Vísir - 28.08.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 28.08.1964, Blaðsíða 8
s VI S IR . Föstudagur 28. ágúst 1964. VISIR , Qtgeíandi: Blaðaútgáfan VISIF Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði. í lausasölu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (5 llnur) Prentsmiðja VIsis — Edda h.f. / mótsögn við sjálfa sig S^ins og áður hefur verið minnzt á hér í blaðinu, voru þeir Eysteinn og Hannibal mun hógværari í útvarps- þættinum um skattamálin á dögunum en búast mátti við, eftir því sem Tíminn og Þjóðviljinn höfðu látið þá undanfarið. Hvorugur þeirra treysti sér til að halda því fram í eyru alþjóðar, að ranglæti hefði verið beitt álagningunni, né að ríkisstjórnin yrði sökuð um nokk- irn hlut í því sambandi. Ræður þeirra Eysteins og Hannibals stungu þannig ítlveg í stúf við það, sem blöð þeirra höfðu haldið fram og eru enn að hamra á. Báðir þessir menn og flokkar þeirra greiddu atkvæði með skatta- og útsvarslögun- um eins og þeim var breytt á Alþingi s. 1. vor. M. ö. o. bingmenn allra flokka samþykktu lögin og töldu breyt- ngarnar fu’. ^iandí a. m. k. um sinn. Framsóknar- menn höfðu tu vísu verið með einhver yfirboð og leik- rraskap, eins og þeirra er vandi, en þeir samþykktu 'ögin og bera því ábyrgð á þeim ásamt stjórnarflokk- mum og kommúnistum, eða m. ö. o. öllum þingheimi. Hvað var svo annað hægt að géra en að leggja á ;ftir lögunum? Treysta Tíminn og Þjóðviljinn sér til sð'halda því fram, að rétt hefði verið að virða lögin j.ð vettugi og leggja á eftir einhverjum tilbúnum regl- im í þetta sinn? Það er býsna erfitt að fá nokkurn botn skrif þessara blaða, enda hafa þau margsinnis komizt mótsögn við sjálf sig og þvaður þeirra verið hrakið •<ð fyrir lið. svo að þar stendur ekki steinn yfir steini. Stjórnarandstaðan stagast linnulaust á því, að skatt- 'rnir hafi hækkað og þess vegna sé sýnt að breyting- mar á skattalögunum hafi verið ófullnægjandi. Af 'iverju hafa skattarnir hækkað? Af þeirri einföldu á- 'tæðu, að almenningur hafði miklu hærri tekjur árið 1963 en nokkru sinni áður En þeir sem kveinka sér nú ndan gjöldum sínum, ættu að reikna út hver þau /æru, ef skattalögin hefðu enn verið óbreytt frá tím- um Eysteinskunnar, og það væru þau enn i dag, ef r<ramsóknarmenn hefðu farið áfram með þau mál. Tíðir stórbrunar Enn hefur orðið stórbruni í Reykjavík. Mjölskemma ( Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar á Grandagarði, ■ áður Faxaverksmiðjan, gereyðilagðist í eldsvoða. ' Menn spyrja, sem von er, hvað valdi þessum tíðu • stórbrunum hér á landi. Þeir virðast vera hlutfallslega niklu tíðari hér en hjá nokkurri annarri þjóð. Árlega brenna birgðageymslur, netaverkstæði, ýmiss konar iðnaðarhúsnæði o. s. frv. Þrálátur orðrómur gengur um það, að sumir þessir irunar hafi orðið fyrir óvarkárni með eld, t. d kviknað út frá sígarettustubbum, sem menn hafi fleygt frá sér í hugsunarleysi. Stundum er talað um ófullnægjandi einangrun á rafmagnsleiðslum o. fl. Er ekki kominn tími til að herða á eftirliti og aðgæzlu á svona stöðum? betta eru milljónatjón fyrir þjóðarbúið Og sæta þeir ?ngri ábyrgð, sem sannir reynast að sök um íkveikjur, if tómu kæruleysi? ¥ Hubert Humphrey varð fyrir vali sem varaforsetaefni demo- krata I kosningunum 3. nóvem- ber næstkomandi. Almennt var hann