Vísir - 10.07.1964, Side 2
y
t 1500 mctra hiaupinu í gærkvöldi urðu þau óvæntu úrslit að Agnar Levi KR sigraði félaga sinn Kristleif.
Er það í fyrsta skipti sem Agnar sigrar hann á þessari vegalengd, sést hann hér koma í mark á undan Kristl.
STÓRSIGUR KR í STIGA-
KEPPNIVIÐ ÍR OG YMER
KR vann í gærkvöldi stóran sigur
f keppninni við YMER og ÍR á
Melavellinum. KR-ingar unnu sigur
í 7 greinum en YMER og ÍR að-
eins í einni hvort. Afrek voru held-
ur léleg, en þó heldur í áttina sum
hver. KR hlaut 88 stig, Ymer 57,5
stig og ÍR 40,5 stig.
Hlaupagreinamar urinu KR-ingar
allar Ólafur Guðmundsson fékk
11,0 í 100 metra hlaupinu, en félagi
hans Einar Gislason varð annar á
11,1 og sama tíma fékk Svíinn
Anderson. Ólafur kom einnig fyrst
ur í mark úr 400 metra hlaupinu
á 51,4 sek, en háði þar harða bar-
áttu við ÍR-inginn Þórarin Arn-
órsson, sem fékk 51,7 hvort tveggja
gefur góð fyrirheit. Agnar Leví háði
og harða baráttu við félaga sinn
Kristleif Guðbjörnsson I 1500 m.
hlaupinu og sigraði á 4.03,0, en
Kristleifur fékk 4.03,9 sek. Val-
björn Þorláksson yfirgaf völlinn
með aðeiris 2 gullverðlaun að þessu
sinni, minna en á flestum mótum
hans á undanförnum árum. Hann
náði ágætum árangri í 110 metra
grindahlaupí, 15,1, og sigraði Sví-
ann Bernt Anderson örugglega. Hin
greinin var 4x100 metra boðhlaup,
sem KR vann á 43,6, en hvorug
hinna sveitanna ógnaði sigrinum.
Þorvaldur Benediktsson KR náði
ágætum árangri í þrístökki, stökk
14,21 m. sem er hans bezti árang-
ur og bezti árangur í ár á íslandi. [
Keppnin í spjótkasti var jöfn og ;
nokkuð spennandi, en Björgvin
Hólm færði IR þar eina sigur
kvöldsins með 60.73 m kasti, en
Kjartan Guðjónsson kastaði 60.61 |
LANDSLIÐIN
KEPPA ÍKVÖLD
Breytingar i vörn B-landsliðsins, sem
fer utan til FÆREYJA l
Þrfr menn úr vöm B-lands-
liðsins, sem valið var á dög-
unum, hafa nú beðizt undan
að fara utan af ýmsum ástæð-
um. Eru þetta markvörður-
inn Helgi Daníelsson og bak-
verðimir Ámi Njálsson og
Hreiðar Ársælsson. — Hafa
menn verið skipaðir í þeirra
stað og em það Gísli Þor-
kelsson KR Sigurður Einars-
son Fram og Þorsteinn Frið-
þjófsson Val. í framlínu liðs-
ins er og um forföll að ræða,
Gunnar Felixson getur ekki
með nokkru móti komizt ut-
an. Sveinn Jónsson KR, sem
var varamaður, mun heldur
ekki eiga heimangengt.
í kvöld leikur B-landsliðið á
Laugardalsvelli kl. 20,30 við A-
landslið Islands
m. Eina sigur Svíanna færði Axel
Ivar Claessen með þvl að kasta
sleggju 50,39 metra. Langstökk
vann Úlfar Teitsson með 6.78.
Jón Þ. Ólafsson átti ágæta til-
raun við 2.03 í hástökki, en það var
ein af aukagreinum mótsins, en
Jón varð að láta sér lynda 1,98
metra í þetta sinn. Sigríður Sig-
urðardóttir, ÍR, varð sigursæl í 100
metra hlaupi og langstökki, sem
einnig voru aukagreinar, hún hljóp
á 13,1 og stökk 4.86.
Allmargir lögðu leið sína út á
Melavöll í gærkvöldi til að horfa
á keppnina, enda fallegt veður. —
Framkvæmd mótsins var heldur í
molum og benda má á, að óþarfa
sparsemi er að birta ekki stiga-
A-Iið: Heimir Guðjónsson KR,
Stefánsson Akureyri, Sveinn
Jóhannes Atlason Fram, Jón
Teitsson Akranesi, Högni Gunn-
laugsson Keflavík, Jón Leósson
Akranesi, Axel Axelsson Þrótti,
Eyleifur Hafsteinsson Akranesi,
Ríkharður Jónsson Akranesi,
sem er fyrirliði, Ellert Schram
KR, Gunnar Guðmannsson KR.
