Vísir - 01.08.1964, Qupperneq 16

Vísir - 01.08.1964, Qupperneq 16
VISIR Laugardagnr L ágúst 1964. ELDFLAUGINNI SKOTID í nótt skömmu eftir miðnætti simaði fréttamaður Vísis, stadd- ur í Vfk í Mýrdal, að þá fyrir örskömmu hefðu frönsku vis- indamennirnir á Mýrdalssandi skotið á loft fyrri eldflaug sinni. Gekk skotið að óskum og sást eldrákin af því upp í himininn. Seinni eldflauginni verður skot- ið við fyrsta tækifæri. Francois Bontieu fór hér um á leib sinni til Kerlingarfjalla i gær. — „Hlakka til að kynnast staðnum" sagði hann Síðdegis í gær kom hingað til Reykjavíkur skíða- kappinn heimskunni, Frakkinn Francois Bonlieu, en hann fór snemma i morgun ásamt ýmsu skíðafólki til Kerlingarfjalla og mun dvelja þar nokkurn tíma og keppir á sunnudaginn á skíða mótum í Fannborg. Olympíu- meistarinn mun sennilega renna sér á 150 km hraða NIÐUR brekkur Kerlingarfjalla meðan landar hans á MýrdabsamE senda eldflaugar UPP tQ hinma með gný og hraða, en þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli í Nausti, var hann nýbú- inn að fá þýðingu á gretn i Visi um eldflaugarskotið. Bonlieu er 27 ára gamall, lág- skíðamaður. Hann býr f skfBa- borginni Chamounix og þar byrj aði hann 9 ára gamall að renna sér á skíðum og tók undravatð- um framförum. f dag starfar hann sem leiðsögumaður ferða- Framh. á bls. 6. ÞEGAR FYRSTILAXINN ..SNERl HEIM" Uppskera af ágæfu sfarfi í laxaklaki að koma í Ijós í fyrradag sneri fyrsti laxinn heim til eldis- stöðvarinnar í Kollafirði. Veiðimálastjóri og starfs lið hans sá fyrstu upp- skeruna af miklu starfi, sem þama hefur verið unnið undanfárin 3 ár í því skyni að auka og bæta íslenzka laxastofn- inn bæði fyrir nytjaveiði og ekki síður fyrir sport veiðimenn. Þetta var allra vænsti fiskur, sem þama var háfaður upp úr einum skurðinum úr eldistjörn- inni í Kollafírði. Veiðimálastjóri, Þór Guðjónsson, og fulltrúi hans Einar Hannesson voru í gær- morgun að vinna við að flytja laxinn úr einum eldiskassanum, en þar hafði þessum velkomna gesti verið búinn næturstaður fyrstu nóttina, en nú skyldi flytja hann í tjörn skammt frá þar sem rýmra var um hann. Við vigtun kom í ljós, að krílið, sem sleppt var í fyrra á haf út, var nú orðið 1600 grömm og 59 sm langt. Lax- inn var mjög vandmeðfarinn, og þegar Þór og Einar náðu hon- um upp úr stokknum notuðu þéir deyfandi lyf, hvítt duft, sem heitir MS 222, til að lama Þarna er Bonlieu (t. h.) að heilsa Valdimari Örnólfssyni, en þeir eru kunnugir frá því fyrir nokkrum árum, þegar Valdimar dvaldi erlendis og keppti iðulega i stórkeppnum. Þór Guðjónsson, til hægri á myndinni, og Einar Hannesson, í gær- j morgun að mæla lengd laxins. Stöðvarstjórinn, Erik Mogensen, gat ! því miður ekki verið viðstaddur komu „gestsins“ vegna lasleika. j Fyrsti hópurinn inn í Þórsmörk frá Litla ferðaklúbbnum fór klukkan sex í gærkvöldi, frá aðsetri Æskulýðsráðs að Frikirkjuvegi 11. Myndina tók B. G. ljósmyndari Vísis, skömmu áður en land- ferðabflamir lögðu af stað. Mikil umierð úr borginni í gær Áfengisleit gerð í nokkrum bílum Allmikil umferð var þegar úr borginni i gær. Mikið var uni langferðabíla, sem voru að fara inn í Þórsmörk. Úti á vegunum hér í nágrenni borgarinnar er mikill viðbúnaður af hálfu lög- reglunnar og strax eftir hádegi í gær voru komnir tveir lög- regiubilar á Suðurlandsveginn. Fylgdust þeir með umferðinni og skoðuðu margar bifreiðir. Áfengisleit var gerð í nokkrum bílum og er Vísir hafði í gær- kvöldi samband við lögregluna, hafði nokkurt magn af áfengi verið tekið af unglingum, sem voru að fara úr borginni. Bifreiðaeftirlitsmenn voru með lögreglunni í tveimur bíl- um og athuguðu þeir mörg öku- tæki. Nokkrum var snúið við og einhverjar bifreiðir munu hafa verið teknar úr uinferð, þar sem þær voru óskoðaðar og eitthvað athugavert fannst við öryggis- útbúnað þeirra. Um sexleytið fóru fyrstu lang ferðabílarnir inn i Þórsmörk. Voru þeir allir fullsetnir og flest ir farþeganna unglingar innan við tvítugt. Blaðinu er kunnugt um að minnsta kosti tvo stóra hópa, sem fóru inn í Þórsmörk í gær, annar var frá Úlfari Jak- obsen, en hinn frá Litla ferða- klúbbnum, en með honum fóru um 300 manns.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.