Vísir - 06.06.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 06.06.1964, Blaðsíða 15
VISIR. Laugardagur 6. júní 1964. 15 — Ætli þú verðir ekki að byrja á því að hvolfa í þig ein- um sterkum snapsi, sagði Ósk- ar, er þeir héldu til vínstofu þarna í nágrenninu. Það er vist orðið langt síðan þú hefir smakkað slíkt — og svo förum við og borðum á matstofu í Dauphine-götunni. Þar færðu svo góðan mat, að þú munt sleikja puttana þegar þú ert búinn að borða af steikarbitan- um, sem þú færð. Ég verð víst að reyna að fita þig. — Það verður engan veginn auðvelt, sagði Baunastöngin, ég hefi verið að leggja af í 30 ár. — Jæja, við sjáum nú til, það verða að reyna fleira en það, sem auðvelt er. Þegar þeir höfðu hresst sig á absinth í vínstofunni, héldu þeir til matstofunnar í Dauphine-göt unni, þar sem réttirnir góðu voru á boðstólum, og þar skilj- um við við þá í bili. Luigi hafði verið í einkastofu Paroli frá því klukkan átta um morguninn. — Það er lífsspursmál fyrir okkur, sagði Luigi að láta til skarar skríða, — lögreglan má ekki fá tækifæri til að komast að neinu sem gæti beint henni á slóð okkar. Óskar Rigault kom með hana í sjúkrahúsið, en of seint. Ég hefi komizt að því, að leitað var i fbúð Donato, en ekk- ert fannst. Tveir stéttarbræður Donato, Carlo og Peretti, hafa verið yfirheyrðir, án árangurs. Rannsóknarlögreglan veit hvorki upp né niður. Það er leit- að að okkur, einnig mér, því að nú gildir fyrir þá að finna mig líka. En þeim má ekki takast að komast á slóðina, sem liggur til okkar. Þetta mál verður að umlykjast eilífu myrkri — og þess vegna má ekki draga þetta lengur. — Ég get það ekki fýrr en hinn daginn, sagði Paroli - ég hafði boðað, að ég myndi gera uppskurðinn þá. — Flýtið því um einn dag. Ég skal vinna mitt hlutverk í nótt. Það má ekki líða meir en sólarhringur milli morðsins á Óskari Rigault og því, sem þér ætlið að gera. Og maður veit aldrei hvað fyrir kann að koma. - Þér hafið kannske rétt fyrir yður, sagði Paroli mjög hugsi. - Já, ég hefi rétt fyrir mér, sagði Luigi, og ég skal sann- færa yður um það. Segjum sem svo, að einhver grunur vakni, sem leiði til þess að Emma Rðsa verði fl itOh'íðan og öðrum verði falinn VgBpflícurðurinn, en þér hafið sjálfur sagt, að hann sé auðveldur — og þá fengi hún sjónina aftur. Maður veit aldrei hvað fyrir kann að koma, eins og ég áður sagði. — Ef þetta gerðist, værum við glataðir. — Við verðum að bægja frá þessari hættu — og allt er undir yður komið. Þér verðið að gera uppskurðinn á morgun. Óskar Rigault sefur sjálfsagt heima í nótt, og í fyrramálið þurfum við ekki að óttast hann. - Já, já, þetta er sjálfsagt rétt ályktað, það verður að ger- ast á morgun. Þá mun ég sjá um, að dóttir Angelu Bernier verði blind til æviloka. — Gott, nú er mér hughægra. Það var kominn sá tími, er ganga skyldi stofugang og Luigi fór. Frá því Emma Rósa var lögí :"n í lækningastofnunina. hafi móðir hennar komið til hennar á hverjum morgni. Kún var hjá henni eina eða tvær stundir ár- degis og kom svo aftur og sat hjá henni um stund síðdegis. Þennan morgun hafði hún verið hjfi henni eina klukku- stund, þegar Paroli læknir kom inn með aðstoðarmönnum sín- um og lærisveinum. Aðstoðar- læknir hans, Gervasoni, var í hópnum að venju. Bros lék um varir Paroli. — Góðan dag. kæra frú, sagði hann og heilsaði Angelu með handabandi. Og hún var með öllu grunlaus. Hún gat ekki vit- að, að þetta var höndina, sem hélt jrn hnífinn, er faðir hennar var myrtur. - Þér hafið komið að venju til þess að heimsækja hinn unga sjúkling minn? — Ég vildi helzt aldrei þurfa að víkja frá henni, — ég þrái svo stundina, er hún fær sjónina aftur, en þvi trúi ég statt og stöðugt. — Þér verðið að vera þolin- móðar — en nú fer þetta að styttast. — Tveir sólarhringar geta ver ið lengi að ITöa. — Hver veit nema biðin verði ekki svo löng. — Þér ætlið kannske að gera uppskurðinn fyrr en þér höfðuð ákveðið. - Ef til vill. — Ó, gerið það, læknir, sagði Em'ma Rósa áköf. ég bið yður um það. Hafið engar áhyggjur um mig, ég skal vera hugrökk. Ég er reiðubúin hvenær sem er. — Ég efast ekki um