B-lið: Gísli Þorkelsson KR,
Sigurður Einarsson Fram, Þor-
steinn Friðþjófsson Val, Þórður
Jónsson KR, Björn Júlíusson
Val, Matthías Hjartarson Val,
Baldur Scheving Fram, Skúli
Ágústsson Akureyri (fyrirliði),
Skúli Hákonarson Akranesi, Her
mann Gunnarsson Val. Þessir
leikmenn ásamt Geir Kristjáns-
syni Fram og Sigurði Friðriks-
syni Fram fara utan til Færeyja.
tölurnar jafnóðum á stigatöflunni,
en hún var auð allan tímann. Dá-
lítil raunabót var það, að þulur
kvöldsins var óvenju hress og kát-
ur og vakti margt af þvf sem hann
sagði kátínu meðal áhorfendanna.
T. d. þegar traktor vallarstarfs-
manna birtist úti á miðjum velli
áður en mótinu var lokið: „Nú fer
fram kappakstur dráttarvéla. Kepp-
endur eru beðnir að mæta í rás-
holurnar". Ánnars er það eitt af
því, sem menn sakna frá frjáls-
íþróttamótum fyrir nokkrum árum,
góðir þulir, sem gefa upplýsingar
um allt mögulegt og eru jafnframt
skemmtilegir og spaugsamir eins
og Haukur Clausen var einmitt í
gærkvöldi.
Spánarferðin —
Framh. af b!s. 7
með skirskotun til þess að þær
séu óeðlilegar — fyrirfinnist ekki
í náttúrunni sjálfri. Allt sem
Gaudi byggir eða teiknar er boga
dregið og bylgjulagað. Þegar
hann byggir súlu er hún krókótt
og kræklótt eins og birkihrísla
sem vaxið hefur upp í storma-
sömu umhverfi heima á Islandi.
Hann telur sig hafa endurvakið
gotneska byggingarstílinn í
nýrri mynd og nýju svipmóti
og samlagað hann lögmálum nátt-
úrunnar, eins og hann kemst sjálf
ur að orði.
Frægastur hefur Gaudi orðið
fyrir garð, sem hann teiknaði og
skipulagði. Sá garður er kenndur
við Guell og þykir eitt hið sér-
stæðasta og undarlegasta fyrir-
bæri sinnar tegundar á jörðinni.
Annað frægt verk og umtalað
eftir hann er kirkjubygging i
Barcelona — Hallgrímskirkja
þeirra Spánverja og ekki síður
umdeild. I rauninni eru
þetta ekki nema turnar að
kirkju, sem byggðir voru fyrir
nokkrum áratugum, lengra hefur
byggingin ek’-i komizt og óvíst
að henni verði nokkru sinni lok-
ið. Þessir kirkjuturnar eru tald
ir ein undarlegasta smíði þessarar
aldar og virðast í fæstu líkjast
nokkurri byggingu sem hefur ver
ið gerð. Kirkjudyrnar kallar bygg
ingarmeistarinn Dyr lífsins og
umhverfis innganginn úir og grúir
af hvers konar kynjamyndum sem
greyptar eru í steininn. Fræga
byggingu aðra eftir Gaudí hefur
hann nefnt Ölduna og felur í sér
mynd úthafs og brimbarðra kletta
Eins og Barcelona á sér sína
Hallgrímskirkju á hún líka sinn
Árbæ, það er með öðrum orðum
að heilt borgarhverfi hefur ver-
ið byggt, þar sem sýndar eru
allar stílgerðir spánskra borga
og spánskra húsa. Ekki aðeins
að utan heldur og að innan líka.
Jnni í húsunum er unnið að allri
þeirri handavinnu og hannyrð-
um sem fyrirfinnast á byggðu bóli
i landinu. Þjóðdansar eru sýndir
og spánskir söngvar og þjóðlög
leikin og sungin. Allt er þetta að
vísu gert til að næla sér f skild-
ing frá útlendum, en það svarar
fyllilega kostnaði að heimsækja
þennan stað, sem Spánverjar
kalla sjálfir „Spánska þorpið."
