Vísir - 06.05.1964, Page 16

Vísir - 06.05.1964, Page 16
Miðvikudagur 6. maí 1964 Hvalveiðornar H.f. Hvalur er tekinn að undir- búa hvalveiðar sínar í sumar. Þær munu hefjast upp úr 20. þ.m.. Gerð verða út 4 hvalveiðiskip eins og undanfarin ár, að því er Loftur Bjamason forstjóri tjáði blaðinu í morgun. ÆSKUL ÝDSRÁB KEMUR UPP FERÐAMIBSTÖB Reynt verður að skipuieggja ferðalög unglinga um verzlunarmannahelgina Lömbin sér unct um blómgaða baia ... Þessi tvö fallegu lömb virtust una sér hið bezta í góða veðr- inu, en störðu forviða á Ijós- myndara Vísis B. G. þegar hann skreið um á meðal þeirra til að ná góðum myndum. Sauðburður er nú hafinn fyrir nokkru og hvarvetna, jafnvel í Reykjavík, má sjá blessuð lömb in skokka um túnin. Myndina tók B. G. við Laufás veg, fyrir neðan Reykjanes- braut- Æskulýðsráð Reykjavíkur hyggst koma upp ferðamiðstöð að Fríkirkjuvegi 11. Með stofn un þessarar ferðamiðstöðvar ætlar ráðið að reyna að skapa hinum ýmsu æskulýðsfélögum og klúbbum ungs fólks betri að stöðu til ferðalaga í sumar. Þá býðst æskulýðsráð til að að- stoða við sölu farmiða fyrir þessa aðila. Æskulýðsráð Reykjavíkur boðaði í gær fulltrúa frá æsku lýðsfélögunum í Reykjavík á sinn fund. Tilgangurinn með þessum fundi var að reyna að leita samstarfs við æskulýðsfé lögin í Reykjavík um ferðalög ungs fólks og reyna einnig að fyrirbyggja að sú saga endur- taki sig, sem gerðist í Þjórsár- dal um sl. hvítasunnu, og mörg dæmi eru um frá sl. verzlunar- mannahelgum. Fyrir nokkru gekkst Æsku- lýðsráð fyrir skoðanakönnun í gagnfræðaskólum borgarinnar sem leiddi í ljós, að 70 — 80% unglinganna vildu taka þátt í ferðalögum á sumrin. — Með þessari ferðamiðstöð, sem Æskulýðsráð hyggst koma upp, er ætlunin að skapa iiinum ýmsu æskulýðsfélögum og klúbbum ungs fóiks i borginni betri aðstöðu í sambandi við ferðalög. Æskulýðsráð býðst til að aðstoða við sölu farmiða fyr- ir aðila, leyfa þeim að nota Frarnh. á bls. 6 Sex togararseldu fyrir 67 þús. stp. Sex togarar hafa selt ísfisk- afla f Bretlandi frá mánaða- mótum sl. og voru góðar sölur hjá sumum eða 2-3, sem voru með mikið af ýsu og flatfiski. Fleiri selja ekki í þessari viku. Sölumar voru sem hér segir: 1.5 Júní f Grimsby 129 tonn fyrir 6927 stpd. Þormóður goði í Hull 228 tonn fyrir 13.156 stpd. 4.5 Egill Skallagrímsson í Hull 150 tonn fyrir 14.170 stpd. Pét ur Halldórsson í Grimsby 131 tonn fyrir 7270 stpd. 5.5 Jón forseti I Hull 98 tonn fyrir 10.800 stpd. Vfkingur í Grimsby 251 tonn fyrir 15.011 sterlingspund. Hafa þannig fengizt 67.694 sterlingspund fyrir afla sem nam samtals 987 tonnum. Hátíð í þýzku þorpi Danskennmí 12 ára deiUumnæsta vetur? á kvikmyndasýningu Germaniu Danskennarar í Reykjavík hafa snúið sér til fræðsluyfir- valda borgarinnar og lagt fram þá tillögu, að danskennsla verði tekin upp í öllum 12 ára bekkj- um barnaskóla Reykjavíkur næsta vetur. Hefur málinu verið mjög vel tekið og má búast við, að margir skólastjórar barnaskólanna muni vilja þiggja þjónustu danskennara og koma á reglulegri