Vísir - 06.05.1964, Side 8

Vísir - 06.05.1964, Side 8
 VÍSIR . MIBvflcudagur 6 mai 18M1 VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Samstaða er þjóðarnauðsyn §vo virðist sem ýmsum áhrifamönnum í röðum stjórn- arandstæðinga sé nú orðið Ijóst, að stöðva þurfi verð- bólguna og allir verði að leggjast á eitt til þess að það megi takast. Slíkt samstarf er þjóðarnauðsyn og al- menningur krefst þess, að því verði komið á. Það, sem hingað til hefur hindrað að þessi samstaða næðist, er áróður og skemmdarverk nokkurra pólitískra ævin- týra- og ofstopamanna, sem setja eigin óskir um völd ofar öllu öðru. Sjái þeir nú loks að sér, eða geti þeim ábyrgari menn í flokkum þeirra haldið þeim í skefj- um, mun allt snúast á betri veg, verðbólgan verða «töðvuð og lífskjörin bætt. Það kom fram bæði í ræðum og blaðaskrifum 1. maí, að það er almenn skoðun innan verkalýðssamtakanna og launastéttanna, að beinar kauphækkanir nú mundu ekki reynast raunverulegar kjarabætur, heldur stuðla áfram að þeirri öfugþróun, sem almenningur vill stöðva. Hin leiðin, að tryggja kaupmátt launanna, er áreiðanlega heillavænlegri, enda sú, sem almenningur óskar að valin sé. Miðað við það sem áður hefur verið, má næstum því segja, að Þjóðviljinn væri hógvær núna 1. maí og næstu dagana. Hið sama verður ekki sagt um Tímann, enda hefur forustulið Framsóknarflokksins lengst af, síðan viðreisnarstjómin var mynduð, gengið lengra en kommúnistar í kröfum um kauphækkanir og hvers konar þenslu í efnahagskerfinu. Þetta stingur mjög í stúf við stefnu flokksins þegar hann er í ríkisstjórn- Þá er hann andvígur öllum kauphækkunum og hefur reynzt launþegum erfiðastur allra flokka í kjaramálum. Hið rauðskjöldótta kröfublað af Tímanum, sem út kom á hátíðisdegi verkalýðsins núna, lofar því miður ekki góðu um að heilbrigt samstarf náist við forustu- menn Framsóknarflokksins, til þess að stöðva verð- bólguna. Að svo stöddu skal þó engu spáð um afstöðu þeirra þegar til kemur. Það verður ljóst á næstunni, hvað þeim býr í huga. Eitt er víst, að það verður ekki ríkisstjórnin, sem strandar á að samstaða náist um ráðstafanir, sem að gagni megi koma. Hún vill enn sem fyrr samvinnu við allar stéttir þjóðfélagsins, og henni er ljóst, að vandinn verður aldrei leystur nema með slíkri samvinnu. Við verðum að skilja það og hegða okkur samkvæmt því, að það er sameiginlegt hagsmunamál okkar allra, að stöðva dýrtíðina og snúa við í tíma. Með hverri vik- unni eða mánuðinum, sem við drögum það, verður allt erfiðara viðfangs og loks óhjákvæmilegt að grípa til róttækra aðgerða, sem allir vilja komast hjá og hægt er að komast hjá, ef við sjáum að okkur í tíma. Sovézk efftir- hreyta Profumo- mólsins Eugene Ivanov, sovézki her- málaráðunauturinn, sem kom við sögu Keeler-málsins, hefir nú fengið „uppreisn æru'V en mál hans var tekið fyrlr f sjó- hernaðarrétti í Leningrad, en þann misseris tfma, sem rann- sóknin stóð yfir, var hann skip stjóri á skemmtibát á Svarta- hafi á hálfum launum. En nú hefir verið úrskurðað, að hann sé sýkn saka, - hann „hafi ekk ert aðhafzt til þess að skerða álit Sovétríkjanna erlendis", og hann er búinn að fá full ‘laun greidd frá þeim tfma, sem lið- inn er frá þvf rannsóknin hófst, — og honum hefir verið afhent að nýju heiðursmerki, sem frá honum var tekið meðan rann- sóknin