Barcelona er höfuðbcrg Kata-
lóníu, nyrzta og austasta héraðs
Spánar. Katalóníubúinn telur sig
sjálfur búinn betri kostum en aðr-
ir Spánverjar, séu duglegri, fram-
takssamari, vinnuhneigðari — og
þar af leiðandi ríkari en fólk úr
öðrum landshlutum. Sérstaklega
hneykslast Katalóníubúinn yfir
kæruleysi eða sinnuleysi Anda-
lúsíubúans, sem hann segir að sé
söngvinn letingi, nenni ekki að
taka hendinni til neins nema í
brýnustu lífsnauðsyn og eyði
hverjum skilding í söngva og
dans. Yfir þvflíka eiginleika telur
Katalóníubúinn sig hátt hafinn og
njóti hann samt lífsins í jafn rík-
um mæli — eða vel það.
Tibidabo heitir bratt fjall, sem
gnæfir hátt yfir Barcelona. Uppi
á því er að sjálfsögðu kirkja og
klaustur og veitingahús og nokk-
ur samvinna þar á milli. Því er
þannig háttað að klaustrið geym
ir dýrgrip, en það er stytta heil-
agrar guðsmóður. Styttunni fylgir
sú sögn að Lúkas guðspjallamað-
ur hafi skorið hana út með eigin
hendi en Pétur Postuli að því
búnu tekizt ferð á hendur með
hana til Spánar. María á Tibi-
dabo er fyrst og fremst verndari
hjóna og þess vegna þykir gott
að ganga í hjónaband í návist
hennar. Hótelið við hliðina fær
verulegan hluta tekna sinna af
brúðkaupsveizlum sem iðulega
eru haldnar margar á dag uppi
þar. Slík samvinna milli mamm-
ons og heilags anda getur því á
ýmsan hátt verið hin ákjósanleg-
asta og gefið góða raun.
Auk þess sem talið er að sjötíu
þúsund pílagríma komi árlega upp
á Tibidabo til að krjúpa frammi
fyrir guðsmóður og auðsýna
henni lotningu, séu þeir þó miklu
fleiri sem komi þangað upp til að
njóta útsýnis yfir borgina, vestur
til Pyreneafjalla og út til hafs. Á
kvöldin er borgin eitt logandi
ljóshaf þaðan að sjá, og þarna er
eins konar Tivoli handa ungum
sem öldnum að skemmta sér við.
Niðri í fjallshlíðinni eru ótelj-
andi hellar. Þeir voru áður fyrr
mannabústaðir bústaðir einsetum.
sem lifað höfðu djarft í æsku
og drýgt syndir úr hófi fram.
Þegar ellin færðist yfir þá og lost
inn hjaðnaði tóku - þeir að hug-
leiða að annað líf biði þeirra. Ó-
víst væri um viðtökurnar hinum
megin nema horfið yrði frá fyrra
líferni og iðrun gerð. Þessir
menn gáfu kirkju eða klaustri
veraldleg auðæfi sín og lögðust
út í helli í Tibidabofjalli og báðu
drottin allsherjar um fyrirgefn-
ingu synda sinna.
Hverjum helli fylgdi lítill garð-
ur þar sem einsetumennirnir rækt
uðu aldini og garðávexti sér til
h'fsviðurværis. Mennirnir lifðu ein
ir út af fyrir sig og höfðu ekk-
ert samneyti við annað fólk. Þeg-
ar einn dó tók annar við, þvf að
eftirspurnin var nóg.
Nú standa allir þessir hellar
auðir, annað hvort af því að
menn eru hættir að iðrast synda
sinna, eða þá af þvf að menn
eru hættir að — syndga.
Áður en skilizst verður við Tib
idabofjall má geta þeirra náunga,
sem kunnastir eru allra þeirra,
sem farið hafa þangað upp. Er
þó langt um Iiðið að fjallgöngu
þeirra lauk. Annar er Jesú Krist-
ur, hinn er kölski sjálfur, og það
var af þessu fjalli, sem Kölski
sýndi Jesú dýrðir veraldar og
bauð honum þær ailar ef hann
hann félli fram og til-
bæði sig. En Jesú Ieit niður yfir
Barcelona og varð ekki hrifnari
en svo að hann taldi himnaríki
myndu standa henni fyllilega á
sporði.
En hvað sem um allt þetta verð
ur sagt, verð ég að viðurkenna
að ég hef fengið meiri mætur á
fjandanum eftir en áður, og um
fegurðarskyn er honum örugglega
ekki meinað. — Þ. Jós.