Vísir - 01.04.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 01.04.1964, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Miðvikudagur 1. apríl 1964. m. Otgefandi: Biaöautgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ö Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 70 krónur á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 lfnur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.f. Mikill árangur RITSTJÓRI Þjóðviljans var að reyna að sýna lesend- um sínum fram á það í forustugrein um daginn, að ||| það hefði verið mótsögn hjá Vísi, þegar sagt var hér, að skjótari árangur hefði orðið af viðreisnarstefnunni en bjartsýnustu menn hefðu þorað að vona. Þetta er vindhögg hjá Þjóðviljanum, enda eru ritstjórar hans miklir meistarar í þeirri íþrótt. Árangur viðreisnarinnar varð vissulega skjótur og mikill fyrstu árin. Eitt skal nefnt nú: Með stjórnar- stefnunni var endurvakið tráust erlendra viðskipta- manna og lánastofnana á íslenzkum gjaldmiðli. En eins og allir muna var svo komið, þegar vinstri stjórn- in hrökklaðist frá völdum, að gjaldeyrisstaða íslands f. . 'V var verri en nokkurs annars lands, sem upplýsingar voru til um, e. t. v. að einu eða tveimur undanskildum. Allir yfirdráttarmöguleikar íslenzkra banka erlendis , voru nýttir til hins ýtrasta og mjög tilfinnanlegar hömlur orðnar á gjaldeyrisyfirfærslum til brýnustu : lífsnauðsynja, hvað þá annars. í augum ritstjóra Þjóðviljans er það sjálfsagt lítils- vert atriði, að hér varð gerbreyting á fljótlega eftir að núverandi stjórnarflokkar tóku við stjómartaum- unum. Frá sjónarmiði kommúnista hefði vitaskuld ver- ið æskilegast, að þessi viðreisn gjaldeyrisins hefði ekki tekizt, því að þá var hrunið óumflýjanlegt. Þegar svo er komið gjaldeyrisstöðu þjóðar, að við borð liggur að hún geti ekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar erlendis, er voðinn á næsta leiti. Slíkt ástand hafði þá óvíða þekkzt frá því á árum heimskreppunnar, nema hér, og þetta gerðist í góðu árferði innan lands og hagstæðu verzlunarárferði í er- lendum viðskiptum. Hvað olli? Svarið er auðvelt: Við höfðum vinstri stjóm þar sem kommúnistar réðu mjög miklu, ~ og með fjármálin fór hið þjóðkunna átrúnaðargoð Framsóknarflokksins, sem óhæfast hef- ur reynzt allra fjármálaráðherra á íslandi, til þess að gegna þeirri stöðu, en þó setið samanlagt í embættinu lengur en nokkur annar. Það er því ekki að furða, þótt oft hafi ískyggilega horft dg illa færi hjá vinstri stjórn- inni, þar sem þetta tvennt kom saman! Núverandi stjómarflokkar fengu því sannarlega erfitt verkefni til úrlausnar, þegar þeir tóku að sér stjórnarmyndunina. En þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem ríkisstjórnin hefur þurft við að glíma — þar á meðal illvígustu og ófyrirleitnustu stjórnarandstöðu, sem um getur — hefur þjóðinni aldrei vegnað betur en síðan viðreisnarstjórnin kom til valda. En grundvöllur efnahagslífsins er ekki nógu traustur, - sakir verð- bólgunnar, og þar á stjórnarandstaðan aðal sökina. Blöð hennar láta sem svo, að þau vilji stöðva verð- bólguna, en verk leiðtoganna sýna að þau skrif eru skrípaleikur. Svipmynd frá Islandsmótinu. Hinar íslenzku skjaldmeyjar, sem spila munu á Norðurlandamótinu I sumar. Á myndinni sjást við næsta borð Magnea Kjartansdóttir, Guðríður Guðmundsdóttir, Louise Þórðarson, Ásgerður Einarsdóttir og Eggrún Amórsdóttir. Ljósm. Sigurbjörn Bjarnason. Sveit Benedikts ari í BRIDGE Simon og Þorgeir unnu tvimenningskeppnina íslandsmótinu í bridge lauk á annan í páskum og urðu úrslit þau í meistaraflokki, að sveit Benedikts Jóhannssonar sigraði með nokkrum yfirburðum í sveitakeppninni. Auk hans eru í sveitinni Jóhann Jónsson, Jó- hann Jóhannsson, Jón Arason og Sigurður Helgason. Orslita- leikurinn stóð milli sveita Bene dikts og Agnars. Eftir fyrstu lotu var sýnt hvernig fara myndi, því sveit Benedikts var 