Vísir - 27.05.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 27.05.1964, Blaðsíða 5
V f S IR . Miðvikudagur 27. maí 1964. 5 útlorid £ niorgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlörid í mopgun Fær Makarios vopn hjá Rússum? Einmanalegur, lítill áheyrandi að ræðu Hækkerups Fyrir skemmstu var sagt frá því í fréttum frá Kýpur, að stjórn eyjarinnar hefði í huga að efla varnir hennar með því að kaupa nýtízku hergögn, jafn- vel herþotur og hraðbáta, og nú er sagt í fréttum — óstað- festum að vísu — að Kýpur- stjórn þreifi fyrir sér um slík kaup hjá Krúsév, og hann muni taka málaleitaninni vel. Tyrkir telja, að hér sé um á- form að ræða til þess að kúga tyrkneska þjóðernisbrotið ger- samlega, og sé það haft að skálkaskjóli, að Tyrkir hafa haft viðbúnað að koma tyrk- neskum mönnum á eynni til hjálpar, ef ofsóknirnar keyrðu úr hófi. Og Tyrkir saka Maka- rios og stjórn hans um að fara sínu fram gagnvart minnihlut- anum, I trausti þess, að Sam- einuðu þjóðirnar og lið þeirra láti það gott heita. En það hefir verið látið í það skína, að gæzluliðið, sem nú er KONA ÓSKAST Vönduð og lipur kona óskast í sumar annað hvert kvöld til afgreiðslu í söluturni. Væri heppilegt fyrir konu búsetta í Háaleitishverfi eða þar í grennd. Tilboð sendist Vísi fyrir fimmtudagskvöld merkt: „Létt starf — 946“ TÚLKUR ÓSKAST um á að gizka 3ja vikna skeið, frá 11. júlí— 4. ágúst, til að ferðast með þýzkum sjón- varpsleiðangri. Þarf að kunna þýzku og ensku. Æskilegt ef viðkomandi hefði umráð yfir, eða gæti útvegað, Station-bíl eða Volks- wagen-rúgbrauð. Upplýsingar í síma 16473 kl. 1-2 eða 7-8 e. h. MÚRARI Múrari vill taka að sér vinnu úti á landi. — Tilb. merkt „Múrverk“ sendist Vísi sem fyrst. BIFREIÐIR RYÐBÆTTAR Ryðbætum með trefjaplasti gólf og ytra byrði. Nýkomið efni á mjög lágu verði. — Fljót af- greiðsla. Komið og reynið að Þingholtsbraut 39, Kópavogi. TIMBUR TIL SÖLU Timbur í uppistöður og girðingarstaura er til sölu, ásamt byggingarkrana, sem framlengja má upp í 14 hæðir. Uppl. í síma 3-50-80. Húsfélagið Sólheimum 23. fullskipað, muni hér eftir taka ákveðnari afstöðu en áður. Reyndin verður ólygnust um það eins og fleira, en enn — eftir að liðið var fullskipað um seinustu helgi, er skotið á liðið við skyldustörf — tyrk- neskumælandi menn hafa gert það tvívegis nú í vikunni og grískumælandi einu sinni, en enginn féll eða særðist.'en þeg- ar skotið er margsinnis á gæzlu- liðið sýnir það ljóslega, hve erfitt hlutverk þess er, að halda í skefjum mönnum, sem eru því vanir að beita skammbyssunni eða hnífnum, ef þeim býður svo við að horfa. Myndin, sem fylgir fréttinni var tekin I Kaupmannahöfn er danskir lögreglumenn lögðu af stað til Kýpur um seinustu helgi, en þar starfa nú austur- riskir, borgaralegir lögreglu- menn, og hafa nú Danir tekið við sams konar skyldustörfum, en auk þess hafa svo Danir sent nærri 700 menn í sjálft gæzluliðið. Við burtför lögreglumann- anna flutti Per Hækkerup utan- ríkisráðherra ræðu og óskaði þeim heilla í ábyrgðarmiklu starfi. Miiming: Stefán Jakobs son frá GaltafeUi Fæddur 7. marz 1895. Dáinn 18. maí 1964. „Þetta er vegurinn okkar allra, Sveinn minn“, sagðir þú, þegar þú varst lagður upp í þína helför. Góð var þln fyrsta ganga, þegar leiddu þig móðir þín og móðir mín og góðar allar síðan. Grýtt var leiðin, björgum rutt úr vegi, greru blóm á leið þinni og góðs föru- nautar. Sakna þín nú félagar og frænd- ur. Muna nú vinir handtakið drengilega og hlýja. Syrgja þig kona og góðir synir. Stendur nú gneypur Galti, en Þökk grætur þurrum tárum. Sveinn Ágústsson. VÉLVIRKJANEMI Ungur vélvirkjanemi óskar eftir vinnu á kvöldin og um helgar. Sími 13034 eftir kl. 7 á kvöldin. MOLYKOTE ® rr YFIR 210,000 KÍLÓMETRA... . . . . ég hef ekið meira en 210,000 km. I Volks wagen smíðaár 1957, með sömu vélinni, og sjaldan langar ferðir, aðallega í mikilli um- ferð innanbæjar. Samt sem áður er benzín- eyðslan undir 10 lítr um og olíubrennsla svo lítil, að ekki er nauðsynlegt að bæta olíu á á milli þess sem skipt er um. Eins og meðfylgjandi llnurit sýnir er þjöppunin fast að því eins há og í nýlegri vél, sömu Ástæðan fyrir þessari góðu end- urnýjun olíunnar, er þó fyrst og fremst sú, að MOLYKOTE “A” hefur verið blandað saman við olíuna frá því að bíllinn var nýr. .... Erhard Schwarz, Munchen Reg. trade mark Alfa-Molykote corp., Stamford, Conn. Fæst hjá Shell, Esso og BP Bílavarahlutabúð og bílaverk- stæði um allt land. gerðar. Fahrzeug Kompressions- 2 3 4 5 6 Nr......... druck in kg/cnv 7 8 9 10 11 12 Gestell Nr VK 12 Dat. Einkaumboð á íslandi fyrir MOLYKOTE KÍSILL H.F. Lækjargötu 6 B Sími 15960

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.