Vísir - 19.06.1964, Side 7

Vísir - 19.06.1964, Side 7
VÍSIR . Föstudagur 19. júní 1964. 7 Hann hefir stýrt skólan- um með einstakri prýði Ekki alls fyrir löngu bar svo við, að nokkur úlfaþytur varð í vissum hópi myndlistarmanna vegna gagnrýni, sem birtist hér í blaðinu eftir Kurt Zier skóla- stjóra Handíðaskólans, varðandi vorsýningu Myndlistafélagsins — en Kurt Zier hefur verið myndlistargagnrýnandi Vísis um nokkurt skeið. Létu nokkrir myndlistarmenn, sem voru gagn rýni hans ósammála, ýmislegt eftir sér hafa í blöðúm í því sambandi, yfirleitt prúðmann- legt og rætnislaust. En þó brá fyrir dálítið óviðkunnanlegum vopnaburði — „Velmeðfarinn út lendingur, sem hér hefur ieitað húsa æ oní æ,“ „hann, út- lendingurinn, sem ekki einu sinni hefur íslenzkan borgara- rétt“ og svo framvegis. Það var meðal annars vegna þessa orðalags, að Vísir sneri sér til Lúðvígs Guðmundssonar, stofn- anda og fyrrverandi skólastjóra Handíðaskólans, sem veit manna bezt 'tildrög þess, að Kurt Zier hefur nú tvívegis dvalizt hér um árabil. „Það var á árunum fyrir styrjöldina síðari, að ég tók að undirbúa stofnun nýs skóla hér í Reykjavík, en hafði áður ver- ið skólastjóri vestur á ísafirði. í sambandi við þann undirbún- ing fór ég til útlanda árið 1938 og aftur 1939, meðal annars til að undirbúa skólastofnunina. Það, sem vakti fyrir mér, var að stofna skóla, þar sem kennd- ar væru listrænar handíðir og myndlistir." — Og vegna skorts á svo fjöl- hæfum kennara hér, leitaðir þú fyrir þér erlendis? „Já, vitanlega gerði ég það, því þótt hér væru margir góðir listamenn og góðir hagleiks- menn, taldi ég þó rétt að leita fyrir mér erlendis, þar sem ég vissi að einmitt slík skólastarf- semi, sem fyrir mér vakti, hafði staðið um áratuga skeið og var lengst á veg komin. í Þýzka- landi leitaði ég því meðal annars ráða hjá kunningjum mínum í hópi myndlistarkennara, m.a. prófessora við myndlistahá- skólann í Berlín. Eftir ábend- ingu þeirra komst ég svo í sam- band við ungan myndlistamann, Kurt Zier að nafni, sem 'okið hafði námi við myndlistaháskól- ann í Berlín kringum 1931 með prýðilegasta árangri. Svo mun það hafa verið um 1932, að Al- þjóðaskólinn í Genf, „École Int- ernationale" leitaði fyrir sér um þýzkan listamann, til að skipu- leggja kennslu í myndlistum og listrænum handíðum í skólan- um. Réð hann síðan til sín þennan unga listamann, Kurt Zier, um nokkurt skeið.“ „Þegar ég var svo staddur í Berlín, sumarið 1939, kynnti ég mér náms- og starsferil Kurt Zier, hafði samband við hans fyrri kennara og ýmsa aðra, sem til hans þekktu og að því búnu fór ég þess á leit við hann, að hann réðist til mín sem kenn- ari við þennan fyrirhugaða vkóla minn, sem ég síðan stofnaði, sem einkaskóla, haustið 1939.“ — Hvað starfaði Kurt Zier svo lengi við skólann í það skiptið? „Skólinn byrjaði í smæð og af vanefnum, eins og við var að búast. Kurt Zier starfaði síðan við skólann sem yfirkennari í tíu ár, eða til ársins 1949. En þá var það af persónulegum ástæð- um, að hann og kona hans flutt ust aftur til Þýzkalands með dætur sínar tvær. Þá gerðist Kurt Zier kennari, og tveim ár- um síðar skólastjóri við hinn merka Odenwaldskóla f Mið- Þýzkalandi. Því starfi gegndi hann um tólf ára bil, eða til 1961.