Vísir - 28.08.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 28.08.1964, Blaðsíða 4
 V í S I R . Föstudagur 28. ágúst 1964. irii— i T~T Kaflar úr greinargerð Páls L'mdal skrifstofustjóra y Mjög mikið er nú um það rætt hér á landi að taka upp það fyr- irkomulag að draga skatta af Iaunum jafnóðum og þau eru greidd. Hefur slíkt fyrirkomulag tíðkazt í nokkrum nágrannalönd um okkar, m.a. í Noregi. Fjár- málaráðherra hefur falið ríkis- skattstjóra að undirbúa slíkt kerfi hér og stendur sá undirbúningui yfir. Páll Líndal skrifstofustjóri á borgarskrifstofunum í Reykia- vík hefur kynnt sér slíkt skatt- heimtufyrirkomulag í Npregi og skilað um það ítarlegri álitsgerð. Mun Vísir birta kafla úr álitsgerð inni í tveimur greinum og birtist fyrri greinin hér í dag. UPPHAF STAÐGREIÐSLU- KERFISINS. „Skömmu eftir 1920 komst sá háttur á í Þýzkalandi, Austurríki og Tékkóslóvakíu, að tilteknum gjaldendum var gert að greiða skatta af tekjum sínum á sama ári og teknanna, var aflað og eftir því, sem tekjurnar féllu til. Aðrar þjóðir tóku fljótlega að hafa sama hátt á hjá sér. Finnar urðu fyrstir Norðurlandaþjóða til að taka kerfið upp. Frá ársbyrj- un' 1944 hefur það gilt um ríkis- skatt í Fipnlandi, og í lögum frá 1946 var ákveðið, að þessi skip- an skyldi einnig gilda um tekju- skatta til sveitarfélaga. Hinn 1. jan. 1947 var þessi skipan tekin upp í Sviþjóð og réttum 10 ár- lítil. Árangurinn varð sá, að 1952 voru sett lög um þetta eins og áður getur. Var þar svo mælt fyr ir. að síðar skyldi í sérstökum lögum kveðið á um, hvenær lög- in skyldu öðlast gildi, en undir- búningur undir gildistökuna var hafinn þegar í stað. Með lögum frá 1955 var ákveðið að lögin skyldu taka gildi 1. júlí 1955, en skattgreiðslur skv. þeim hefjast 1. jan. 1957. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á lögunum, en ekki er þar um neinar efnisbreytingar að ræða, er máli skipti á þessu stigi. Þess er rétt að geta, að nú er unnið að athugun á þyi, hvort unnt sé að taka upp svokallaðan launaskatt, en aðalbreytingin með því yrði sú, að felld yrði niður skylda Iaunþega til að telja fram tekjur sínar, en látið sitja við þánn skatt, sem dreginn er af út borguðum launum. Sá maður, sem þessi lagasetn- ing öll hefur mest hvílt á, er K. Torgersson, skattstjóri (lignings- direktör) í Osló. Það, sem hér fer á eftir er einkum byggt á við tölum við hann, ritgerðum hans og upplýsingum ýmissa aðila í Osló, er hann visaði á. RÖKSEMDIR FYRIR STAÐ- GREIÐSLUKERFINU Ein helzta röksemdin fyrir þessu kerfi var í Noregi talin sú að skattgreiðendum væri með; skattgreiðslum eftir á iðulega gert mjög erfitt fyrir, þar sem við álagninguna kæmi ekki nema inu var skýrt frá, að í lok fjár- hagsársins 1948-49 (fjárhagsárið var þá ekki hið sama og alman- aksárið) hefðu um 10% tekju- skatts einstaklinga til ríkisins ver ið ógreidd, en um 13% af út- svörum til sveitarfélaganna. Var á það bent, að með staðgreiðslu- skapa hinu opinbera aukin bein útgjöld, en greiðari innheimta og aðrir kostir kerfisins voru talin meira en bæta það upp, Svo fór Iíka í Stórþinginu, að menn voru á einu máli um að taka kerfið upp. Eftir 5 ára reynslu er mér tjáð, að menn almennt telji að rétt hafi verið ráðið, og mun engum þar í landi, né held- ur í Svíþjóð eða Finnlandi, koma í alvöru til hugar að hverfa aft ur til eldra fyrirkomulags. Gagn- • ijiflffeiBíB fram hefpr komið, geng -sdLFoölf í,vtlánájtt-að. leita .betri úr- bóta á vissum göilum, án þess að ingar, geta ýmis vafaatriði komið upp varðandi skilning á þessum hugtökum, og hefur gengið fjöldi úrskurða um slíkt i Noregi. 2. Hver skattskyldur einstakl- ingur er skyldur að greiða fyrir- fram skatt af tekjum sínum. End anleg álagning fer hins vegar fram árið eftir að teknanna er afl að. Eitt meginatriði kerfisins, bæði fyrir hið opinbera og ein- staklinginn, er að þessi skattur sé áætlaður sem næst sanni, þann ig að ekki sé um verulegar of- greiðslur eða. ,tYgbgreiðslur að ræða, og verður vikið síðar að innheimtu persónuskatta í Noregi um seinna í Noregi, svo sem áður segir. I Danmörku hefur málið verið rætt mjög mikið, en ekki enn orðið úr því, að það yrði upp tekið. Hefur mér virzt, sem menn þar í landi séu ekki eins vissir um ágæti kerfisins og þær þjóðir er áður getur. Skoðanakönnun (Gallups) sýndi þó, að mikill meirihluti er fylgjandi því, aó staðgreiðslukerfi verði upp tekið. 