Vísir - 10.07.1964, Side 3

Vísir - 10.07.1964, Side 3
 Föstudagur 10. júlí 1964. Gömul hús sem eiga uB hverfa Gimli sem Knud Zimsen reisti úr holsteini ■jVfiðbærinn í Reykjavík hefar furðu lítið breytzt síðasta aldarfjórðunginn, og jafnvel þó tekin væri síðasta hálfa öldin. Áð vfsu hafa einstöku'stórhýsi risið þar upp á nokkrum stöð- um, svo sem Búnaðarbankinn, Morgunblaðshúsið, Nýja Bíó og Iðnaðarbankinn, en að öðru leyti standa flest gömlu húsin. Menn sem muna eftir miðbæn- um, t.d. á árum fyrri heimsstyrj aldarinnar myndu þekkja vel meginhluta bygginganna, þó skipt hafi um fyrirtæki og fólk í þeim. En nú á fáum næstu árum má búast við mikilli breytingu, það getur jafnvel svo farið að á næstu tfu árum rísi upp svo að segja nýr miðbær. Hann verður að sjálfsögðu miklu glæsilegri en sá gamli, en þó munu margir sakna hinna gömlu timburhúsa, sem eiga hvert sína sögu. En svo hlýtur að fara, nýi tíminn verður ekki stöðvaður. Við sjá- um nú þegar framkvæmdir mikl ar í Austurstrætinu, þar sem ný stórhýsi Silla & V^lda og l)t- vegsbankans rísa upp. Þá stend ur fyrir dýrum að reisa stórhýsi, þar sem Haraldarbúð var áður, undirbúningur er að hefjast að smíði ráðhúss og tími er að koma til að rýma fyrir nýjum stjórnarráðsbyggingum. TyTyndsjáin birtir í dag nokkr- 1 ar myndir af sögulegum byggingum úr hjarta Reykjavík- ur, sem hljóta að hverfa á næst- unni. Það er húsaröðin úr brekk unni fyrir ofan læk, sem áður fyrr var kölluð Ingólfsbrekka, síðan Bakarabrekka. Öll þessi hús eiga sfna sögu. Við skulum líta á myndirnar. Næst Bankastræti er húsasam- stæðan sem stærsta og bezta brauðgerðarhús Reykjavíkur var áður til húsa í. Það eru hús Bernhöftsbakarís. Fyrsta húsið f þeirri samstæðu var reist um árið 1830 af kaupmanni einum að nafni Knudtson. Hann fékk Bernhöft bakara til að flytjast hingað frá Danmörku og tók hann húsið fyrst á leigu, en keypti það síðan, jók við og bætti við nýjum húsum. Þar var bæði bökunarstofan, brauð- Sögufrægt hús við Amtmannsstíg, þar bjó Gunnlaugsson fógeti, Stefán Thorarensen, Hannes Hafstein og Guðmundur Björnsson landlæknir. múrsteini. En flestum sem f þvf hafa búið hefur fundizt það ó- hægt hús, of stórt og ekki laust við slaga í því. Knud gafst upp við að búa f því eftir rúm fimm ár. Loks fór eins fyrir því og hinum húsunum, að rfkið keypti það undir fyrirhugaða stjórnar- ráðsbyggingu. Var svo þar um tfma mötuneyti Framsóknar- flokksins, fyrir þingmenn o.fl. Skömmu eftir seinni heimsstyrj- öldina var það gert að biskups- setri Sigurgeirs Sigurðssonar, en Ásmundur biskup vildi búa áfram f sínu húsi við Laufásveg inn, svo að Ferðaskrifstofan fékk Gimli til umráða og er þar enn. Cyðst kemur svo samstæða ° 2ja sambyggðra timburhúsa sem eiga sér fjölbreytta sögu. Ekki er hægt að rekja hana nema í stuttum dráttum. Fyrsta húsið þar byggði Stefán Gunn- laugsson land- og bæjarfógeti, um 1840, sem frægur var fyrir að hann vildi að islenzka væri ríkjandi tungumál í Reykjavík og var fyrir það rekinn úr stöðu. Hann og kona hans voru hrakin úr húsinu. Tók þá við *■ danskur kaupmaður, Smith að nafni og kallaðist húsið lengi Smiths-hús. Eftir það bjuggu ýmsir kunnir menn í húsinu svo sem sr. Stefán Tborarensen Framh, á bls, 5 salan, íbúðarhúsið og mikil birgðageymsla fyrir kol og mó, en Bernhöft bakari var um langt árabil mesti mótekjumaður Reykjavíkur. TTm 1923 keypti KFUM hús- ^ eignir Bernhöfts og hugðist reisa þar stórhýsi fyrir starf- semi sfna. En þá ákvað ríkis- stjórnin að kaupa allar lóðir milli Bankastrætis og Amt- mannsstígs, með hótun um eign arnám. Átti að byggja þarna stjórnarráðshús. Varð úr, að KFUM fékk lóðina sem Hress- ingarskálinn er á í makaskiptum fyrir Bernhöftseignvna. Síðan hafa ýmsir leigt í gömlu Bernhöftshúsunum, svo sem Al- þýðubrauðgerðin, hjólreiðaverk- stæði og nú síðast sælgætisbúð og bókabúð KRON næst Banka- stræti. í íbúðarhúsinu bjó frá 1932 og fram á síðustu ár Sigur jón Markússon fulltrúi í Stjórn- arráðinu, faðir Rögnvalds píanó- leikara. JVæsta húseign þar fyrir sunn- an er húsið Gimli, byggt 1906 af Knud Zimsen. Hann hafði stofnað múrsteinaverk- smiðjuna Mjölni og byggði nú þetta hús til að sýna fólki að hægt væri að byggja hús úr

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.