“ — Hver voru svo tildrög þess að hann kom hingað aft- ur? „Til þess lágu margar orsakir, og ekki hvað sízt sú, að ég var mjög farinn að heilsu um þetta leyti, hafði raunar verið það síðustu árin og haft í huga að hverfa frá störfum þess vegna, og 1961 var svo komið, að ég sá mér ekki fært að standa lengur í þessari erfiðu og erilsömu stöðu. Og þá var það, að ég leitaði að eftirmanni. Kom mér þá vitanlega fyrst í hug Kurt Zier, sem átti þá að baki tuttugu ára ágæta reynslu sem yfirkennari( og skólastjóri — meðal annars við skóla minn, eins og áður er getið. Þess skal hér getið að frá byrjun ársins 1960 hafði ríkið og Reykjavíkur- borg að öllu tekið að sér rekst- ur Handíða- og myndlistaskól- ans. Var þá ábending mín um eftirmann að fullu tekin til greina.. Fyrir mjög eindregin tilmæli mín, lét hann tilleiðast að flytjast á brott frá Þýzka- landi og taka að sér skólastjóra- stöðu við Handíða- og myndlista skólann, enda þótt hann hyrfi þá frá miklu betur launuðu „Til þess að fá jákvætt svar við þessari spurningu þarf vart annað en athuga frásagnir af myndlistasýningum hér, síðustu tíu til fimmtán árin og þá dóma sem ýmsir af þátttakendum hafa hlotið. Því áð í sambandi við sýningar hinna yngri mynd- listamanna í ýmsum greinum og listiðnmanna, sem verið hafa fjölmargar, er þess oftast getið, að viðkomandi hafi stundað — Og eftir undanfarinni frá- sögn þinni að dæma, virðist skjóta dálítið skökku við, þegar þar er talað um hann sem út- lending, sem hafi „leitað hingað æ oní æ?“ „Jú það kemur fram í einni af þessum greinum, meira að segja haft eftir fornvini mínum, Rik- arði Jónssyni, að hann, þessi velmeðfarni útlendingur, hafi !□□□□□□□□[]□□ □□□□□□□□□ElQDDDDElDDnDDQ □□□□□□□□□ Það er kunnara en frá þurfi að segja, að listamenn eru ekki alltaf sáttir innbyrðis. 1 sjálfu sér er það ekki nema eðlilegt, og jafnvel hollt að menn deili, það hreinsar and- rúmsloftið og hvetur menn til átaka, en séu allir á eitt sáttir og sammála um allt ,er hætta á kyrrstöðu og doðadeyfð á hvaða sviði sem er Að sjálfsögðu ber listamönnum sem öðr- um að haga deilum sínum málefnalega og forðast alla rætni, sakar þá lítt þótt deilt sé hart ef drengilega er á rökum og vopnum haldið — en á stundum vill þar út af bregða, raunar ekki frekar hjá listamönnum en öðrum, og verður ekki held- ur neitt við því sagt, því að öll erum við menn, auk þess sem sjónarmið öll verða yfirleitt takmarkaðri í fámenninu. !□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ nám í Handíða- og myndlista- skólanum. Enda er það stað- reynd, að þeir hafa langflestir mótazt þar undir handleiðslu Kurt Zier, fyrstu tíu árin, sem hann kenndi við skólann — og svo vitanlega síðustu þrjú árin eftir að ég lét af stjórn og hann tók við.“ — Og ekki orðið óþjóðlegri í list sinni? „Það er búið að þvæla szo mikið um hið þjóðlega í listum, að ég leiði hjá mér að svara slíkri spurningu." — En hvað um þær deilúr, sem staðið hafa meðal mynd- listamanna að undanförnu, þar sem Kurts Zier hefur einmitt mjög verið getið? „Ég var erlendis þegar þær hófust, en svo háværar urðu þær, að bergmálið af þeim bar t mér þangað til eyrna ti! annarr- ar h'eimsálfu. Gat ég ekki annað en undrazt mjög þessi læti, þeg- ar til dæmis málgagns annars Rætt við Lúðvíg Guðmunds■ son um Handíðaskólann og myndlistarmál starfi og virðingarmeira í sínu heimalandi. og hefur hann síð- an stýrt skólanum með ein- stakri prýði.“ — Það er kannski útúrdúr; en hvernig er það — hafa ekki ýmsir af þeim sem stunduðu nám í skólanum undir hand- leiðslu Kurt Zier fyrstu tíu árin, reynzt liðtækir liitamenn? stærsta stjórnmálaflokksins birtir meðal annars greinar eft- ir sex kunna menn, þar sem ráðizt er allharkalega, og ég verð að segja með litlum rökum eða engum á Kurt Zier fyrir það, að hann hafi skrifað grein um vorsýningu Myndlistafélags- ins — en láðst að lofa þá sýn- ingu ...