Vísir - 19.06.1964, Page 15
VÍSIR . Föstudagur 19. júní 1964.
TUNÞÖKUR
BJÖRNiíí.; EjNÁRSSON
símí aoass
— Gegn slíkri ásökun! Nei, ég
tel það fyrir neðan virðingu
mína. En það er leið til þess að
sanna sakleysi mitt. Þessi mað-
ur segir, að fái ungfrúin sjónina
geti hún vitnað gegn mér. Leyf
ið mér að lækna hana, svo að
nún fái sjónina aftur ,og svo
skulum við bíða átekta og sjá,
hvort hún þekkir mig.
- Nei, nei, hrópaði Angela,
snertið ekki dóttur mína, ég
fyrirbýð yður það,
Hannibal Gervason gekk nær
Paroli.
— Ég banna það líka, sagði
hann. Og ég styð ákæru Ósk-
ars Rigault því að þrátt fyrir
vináttu okkar hefur það lagzt
í mig, að þér væruð sekur. Vel
má vera, að hugboð mitt sé
rangt, og ef þér eruð saklaus
skal ég hjálpa yður eins og mér
er frekast unnt til þess að þér
getið réttlætt yður í allra aug-
um. Ungfrú Emma-Rósa getur
með einu orði fellt úrskurð um
það hvort þér séuð sekur eða
ekki sekur. En til þess þarf hún
að sjá yður. Ég býðst til að gera
uppskurðinn. Hann er hvorki
eins érfiður né hættulegur og
þér hafið viljað vera láta. Og
ég er þess fullviss, að mér mun
heppnast þessi aðgerð, sem tek-
ur aðeins skamma stund. Óskið
þér að ég geri aðgerðina, frú
Angela? Það er yðar að taka á-
kvörðunina.
Angela hikaði.
— Já, sagði nú Emma Rósa,
hundrað sinnum já. Ég veit nú,
að ég þekki rödd launmorðingj-
ans, Það fór oft ónotahrollur
um mig, er ég heyrði hann tala,
hræðilegur grunur vaknaði í hug
mfnum, en svo sagði ég við
sjálfa mig: Það getur ekki ver-
ið. Dómarinn þekkir hann, faðir
minn segir hann líka snilling og
vitran mann, en þegar ég hefi
séð hann, kemst enginn efi að,
því að ég man greinlega hvernig
hann lítur út, maðurinn. sem
myrti afa minn og hratt mér út.
Og sé það hann, getur enginn
framar ásakað móður mína. Ég
bið yður að gera aðgerðina,
herra læknir.
Á þessu andartaki kom hreyf
ing á Paroli, eins og hann ætlaði
að færa sig nær dyrunum, en
Caseneuve lagði hönd sína á öxl
hans og neyddi hann til að
standa kyrran. De Gevrey hafði
gefið honum bendingu svo lítið
bar á, að stöðva hann.
— Leyfið þér, að ég geri að-
gerðina? spurði Gervasoni öðru
sinni.
— Ég hefi ekki rétt til þess
að neita, sagði Angela hálfstam-
andi.
Og svo hallaði Hannibal Ger-
vasoni höfði Emmu Rósu aftur
og tók sama lækningatækið og
Paroli hafði handleikið.
Aðgerðin tók aðeins nokkrar
mínútur.
Gérvasoni var viss um, að allt
hefði heppnazt vel.
— Lítið í kringum yður, sagði
hann. — Sjáið þér?
Emma Rósa reis upp og leit
í kringum sig á alla, sem við-
staddir voru, einn af öðrum,
fyrst á vini sína, en er hún
kom auga á Paroli, fór titringur
um allan líkama hennar.
— Þarna, sagði hún skjálfandi
röddu, og benti á Paroli, er mað
urinn, sem ég sá við lík afa
míns. Hann er maðurinn, sem
tvívegis ætlaði að drepa mig.
