Vísir - 01.04.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 01.04.1964, Blaðsíða 9
9 V1S IR . MiBvikudagur 1. apríl 1964. — togarinn flýtur nú í brimgarðinum og reynt verður að að okkur takist á ná Wizlok út. Frá því við byrjuðum að vinna hér í fjörunni 13. eða 14. marz, hefur veðrið yfirleitt verið mjög óhagstætt. Við höfum aldrei reynt að ná togaranum út, enda tókst okkur fyrst núna í dag að dæla öllum sjó úr togaranum og þétta hann vel. Við byrjum svo aftur snemma í fyrramálið. Þá verður unnið að því að koma vírnum frá dráttarbátnum yfir í togarann og síðan verður gerð tilraun til þess að ná honum út á flöðinu annað kvöld“. „Það er hægt að kaupa allan Hvolsvöll fyrir andvirðið", sagði skipstjórinn á Wizlok, þegar við spurðum hann hvað myndi kosta að byggja togara svipaðan og Wizlok í dag. Skipstjórinn og Rozak, 1. vélstjóri, hafa dvalizt að Hvolsvelli sfðan togarinn strandaði, fimmtudaginn 27. febrúar. í gærdag unnu að björgun togarans 15 menn, bifvélavirkj- ar, járnsmiðir og bændur undir stjórn pólska björgunarsérfræð- ingsins og Bergs Lárussonar. Niðri í fjörunni er lítil jarð- ýta, beltisbíll, stór trukkur, á- samt tveimur kraftmiklum yfir- byggðum bílum, sem björgunar- mennirnir hafast við í, þegar þeir matast. Flestir þeirra sofa að Hvollsvelli, en sl. nótt ætluí|u fjórir þeirra að sofa niðri f fjöru. f morgun ætluðu þeir að byrja aftur, og ef allt fer samkvæmt áætlun, þá mun þessi glæsilegi togari verða kominn að bryggju í Vestmannaeyjum um miðnætti í nótt. „En þetta tekst aðeins ef veðrið verður hagstætt", sagði einn björgunarmannanna um leið og blaðamaður og Ijós- myndari Visis héldu frá strand- staðnum 1 gærkveldi. í brim- garðinum vaggaði Wizlok, að- eins sex ára gamall togari, sem metinn er á um 32 milljónir. draga bnnn „Hefði ekki smá óhappp hent okkur, væri Wizlok á leið til Vestmannaeyja“, sagði pólski björgunarsérfræðingurinn Sado- wy við blaðamann og Ijósmynd ara Vísis, þegar þeir komu aust ur á Landeyjasand í gærdag. f alian gærdag var unnið af full- um krafti við að dæla sjó úr Wizlok og þétta hann. Um fimm leytið var verkinu að mestu leyti lokið og Wizlok flaut í brimgarðinum, akkerið var úti og togarinn hallaðist nokkuð á bakborða. Það voru þreyttir en ánægðir menn, sem voru dregnir í land Þeir, sem unnu við að dæla sjó úr Wizlok og þétta hann, voru allir útataðir f svartolfu, sem er um allt sldp. Á myndinni er verið að þvo stakk eins björgunarmannsins með benzfni. Hætt hefur verið við að reyna að koma vél togarans í gang vegna eldhættu, sem stafar af svartolíunni. ÖLLUM SJÓ HEfUR VER- IÐ DÆLT ÚR WIILOM út í kvöld f björgunarstól frá Wizlok sfð- degis í gær. Allir voru þeir út- ataðir í svartolfu, en það skipti ekki miklu máli, þvf nú hafði þeim tekizt að ná öllum sjó úr togaranum og þétta hann vel. Það eina, sem skyggði á ánægj- una, var, að skðmmu áður en dráttarbáturinn Koral átti að draga togarann út, slitnaði end- inn á dráttarvímum frá bauju, sem hann hafði verið festur við. Á meðan björgunarmennimir þvoðu stakkana sína úr benzfni, hittum við að máli pólska björg unarsérfræðinginn, Sadowy. „Hefði ekki endinn slitnað frá baujunni, væri Wizlok senni lega kominn langleiðina til Vest mannaeyja. Veðrið er nú mjög hagstætt, togarinn sjólaus og þéttur, svo ég tel það enga bjartsýni að segja, að það séu miklar líkur fyrir þvf að Wizlok náist út á flóðirtu annað kvöld, ef veðrið verður svipað. Veður- spáin er hagstæð, svo við bfðum spenntir". 