“ leitað hér „húsa æ oní æ“. Og hann furðár sig á því, Rík- arður, að þessi maður „skyldi dirfast að koma fram með þetta rætna orðagjáifur um íslenzka list og listamenn.". Scmkvæmt því, sem ég skýrði ,þér frá áð- an, er ekki eins og Kurt Zier hafi leitað hér þúsa sem ein- hver þurfamaður eða umrenn- ingur. Hann var ráðinn hingað af mér, sem kennari við Hand- íða- og myndlistaskólann, eftir nákvæma athugun á náms- og starfsferli hans og eftir áber\d- ingu og eindregnum meðmælum h.inna merkustu manna. Satt bezt að segja skil ég ekki pann hugsunarhátt, sem fram kemur í þessum greinum. Kurt Zier hefur unnið hér frábært starf, og hygg ég það einróma álit allra sem fylgzt hafa með ferli hans á vegum Handíða- og myndlistaskólans, að hann hafi unnið þjóð vorri hið mesta gagn. Hann hefur flestum útlending- um fremur, sem ég þekki til, lagt sig fram um að kynnast sem bezt íslenzku þjóðinni, bök menntum hennar, sögu og við- horfum. og þegar á fyrsta starfs ári sínu við skólann, hafði hann náð þeim tökum á íslenzkunni, að öll hans tilsögn fór fram á íslenzku. Fornbókmenntir okk- ar þekkir hann mörgum íslend- ingum betur. Kemur því úr hörðustu átt — burtséð frá hinu kynduga orðalagi — þegar einn af fyrrnefndum sexmenningum talar um „ugg manns, sem hef- ur láðst að þykja vænt um þetta land!“ Slík ummæli geta vart verið ómaklegri, þegar maður eins og Kurt Zier á I hlut...“ ■yrOGAR. blað Sjálfstæðis- manna í Kópavogi, gerir að umtalsefni samningana, sem komu á vinnufriði nú fyrir skömmu. Blaðið segir: 0 Breytt viðhorf Sá samningur, sem nýlega hefur verið gerður milli aðila vinnumarkaðarins fyrir til- stuðlan ríkisstjórnarinnar, hef- ur vissulega orðið til þess að breyta viðhorfi þjóðarinnar til nánustu framtíðar. Verðbólgan hefur áratugum saman verið hvað eftir annað vágestur í þjóðlífinu og engri ríkisstjórn hefur tekizt að ganga fullkomlega af henni dauðri. Sú ríkisstjórn, sem nú situr við völd, lagði einörð til baráttunnar og árangurinn varð mikill og góður. En ekki þarf marga gikki í hverri veiðistöð, til‘ þess að skemma út frá sér og eyðileggja, Það þarf engum að vera launung- armál, að hin harða og óvægi- lega stjórnmálabarátta í þessu landi hefur verið illvígari en æskilegt má telja. Stjórnarand staðan hefur haft til þess „að- stöðu“ og „möguleika" að slíta viðkvæma hlekki. Fram hjá því verður ekki horft, að það hefur hún notað sér. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks ins og Alþýðuflokksins hefur dugað betur en nokkur önn- ur ríkisstjórn síðustu áratugi við stjórnvöl lands og þjóðar Hún hefur staðið af sér ágjöf, sem að henni hefur verið beint, og nú hefur hún náð því að opna nýja leið til þess að efnahagslegt öryggi megi nást. Það hefur vakið athygli, að gagnkvæmur skilningur og friðsemd hefur verið með að- ilum vinnumarkaðarins við þá samninga. sem gerðir hafa ver ið. Vonandi er það vísbending um að skilningur á eðli efna- hagsmálanna hafi aukizt og að framundan séu bjartir tímar í samskiptum stétta og lands- manna allra. Þjóðin gleðst nú að aflokn- um þessum mikilvægu samn- ingum ,og við óvenjulegt góð- æri. Hún treystir þeirri ríkis- stjórn, sem vel hefur farnazt, til þess að vinna einarðlega að tryggingu góðra lífskjara allra landsmanna, í framtíð sem for tíð. BIFREIÐALEIGAN Símar 2210-2310 KEFLAVÍK miiHM

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.