Vísir


Vísir - 06.06.1964, Qupperneq 16

Vísir - 06.06.1964, Qupperneq 16
Laugardagur 6. júní 1964 Innibúið fór ú 750 þúsund í gær var haldið uppboð á innréttingu og innbúi Hótels Akureyrar. Framkvæindi bæjar- fógetinn Friðjón Skarphéðinsson það I veitingasalnum á neðri hæð hússins. Fjöldi manna hafði safnazt þar saman og bjuggust sumir við að geta keypt þar ein- hverja muni við góðu verði, en til þess kom ckki, þar sem til- boð kom um að kaupa innbú allt á elnu brétti. Fógeti hóf uppboðið með því að tilkynna að hann myndi freista þess að komast hjá þvi að bjóða innbúið í mörgum hlut um og spurði hvort einhver vildi kaupa það allt á 900 þúsund krónur. Ekkert tilboð kom í það. Síðan lækkaði fógeti sig smám saman um 50 þús. kr. unz hann var komlnn niður í 750 þús. kr. Tilkynnti hann að það væri lág- marksupphæð, ef boð 'fengizt ekki yrði innbúið boðið upp í einstökum hlutum. Þá kom einn af húseigendum Ámi Árnason fram og bauðst til að taka innbúið á þessu verði. Áður en til uppboðsins kom hafði hann gert tilboð í innbúið Frs. á bls. 5. i:Í....... ......S.... ... ..........É...... ...I...... •.. .......Él . ... ........ . . 1 . . _ Tvö skip Valtýs Þorsteinssonar í höfn á Akureyri I fyrradag. Nýja skipið Þórður Jónasson til vinstri, gamla skipið Akraborgin hægra megin. Gamla áhöfnin af Akraborginni mun nú flytja yfir á nýja skipið. Stærsta nýsmíSin — Þórður Jónasson kom tilAkureyrar í fyrradag kom til Akureyrar nýtt fiskiskip, sem er stærsta skipið af þeim sem að undan- fömu hafa verið að bætast viö í íslenzka fiskiskipaflotann Skip þetta er eign hins kunna útgerðarmanns á Akureyri, Valtýs Þorsteinssonar, en með- eigandi hans er Sæmundur Þórðarson frá Stóru Vatnsleysu sem verður skipstjóri á hinu nýja skipi. Þetta nýja skip er rétt um 300 tonn að stærð, en við þá tölu verður af ýmsum ástæðum að takmarka stærðina vegna reglna um lánveitingar og ýmiss konar annarrar löggjafar. Það hefur hlotið nafnið Þórður Jónas son og er skírt í höfuð föður Sæmundar skipstjóra. Það er skrásett í Reykjavík R.E. 350. Áhöfnin á því er að mestu sú sama og var á fiskiskipinu Araborginni, sem Valtýr hefur gert út og verið meðal afia- hæstu skipa. M.s. Þórður Jónasson er byggt hjá Stord Verft, en það er ein Framh. á 5. sfðu. Launagreiðslur hækkuðu um 35% hjd fyrirtækinu Á aðalfundi Sambands is- lenzkra samvinnufélaga, sem hófst að Bifröst f gær kom það m.a. fram, að launahækkanir starfsfólks félagsins á s.l. ári féllu með miklum þunga á rekst ur fyrirtækisins, einkum, þegar líða tók á árið. Erlendur Einarsson forstjóri sambandsins skýrði frá því í skýrslu sinni, að heildarlauna- greiðslur Sambandsins hefðu hækkað úr 95,1 milljón í 128,3 milljónir eða um 35%. Umsetning helztu deilda sam- bandsins var þessi: Búvörudeild 459 milljónir kr. aukning 42 millj. Sjávarafurða- deild 437 millj. aukning 15 millj. Innflutningsdeild 333 millj. aukn ing 10.4 millj., Véladeild 232 rnillj. aukning 69 millj., Skipa- deild 94 millj. aukning 16 millj. og Iðnaðardeild 186 millj. aukn ing 14 millj. Heildarumsetning Sambands ins var um 1.8 milljarð og hafði aukizt um 181 millj. kr, en það er um 11% aukning á um- setningunni að krónutölu. Þá skýrði forstjórinn frá því að vaxandi rekstursfjárskortur hefði komið í veg fyrir meiri aukningu á umsetningu Inri- flutningsdeildar. Tekjuafgangur á rekstrar- reikningi varð 2.5 millj. kr á móti 7.7 millj. kr. árið áöur. Áfskriftir voru 17.5 millj. kr. og afslættir færðir í reikninga kaup félaganna 710 þús. kr. Skipstjórinn og útgerðarmaður hins nýja skips: Sæmundur Þórð- arson frá Stóru-Vatnsieysu og Valtýr- Þorsteinsson á Akureyri. Rambler-umboðið opnar sýningarsal Séð yfir sýningarsal Rambler-umboðsins. Á myndinni er Loftur Jónsson forstjóri (Ljósm. Vísis B.G.) Fyrirtækið Jón Loftsson h.f. sem hefur söluumboð fyrir Rambler- bifreiðarnar, hefur opnað nýjan sýningarsal í húsakynnum sínum við Hringbraut 121. Er ætlunin að hafa þar jafnan til sýnis eina eða tvær Rambler bifreiðir, eftir því sem tök'eru á hverju sinni. V7ara- hlutir verða þar og afgreiddir, fram kvæmdar minniháttar viðgerðir, og mælingar á rafkerfum. Meirihátt ar viðgerðir munu eftir sem áður verða framkvæmdar á öðruni stað i þessu sama húsi, en þar er full- komið veikstæði og gryfjupiáss fyrir fjóra bíia í einu. Á fundi með fréttamönnum sagði Loftur Jónsson forstjóri að nú væri fyrirtækið í þann veginn að taka upp nýja þjónustu við við- skiptavini sína. Er hún rólgin í því að gamlar Rambler bifreiðir verða teknar sem greiðsla upp i andvuði nýrra, sé þess óskað, og náist sam komulag um kaupin hverju sinni. Þessi þjónusta nær eingöngu til Rambler bifreiða sem fluttar hafa verið inn af fyrirtækinu á undan- Framh. á bls. 5. K0PAV0GUR | Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi i efna til skemmtiferðar í Land- ' mannalangar, helgina 13. og 14. júni n.k. Lagt verður af stað frá Sjálf- stæðishúsinu í Kópavogi föstu- dagskvöldið 12. júní kl. 20,30. Þáttaka tilkynnist f dae, 6. júnf í síma 40922 kl. 13-18.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.