Vísir - 01.08.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 01.08.1964, Blaðsíða 1
VISIR Ásgeir Ásgeirsson tekur við forsetaembœtti í fjórða sinn í dag nm kL 4 slSdegls mun þriSja sinn, sem hann, hefar Ásgeir Ásgeirsson taka við em- orSiS sjálfkjörinn f þaS. Mnn bættf forseta lslands I fjórSa hann undirrita eiSstaf f sal AI- kjörtfmabOiS f röS og er þaB f þfngishússins aS viðstöddum f jölda gesta. Athöfnin hefst kl. hálf fjögur meS því að gengið verðttr tfl kirkju. Þar verða sungnir sálm- ar, ritningarkaflar lesnir og biskup íslands mun flytja á- varpsorð. Að þvi ioknu verður gengið i sal Sameinaðs Alþingis. Athöfn- in er fólgin í því, að Dómkirkju- kórinn syngur uppi á pöilum. Svo lýsir Þórður Eyjólfsson for- seti Hæstaréttar kjöri forseta íslands. Þá undirritar Ásgeir Ásgeirsson eiðstafinn og forseti Hæstaréttar afhendir honum kjörbréf. Væntanlega mun for- seti íslands þá koma út á svalir Alþingishússins og þá flytur hann ávarp í salnum. Að lokum verður sunginn þjóðsöngurinn. Það er ríkisstjórn, Alþingi og Hæstiréttur, sem efna til þess- arar viðhafnar og verða við- staddir hana ráðherrar, Alþing- isforsetar og hæstaréttardómar- ar, erlendir sendiherrar og ýms ir embættismenn. IT 88$ ■Xvw.v/-' V ÍIM Mynd þessa tók ljósmyndari Visis Bragi Guðmundsson í gær um hádegisleytið, þegar forsætisráðherraþjónin voru að ganga út i flug- vélina við upphaf Ameríku-ferðarinnar. Lengst til vinstri sjást tvær dætur þeirra, Guðrún og Valgerður. í miðjunni er Kristján Guð- laugsson, formaður Loftlciða. Forsæ tísráðherra íNe w York Bjami Benediktsson forsætis- ráðherra og kona hans lögðu af stað um hádegisleytið frá Kefla vikurflugvelli í Amerikuferð sína. Á fiugvellinum var til að kveðja hann Guðmundur f. Guð mundsson utanríkisráðherra, cn hann var einnig þeirra erinda- gerða að taka þar á móti syni sínum sem kom með sömu flug vél frá Luxemborg og forsætis- ráðherra fór með til Ameríku. Þar voru einnig mættir flugvall- arstjóri og lögreglustjóri á Kefla vikurflugvelli og yfirmenn vam- arliðsins. Kristján Guðlaugsson formað ur Loftleiða bauð forsætisráð- herrahjónunum að fá sér hress- ingu í svítu hótelsins meðan beð ið var eftir að flugvélin yrði til búin til brottferðar. Síðan var gengið út í flugvélina sem flaug fullskipuð farþegum til Vestur- heims. Um tíu Ieytið i gærkvöldi lenti flugvélin svo á Idlewilde- flugvelli við New York. Meðan forsætisráðherra dvald ist á Keflavikurflugvelli átti fréttaþjónusta sjónvarpsins sam tal við hann sem birtist í sjón varpinu í gærkvöldi. Þar var hann spurður hver tilgangurinn væri með ferðinni og lýsti hann þeim tengslum sem eru milli ís- lendinga vestanhafs og heima- landsins. Þar kom fram að hann myndi hitta Johnson forseta i förinni. Vísir og verzlunarfólk VÍSIR er í ds.g tvöfaldur að stærð, 32 siður, og er það gert til að minnast hátíðisdags verzl- unarmanna. Blaðið flytur mörið efni, svo sem samtöl og ávörp ýmissa forustumanna verzlunar- fólks og á sviði verzlunar. Með- al þeirra, sem skrifa í btafflð eða samtöl eru birt við, eni verzlunarmálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason, formaður landssam- bands verzlunarmanna Sverrir Hermannsson, Sigurður Magn- ússon formaður kaupmannasam takanna, Guðmundur H. Garð- arsson form. V. R., Þorvaldur Guðmundsson formaður Verzl- unarráðs fslands og Hannes Þor steinsson varaformaður Félags íslenzkra stórkaupmanna. Þá birtast jafnframt viðtöl við ýmsa forustumenn sérgreinafé- laganna og við verzlunarfólk. Vísir óskar öllu verzlunar- fólki ánægjulegra frídaga um þessa helgi. Tilmæli lögreglustjóra til ókumanna við verzlunarmannahelgi SÝNID murssmi OG MET- ID RÉTT UMFERÐARAÐSTÆÐUR Sigurjón Sigurðsson Iögreglustjóri. Nú fer í hönd mesta ferða- helgi sumarsins. Vegna hinnar geysilegu fjölgunar á bifreið- um á siðustu árum verður að reikna með því að umferðin um þjóðvegina slái öll fyrri met og þvi fylgir um leið auk in hætta í umferðinni. Vísir sneri sér i gær til Sigurjóns Sigurðssonar lögreglustjóra og ræddi stuttlega við hann um þessa miklu umferðarhelgi. — Það sem hann lagði meginá- herzluna á var að beina þeim eindregnu tilmælum til allra ökumanna, að sýna tillitssemi og meta rétt umferðaraðstæður. Við spurðum lögreglustjóra: — Búizt þér ekki við mikilli um- ferð á þjóðvegunum? — Ef veður verður gott, má búast við meiri ferðalögum um landið en nokkru sinni áður. Þessi ört vaxandi umferð hefur í för með sér slysahættu, sem opinberum aðiljum og einstak- lingum ber að vinna gegn. — Hefur lögreglan mikinn við . búnað að mæta þessu? — Um verzlunarmannahelg- ina hefur lögreglan í Reykjavík, ríkislögreglan og lögreglulið allra umdæma landsins fjölda lögreglumanna að störfum úti á vegum og á samkomustöðum, þar sem vænta má fjölmennis. Hlutverk lögreglumannanna er m. a. að greiða götu manna og vinna að slysavörnum. 1 því starfi njóta lögreglumennimir stuðnings og aðstoðar frá Bif- reiðaeftirliti ríkisins, skátahreyf ingunni, Félagi íslenzkra bff- Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.