Vísir - 06.06.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 06.06.1964, Blaðsíða 9
V í SIR. Laugardagur 6. júní 1964. .s "f dag eru 20 ár liðin frá því stórkostlegasta hernaðarað- gerð veraldarsögunnar var fram kvæmd, innrásin mikla í Nor- mandy 6. júnf 1944. Með henni hófst ef svo má segja lokasókn- in inn að hreiðri nazismans í Þýzkalandi. Á bak við hana stóð her Bandamanna um 2 milljónir manna, sem safnað hafði veríð saman f herbúðum vfðsvegar í Englandi og þeim fylgdi ógrynni skriðdreka, fall- byssna og alis kyns vopna og flutningatækja. Þegar innrásin var gerð, var sýnilegt, að veldi nazistanna fór dvínandi. Meir en tvö ár voru síðan Bandaríkin drógust inn í styrjöldina og beittu öllum sínum framleiðslumætti til að hervæða sig og bandamenn sína. Innrásin f Normandy var fyrst og fremst árangur hins bandarfska vfgbúnaðar. Banda- ríkjamenn lögðu til meginhluta herliðs og nær þvf öll hergögn. ■ Áður en ráðizt væri til land- göngu í sjálft virki Þjóðverja f norðurhluta Evrópu höfðu Bandamenn tekið Norður- Afríku og gert innrás á Sikiley og Suður-Ítalíu. Nú töldu þeir sér hafa vaxið svo fiskur um skipuleggja hernaðaraðgerðir. Þó veidi nazistanna væri á fallanda fæti var það vitað, að þeir voru mjög öflugir í Norður- Frakklandi. Þeir höfðu komið þar upp rammbyggilegum varn- arvirkjum sem þeir kölluðu Westwall og eftir þvf sem stundin nálgaðist voru þeir æ meir á verði. Þótt þessi hern- aðarundirbúningu væri þannig mjög víðtækur tókst njósnurum Þjóð'verja aldrei að komast að þvf með vissu, hvar Bandamenn ætluðu að stíga í land. Þeir virtust helzt álíta að innrásin yrði framkvæmd við Calais, þar sem stytzt var yfir sundið. Þar var viðbúnaður þeirra mest ur. Hins vegar voru þeir við því búnir að annar staður kynni að verða valinn og höfðu skipulagt hefsveitir sínar, svo að þær yrðu sem skjótastar að halda til þeirra staða, þar sem hættan yrði mest. í sjálfu sér var varnarstaða Þjóðverja mjög góð á strönd Normandy, því að í fyrstu lotu gátu Bandamenn ekki skipað á land nema tiltölulega litlu liði og fyrsta hálfa mánuðinn eftir innrásina réðu þeir aðeins yfir mjórri landræmu, sem Þjóð- verjar gerðu sér vonir um að geta hrakið þá af til sjávar. En það sem réði úrslitum voru yfir- ráð Bandamanna f loftinu. Auk li' ............. Bandarískir hermenn ganga á land á ströndinni við Arrcananches að morgni 6. júní. nægilegan. Tíminn sem hentaði þá voru dagarnir 5, 6. og 7. júní. Þá var fullt tungl sem myndi gefa fallhlífahersveitun- um nægilegt tunglskin til að lenda og þá yrði stórstraums- fjara snemma um morgun, sem myndi færa víggirðingar Þjóð- verja í fjörunni upp á þurrt land. meginmáli ef hægt ætti að vera að lenda við opna strönd. Vó nú salt f huga Eisenhowers hvort hann ætti að halda innrásinni til streitu þann 6. júní eða fresta henni í heilan mánuð. En honum leizt frestun svo al- varlegt mál einkum vegna þess, að það myndi gefa Þjóðverjum tækifæri til að fá upplýsingar Caen. Og í morgunsárið gaf að líta stórkostlega sjón úti fyrir strönd Normandy, hinn nýi ð- sigrandi floti var á siglingu á Ermarsundi. Herskip og flug- vélar af flugmóðurskipum hófu skothríð og sprengjuárásir á strandvirkin. Og í sömu mund •renndu fyrstu landgöngubátam- ir upp að ströndinni, bandarískt í dag fyrir 20 árum: hrygg að þeir gætu hætt á þessa stórkostlegu hernaðaraðgerð. Jnnrásin í Normandy var á- kveðin af þeim Roosevelt