Svo hneig hún aftur í stóln-
um meðvitundarlaus, en Gerva-
soni smurði augu hennar og
lagði þykkt bindi yfir þau.
Angela reis upp, hægt, virðu-
lega og ávarpaði dómarann:
— Er það þá ég, sem er sek?
— Nei, það verður strax gefin
út yfirlýsing um, að þér hafið
verið ranglega ákærðar og fang-
elsaðar. Yður munu verða
greiddar skaðabætur, en það
getur ekki afmáð þann órétt,
sem þér hafið orðið að þola.
Paroli gerði síðustu tilraun til
Iþess að bjarga sér.
— Þessi stúlka lætur blekkj-
ast, alveg eins og þessi Óskar!
Rigault. Ég mótmæli, ég . . .
Hann fékk ekki að tala út.
— í fangelsið með hann sagði
de Gevrey.
Caseneuve og Flogny létu
ekki segja sér það tvisvar, hand-
járnuðu hinh fræga Paroli og
óku í leiguvagni með hann í
fangelsið.
„Ég reyndist þá lögreglunni
snjallari“, sagði Óskar við sjálf-
an sig. „Nú get ég sofið róleg-
ur“.
Þetta sama kvöld var Cecile
Bernier einnig fangelsuð Angelo
Paroli vildi ekki láta alla van-
virðuna bitna á sér og ákærði
hana.
Tveim mánuðum síðar var
launmorðinginn dæmdur til líf-
láts og Óskar Rigault var meðal
viðstaddra, er hann var gerður
höfðinu styttri undir fallöxinni.
„Nú er mín hefnt“, sagði
hann, „fullkomlega“.
Cecile fékk 5 ára fangelsi.
Angela Bernier vék ekki frá
Emmu Rósu fyrr en hún var al-
veg búin að ná sér.
Skömmu eftir aftökuna gekk
herra de Rodyl barón að eiga
Angelu, en hafði áður beðizt
lausnar frá embætti, og við sama
tækifæri voru undirrituð skjöl,
sem veittu Emmu Rósu öll rétt-
indi að Iögum sem dóttir hans,
og konu hans, Angelu.
Ári síðar var herra Benjamín
Leroyer frá Dijon svaramaður
sonar síns, er hann gekk að eiga
ungfrú Emmu Rósu de Rodyl,
og var erfitt að sjá hvort var
hrærðara, hann eða hin ágæta
frú Fontana.
Ekki þarf um það að spyrja
að ungu hjónin voru eins ham-
ingjusöm og elskendur í ævin-
týri.
Þau hjónin Angela og de Ro-
dyl hafa hjálpað Óskari Rigault
til þess að setja á stofn glys-
varningsverzlun í miðhluta Par-
ísar, og hann rakar saman fé,
þegar hann slær ekki slöku við,
sem er æ sjaldnar. Hann hefir
ráðið Baunastöngina til sín sem
kallara og risinn magri kann
vissulega að lofsyngja varning-
inn og verðlagið:
— Hér seljum við allt fyrir
13 franka, kallar hann. Notið
tækifærið. Hér fáið þið það fyrir
13 franka, sem kostar 20 annars
staðar . . .
Rene Dharville er áfram við
laganám sitt og hefir ekki með
öllu gleymt hinni fögru Soffíu
Rigault
Ekki þarf að taka fram, að
Katrín gamla er aftur komin í
þjónustu Angelu og fer aldrei frá
henni.
Hannibal Gervasoni keypti
lækningastofnunina og er í
miklu áliti.
Clement Leroux gefur sig ein-
göngu að leikritagerð og er
hættur skrifarastörfum. Leikrit
hans hlaut mikla aðsókn. Ung-
frú Dortil vann mál sitt og fékk
50.000 franka fyrir puttana sína
tvo og heldur áfram að léika
með stuðningi góðra vina, þótt
þess sjáist enginn vottur, að örli
á leiklistarhæfileikum hjá henni.