49 stig yfir. í annarri lotu bætti sveit Benedikts 15 stigum við og þegar síðustu lotu var lokið, hafði sveit Benedikts 75 stig yf- ir. Sveit Siglufjarðar któð sig ágætlega og munaði litlu að henni tækist að halda meistara- flokkssætinu. Islandsmeistararn- ir. frá því í fyrra, sveit Þóris Sigurðssonar, urðu að láta sér nægja þriðja sætið og Reykja- ■víkurmeistararnir, pveit Einars Þorfinnssonar, máttu þakka fyr ir fjórða sætið. Röð og stig meistaraflokks- sveitanna var eftirfarandi: l.Sveit Benedikts Jóhannsson- ar BR 32 stig. 2. Sveit Agnars Jörgenss. BR 26 stig. 3. Sveit Þóris Sigurðssonar BR 20 stig. 4. Sveit Einars Þorfinnssonar BR 18 stig. 5. Sveit Gisla Sigurðssonar, Siglufirði, 17 stig. 6. Sveit ólafs Þorsteinssonar BR 7 stig. 7. Sveit Mikaels Jónssonar, Ak- ureyri, 6 stig. Fjórar efstu sveitirnar, allar frá Bridgefélagi Reykjavíkur, munu spila í meistaraflokki næsta ár, en hinar þrjár færast niður í I. flokk. I I. flokki varð röð og stig efstu sveita: 1. Sveit Ólafs Guðmundssonar, Hafnarfirði, 42 stig. 2. Sveit Jóns Magnússonar TBK 39 stig. 3. Sveit Jóns Ásbjörnssonar BDB 39 stig. 4. Sveit Elínar Jónsdóttur BK 36 stig. 5. Sveit Ragnars Þorsteinssonar TBK 31 stig. Tvær efstu sveitirnar í I. flokki munu spila í meistara- flokki næsta ár. Islandsmeistarar í tvímenn- ingskeppni urðu Símon Símonar son og Þorgeir Sigurðsson frá Bridgefélagi Reykjavíkur. Var keppni í meistaraflokknum mjóg hörð og erfitt.að spá um úrslit- in. Bridgefélag Reykjavikur bar ægishjálm yfir aðra keppendur mótsins og hlaut átta af tíu efstu sætum meistaraflokks. í fyrsta flokki sigruðu feðgarnir, Ásbjörn Jónsson og Jón Ás- björnsson, með yfirburðum. Röð og stig efstu para I tví- menningskeppni meistaraflokks varð: 1. Símon Símonarson — Þorgeir Sigurðsson BR 1565 stig. 2. Hallur Sírr-onarson ~ Kristján Helgi Ólafsson úr Keflavík varð Islandsmeistari í skák, en síðasta umferð Skákþings ts- lands fór fram á annan í pásk- um. Helgi hlaut 8 vinninga af 11 mögulegum. Var síðasta um- ferðin mjög spennandi, enda var Björn Þorsteinsson fyrir hana efstur með 7l/2 vinning, en Helgi hafði þá 7 vinninga. Röðin í landsliðsflokki varð þessi: Helgi Ólafsson 8 v., Björn Þorsteinsson 1l/2> Trausti Björns son 7 y2, Freysteinn Þorbergs- son 7, Jón Kristinsson 6V2, IsLmeist- Kristjánsson BR 1537 stig. 3. Jakob Bjarnason — Hilmar Guðmundsson BR 1531 stig 4. Mikael Jónsson — Þórir Leifsson, Akureyri, 1519 stig. 5. Lárus Karlsson — Jóhann Jónsson BR 1515 stig. 6. Einar Þorfinnsson — Stefán Guðjohnsen BR 1506 stig. 7. Agnar Jörgensson — Róbert Sigmundsson BR 1503 stig. 8. Guðjón Tómasson — Sigur- hjörtur Pétursson BR 1500 st. 9. Ásmundur Pálsson — Hjalti Elíasson BR 1497 stig. 10. Þörsteinn Þorsteinsson — Steinþór Ásgeirss TBK 1484 st 1 tvímenningskeppni I. flokks urðu þessir efstir: 1. Ásbjörn Jónssori — Jón Ásbjörnsson BDB 1592 stig. 2. Jón Stefánsson — Þorsteinn Laufdal BDB 1485 stig. 3. Rósmundur Guðmundsson — Stefán Jónsson TBK 1463 stig. Eins og áður hefur verið skýrt frá, fór mestur hluti keppninnar fram f Klúbbnum við Lækjar- teig og á mánudagskvöldið var lokahóf á sama stað og verðlaun afhent. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni frá upp- hafi og átti sýningartaflan sinn þátt í því. Keppnisstjórar móts- ins voru Guðmundur Kr. Sig- urðsson og framkvæmdastjóri Bridgesambands Islands, Brand- ur Brynjólfsson. Bragi Kristjánsson, Gísli Péturs- son og Jónas Þorvaldsson allir með 5y2 v., Hilmar Viggósson 4Í4, Magiús Gunnarsson og Halldór Jónsson 3y2 og Þórður Þórðarson 1 y2. í meistaraflokki vann hinn kornungi skákmaður Jón Hálf- dánarson með 6 v., en næstur kom Bragi Þorbergsson með 5/2 Vinna þeir sig báðir upp í lands liðsflokk. í 1. fl. vann Helgi Hauksson, en ekki er öruggt hver fer með honum upp í meist araflokk. ECeflvíkingur ísl.meistari i skák

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.