vinna að því öllum
árum að komast fram úr Banda-
ríkjarhönnum á þvi sviði. Evrópa
hlyti að taka forystuna á þvl
sviði sem öðrum. Framlag Is-
lands I þvl skyni yrði aðeins að
leigja landið undir tilraunirnar.
Evrópa á að njóta heiðursins,
og þvi viljum við frekar vera
hér en á eyðimörkunum I Af-
ríku.
Allir Reykvíkingar eru vel-
komnir að koma og horfa á
þegar við skjótum á loft þessari
litlu tilraunaeldflaug, sagði Sima
grée að lokum. Ég vildi aðeins
taka það fram, að betra er að
fólkið haldi sig I svo sem 40
metra fjarlægð frá henni, þegar
hleypt verður af, vegna eldtung
anna.
— Ef allt gengur vel, sagði
Simagrée, bjóðum við svo öllum
áhorfendum til kampavínsfagn-
aðar um borð í skipinu Comman
dant de Sottise.
Síldin —
Framh. af bls. 1
svo inn I flóann, og vorsfld
veiddist oft I flóanum I aprll og
allt fram I júnl. Að undan-
förnu hefði ekki verið fylgst
með síldinni á göngu hennar
vestur eins og vanalega, sökum
þess að bátar hefðu ekki verið
á síid.
Þetta er fjórða árið, sem síld
veiðar eru stundaðar hér syðra
með herpinót, en þó stundaði
einn bátur þær með góðum ár-
angri 1959.
Bátarnir sem fengu síld I gær
út af Kirkjuvogi' voru þessir:
Jörundur 125 tn., Jón á Stapa
120 og Höfrungur III. 100 tn.
I gærmorgun og 120 1 gærkveldi
Sigurður Vigfússon fréttarit-
ari blaðsins á Akranesi sagði I
morgun, að fitan I síldinni væri
9-15% og hún væri ekki smá —
hún væri fryst og ágæt útflutn
ingsvara. Ef eitthvað glæðist
að mun með síldina, taldi Sig-
urður, að fleiri bátar kynnu að
fara að stunda síldveiðar aftur,
einkum ef áfram verður jafn
óburðugt með þorskveiðarnar yf
irleitt og verið hefur, þótt stöku
netabátur hafi fengið dágott
stundum. Þorskanótabátarnir
hafa ekki heldur aflað vel.
Síjaradómur —
Framh. af bls. 1
sem átt hefur sér stað að und-
anförnu, jafnvel þótt nokkur
hluti rlkisstarfsmanna fengi ekki
þá; Ieiðréttingu kjara sinna, sem
samáriburðir við aðra starfs-
hópa kynni nú að gefa tilefni
til.
Þegar öll framangreind atriði
eru virt, telur dómurinn, eins
og nú er ástatt, að sýkna beri
varnaraðila af kröfum sóknarað-
ila I máli þessu.
DÓMSORÐ:
Vamaraðili skal vera sýkn af
kröfum sóknaraðila I máli þessu
Sveinbjörn Jónsson
Svavar Pálsson
Jóhannes Nordal
Tveir dómenda skiluðu sérgt-
kvæði. Benedikt Sigurjónsson
hrl, vildi að kröfur sóknaraðila
yrðu að nokkru teknar til greina
Eyjólfur Jónsson vildi, að orðið
yrði algerlega við kröfu sóknar-
aðila um 15% kauphækkun.
Kjararáð opinberra starfs-
manna kom saman til fundar 1
gær eftir að dómurinn hafði
verið birtur. Gerði ráðið álykt-
un, þar sem dómnum er mót-
mælt.
Jarðskjálfti —
Framh. af bls. 16.
búa I Anchorage. Mr. Robinson
kvaðst ekki váa neitt um afdrif
þeirra, en sagði, að þau byggju
I hverfi, sem hefði ekki skemmzt
mikið.
— Hvar voruð þér sjálfur,
þegar reiðarslagið skall yfir?
— Klukkan var um fjögur
síðdegis og ég var nýfarinn af
skrifstofu minni. Lagði ég leið
mína til gistihússins Windward
Inn, sem allir íslendingar er
hingað hafa komið, kannast við.
Ætlaði ég að finna þar gest,
sem kominn var til bæjarins.
En rétt þegar ég var kominn inn
I anddyri hótelsins, skullu ó-
sköpin yfir. Allt titraði og skalf
og hristist. Það var eins og hús-
ið væri að liðast I sundur. Ég
hljóp út eins og fætur toguðu.
Hótel þetta skemmdist allmikið.
En þó urðu mestu skemmdirnar
I næstu götu, Fourth Avenue.
Þar mynduðust stóreflissprung-
ur í götuna og bílar, sem þar
stóðu, grófust niður. Bifreiðar,
sem ekið var um götuna, lentu
og niður I sprungur, sem mynd-
uðust undir hjólunum. Þar er
hræðilegt um að litast, húsin
liggja þar mörg.í rústum, aug-
lýsingaskraut út um alla göt-
una. Ég vona bara, að maður
þurfi ekki að upplifa slíkt nema
einu sinni á ævinni.
HÚSNÆÐI
j
Höfum kaupendur að 4-6 herb.
íbúðum I vesturbænum, miklar
útborganir. Sími 20424.
SAMKOMUR
Skógarmenn KFUM
Skógarmenn! Munið fundina I
kvöld. Yngri deild kl. 6. Eldri deild
kl. 8.30. Fjölmennum — Stjórnin.
^ IIIII IIMIMIIltlimiBliw1 I
-----j'.’s.'or.vhJ
fylgizt með
tímanum
fijúgið með þofum PAN AMERICAN
það kosfar aðeins 8044 krónur
fil NEW YORK og.fil baka
og aðeins 6964 fil
KAUPMANNAHAFNAR um LONDON
og fil baka.
Það koslar ekkerf
að láfa okkur panfa hófelherbergið.
Allar nánari upplýsingar veila:
PAN AMERECAN á íslandi
Hafnarsfræli 19,
Símar 10275 og 11644
og ferðaskrifsfofurnar
llllllllllllllllirA
ðmmmmmiiii
PAN AMERICAN
Verkstæðisvinna
Nokkrir lagtækir menn vanir verkstæðis-
vinnu óskast. Uppl. ekki gefnar í síma.
GAMLA KOMPANÍIÐ H.F., Síðumúla 23.
Heintavinna
Fullkomin prjónavél og overlock saumavél
til sölu. Hentugt fyrir 1 eða 2 fjölskyldur,
sem vilja skapa sér aukatekjur. Góðir
greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 21865 í kvöld
og næstu kvöld.
Afgreiðslustúlkur óskast
Viljum ráða nú þegar röskar og ábyggilegar
stúlkur til starfa í kjörbúðum.
Upplýsingar á skrifstofunni, Laugavegi 172.
Austurver hf.