Vísir - 04.07.1964, Side 15

Vísir - 04.07.1964, Side 15
V1S IR . Laugardagur 4: júlí 1964. 15 D3tcs: V" < %/% ANDREW GARVE: SÍÐASTI HLEKKUR í KEÐJU - Já, rétt - ég á við kon- una, sem var kyrkt í svefnklef- anum sínum nóttina áður en skipið sigldi í höfn í New York. Þú manst sjálfsagt eftir öllum yfirheyrslunum á eftir, en ekk- ert komst upp, sem hald var í, að því er virtist. Það var nokkru síðar, sem mér var falið málið. Ég fékk skýrslu um vitnaleiðsl- umar - sem mér virtust ærið kynlegar við nánari athugun. Þú hefir vafalaust heyrt um þetta allt. Morðinginn, hver sem hann var, átti að hafa læðzt inn til fröken Everett, rétt áður eða nær í sömu svifum og kona kom' út úr klefanum við hliðina, og áður en hurðin féll að stöfum að baki morðingjans, heyrði hún gömlu frökenina segja undrandi Ralph! - Nú vill svo til, að frændi hennar, sem bjó hjá henni þar til skömmu áður en þetta gerðist, heitir einmitt Ralph Nú má vel vera, að hún hafi kallað ósjálfrátt nafn manns, sem hún þekkti, á neyð- arstund, sama manninn og hún mundi hafa kallað á heima hjá sér, ef hún hefði orðið fyrir árás, en vitnið var sem sagt alveg öruggt um, að þetta hefði verið undrunar- en ekki hræðslu óp ... - En það getur alls ekki hafa verið frændi hennar, sagði Am- anda, — sem kom inn. Ég man svo greinilega, að ... — Ég veit það, sagði Munro, en ég get nú samt sem áður ekki látið mig engu skipta þenn- an framburð vitnanna — og því ekki að reyna að grafast fyrir um það hvar Ralph Everett var, þegar þetta bar við? Fyrir nokkr um vikum heimsótti ég hann á heimili því á Kent-strönd, sem frænka hans hafði átt, en hann hafði búið hjá henni sem kunn- ugt er. Ralph Everett er glæsi- legur maður, sterkbyggður, f- þróttamannslegur. Hann stundar talsvert skemmtisiglingar. Að því er hann sagði mér, var hann á eins konar slangri í kænu, sem hann átti, við ströndina, meðan frænka hans var í ferða- laginu til New York, en það ætl- aði hún að heimsækja vinkonu. Ralph tók það fram, að hann hefði verið einn á ferðalaginu. Nú, ég gat komizt að raun um svo að óyggjandi var, hve- nær hann lagði af stað í kæn- unni, og eins hvenær hann kom heim úr slangrinu, sem hann svo nefndi, en ekki hvað gerð- ist eða hvar hann var þess í milli. t)g ég fór að hugleiða hvort hér gæti verið um vand- lega undirbúinn, skipulagðan glæp að ræða. - Það gat vit- anlega verið freistandi fyrir mann með afbrotahneigð að jnyrða hana - hún var upp á hálfa milljón sterlingspunda, sem nú er eign Ralphs. Ég álykt aði líka sem svo, að ef hann væri morðinginn, mundi hann ekki hafa árætt.neitt slíkt, nema það væri svo vandlega undirbú- ið, að ekki yrði hægt að sanna neitt á hann, því að vitanlega mundi grunurinn falla á hann, þar sem hann var einkaerfingi hennar. í framhaldi af þessu komst ég að þeirri niðurstöðu, að hann kynni að hafa flogið til New York á fölsku vegabréfi, því að hann hafði einu sinni komizt í kast við lögregluna út af vega- bréfsfölsun. en fráleitt sagt frænku sinni frá því. Og ef nú svo var, gat það hafa heppn- azt fyrir honum að koma aftur með Carmaniu - með algerri leynd. Amanda kinkaði kolli. — Ég fer að skilja ... - Einmitt. Það er það, sem ég hef verið að