danskennslu. Vísir fékk þessar upplýsingar hjá Ragnari Georgssyni fulltrúa fræðslustjóra, er blaðið ræddi við hann um þetta mál í morg- un. TILRAUNIR MEÐ DANSKENNSLU. Ragnar sagði, að nokkrar til- raunir hefðu verið gerðar með danskennslu i barnaskólum. T. d. hefði farið fram nokkur danskennsla í Langholtsskóla í vetur. Eru það íþróttakennarar skólanna, er anriazt hafa þá danskennslu, er fram hefur far- ið en fyrir nokkrum árum var efnt til dansnámskeiðs fyrir iþróttakenr.ara með það fyrir augum, að þeir gætu kennt dans í skólunum. Hins vegar sagði Ragnar, að enn heppi- legra væri að sjálfsögðu að fá útlærða danskennara til þess að hafa danskennsluna með höndum. IIEFUR GEFIZT VEL. Ragnar sagði, að danskennsl- an hefði gefið mjög góða raun, 'þar sem hún hefði farið fram. Væri það reynsla skólamanna, að félagslíf allt væri með meiri menningarbragð hjá nemendum er notið hefðu danskennslu. Er talið mjög heppilegt, að börn hafi notið einhverrar dans- kennslu, er þau komast á gagn- fræðaskólastigið og dans- skemmtanir fara að verða fast- ur liöur í skemmunum skóla- nemenda. Það vili oft verða svo, að Framh. á bls. 6 Á kvikmyndasýningu félagsins Germania á laugardag verða sýnd ar fréttamyndir af helztu atburð- um í Vestur-Þýzkalandi fyrir einum til tveim mánuðum. Fræðslumyndimar verða þrjár. Ein er um dansspor í ballett sýnir uppbyggingu ballettsins og vinnu- brögð ballettmeistarans til að gera ballettinn sem áhrifamestan. Önn- ur fræðslumyndin er um ljósmynda gerð unglinga. En hin þriðja og hin lengsta þessara fræðslumynda sýnir hátíðir í þýzku þorpi. og er myndin i litum. Þorpið er Chiem- gau, sem liggur milli Munchen og Salzburg. Eru hátíðirnar á ýmsurn tfmum árs og hafa sumar þeirra farið fram með sama hætti öldum saman fram á þennan dag. Bún- ingar þorpsbúa eru mjög skrautleg- ir margir hverjir og njóta sín vel þegar litadýrð þeirra fær notið sín. Kvikmyndasýningin verður i Nýja bíó og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðnum. Bretar auka framleiðslu sína á hraðfrystum fiski F. Huntley Woodcock fiskimála ráðunautur íslenzka sendiráðs- ins í London hefir sent Vísi upp- lýsingar um freðfiskframleiðslu Breta á síðastliðnu ári. Kemur í ijós af skýrslunni að framleiðsl an á hraðfrystum fiski hefir vax ið mjög ört á undanförnum ár- um i Bretlandi. Árið 1963 voru framleidd 129 þús. tonn af hraðfrystum fiski í iandinu, þar af 30 þús. tonn í neytendaumbúðum. Árið 1958 var framleiðslan af hraðfrystum fiski hins vegar ekki nema 42 þús. tonn og af því var magn í neytendaumbúðum ekki nema 14 þús. tonn. Ár frá ári hefir framleiðslan farið vaxandi. Byggist það m. a. á því að æ fleiri verzlanir á Bretlandseyjum hafa nú fengið kælitæki til geymslu á þannig gerðum fiski en engu að síður gengur hægt að breyta neyzluvenjum þjóðar innar, þótt hraðfrysti fiskurinn sæki þar nokkuð á. Á síðasta ári fluttu Bretar út um 10 þús. tonn af frystum fiski, þax af 4 þús. tonn í neytendaumbúðum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.