Vísir - 04.07.1964, Side 1
/
Heim til Fróns þrátt
fyrir hjólastólinn
Mcðal þeirra Vestur-íslend- ína er í hjólastól sökum löm-
inga, sem komu hingað 4. júní unar, en þrátt fyrir það hefur
á vegum Þjóðræknisfélagsins hún ferðazt töluvert og skoðað
Ströndin, er rúmiega sjötug sig mikið urn í Reykjavík. Það
Fengu risablómakörfu að gjöf
Þessi mynd var tekin í gær
niðri í Lístamannaskála, þar
sem hin mikla blómasýning garð
yrkjubænda stendur yfir. Þá
voru tvær húsfreyjur að kóma
á sýninguna, þær Sólveig Jóns-
döttir frá Laugarási og Eria
Ingimarsdóttir, Sólheímum 10,
og vildi svo til, að þær urðu
fimm þúsundasti gesturinn, en
ekki hægt að gera upp á milli
þeirra hvor var á markinu. Kom
þá Sveinn Guðmundsson, fram
kvæmdastjóri sýningarinnar og
afhenti þeim þessa forkunnar
fögru blómakörfu, sem er svo
stór, að þær geta víst skipt
blómunum á milli sín og fengið
þó nóg hvor f sinn hlut. Greín
um blómasýninguna er inni I
blaðinu.
Vonir vakna á Siglufírði
um hituveitu frá Skátuskl
Við Siglfirðingar erum svo-
lítið bjartsýnir eftir að heita
vatn'ð streymdi upp úr lítilli
borholu í Skútudal héma
frammi í botninum, sagði Sig-
urjón Sæmundsson bæjarstjóri,
þegar Vísir átti stutt viðtal við
hann í sær. Hér var aðeins um
að ræða tilraunaborhoiu og við
bjuggumst ekkert frekar við að
fá upp heitt vatn með þessum
iitla bor, en hvað skeður, á
aðeins 25 metra dýpi þrýstist
heitt vatnið upp með svo mikl-
um krafti, að borunarmenn
Framh á 6. síðu.
Eiríkur Benedikz vur ís-
lenzkukennari Philipusur
Blöðin i Englandi hafa skrifað
allmikið síðustu dagana um ís-
landsheimsókn Philipusar prins.
Til dæmis segir brezka stórblað
ið Daily Express frá því með
hrifningu, að Philipus hafi flutt
ræðu á íslenzku af svölum Al-
þingishússins.
En hvar hefur prinsinn lært
íslenzku svona mæta vel og
hver hefur verið kennari hans?,
spyrja menn. Svarið við því gef
ur Daily Express. Það segir að
kennarinn hafi verið Eiríkur
Benedikz ritari við sendiráð Is-
lands í Lundúnum. Ekki er þó
beinlínis hægt að segja, að prins
Philipus hafi setzt á skólabekk
hjá Eiríki.
Framh á bls 6.
Uppdrátturinn sýnir vegalengd-
ina frá Skútudal til bæjarins.
Jónina Johnsson og dóttir hcnn-
ar Pálina. (Ljósmynd Visis B. G.).
BLAÐID I DAG
3Is. 3. Myndsjá frá æöar
varpi í Vigur.
4. Heimsókn á blóma-
sýninguna.
7. Byggingarfélag
verkamanna.
— 8. Bette Davis segir frá
ævi sinni.
|—• 9. Vinsælasta sportið
— kappakstur.
Frönsku eldflaugamennirnir
farnir austur í Mýrdal
FRÖNSKU eldflaugamenmin-
ir, sem dvalizt hafa í Reykja-
vík undanfarið héldu austur í
Mýrdal f gærmorgun til þess að
hefja störf við að setja upp
eldflaugarnar, sem skjóta á upp
við Höfðabrekku f næsta mán-
uði.
Vísir átti tal við Ragnar Þor-
steinsson bónda að Höfða-
brekku í gærkveldi Hann kvað
mikla þungaflutninga hafa átt
sér stað í gær, en unnið hefði
verið að flutningi eldflaugahlut-
anna austur. Ragnar kvað tais-
vert mikið í kringum uppsetn-
ingu eldflauganna og að von-
um vekti tiltækið allt mikla f*’r
vitni í sveitinni enda væri það
ekki á hverjum degi að eldflaug
ar væru settar upp í hlaðinu á
sveitabæ.
Lokið er nú við að steypa
pallana undir eldflaugarnar og
radarinn, er á að fylgjast með
e'dflauginni. Eru pallarnir þrír
og sá Almenna byggingarfélag-
ið um gerð þeirra.
Nokkuð er um það, að fóik
aki austur til þess að skaða
undirbúninginn eystra. Hefur lít
ið verið að sjá fram að þessu
en verður nú meira, er sjálf upp
setning eldflauganna hefst.
VÍSIR
54. árg. - Laugardagur 4. júlí 1964. - 150.