Vísir - 06.06.1964, Side 7

Vísir - 06.06.1964, Side 7
V í SIR . Laugardaguir 6. júní 1964. 7 HARKA, SPtNHmm OCHRADl ÞtGAR KR 06 WANDERERS LÉKU ;■ Fyrirliðarnir, Eilert Schram og James Bond, fyrir Ieikinn. KR náði jcafntefli úr víta- spyrnu 10 mín. fyrir leikslok, 3:3 KR og Middlesex Wand- erers háðu í gærkvöldi æð- islega baráttu á Laugar- dalsvellinum í Reykjavík og lauk leik svo að jafn- tefli varð 3:3. Var leikur- inn gífurlega spennandi og skemmtilegur. Bretarnir náðu betra samspili en KR- ingar voru öllu ágengari uppi við markið og má segja að jafntefli hafi ekki verið ýkja slæm lausn. IGamlar ,stjörnur' | gegn hinum ungu \ Annað kvöld kl. 20,30 fer t fram leikur Unglingaúrvalsins 1 og liðs úr FH, sem styrkt verð | ur gömlum stjörnum úr íslenzkri s knattspymu. Meðal þeirra verða ; þeir kapparnir, sem hér eru á 1 myndinni, þeir Albert Guðmunds ^ son og Hermann Hermannsson, t báðir gamalkunnir Valsmenn, / Aðrir styrktarmenn verða þeir ) Sigurður Bergsson, landsliðsmað \ ur úr KR og Ríkharður Jónsson í Akranesi. í Leikurinn var aðeins nýhafinn þegar KR-ingar fá dæmda vita- spyrnu, en Gunnar Felixson fram- kvæmdi hana. Skotið var ekki sem verst og víst er að flestir mark- verðir hefðu orðið að sjá þann bolta sigla í netið, en hinn frábæri markvörður Wanderers John Swannel kastaði sér flötum og hafði boltann á fingmnum. Upp úr þessu léku Bretarnir upp hægra megin og hinn ágæti út- herji Candey, sem lék með lands- liði Breta hér í fyrra ,einlék síð- asta spölinn að markinu og skor- aði framhjá Heimi. KR varð að bíða í 26 mínútur áður en þeir jöfnuðu. Eíiert Schram, fremur þungur eftir mán- aðar .fjarveru frá knattspyrnuiðk- un, skoraði beint úr aukaspyrnu á vítateig, en boltinn rann greitt gegnum brezku vörnina. Næst áttu KR-ingar orðið. Ellert Schram var hér enn að verki er hann gaf Erni Steinsen boltann í ó- væntri aðstöðu og Örn var heppmn með skot sitt, sem skall af heljar- afli í stöng og inn af fremur stuttu færi, 2:1. Á 25. mfnútu skoraði Fay inn- herji loks mark mjög glæsilega. Fay hefur átt fjölda tækifæra í tveim leikjum hér og skoraði nú loks. Hann fékk gefinn bolta inn að markinu og var ofjarl tveggja varnarmanna KR í kapphlaupinu ! um boltann. Og enn liðu nokkrar mínútur, og i O’Rourke innherji gaf fyrir markið til Bond miðherja og fyrirliða liðs- ins, sem notfærði sér ágætt tæki- færi og skoraði. Heimir reyndi að verja en var nokkuð seinn niður og skotið af stuttu færi. KR-ingarnir voru ekki á því að gefast upp og á 35. mín. barst Ie:k urinn upp að marki þeirra. Þar var barizt um boltann og lauk svo að Magnús Pétursson dæmdi víta- spyrnu, sem var heldur hæpmn dómur Ellert Schram framkvæmdi spyrnuna og skaut fyrst í stöng, en fékk að endurtaka spyrnuna þar eð markvörðurinn hafði ekki staðið kyrr. Skoraði Ellert þS ör- ugglega. Þannig lauk þessum skemmtilega leik, sem bauð upp á margt gott í knattspyrnu. Undir lokin varð leikurinn fullharður, og var greini- legt að Bretarnir undu þessum úr- slitum ekki sem bezt. Lið Middlesex var sem fyrr mjög skemmtilegt og þá ekki sfzt framlínan, sem skotmannaleysi bagar einna helzt. Bezti maður liðsins var þó markvörðurinn Swannel, en O’Rourke, Fay og Candey voru mjög góðir, en liðið í heild leikið og lipurt. KR lék af krafti og hörku cg greinilegt var, að liðið var ekki á því að gefa þumlung eftir, og þetta gerði það að verkum að lið ið náði góðu út úr leiknum og jafntefli gegn svo sterku liði sem Wanderers eru vissulega. Ellert Schram var, þrátt fyrir æfinga- leysi, driffjöður liðsins og átti að- alþáttinn í einu markanna og skór aði hin tvö. Þórður Jónsson, Gunn ar Guðmannsson og Sveinn Jóns- son áttu og ágætan leik og Heim ir Guðjónsson hefur ekki verið svo góður sem nú í sumar. Magnús Pétursson dæmdi mjög vel. Áhorfendur voru fjölmargir og fengu góða skemmtun fyrir aura sína. Nixon segir, að Goldwater verði ekki sföðvaður — en frjálslyndir republikanar eru sagbir undirbúa sókn til einingar um William Scranton | SV-LIÐIÐ GEGN WANDERERS í Lið Suð-Vesturlands sem leikur ! ; við Middlesex Wanderers á I i mánudagskvöld hefur verið val- II ið og er skipað sem hér segir: J ! l Heimir Guðjónsson, KR, Jó- \ / hannes Atlason, Fram, Magnús í * Torfason, IBK, Ómar Magnús- . \ son, Þrótti, Jón Stefánsson IBA, J í Matthías Hjartarson, Val, Reynir j ÍJónsson, Val, Hermann Gunnars í son, Val, Jón Jóhannsson, ÍBA í Eileifur Hafsteinsson, tA og ’ Gunnar Guðmannsson, KR. Vara \ menn: Kjartan Sigtryggsson, \ ÍBK, Högni Gunnlaugsson, ÍBK, l Árni Njálsson, Vai Jón Leósson, ? Í.A., Hólmbert Friðjónsson, ÍBK, 1 Gunnar Felixson, KR. 1 í NTB-frétt frá New York seg ir, að fulltrúar hinna frjálslyndu manna í flokki republikana hafi komið saman til fundar í gær til þess að hugleiða baráttuað- ferð og stefnu, eftir hinn nauma en mikilvæga sigur Barry Gold- waters f forkosningu repúblikana í Kaliforniu, en í þeim fékk hann 51.4% atkvæða af um 2.1 millj. sem greidd voru. Hlaut hann sem fyrr var getið um 60 þúsund atkvæði umfram það, sem Nelson Rockefeller, fékk, og var sagt í fréttum er þau úrslit urðu kunn, að slegið hafi óhug á frjálslynda republikana vegna sigurs Goldwaters. Stjómmálafréttaritarar og út- varpsfyrirlesarar ýmsir héldu því fram í gær, að frjálslyndir republikanar, sem hafa trausta, hefðbundna aðstöðu í austurríkj unum, væru að hugleiða að hefja sókn til þess að stöðva Barry Goldwater, og miða þá sókn við, að eining fáist um eitt forseta- efni fyrir fram, yæntanlega rfkis stjórann i Pennsylvaniu, Willi- am Scranton, sem að vísu hefir ekki enn fallizt á, að gefa kost á sér sem forsetaefni. Menn draga ekki í efa, að Scranton hafi sagt það í ein- lægni, er hann seinast í gær tók það fram, að hann óskaði ekki Framh. á bls. 5 WUliam Scranton

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.