reyna að sanna, hvort þetta væri gerlegt, sem ég var að reyna. Hér var um að ræða síðasta lið í keðju — ■ eða á ég að segja næstsíðasta? : Og ég hef sannfærzt um, að: þetta er hægt. Hann hefði getað keypt einn af þessum gúmmí- bátum, sem hægt er að blása upp - blása sig upp sjálfvirkt vildi ég sagt hafa, en þeir fást í Ameríku. Og ég komst að raun um að hann þekkir þá. Eg sá ei' ' 'irra í bátaskýlinu hans. i ef hann hefði verið á sk.i...iú, mundi frænka hans hafa verið búin að koma auga á hann fyrir löngu — löngu áð- ur en hún var myrt — Ekki ef hann hefði ferðazt á 2. farrými, - hann vissi, að hún var farþegi á 1. farrými. Hann hafði sjálfur pantað farið fyrir hana. — En það hlýtur að vera ein- hver hér, sem hefði séð hann, einhver þjónanna, er myndi eftir honum. Hefir lögreglan ekki sýnt skipverjum myndir af hon- um? - Jú, nokkrum skipsmönn- um, og ainn sagði, að hann kæmi sér kunnuglega fyrir sjón- ir — einkum andlitssvipurinn, en hann var ekki viss. Annars gat Everett hæglega dulbúizt — verið með dökk gleraugu, falskt skegg ... — Ja, - það var mikill efa- hreimur í rödd Amöndu, — hver sem væri hefði átt að geta séð við hvaða erfiðleika yrði að etja. Og svo áhættan —. I - Mörgum kann að þykja |það nokkurs virði að hætta á mikið í von um að fá að kalla jstrax hálfa milljón sterlings- punda. — En gerum nú ráð fyrir, að uppblásanlegi gúmmíbáturinn hans hefði fundizt — það er, ef hann hefði verið á skipinu í fyrsta lagi og með slíkan bát. Hvað þá? Ekki hefir þú haft svo litlar áhyggjur af þínum! TRABANT #64 Trabant ’64 er til á lager eirs og er. Trabant fólksbíllinn kostar kr. 67.900 Trabant station kostar kr 78. 900 Trabant bffreiðin reynist sér- staklega vel. Kynnið yður skilmála vora. Bilaval Laugavegi 90 BIFREIÐALEIGAN SAAB 1964 Er líka fyrir yður m Sveinn Björnsson & Co. Garðastræti 35 Box 1386 - Sími 24204 Ódýra Filthatto seljum við í dag og næstu daga Mikið úrvai af léttum sumarhött- um ! HATTABUÐIN HULD | Kirkjuhvoli. ! Sími 13600. í Símar 2210 — 2310 KEFLAVÍK i l UGIÝSIÐ í VÍSI T A R Z A N síf/h r Copc. 1M9. U|« RiM Burrougbl. Iac^-Tm.B»f.V.B.7»«OC. /fjmtr. by United Feature Syndlcate, Inc. V.V.V, OÚN- OG FIÐURHREIN SUN vatnsstíg 3. Sínu 18740 J« SÆNGUR REST BEZT-koddar. Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. í ! I .V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’i Þorparinn Mambo kemur nær vera varnarlausan. Þetta er háJf hvort sjáum við föður drepa son Flýttu þér sonur minn, kallar föður sfnum sem hann heldur óhugnanlegt, segir Joe, annað sinn, eða son drepa föður >sinn. Wawa, ég er mjög máttfarinn. VIÐ SELJUM: N.S.U. Prinz ’62 Volvo station ,62 Volvo 444 ’55 Opel Cadett station ’64 Opel Caravan ’60 og ’59 Taunus statlon ’59 Chervolet Impala ’59 Mercedes Benz 220 ’53 mjög góður C.M.C. vatna- og fjailabif- reið með 17-20 manna húsi. Ford station ’55 VW 1500 ’63. VW ’63. rauðarX SKÚLAOATA 55 — StMI 13*12 Sí S Hreinsum M samdægurs [J Sækjum - EÉi sendum. II SEfnalaugin Lindin Skúiagötu 51, Bsími 18825 Hafnarstræti 18, » sfmi 18821 TUNÞOKUR BJÖRN R. EÍNARSSON SÍMÍ 2.085G Herrcssokkar crepe-nylon <i 29.00 r».»vwiwwBgiHa

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.