Vísir - 19.06.1964, Síða 2
VÍSIR . Föstudagur 19. júní 1964.
„Þjóðin væntir þess að ég
færi henni olympiskt gull í
haust“, sagði hinn 21 árs gamli
Japani Jijima í viðtali við
Verner Christensen blaðamann
BT fyrir nokkru, en hinn ungi
japanski spretthlaupari tók þátt
i móti í fyrrakvöld í Kaup-
mannahöfn.
Jijima segist hafa verið send-
ur af ríkinu til Evrópu til að
koma aftur í þeirri beztu þjálf-
un, sem hægt verður. Eins og
kunnugt er náði hann frábær-
um tíma í 100 metra hlaupi á
móti í Berlín, 10.1 sek., sem er
bezti árangur í greininni í ár,
aðeins sekúndubroti iakara en
heimsmetið.
Aðspurður kvaðst Jijima
— segir nýjasta stjarn-
an i heimi frjáls-
/jbróttanna, Japaninn
Jijima, sem hefir náð
bezta tima i lOOm. i ár
ekki vera með öllu vonlaus um
að hreppa guliverðlaunin í 100
metra hlaupinu í Tokyo í haust,
en þar verða þá haldnir Ólym-
píuleikar, svo sem kunnugt er.
„Væri það ekki grobb í mér ef
ég svaraði játandi? Ég heid það,
en ég get sagt að ég geri mér
vonir um gull, einmitt vegna
þess að leikarnir verða í haldnir
í heimalandi mínu. Það yrði
stórkostlegt ef Japan ynni gull-
ið i þessari sígildu grein, —
ég mun gera allt til að svo
verði,“ segir Jijima.
Jijima er námsmaður við há-
skólann í Tokyo, en sem stend-
ur hafa námsbækur þokazt til
hliðar, a.m.k. fyrst um sinn.
Japanir leggja allt upp úr því
að ná sem flestum gullverðlaun-
um á leikunum í haust, og án
efa mun það takast í mörgum
greinum. Hver veit nema ungi
japanski spretthiauparinn Jijima
verði einn þeirra, sem hlýtur
verðlaun.
*S)OBsaiisiiras«
Lélegt uppstökk fyrír ká-
. .v. v:::i: v. . : ... . . v ^
Þama reynir Kjartasi Guðjónsson „uppstökkið“.
("4 t
Frjálsíþróttamenn kvarta oft
undan aðstöðunni, — eða öilu
heldur aðstöðuleysinu á íþrótta-
völlurh og mannvirkjum okkar.
Stafar þetta vissulega oft, af því
að ekki er nóg um fjármuni i
íþróttum okkar, a.m.k. ekki nóg
til að gera allt, sem gera þarf.
Hástökkvarar kvarta t.d. sár-
an undan uppstökkinu á Laug-
ardalsvellinum. Þessar tvær
myndir eru úr hástökkinu á
Laugardalsvelii á 17. júní-mót-
inu. Sú minni sýnir „spyrn-
una“, hin stökkvarann í tilraun
sinni. Er óþarft að geta þess
að svo Iéleg spyrna gereyði-
ieggur árangur íþróttamannsins.
Rétt er að geta þess að á gamla
íþróttavellinum á Melunum er
uppstökkið mjög gott og hefur
fengið lof fjöimargra stökkvara.
•<s>- -
. . . og liéí fellir hann.
F.ram og Þróttur keppa í 1. deild í knattspyrnu í kvöld kl. 20.30 á Laugardalsvellinum í Reykjavík. — Fram er nú í neðsta sæti á mótinu og hefur tapað öllum sínum leikj- um, en Þróttur hefur 2 stig eftir 3 leiki. Er ekki að efa að þessi tvö lið munu í sumar berjast um 1. deildarsætið og má þvi vænta fjör- ugs leiks liðanna.
■ Blómabúbin
M&MMi
Hrisateis: 1
o símar 38420 & 34174
Nú fyrir skömmu gerðu Frjáls-
íþróttasamband íslands og íþrótta-
kennaraskóli íslands með sér samn
ing um rekstur leiðbeinendanám-
skeiðs .f frjálsum íþróttum.
Eitt af því sem staðið hefur ís-
lenzku frjálsíþróttalífi hvað mest
fyrir þr.ifum er. skortur leiðbein-
er.da.
Með þessum samningi við
íþróttakennaraskólann vill stjórn
FRÍ leitast við að bæta úr þeim
tilfinnanlega skorti leiðbeinenda er
ríkt hefur.
Fyrsta leiðbeinendanámskeiðið
verður haldið að Núpi við Dýra-
fjörð dagana 18, —25. júlí n. k.
Pm framkvæmd námskeiðsins
mun Héraðssamband Vestur-ís-
firðinga sjá, en aðalkennari verður
Benedikt Jakobsson en auk hans
mun kenna Valdimar Örnólfsson.
Stjórn FRI fagnar þeim áfanga
er náðst hefur með samningi þess-
um og vonast til að íþróttabanda-
lög og héraðssambönd notfæri sér
þann möguleika að koma af stað
leiðbeinendanámskeiðum í heima-
héruðum sfnum.
Kski kvisddur
i Mánudagskvöldið 22. júní kl. 9
fer fram verðlaunaafhending fyrir
skiðamót sem haldin hafa verið
hjá reykvískum skíðafélögum i
vetur.
í þetta sinn fer verðlaunaafhend-
ingin fram í Skíðaskálanum í
Hveradölum.
Norski skíðaþV.Ifarinn Ketil
Rödsæther (Kiki) fer á þriðjudags-
morgun til Noregs, og er kaffi-
kvöld þetta ennfremur kveðju-
samsæti' fyrir Kiki.
Reykvískir skíðamenn mætið vel
og stundvíslega.
Sætaferðir frá B.S.R. kl. 8 og
aftur í bæinn að hófinu loknu kl. 1.
,«jjraitas::a