Sögulok.
Verzlunarpláss við Njálsgötu um
60 ferm. gæti -verið veitinga- eða
kvöldsala og margt fleira,
2 herb. íbúð á hæð við Rauðaiar-
stíg. Skipti æskileg á 3-4 herb.
íbúð.
2 herb, góð jarðhæð við Drípu-
hlíð. 67 ferm. Sér inngangur.
3 herb. kjallaraíbúð v.ð Langholts
veg. Prýðilega góð íbúð.
1 smíðuni i Kópavogi 2 og 3 herb,
íbúðir — einbýlishús — tvíbýlis-
hús — iðnaðarhúsnæði.
Höfum kaupendur að góðum eign-
um með miklum útborgunum.
JÓN INGIMARSSON, lögmaður,
Hafnarstræti 4 Sími 20555
Sölum. SIGURGEIR MAGNÚSSON
Kvöldsími 34940.
RETTI
LYKILLiNN
AÐ RAFKERFINU
KEFLAVÍK
Ökukennsla
Kenni akstur og meðferð bit
reiða fyrir minnapróf bifreiða-
stjóra
TRYGGVl KRISTVINSSON
Hringbraut 55, Keflavtk
Slmi 1867
DUN- OG
FIÐURHREINSUN
vatnsstíg 3. Sími 18740
SÆNGÚW
RESI BEZl -kodday.
Endurnýjum gömlu
sængurnar, e:gum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængui —
og kodda af ýmsum
stærðum.
Fæst í næstu búð.
OSVIiísá úrin
heiifisfr£e§u
Wambi höfðingi Bongoanna
kom .neð okkur, segir Tarzan
þegar vélin er úr allri hættu.
Hann ætlaði að ræða við þig
um börnin sem Mamba sonur
þinn stal frá þorpi þeirra. Mér
þykir leitt að við skyldum ekki
getað talað saman óhultir i þfnu
eigin þorpi. Wambi og ég eigum
ekki í neinum erjum, Tarzan, svar
ar Wawa. Var .það ekki faðir
minn, hinn miklu höfðingi Du'u,
sem gaf Bongounum frelsi? Og
það land sem nú er kallað Bongo
aland? Wawa réttir Wambi nönd
sína. Þessi kraftalausa hönd er
allt sem ég get boðið þér í augna
blikinu, segir hann. En ef Medu
getur læknað mig, þá skal ég
snúa aftur og sýna þessum syni
mínum hver er hinn raunverulegi
höfðingi Batusanna. Allra Batus-
anna.
THE SQNS05 CAME
WITH ME, FK.1EM7 WAWA,T0 "’ISCUSS
THS SAFE HETUR.N OF B0HS0 CHIL7REN
Y0UK S0N, MAMS0, ST0LE.T00 BAP
WE COULPW'T TALK. PEACEFULLY-
Y0UK BATUSI VILLASE!
WAMBI ANZ X,TARZAN, HAVE NO QUAKKELl j
WASIT N0T MY FATHEK, GKEAT CHÍF PULU, 41
WH0 SAVE BCNS0 SLAVE-PEOPLE THEIR FK.EE-
OM ANP THE LANP N0W CALLEP B0NS0 COUNTKY?
C5JU0
OBSERVEJARZANl YtHIS WEAK HANP, WAMBI, 15 ALL X CAN
IOFFEKMY /OFFEKYOU NOw! BUT...WHtN WE
FRIENI7SHIP AKE 1N HIS VILLAGE, MAY5E CHIEF ,
HANP TO WAMBl! 1 MEPU'S WISE MEPICINE MEN CAN <
-/1 MAK.E ME PLENTY STK0NG ASA1N. '
ji'HEN X WILL SHOWMY BAP SON,
MAMB0,WH015 CHIEP...0F ALL BATUSISÍ
j
Herrasokkar
I
Míldatorgl
crepe-nylon o 29.00
m