Vísir - 06.06.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 06.06.1964, Blaðsíða 8
8 VISIR. Laugardagur 6. Jöní 1909. VISIR Utgefandi: BlaBaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Þorsteinn ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Vinnufríðurinn tryggður SJamningar þeir sem nú hafa náðst við verkalýðsfé- ögin eru tvímælalaust þeir beztu, sem unnt var að gera, eins og sakir standa í þjóðfélaginu. Með því er hins vegar ekki sagt að þeir séu eins og bezt verður á kosið frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar. Miklu varðar hins vegar, að tekizt hefir að forða verkföllum og tryggja vinnufriðinn. Öll þjóðin mun fagna því og meta það átak sem ríkisstjórnin gerði til þess að heildar- samkomulag kæmist á. Vonbrigðum veldur að ekki náðist samkomulag til tveggja ára, eins og vonir stóðu til heldur einungis til eins árs. Þá hefði það aukið mjög festu í kaupgjaldsmálum ef breytingar á kaupi hefðu ekki verið ákveðnar fyrir hvert vísitölustig, heldur aðeins við 3 eða 4 stiga hækkun. Verðtryggingará- kvæðið veldur og því að hætt er við að niðurgreiðslur aukist mjög úr ríkissjóði. Verður að vona að betur tak- ist til um framkvæmd verðtryggingarinnar en vísitölu- bindingar kaups áður fyrr. Samkomulagið mun ekki eitt stöðva verðbólguna, enda hafa ákvæðin um stytt- ingu vinnutímans í för með sér raunverulega kaup- hækkun frá því sem nú er. Til stöðvunar verðbólg- unnar verður að grípa til fleiri ráða, sem draga úr heirri ofþenslu framkvæmda og vinnumarkaðs, sem nú ríkir. Úrbætumar í húsnæðismálum munu hins vegar reynast hinar mikilverðustu. Mikilvægast er þó að verkalýðshreyfingin hefur loks viðurkennt nauðsyn þess að fara aðrar kjarabótaleiðir, en beinar grunn- hækkanir. Það er mikill áfangi. Sjómannadagur Uinn árlegi hátíðisdagur sjómanna, sá 27. í röðinni er á morgun. Hann skal alltaf vera fyrsta sunnudag í júní. íslendingar hafa allt frá því er land byggðist verið miklir fiskimenn og farmenn. Þjóðinni er ljóst, hve miklu störf sjómanna valda um afkomu hennar. Hún veit að hún stendur í mikilli þakkarskuld bæði við þá, sem sækja björgina í djúp hafsins og hina, sem „færa varninginn heim.“ Án þeirra starfs værum við ekki sjálfstæð menningarþjóð og gætum því ekki minnzt 20 ára fullveldis næstu daga. Sjávarútvegurinn er und- irstaða allra framfara í landinu, og skal þó engan veg- ínn gert lítið úr öðrum atvinnugreinum. Afl þeirra hluta, sem gera skal, er fyrst og fremst sótt í gullkistu hafsins. Bregðist hún, bresta flestar stoðir. Hafið hefur lengst af verið gjöfult síðan við fengum aðstöðu til að notfæra okkur auðlindir þess — en þó aldrei eins og nú síðustu árin. Þetta má að nokkru þakka bættri veiðitækni, en hin fullkomnustu tæki reynast vanmáttug; nema þeim sé stjórnað af dug- miklum mönnum. Það hafa íslenzkir sjónienn jafnan reynzt og svo mun æ verða. Vísir óskar þeim og þíóðimú ailri íii hamiugju með daginn, REYKJA VÍKURBORGAR Þaö var mikiö um að vera 1 skólagörðunum fyrir neðan Hringbraut í morgun. Krakkam ir kepptust við að sá. Enginn vildi verða eftirbátur annarra og það var hlaupið um með garðvinnsiuáhöld og vatnskönn ur. Aldrei hefur aðsókn að skóla görðunum verið eins mikil, og nú f sumar verða tun 480 böm í skólagörðum Rvfkurborgar. Skólagarðarnir f Reykjavík eru nú tveir, annar þeirra er starfræktur í gömlu Aldamóta- görðunum fyrir neðan Hring- braut, en hinn var starfræktur f fyrsta skipti í fyrra inni f Laug ardal og þar verða í sumar um 160 böm. Fyrir nokkru var auglýst eftir bömum til innritunar í Skóla- garðana, eftir um það biÞklukku stund strax fyrsta daginn, voru þátttökulistamir útskrifaðir — Börnum á aldrinum 9 til 14 ára er heimil þátttaka, en sam- kvæmt