hugrekki yðar, en ég held samt, að hyggi- legast verði að svæfa yður. - Þess þarf ekki. Ég skal bera mig vel, þótt það verði sárt. — Lofið mér að skoða í yður augun enn einu sinni. Hannibal Gervasoni stóð við hiið hans, og er skoðuninni var lokið, sagði hann við Paroli: Uppskurðinn má gera hvenær sem er, sagði hann. Maður, sem ræður yfir yðar leikni og þekk- ingu. getur gert þetta á nokkr- úhV'sékúndum. — Fyrst þér eruð þessarar skoðunar, kæri vinur, sagði Par oli, skal ég gera uppskurðinn á morgun. — Á morgun, á morgun, sagði Angela himinlifandi. Heyrirðu það, elsku dóttir mín, læknirinn ætlar að lækna þig á morgun. — Verið nú ekki bjartsýnar um of, frú, sagði Paroli, þegar um uppskurð er að ræða, er ávallt bezt að gleðjast eftir á. Enginn er óskeikull. — En ég ber fullt traust til yðar. Hvenær á morgun ætlið þér að gera uppskurðinn? — Klukkan ellefu, að loknum stofugangi. - Mega vinir dóttur minnar vera nærstaddir? Angelo Paroli virtist hika — en svo var ekki. Gerði hann uppskurðinn í viðurvist þeirra, yrði i mesta lagi hægt að saka hann um, að honum hefði fat- azt. — Það er gagnstætt venjum, frú, sagði hann, en yðar vegna skal verða vikið frá þeim. Þér og vinir dóttur yðar mega vera viðstödd. Þegar hann sagði þetta var hann sannfærður um, að þá myndi Óskar Rigalut ekki vera í tölu lifenda. — Þökk, læknir, þökk, sagði Angela hrærð. .VV.W.V.V.W.VAVAV. ■: DtJN- OG FIÐURHREIN SUN ■: vatnsstíg 3. Sími 1874C í; j; SÆBÍGUR ■: REST BEZl -koddar. V Endumýjum gömlu ■: sængumar, eigum :; dún- og fiðurheld ver. :■ Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — % og kodda af ýmsum ■■ stærðum. Hópferða- Höfum nýlega 10—17 farþega Merzedes Bens-bíla f styttri og lengri ferðir Í HOPFERÐABILAR S/F 1 Slmar 17229. 12662. 15637 Vöru- happdrcftti 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. VIÐ SELJUM: Zodiac ’60 Renault. station R-4 ’63 Consul Capri ’63 NZU-Prins ’62, Record ’60 Volvo station 445 ’59 Mosckwits ’59 Chevrolet Impala ’59 Chevrolet st. '56 Chevrolet ’55, Commer ’63 með 12 manna húsi Chevro let ’55 B-3100 sendiferða- bfll. RAUÐARÁ ®1 SKÚLAGATA 55 — StMI Uttt TIL SÖLU Til sölu 1 smíðum 2ja og 3ja herb. íbúðir fokheldar og tilbúnar undir tréverk. Tvíbýlishús í Kðpavogí. Hvor hæð algerlega sér. Glæsilegar íbúðir. Bílskúrsréttur með báðum. Seljast fokheldar. Einbýlishús f smíðum við Holta- gerði í Kópavog5, um 190 ferm. Stór bflskúr. Selst fokheld. Einbýlishús við Fögrubrekku I Kópavogi á tveim hæðum. Innbyggður bílskúr. Fokhelt. Iðnaðarhus við Auðbrekku, þrjár hæðir, 140 ferm. hver hæð. Selst fokhelt. Höfum kaupendur að litlum íbúð- um 2ja og 3ja herb. Einnlg 5 og 6 herb. íbúðum, einbýl'shúsum og bújörðum. JÓN INGIMARSSON, lögmaður, Hafnarstræti 4 Sími 20555 Sölum. SIGURGEIR MAGNÚSSON Kvöldsími 34940. Seljum dún og fiðurheld Endurnýjum gömlu sængurnar. NÝJA FIÐURHREINSUNIN. Hverfisgötu 57A. Sfmi 16738. T A R Z A N WHILE CiPTAIN WIL7CAT'5 QX TKANSWITTEE. 5IGNALS MOAABUZZI FOK AN EMEKGENCY 'COPTEK, 0L7 BONGO CHIEF WAMBI PEEPARES... FOK. HIS FIRST AIR. FLIGHT. itr. by unitea xoaiure BUT, MIGHT NOT THE YOUNG BATUSIS THINK MY BKINGING A PRESENT TO THEIK CHIEF TAK.E V/AWA YOUK JUICY PI6, FKIENP WAAABlf HE‘5 NOT TASTE7 SUCH SWEET, TENPEK /AEAT FOE. A LONG TIME. THE LIONS YDUNG BATUSIS SPEAR. AKE TOUGH CHEWS FOR. AN OL7 MAN1. TUNÞÖKUR BaJÖRN R. EÍNARSSON SÍMÍ 2.0056 Meðan Joe Wildcat er að revna að ná' sambandi við herstöðina í Mombuzzi, er Bongohöfðinginn Wambi að búa sig undir sína fyrstu flugferð. Hann kemur að máli við Tarzan og segir: Ráðgjaf ar mínir halda að ég ætti að taka með mér feitan grís til þess að gefa Wawa sem friðartákn. En getur ekki verið að hinir ungu Batusar líti & það sem veikleika- merki? Taktu feitasta og fal'eg- asta grísinn þinn, svarar Tarzan brosandi. Wawa er áreiðanlega orðinn leiður á ljónakjötinu, sem hinir ungu striðsmenn afla, og hann verðyr feginn að fá ein- hverja tiibreytingu. I sama bili stekkur Joe á fætur 'og hrópar fagnandi: Það tókst, Tarzan, þyrl an er að leggja af stað. Mlklatorgt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.