og Churchill á ráðstefnunum í Washington og Quebec í maí og ágúst 1943. Eisenhower hers- höfðingi, sem hafði stjórnað hemaðaraðgerðum Bandamanna við Miðjarðarhaf var skipaður yfirmaður landgönguhersins. Hann stjórnaði hinu feikilega undirbúningsstarfi, sem var bæði fólgið i þvl að draga sam- an lið og hergögn I Englandi og þess var þýzki hershöfðinginn Rommel sem átti að stjórna varnaraðgerðum í upphafi svo óheppinn, að vera fjarverandi 1 veizlu innrásardaginn og er tal- ið að fjarvera hans hafi kostað Þjóðverja heilan dag. Jgisenhower yfirhershöfðingi var mjög uggandi síðustu dagana fyrir innrásina. Tímann varð að velja með tilliti til tungls. í fyrstu hafði hann ætlað að hefja aðgerðir í maí, en varð að hverfa frá • því, þar sem hann taldi undirbúning ekki Þann 3. júní lögðu fyrstu inn- rásarskipin úr höfnum í Vestur- Englandi frá Liverpool og Bristol og var þá gert ráð fyrir því að innrásin hæfist þann 5. júní. En þegar kom fram á seinni hluta 4. júní skall fárviðri yfir, og Eisen- hower var nauðugur einn kostur að fresta innrásinni í fyrstu um einn dag. Þessi frestun hafði í fyrstu mikinn rugling og erfið- leika í för með sér og var Eisen hower og aðrir foringjar Banda- manna < öngum sínum yfir þess- ari breytingu. En veðrið skipti um áætlanirnar, að þótt veður- útlitið væri enn allt annað en gott, tók hann þá ákvörðun að kvöldi 5. júní, að innrásin skyldi fara fram. Innrásarherinn var í fyrstu allt annað en- vel upp lagður, innrásarbátamir höfðu hreppt þungan sjó og margir hermenn Aðfaranótt 6. júní lentu fall- hlífa og svifflugvélasveitir Bandamanna í Normandy, bandarískt lið við rætur Coten- tin-skaga, brezkt lið í nágrenni Það var mikið um að vera á innrásarströndinni eftir að mótspyma Þjóðverja í strandvirkjunum hafði verið buguð, urmull af innrás- arbátum og herliði á Ieið i Iand. herlið á innanverðum Cotentin- skaga og við Arromanche og var þessum ströndum síðan gef- ið heitin Utah og Omaha- strendurnar. Landgönguliði Bandarikjamanna stjórnaði Brad Iey hershöfðingi. Bretar fóru í land við Caen og var yfirmaður þeirra á staðnum Dempsey hershöfðingi. En yfirmenn inn- rásarinnar vom sem fyrr segir Eisenhower og svo Montgo- mery er síðar varð lávarður. Innrásarliðið varð í fyrstu að yfirvinna erfiðar hindranir, gaddavírsgirðingar, stáigrinda- hindranir og jarðsprengjur, en mótspyrnu þýzku varnarsveit- anna bældu flugvélar Banda- manna niður. Fjarvera Rommels frá bækistöðvum sfnum, sem fyrr segir hjálpaði til og auk þess kom skemmdarverkastarfsemi frönsku neðanjarðarhreyfingar- innar að mjög góðu haldi til að torvelda þýzka herflutninga að hættustaðnum. Að öðru leyti fengu Frakkar ekki að taka þátt í innrásinni vegna ágreinings Roosevelts og de Gaulles. Ctrax og Bandamenn höfðu náð fótfestu á ströndinni byrjuðu þeir að róta í land ó- grynni hergagna og treysta stöðu sína á ströndinni. Þann 27. júni náðu þeir á sitt vald fyrátu góðu höfninni, Cher- bourg. Stöðugir bardagar voru á þessu svæði, sem hélzt mjög takmarkað f 50 daga eða til 25. júlf, þegar Bandamenn höfðu safnað saman svo miklu liði, að þeir ákváðu að hefja stórsókn og tókst að innikróa mikinn hluta þýzka varnarhersins við Falaise, en reka aðrar sveitir þeirra á flótta austur á bóginn. Þann 17. ágúst hófst svo sóknin að París og innan viku hafði höfuðborg Frakldands verið rreistiö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.