Vísir - 19.06.1964, Side 9
V1SIR . Föstudagur 19. júnl 1964.
9
DOMURINN YFIR
Ég er reiðubúinn að
deyja, sagði hinn á-
kærði í réttarsalnum í
Pretoria í Suður-Afríku.
Hann sagði þetta rólega
og íhugandi. Þessi hör-
undsdökki greindarlegi
maður stóð hér fyrir
réttinum sakaður um
skemmdarverkastarf-
semi.
Útlit hans og framkoma, þar
sem hann stóð fyrir réttinum
hóglátur og kurteis, benti sizt
til þess, að hann væri hættuleg-
ur eða forhertur glæpamaður.
Þó játaði hann allar sakargaftir
viðstöðulaust, eins og hann
vildi ekki bera hönd fyrir höf-
uð sér.
Nelson Mandela, hinn svarti
höfðingjasonur frá Transkei
komst hér fyrir dómi kúgaranna
f fylkingu þeirra manna í hinni
voldugu sögu mannkyns, sem
gátu sagt, svo að bergmálaði
um alla veröld: — Hér stend ég
og get ekki annað, svo hjálpi
mér guð.
— Ég viðurkenni að ég undir
bjó skemmdarverk, en ég gerði
það ekki tillits- eða umhugsun-
arlaust, ekki heldur vegna þess
að mig þyrsti í ofbeldi og blóð.
Ég tók þessa ákvörðun eftir
vandlega íhugun og skýrt mat
á þjóðfélagsástandinu, eins og
það er orðið eftir margra ára
harðstjórn, ofbeldi og kúgun
hvítu mannanna á meðbræðrum
mínum.
X> éttarhöldin f Pretoria
tákna þáttaskil f Suður-
Afríku. Nelson Mandela hefur
um langt skeið verið einn af
helztu leiðtogum í félagsskap
svertingja í landinu. En hann
hefur einmitt verið sá svertingja
leiðtoganna, sem boðað hefur
meðbræðrum sfnum, að gæfa
sem mestrar stillingar. Eins og
atburðir hafa þróazt hin s:ð-
ustu ár hefur stundum virzt sem
langlundargeði hans og svert-
ingjanna í Suður-Afríku hafi
engin takmörk verið sett.
Nelson Mandela hefur verið
fuiltrúi hinnar friðsamlegu bar-
áttu. Það er undravert, að þratt
fyrir hin síauknu kúgunarlög og
ofbeldisaðgerðir hvftu valdhaf-
anna hefur þess sama og ekkert
gætt, að svertingjar hafi risið
upp í vopnaðri mótspyrnu.
Hvítu ofstækismennirnir halda
því stundum fram, að það sé
einfaldlega vegna þess, að svert-
ingjarnir séu heiglar, sem þori
ekkert, lyppist jafnan niður, ef
hvíti maðurinn beitir þá hö’rðu
Það er þeirra boðskapur, að fá-
víslegt hafi verið að veitá svert-
ingjaþjóðum í Afríku frelsi, eng
inn vandi hefði verið að Iara
þessa svörtu hunda makka rétt.
Aðferðin sé einfaldlega að
skjóta, berja og húðstrýkja þá.
Þetta er sama aðferðin og þeir
hafa beitt síðan þeir komu fyrst
til Suður-Afríku, rændu ’andi
innfæddra og gerðu þá að
vinnuþrælum sínum. Hvf ekki
að halda því áfram, hvíti kyn-
stofninn drottni áfram yfir álfu
hinna svörtu þræla.
Nelson Mandela
Tjeir vara sig aðeins ekki
á því, að nýir tímar eru
runnir upp, ný meðvitund svert
ingjanna um að þeir séu menn
sem eigi rétt til persónuvirð-
ingar. Þeir vara sig ekki á því,
að nýir stormar blása yfir Afr-
íku og svarti kynstofninn krefst
réttar síns.
Þeir virðast heldur ekki vara
sig á því, að lognið í Suður-
Afríku er aðeins síðasti frestur
fyrir ofsastorminn, sem þar á
eftir að brjótast/ út. Þar sitja
hinir hvítu kúgarar að völdum
og lífskjör þeirra hækka svo
við strit hinna kúguðu, að óhóf
og auður er e.t.v. meiri en með
nokkurri annarri þjóð hvíta kyn-
stofnsins.