upplýsingum frá Sigurði Runólfssyni kennara, sem veitir skólagörðunum neðan Hring- brautar forstöðu, eru engin börn á aldrinum 13 og 14 ára f görð unum. Hvert barn fær um 25 til 30 ferm. reit til þess að sá f. Ræktaðar eru kartöflur, gul- rófur, næpur, salat, spínat, hreðkur, hvítkál, blómkál, græn- kál, og blöðrukjál, ejnnig fá böyn in nokkrar blómaplöntur tilþes's að fegra reitina með. Hver þátt takandi greiðir 250 krónur í þátttökugjald og er þá allt inni- 2 ungar stúlkur að vlnnu f skólagörðunum. *HIÍ ^ falið. uðu börnin að koma og sæktu Sigurður sagði okkur að strax flest garðana „fyrir hádegi, en klukkan átta á morgnana byrj- fæstir eru milli 3 og 5 á daginn. Eldsvoði að Háafelli / SKORRADAL Talsverður eldsvoði varð á bænum Háafelli í Skorradal í fyrradag, en húsið stendur þó uppi og a.m.k. tvö herbergi í því auk eldhúss, sem eldurinn náði alls ekki til. Vísir átti í gærmorgun tal við Hreggvið Guðgeirsson vara- slökkviliðsstjóra í Borgarnesi, en hann fór við sjöunda mann úr Borgarnesi á brunastaðinn og með þau tæki sem slökkviliðið Maður og kona slösuðust í ökuferð við Hafnarfjörð í fyrradag, er bifreið þeirra lenti út af veginum, reif sig tvívegis í gegnum girðingu, braut marga girðingarstólpa og hafnaði að lokum á kirkjugarðinum. Þessi atburður barst lögregl- unni f Hafnarfirði til eyrna á 8. timanum í fyrrakvöld. Samkvæmt frásögn lögreglunn- ar mun bifreiðin hafa komið eftir Kaldárselsveginum, en i henni voru hjón og eitt barn. Svo virðist sem maðurinn hafi ekið full greitt þegar hann nálgaðist Hafnarfjörð, en þar misgir hann stjóm ð farartæk- þar hefur yfir að ráða. Hreggviður sagði að kvaðn- ingin til slökkviliðsins hefði bor izt um 5-leytið í fyrradag, og 50 mínútum síðar var - hann kominn á staðinn með lið sitt, slökkvitæki, dælu og slöngur. Mikinn mannafla dreif að úr ýmsum áttum, bæði frá Hvann- eyri og nærliggjandi bæjum og flýtti það slökkvistarfinú til rauna. Annars var mjög erfitt inu, þannig að það þeytist út af veginum og á girðingu, rffur sig inn úr henni og út úr á öðrum stað, en hafnaði við svo búið á kirkjugarðsveggnum, meira og minna í klessu. 1 þessari ferð hafði bifreiðin rifið girðinguna niður á 24 metra svæði og brotið 14 girð- ingarstaura. Bifreiðin var mjög illa farin og hjónin meira og minna slösuð, en barnið slapp að mestu ómeitt. Talið var að konan væri mun meira slösuð en maðurinn, en bæði voru þau flutt f slysavarðstofuna f Reykjavlk. Hann var áberandi drukkinn. að kæfa eldinn vegna þess að húsið var allt einangrað með heyi og reiðing og í þetta læsti eldurinn sig. Var slökkvliðið samtals f 3 klst. þar efra unz eldurinn var að fullu kæfður. Allt er á huldu með eldsupp- tök og þykja þau næsta furðu- leg, því ekkert eldfæri var neins staðar nálægt þar sem eldurinn kom upp og ekkert rafmagn f húsinu. Húsmóðirin var ein heima með 4—5 ára telpu serri var sofandi, þegar eldsins varð vart. Bóndinn var fjarverandi, en kom að vörmu spori heim. Húsmóðirin ætlaði að síma eftir hjálp, en síma- þráðurinn var þá brunninn sundur. Hins vegar sást reyk- hafið af bæ hinum megin við Skorradalsvatn og var þaðan gert aðvart á nærliggjandi bæi svo og slökkviliðinu f Borgar- nesi. Hreggviður varaslökkviliðs- stjóri rómaði viðbrögð fólksins eftir að eldsins varð vart, en þá lokaði það dyrum og öllum glufum til að súrefni kæmist sem minnst inn. Fyrir bragðið var eldurinn ekki eins magnað- ur og mikill og annars hefði orðið. íbúðarhúsið á Háafelli er úr timbri, einlyft með risi. Það er allmikið skemmt eftir brunann, og einnig hafa innanstokksmun- ir skemmzt, brunnið, sviðnað eða skemmzt af vatni. Hofnaði é kirkjugarðiniim eftir sögulega ökuferð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.