1 Noregi. hófust umræður um málið fyrir 1930, og 1936 var skip- uð sérstök nefnd til að fjalla um það. Hún skilaði áliti 1939 og réð frá því, að kerfið yrði upp tekið. Á stríðsárunum var kerfið þó tek ið upp að vissu marki, bæði heima i Noregi og á verzlunarflot anum, er sigldi fyrir Banda- menn. I Noregi sjálfum átti þetta sér einkum stað, þegar um var að ræða launagreiðslur til verka- manna, er störfuðu að meiriháttar verkum fyrir Þjóðverja. í verz- unarflotanum voru þær reglur hafðar, að innheimtur var í þágu útlagastjórnarinnar skattur hjá sjómönnum, og var hann 10% af launirwr fjölskyldumanna og 15% af launum einhleypinga og látið við þá skattheimtu sitja. 1 stríðslokin var mynduð þjóð stjórn í Noregi, og gaf hún út mikla stefnuskrá, þar sem m.a. var heitið, að upp skyldi tekið staðgreiðslukerfi á beinum, per- sónulegum sköttum. í framhaldi af því hófust nefndastörf, ekk) Páll Líndal. að litlu leyti til álita greiðslugeta einstaklingsins, þegar inna skyldi skattinn af höndum. Hefur þessu töluvert verið á loft haldið hér- lendis og færð fram sem helzta röksemdin fyrir því, að kerfið verði upp tekið. Önnur röksemd kom líka fram í Noregi, og hún var sú, að stað greiðslukerfið væri, þrátt fyrir annmarka sína, einnig hagsmuna mál hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga, ! nefndarálitinu, sem fylgdi skattalagafrumvarp- ...... \ kerfinu ætti að vera minni hætta á því, að eftirstöðvar væru hjá gjaldendum í lok fjárhagsársins. Þá var á það bent, að með þessu kerfi yrði auðveldara að beita skattalögum til áhrifa á efnahagslífið, en þegar skattur er greiddur eftir á. Með þessu fyrir- komulagi var talið, að frem ur mætti halda verðbólgu í skefj- um, þar sem auknar skattgreiðsl- ur, sem verðbólgu fylgdu, hlytu að draga úr neyzlu. Að sínu leyti .mundu almennar verðlækk- anir hafa í för méð sér lækk- andi skatta og þar með aukna neyzlu, þannig að síður ætti til verðfalls að koma. Með kerfinu ættu sem sagt að vera meiri mögu leikar á því að halda jafnvægi í efnahagslífinu. 1 nefndarálitinu var vikið að þeim erfiðleikum sem á því væru fyrir ríki og sveitarfélög að semjá fjárlög og fjárhagsáætlanir, sem reyndust fullnægjandi, þegar verð lag og kaupgjald færi hækkandi. Launagreiðslur til starfsmanna þeirra hækkuðu með vísitölu, en skattarnir af þeirri hækkun kæmu fyrst fram löngu síðar. Ef skattarnir féllu fyrr í gjalddaga mundi á verðbólgutímum skapast meira jafnvægi milli tekna og gjalda bæði hjá ríki og sveitarfé- Iögum. Það var talið augljóst, enda reynsla fyrir því annars staðar að staðgreiðslukerfið mundi meginefni kerfisins sé á nokkurn hátt raskað. MEGINÞÆTTIR STAÐGREIÐSLUKERFISINS 1. Eins og vikið hefur verið að tekur staðgreiðslukerfið í Noregi, aðeins til einstaklinga, en ekki til ópersónulegra aðila. ! 2. grein skattalaganna eru taldir upp þeir ópersónulegu aðilar, sem ekki falla undir kerfið, og eru það t. d. hlutafélög, samvinnufélög og annars konar félagsskapur með takmarkaðri ábyrgð. Þessir aðilar greiða skatt eftir á. í 3. gr. eru skýrð þrjú hugtök, sem notuð eru í lög’unum og hald ið verður hér á eftir. Þau eru: A. Skattur: Þeir skattar til ríkis og sveitarfélaga, sem skv. al- mennum skattalögum eru ákveðn ir við álagningu, sem fram fer árið eftir, að teknanna er aflað. B. Launagreiðandi: Sá, sem greið ir sjálfur eða fyrir milligöngu umboðsmanns laun eða aðra þókn un, sem hægt er að skerða með afdrætti. C. Launþegi: Sá, sem fær greidd laun eða þóknun sem um ræðir í 2. lið. Þrátt fyrir þessar skýrgrein- Fvrri grein því, hvernig reynt er að ná þvi marki. Um skattgreiðslurnar gilda tvennns konar reglur. Annars vegar er það, sem kalla mætti afdrátt launa (forskottstrekk), sbr. 4. gr. skattalaganna, en hins vegar forskattur (forskottsskatt) sbr. 14. gr. laganna. Afdráttur er í þvi fólginn, að við útborgun launa heldur launa greiðandi eftir skatti af launum launþegans. Þessi regla á ein- göngu við um þá, sem hafa launa tekjur. Ef skattgreiðandi hefur ekki launatekjur, heldur tekjur af atvinnurekstri eða arð af eign- um, ber honum að greiða forskatt Forskatturinn er tilgreindur á skattseðli aðila, bæði fjárhæð og gjalddagar. Forskatt greiða fyrst og fremst einstaklingar, sem eru atvinnurekendur. Nú er hugsanlegt, að einstakl ingur hafi bæði launatekjur og tekjur af atvinnurekstri. Þá geta skattgreiðslur farið fram eftir báðum reglum, en heimilt er þó að hækka afdráttinn, þannig að hann taki einnig til forskattsins. TVENNS KONAR LAUNAAFDRÁTTUR 3. Um launaafdrátt getur farið eftir tvenns konar reglum, og ákveður skattstjórinn í viðkom- andi umdæmi, hvora afdráttarregl una skuli hafa í hverju einstöku Framh. á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.