Fremsta ástæða kyrrðar
svertingjanna er að forystumenn
þeirra hafa fram til þessa talið,
að friðsamleg barátta væri væu-
leg og öllum affarasælust. En
þeir hafa talað fyrir daufum eyr-
um hvítu mannanna, sem hafa
miskunnarlaust haldið áfram lög
gjöf, sem byggist á því, að svert
ingjarnir séu óæðri verur en
hvítu mennirnir. Það hafa að
vísu orðið blóðsúthellingar, eins
og hér um árið, þegar skothríð-
in var framkvæmd i Sharpes-
ville og tugir svertingja lágu eft
ir í blóði sfnu á torginu. En
það voru ekki svertingjarnir
sem skutu. Þeir hafa horft þög
ulir og hryggir á ofbeldisað-
ferðir hvítu mannanna. Þeir
hafa látið smala sér eins og
vagnhestum til notkunar f nám-
unum, eins og nautgripum, til
þess að hvíti kynstofninn gæti
sogið úr þeim allan þrótt, eins
og sauðfé til fangabúðanna eða
aftökustaðanna. Hvað sem á
hefur dunið hefur aðeins blasað
við hinn daufi, dapri, mein-
lausi svipur svertingjans.
jVelson Mandela er sonur
^ svarts ættarhöfðingja.
hann var í eðli sínu stoltur hann
var alinn upp við sagnir for-
feðra sinna um glæsibrag beirra
og styrk. Þegar tekið er tillit
til þess getum við ímyndað
okkur hve bitur hin hvíta undir-
okun hefur mátt vera. Svct-
ingjarnir eru engar skynlausar
skepnur,- þeir eiga sína sögu
og sínar erfðir, sem tilfinningar
þeirra og stolt er tengt við. Og
engin kúgun megnar að upp-
ræta mótspyrnu stoltrar þjóð-
ar, enda þótt hún þegi.
Staðreyndin, sem blasti við
Mandela var þessi: Við sem
störfuðum í þjóðernissamtökum
svertingja höfðum barizt póli-
tískri baráttu fyrir afnámi kyn-
þáttaaðgreinings. Stefna okkar
hefur verið frá upphafi samstarf
og vinátta kynþáttanna. Þess
vegna forðuðumst við allt, sem
gæti orðið til að aðskilja og
breikka bilið milli kynþáttanna.
Við vildum frið og jafnrétti.
En sva blasti við okkur sú
staðreynd, að eftir fimmtíu ára
friðsamlega stjórnmálabaráttu
okkar, vorum við enn fjarlægari
markinu en áður. Stöðugt hall-
aði á ógæfuhliðina, stöðugt
fjölgaði kúgunarlögum og rétt-
indi svartra manna voru æ
meira skert.
jjað fóru auðvitað að heyi
ast raddir um að sv
mætti þetta ekki ganga lengu
til, raddir, sem kröfðust þes:
að hart yrði látið mæta hörðt
að skemmdarverkastarf o
skæruliðahemaður yrði hafinr
Við ættum að berjast með vopr
um við hvíta manninn og vinn
aftur af honum land okkar.
En við forystumenn þjóðerr
issamtakanna, héldum áfram a
banna og koma hvarvetna f ve
fyrir ofbeldi. Við buðum a
hinni friðsamlegu baráttu skylc
haldið áfram.
mnin
Það var ekki fyrr en árið
1961 eftir atburðina í Sharpe-
ville, sem við neyddumst til að
endurskoða afstöðu okkar. I
byrjun júní það ár komumst við
nokkrir leiðtogarnir að þeirri
niðurstöðu, að ofbeldi hvíta
mannsins yrði aðeins svarað
með hörðu. Héðan í frá var það
óraunsætt og rangt af Afríku-
leiðtogum að predika frið, þeg-
ar stjórnin mætti friðsamlegum
óskum okkar með ofbeldi.
annig er saga svertingja-
foringjans Nelson Mand-
ela. I síðustu viku voru hann
og sjö meðákærðir félagar hans
dæmdir til ævilangs fangelsis í
Pretoria. Með því hafa orðið
þáttaskil í kynþáttabaráttunni í
Suður-Afríku. Svertingjarnir eru
á endanum að rísa upp og boða
vopnaða mótspyrnu, og það sem
verst er, með því að fjarlægja
Nelson Mandela og félaga hans,
og e.t.v. taka þá af lífi, hverfa
einmitt þeir af sviðinu úr hópi
svertingjanna, sem leituðu eftir
friðsamlegri lausn og sáttum.
Að baki þeim stendur hinn
svarti hópur, sem enginn máttur
fær héðan í frá stjórnað eða
kyrrt.