fór fram. Ivanov er nú tekinn til starfa í flotastöðinni f Leningrad. Brezkt blað, sem birtir frétt um þetta, minnist síðan Ivanovs sem hins vinsæla, sovézka „diplomáts", sem hafi verið mik Eugene Ivanov Ivanov sýknaður í sjóhern- aðarrétti í Leningrad ill gleði- og samkvæmismaður og gestur Stephens heitins Wards á Cliveden-sveitarsetri Astors lávarðs. Það hafi verið þar, sem hann fyrst hafi kynnzt John Profumo, fyrrverandi her- málaráðherra — og Christine Keeler, sem var gestur Stephens Wards. Ungfrú Keeler bar það síðar, að hún hefði eitt sinn lagzt með honum, og hafi það gerzt í íbúð Wards í London, og hún hafi oft séð hann, er hann kom til þess að heimsækja Ward til þess að spila bridge með aðals- fólki þvf og auðmannafólki og fleirum, sem voru gestir Wards. í janúar s. 1., þegar Profumo- málið var f þann veginn að verða hið mesta hneykslismál, aðvaraði Ward Ivanov, sem var kvaddur til Moskvu svo skyndi- lega, að brezka fiotamálaráðu- neytinu var ekki tilkynnt um heimför hins sovézka sjóhem- aðarráðunauts, fyrr en hann var farinn. Þegar Profumo-hneykslið var til umræðu f neðri málstofunni, var birt fáorð tilkynning um það f Moskvu að Ivanov væri ekk- ert við málið riðinn, en ekkert minnzt á hvers Ivanov mætti vænta heima fyrir, en svo frétt- ist sfðar, að hann væri orðinn skipstjóri á skemmtisiglinga- skipi á Svartahafi. RANNSÓKNIN. Þar næst komu fréttir um rannsóknina. Rétturinn, sem ekki hafði neitt vald til þess að fella dóm, en tillögur rétt- arins myndu hafa verið fram- kvæmdar, komst að þeirri nið- urstöðu, að — ekkert hefði ver- ið milli þeirra Ivanovs og Christ ine Keeler. Og rétturinn komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði notað sér kunningsskap- inn við hana, með fullri vitn- eskju yfirmanna sinna, til þess einungis að komast í kynni við menn, sem sæti áttu f brezku stjóminni. Þá komst rétturinn að þeirri niðurstöðu, að er ískyggilegast horfði út af Kúbu í nóvember 1962, hafi „Ivanov gert allt sem Christine Keeler í hans valdi stóð til þess að friður héldist", enda þótt sumt, er hann gerði, hafi verið ein- feldningslegt (naive). Rétturinn komst einnig að þeirri niðurstöðu, að yfirboðar- ar Ivanovs hafi ekkert haft að athuga við kunningsskap Ivan- ovs við Ward, þar sem hann hafi verið „meðlimur aðalsstétt- anna“, hafi haft sambönd við hátt setta menn, verið frjáls- lyndur. I London kom sú skoðun fram, segir í blaðinu, að Ivanov hafi fyrirfram lagt niður fyrir sér hvernig hann gæti valdið truflunum, en aðrir aðhylltust þá skoðun, að hann væri gleð- skaparmaður og efst á baugi hjá honum að njóta lífsins. Christine Keeler hélt þvf fram, að hann hefði notið blíðu hennar aðeins einu sinni, og þá fundið mikið á sér eftir að hafa drukkið vodka óspart, en eftir á virzt hafa skammazt sxn og verið mjög áhyggjufullur, og þótt hún sæi hann oft eftir þetta, hefði hann ávallt „verið á verði gegn henni". Ivanov hefir þannig sloppið betur en margir ætluðu, vegna hneykslismálsins mikla. Og það gerðu fleiri, er við sögu komu, en annarra biðu þyngri örlög. Ward galt með lífi sínu, skugga ber á líf Profumo vegna móls- ins, sem seint mun eyðast, og Christine Keeler situr enn í fang elsi, til afplánunar á dómi fyrir að hafa borið rangt fyrir rétti.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.