1 sama streng tók Bergur Lár usson. Þetta er ekki f fyrsta skiptið, sem Bergur vinnur að björgun skips, því Wizlok mun vera sjöunda skipið, sem Berg- ur vinnur við að bjarga. „Maður má aldrei vera of bjartsýnn, en ég get ekki sagt annað en við séum vongóðir um Þegar flóð er, em björgunarmennirnir dregnir f Iand í björgunarstól. (Ljósm. Vísis, B. G.). BYSSURNAR I NAVARONE Ensk-amerísk frá Columbia film. Sýnd í Stjömu- bíói. Leikstjóri J. Lee Thompson. Framl. Carl Fore- man. Byggð á samnefndri sögu eftir Alistair MacLean. Strfðsmyndir eru vinsæl skemmtun. Fólk yfirleitt nýtur þess að lifa sig inn f grimmd, en grimmdin er einn snarasti þáttur f mannlegu eðli, a. m. k. er það haft eftir Bernard Shaw og fleiri góðum mönnum. Kvikmyndir um djörfung og afrek eða hermdarverk úr blóð- ugum styrjöldum eru af ýmsu tæi, an margar þeirra eru svo áþekkar .einkum amerfskar, eða þannig settar á svið, að þær geta beinlfnis, þegar til lengdar lætur, verið hjákátlegar. Sama væmna ástarævintýrið gengur aftur í þeim, sama fórnfýsin end urtekur sig, sama sálfræðin æ ofan f æ. Þ6 bregður annað veif ið út af venjunni. Byssurnar í Navarone er sérstæð kvikmynd að ýmsu leyti, þótt hún snúist um atvik úr styrjöld. Hetjudýrk- uninni er í hóf stillt, og myndin er glæsilega tekin, raunverulegt umhverfi notað sem mest, og andrúmsloftið hvorki ýkt né skrumskælt af stjórnendum og leikurum. Sagan, sem kvikmynd in er byggð á, er ein af þessum alþýðl.skemmtilegu hetjusögum: fífldirfska, svo að hárin rfsa á höfði lesarans, flótti og undan- koma úr höndum fjandmann- anna, svo að munar um hárs- breidd, sadismi f frumlegum til- brigðum, semsagt gnægð af rúsfnum með grautnum. Hættur sjávarins gegna þýðingarmiklu hlutverki í sögunni, enda er höfundurinn Alistair MacLean sagður elskur að hafinu, lfklega hefur sjávarháski sjaldan verið betur kvikmyndaður en f þess- ari mynd. Persónumar, sem koma við sögu í kvikmyndinni, eru geðfelldur félagsskapur, og ekki yfirleiknar. Gregory Peck, sem leikur höfuðpaurinn, Mall- ory, fjallgöngumann, kemur manni ekki spánskt fyrir sjónir fremur en yfirleitt í seinnj tfð: Hann er alltaf líkur sjálfum sér, og eiginlega alltaf sama persón- an — hann er einn af þessum kvenlega laglegu mönnum, sem veit yfirleitt óeðlilega mikið af sjálfum sér. Anthony Quinn er alltaf ósvikinn, hvernig sem hann kemur út á pappírnum. Hann er alltaf sterkur í erfiðum hlutverkum — það kemur vel fram í þessari kvikmynd. David Andrea (Anthony Quinn) drepur þýzkan hermann og hefur gaman af gaman af. Niven með sitt enska andlit og sína ensku tilburði f öðru veldi fellur vel inn í rammann. Stan- ley Baker, sem jafnan leikur harðjaxla og misindismenn, er óvenjulegur í þessari mynd: það sýnir, að hann er ekki einhæfur Ieikari eins og við hefði mátt búast. Anthony Quayle leikur af skilningi manninn, sem særð- ist. Pappadimos (James Darr- en), „fæddur manndrápari" eins og hann er kynntur í myndinni, glundroða- og óeirðarmenni er gott dæmi um unga kynslóð, sem elst upp við styrjaldir og skepnuskap: semsagt OAS-svart fætling. Fulltrúar kvenþjóðarinnar eru ágætar í myndinni, Marfa (Irene Papas) skæruliðastelpa, sem Iæt ur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, Anna (Gia Scala), sem ekki vildi gerast vændiskona hjá þýzkurunum og bjargaði kven- legum heiðri sfnum með dýr- keyptum hætti. Þessi kvikmynd er rólega spennandi og vel gerð f flesta staði. Stjórnandi, J. Lee Thomp- son, er snjall Breti, og framleið- andi Carl Foreman er með betri framleiðendum f Hollywood — hann hefur smekk. — stgr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.