Vísir - 27.05.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 27.05.1964, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 27. maí 1964. Démari dæmdi mark Perú ógilt og þar með sauð upp úr Um sama leyti og ís- lenzkt landslið og KR- ingar voru að keppa inni á Laugardalsvelli s.l. sunnudag og áhorfend- umir skemmtu sér vel í fegursta veðri, var einn- ig verið að keppa í knatt spyrnu hinum megin á hnettinum suður í Suð- ur-Ameríku á knatt- spyrnuvellinum í Lima, höfuðborg Peru. Eins og venjulega meðal hinna blóðheitu Suður-Am'eríku búa var hiti og æsingur mikill í þessum kappleik. Leikvangur- inn er gríðarstór með risaháum áhorfendapöllum á allar hliðar. Var hann troðfullur af fólki og munu áhorfendurnir hafa verið nærri 50 þúsund. Perú-menn voru að horfa á landsleik, andstæðingarnir voru Argentínumenn. Leikurinn var atburðalítill, þar sem í fyrri hálf leik var ekkert mark sett. Að vísu voru mörg tækifæri, þar á meðal munaði mjög mjóu tvisv ar sinnum í fyrri hálfleik, að Perú-mönnum tækist að skora mark. Og fylgdu sóknum heima manna feikileg fagnaðarlæti sem drundu yfir leiksviðið. Þó voru Argentínumenn yfirleitt sterkari og oftar fengu áhorfendurnir tækifær; til að fagna því, þegar markmaður þeirra bjargaði meistaralega á línu. Seinni hálfleikur hófst og fólk var orðið þreytt á því að fá engin mörk. Það var loks, þegar stundarfjórðungur var af seinni hálfleik, sem fyrsta markið kom, en þá var það Argentínu- maður, sem skoraði það. Færð- ist nú um skeið, nokkurt fjör í leikinn. Áhorfendurnir æptu til Perú-landsliðsins að hefna fyr- ir, en allt kom fyrir ekki, argen tínska vörnin stóð nú sem vegg- ur gegn öllum sóknartilraunum þeirra. Það leið að leikslokum og tók aftur að dofna yfir leiknum. Menn voru smám saman farnir að sætta sig við, að Argentína hefð; unnið. Það voru aðeins eftir um 8 mínútur til leiksloka. Þessu hefði þannig getað lokið friðsamlega, en þá gerðist at- vik, sem hleypti öllu í bál og brand. Þá gerðu Perú-menn leiftur- hraða sókn. Návígi varð rétt fyrir framan mark Argentínu. Hægri útherji Perú-manna skaut knettinum fyrir mark til vinstri útherjans, Enrique Lobaton. En miðframvörður Argentínu, Mora les, náði knettinum og stöðvaði hann. Þá réðist Lobaton á hann að aftan. Morales missti jafn- vægið við höggið og knötturinn Hér hefur faðir fundið son sinn milli líkanna og þrýstir honum að brjósti sér. skall frá honum í mark. Þetta var þv£ sjálfsmark. Feikileg fagnaðarlæti urðu á áhorfendabekkjum. Menn hróp- uðu nafn Lobatons í kór, yfir- fullir af hrifningu og þakklæti. En þá kom strik I reikning- inn, dómarinn, Angel Pazos frá Uruguay, dæmi markið ógilt og veittj Argentínu vítaspyrnu. Þessi dómur kom eins og löðr ungur á áhorfendurna. Hér var mikið I húfi. Ef Perú tapaði leiknum, var vonlaust um að þeir gætu sent Iið á Tokyo-olym píuleikana, ef jafntefli yrði, þá skyldi spila aftur til úrslita. Þegar mönnum varð dómur- inn Ijós, kvað við ægilegt rama óp frá áhorfendapöllunum. Mað ur, sem hafði setið í fremstu röð, hljóp yfir grindverkið og út á völlinn. Hann stefndi beint að dómaranum og ætlað að berja hann. En áður en hann næði honum, hlupu lögreglu- menn fram og börðu manninn niður. Þessu atferli lögreglunnar reiddust áhorfendur mjög og hófust mikil læti, áhorfendur vörpuðu niður á leikvanginn flöskum, steinum og púðum og öllu lauslega, sem þeir gátu fundið, tugir manna stukku fram á leikvöllinn. Þegar dóm- arinn sá það, flautaði hann til merkis um að leiknum væri lokið, og fór hann undir vernd Iögreglumanna inn I búnings- klefana. Nú rauk allt upp, áhorfend- urnir voru sem óðir, þeir æptu og öskruðu og innan skamms var leikvangurinn orðinn fullur af æstum mönnum. Þarna voru aðeins 40 lögreglumenn við til að stilla til friðar. Þeir fengu við ekkert ráðið. Verst af öllu var þó, að enginn lét sér detta í hug að opna hliðin. En lög- reglan kastaði táragasi og fólk- ið komst ekki burt, Þannig varð leiksviðið eins og sjóðandi potturinn og troðningurinn hófst. Þessum atburði lauk með því að 350 manns voru troðnir í hel. B? * * * s ' M Líkin í lágu í löngum röðum á knattspyrnuvellinum í Lima. HALLÓ, halló, athugið Get tekið flutning til Austfjarða 4—5 tonn. Uppl. í síma 21937 í dag og á morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.