Vísir - 01.08.1964, Qupperneq 3
r
V1SIR . Laugardagur 1. ágúst 1964
Tjaö eru aðelns örfá ár, einn ára-
tugur eða svo, síðan geimferðir
og tunglskot voru hugarórar einir,
grillur og draumar, sem menn
bjuggust ekki við að gætu rætzt,
Síðan hafa árin liðið og staðir
eins og Kanaveral-hðfðl (nú kallað-
ur Kennedy-höfði) urðu stöðugt
í heimsfréttunum. Æ stærri og
fullkomnari eldflaugar voru sendar
á loft og geimtækni varð heil vís-
indagrein og síðan atvinnugrein,
sem þúsundír manna 1 hinum stóru
löndum hafa atvinnu af.
Og nú er þessi eldflauga og geím
tækni komin til íslands, þó i
smærri stíl sé. Hér er ekki verið
að reyna að senda menn upp á
tunglið eða hitta Venus og aðrar
fjarlægar reikiístjömur.
'E’n fréttamenn Vísis, sem dvalizt
hafa með frönsku eldflauga-
sérfræðingunum austur á Mýrdals-
sandi síðustu daga hafa sannfærzt
um það að þar er að finna ósvikna
fulltrúa geimtækninnar. Par er aílt
sem setur svip sinn á venjulegar
eldflaugastöðvar, öll mælitækin
nákvæmu, radarstöðvar, sjálfvirk
stjómtæki, veðurathugunarstöð
með loftbelgi til háloftarannsókna.
Par eru hópar vfsindamanna og
tæknisérfræðinga búnir hvftum
sloppum vísindamannsins, og þar
standa eldflaugarnar tilbúnar til
skots. Pær eru ekki risastðrar en
þó draga þær langt út fyrir gufu-
hvolf jarðar, eiga að komast 450—
500 km frá yfirborði jarðkúlunnar.
Hér sjást nokkrir frönsku vfsindamannanna, þar sem þeir standa við aðra eldflaugina í skýli því sem reist hefur verið yfir hana á
Mýrdalssandi.
úeimtækni á skaftfellskum sandi
Jl/Tyndsjáin birtir í dag nokkrar
myndir, sem Ingimundur
Magnússon ljósmyndari tók austur
á söndunum í gær, þar sem hver vís
indamaður stóð á sínum stað til-
búinn að vinna sitt hlutverk við
eldflaugartilraunina.
Það virðist ótrúlegt en satt, að
öll þessi geimtækni var saman
komin ekki á Kanaveral höfða,
heldur á Kötlutanga.
Hér sést inn í skúr sem er næstur skotpallinum, en þar er ýtt á hnappinn sem kveikir í sprengiefnis-
hleðslunni í eldflauginni. Skúrinn er aðeins 30—40 m. frá pallinum og því á miklu hættusvæði. Hann er
varinn með sandpokum að utan.
Með fárra klst. millibili verður að senda loftbelg upp til veðurathug-
ana í háloftunufn. Hér sést þar sem lokið er við að dæla vetni f
loftbelginn. Meiru er ekki dælt f hann því að hann þenst frekar
út f loftþynningunni í háloftunum.
Hér sýnir einn franski vfsindamaðurinn okkur sjálfritandi radar-skifu, sem á að marka glöggt feril
eldflaugarinnar út f himingeiminn.