Stormurinn er að skella á,
Suður-Afríka hefur þegar fengið
á sig fyrstu drætti skæruliða-
hernaðarins og hins ótakmark-
aða lögregluríkis, pólitískar
fangabúðir rísa upp hvarvetna
í landinu, lögregluliðið er aukið
og vopnað vélbyssum.
meðan er haldið áfram að
skrá í verzlunarskýrslur
íslands tölur um aukin viðskipti
við hina hvítu kúgara Suður-
Afríku. Að vísu hafa þau við-
skipti aldrei vérið mikil og þau
myndu skipta kaupsýslustétt
okkar sáralitlu máli. Óskir hafa
verið færðar fram á alþjóðavett
vangi að stöðva slík viðskipti,
í stað þess auka okkar menn
þau, Það ráð þurfa viðkomandi
að íhuga betur, þeir verða að
athuga það, að nú ríkir styrjöld
milli kynþáttanna í þessu iandi
þar mun fljóta blóð. Með við-
skiptunum við Suður-Afríku,
hversu smávægileg og þýðingar
lítil þau eru fyrir okkar þjóð-
félag erum við að taka tilut
hinna hvítu kynþáttakúgara.
Eigum við að gera þeirra mál-
stað að okkar?
Þorsteinn Thorarensen.
Fyrsta framlagið hefir
brotizt í Ara-slóð
Viðtal við sira Þorgrim Sigurðsson á Sfaðarsfað
Fyrsta framlagið í minnis-
varðasjóð Ara fróða, sem nokkr
ir íbúar í Staðarsveit á Snæfells
nesi höfðu forgöngu um að
stofna, barst síra Þorgrími Sig-
urðssyni sóknarpresti á Staða-
stað nýlega.
— Það var Þórður Gíslason
kennari og bóndi á Ölkeldu, sem
hafði allan veg og vanda af
þessu máli, hreyfði því fyrstur
og hefur haft forgöngu um það
síðan, sagði síra Þorgrímur þeg-
ar Vísir hringdi hann upp.
Þórður bóndi er framámaður
hér í sveit, hélt síra Þorgrímur
áfram, um félagsmál og menn-
ingarmál, og það eru nokkur ár
síðan hann vakti máls á þessum
minnisvarða yfir Ara fróða við
mig.
— Og fékk góðar undirtektir?
— Já, mér hafði oft flogið I
hug að þessi merkismaður hafi
legið óbættur hjá garði um nokk
ur hundruð ár og að það væri
tími til kominn að minnast hans
nú, þegar 900 ár eru liðin frá
fæðingu hans. Hann er talinn
fæddur 1068.
— Er það hugmynd ykkar að
minnisvarðinn verði kominn upp
fyrir þann tíma?
— Já, helzt. Þetta áhugamál
okkar Staðarsveitunga hefur leg
ið í láginni að undanförnu, i og
með sökum annríkis, því við
teljum okkur alltaf hafa svo
mikið að gera. Það er ævagömul
viðbára og hægt að afsaka
margt með henni. En nú sáum
við að við svo búið mátti ekki
lengur standa. Við urðum að
láta hendur standa fram úr erm-
um ef eitthvað átti að ské fyrir
9 alda afmæli Ara prests.
— Er gerð minnisvarðans á-
kveðin?
— Nei, ég geri ráð fyrir að
efnt verði til hugmyndasam-
keppni meðal listamanna eða við
leitum á einhvern hátt eftir hug
myndum þeirra áður en til fram
kvæmdanna kemur. Um þetta
hefur enn engin ákvörðun verið
tekin, en við höfum aðeins á-
kveðið það eitt, að kasta ekki
hendinni til neins.
— Þið eruð búnir að ákveða
minnisvarðanum stað?
— Já. Við höfum hér í sveit-
inni dugmikið kvenfélag og með
al áhugamála þess er að koma
upp skrúðgarði við Staðarstað-
arkirkju. Svæðið hefur þegar
verið girt og búið er að gróður-
setja plöntur í það. Þama er
hugmyndin að minnisvarðinn
standi.
— Er byrjað að safna í sjóð-
inn?
— Það er naumast von á því
ennþá, því við erum fyrst nú
að koma á framfæri tilkynningu
um stofnun hans. Þó má geta
þess að nýlega kom hingað
að Sstaðastað gestur úr ná-
grannasveit. Hann tók þegjandi
ávísanahefti úr vasa sínum og
skrifaði út „tékk“. Ég vissi ekki
hvaðan á mig stóð veðrið, því
maðurinn skuldaði mér ekki
neitt. En þegar hann rétti mér
ávísunina, sagði hann að þetta
væri framlag sitt til minnisvarð-
ans. Ari fróði ætti þetta skiliö.
Til viðbótar því, sem síra Þor
grímur sagði í viðtali sínu við
Vísi, má geta þess, að í stjórn
Minnisvarðasjóðs Ara fróða eru
þeir Þórður Glslason bóndi á
Ölkeldu, síra Þorgrímur Sigurðs-
son prófastur á Staðastað og
Þráinn Bjarnason oddviti 1 Hlíð-
arholti. Framlögum til sjóðsins
verður hér í Reykjavík veitt
móttaka hjá þeim Óskari Clau-
sen rithöf. og Þórði Kárasyni
lögregluþjóni.