talinn Iíklegastur þeirra þriggja manna, sem helzt komu til greina, eftir að forsetinn hafði tilkynnt, að hann myndi ekki benda á varaforsetaefni úr flokki ráðherra sinna, en þar með var óþarft að ræða lengur um Robert Kennedy dómsmála- ráðherra sem varaforsetaefni. Vitað var um hið mikla álit forsetans á Humphrey sem vara forsetaefni. Eins og kom fram í fréttum í gær taldi hann honum mjög til gildis langa reynslu f meðferð utanríkismála og að honum er vel treyst af banda- mönnum Bandaríkjanna, og ekk síður, að forsetinn telur hann bezt fallinn til þess að hafa for- ustuna f öldungadeildinni, skipa þar æðsta sess. Þá er það kunnugt, að forset- inn þakkar það Humphrey fram ar öðrum, að það tókst að koma mannréttindafrumvarpinu gegn- um þingið, — og að það er nú orðið að lögum. Þegar forset inn fyrir nokkru undirritaði lög in flutti hann ræðu og sendi Humphrey afrit af ræðunum, og skrifaði á það: „Til Huberts Humphrey — án þín hefði mál ið ekki hafzt fram“. Það var hinn 2. júlí, sem for- setinn undirritaði lögin. Hann eignaði þannig formælanda Johnson þakkar Humphrey af- greiðslu mannréttindalaganna demokrata i öldungadeildinni heiðurinn af, að frumvarmð varð að lögum, — en lögin marka ný og mikil tfmamót f félagsmálalegri framför og bar áttunni fyrir jöfnum mannrétr indum Humphrey var enginn nýlið’ í baráttunni fyrir bví, að demo kratar tækju mannréttindamálln á dagskrá, en bað gerði hann fyrir 16 árum, er hann var yngsti þingmaðurinn f öldunga deildinni. Flokksþingið, sem þá sat, tók athugasemdir hans til greina og orðalagi stefnuskrár- innar um þessi má) var breyft og eftir breytinguna báru þau grein'ilega svip skoðana Hump hreys. Og jafnvel áður en þetta va" — eða fyrir flokksþingið 1948 — en þá var hann borgarstjóri í Minneapolis, lagði hann fyrst- ur embættisgrundvöll að því, að blökkumenn væru ekki misrétti beittir Við vinnuráðningar, he!d ur væri enginn látinn gjaida uppruna sfns, hörundslitar eða trúar. Árið 1948 bauð Humphrey sig fram til setu í öldungadeildinní gegn Joseph H. Ball, republik ana, sem gaf kost á sér til end urkjörs. Hann sigraði Ball með 240.000 atkvæða meirihluta, og varð fyrsti öldungadeildarþing maðurinn. sem sendur var til Washington frá Minnesota til setu í öldungadeild þjóðþings ins. Humphrey var endurkjörinr' 1954 og 1960. Það verður engan veginn sagí að Humphrey hafi verið brautin greið upp i þá virðingarstöðu sem honum hlotnaðist, er hann varð leiðtogi flokks sfns í deild inni. Hinum eldri og íhaldssam ari þingmönnum í flokknum — þeim „í innsta hringnum“ — var ekki um hann, og voru bv? „á verði" gagnvart hinum ungi öldungadéildarþingmanni, en Humphrey var þá 37 ára. En þessir þingmenn, og það voru þeir, sem mestu réðu, kom- ust brátt að raun um, að Hump hrey var maður, sem kynnti sér málin rækilega og skildi til hlit- ar lagalega framkvæmd hver„ máls. Þeir sannfærðust líka brátt um, að hann vann að má'- um af lagni og festu og undir- bjó allt vel og skipulega, enda leið ekki á löngu þar t'il hann var kominn f „innsta hringinn.“ Meðal áhugamála hans eru ut anríkismálin, en 1955 varð hann formaður undirnefndar í utan- ríkisnefnd,, og var hlutverk hennar að fjalla um utanríkis- mál. Það var að tilhlutan Hump- hreys, að öldungadeildin sam- þykkti ályktun, þess efnis, að hún lýsti sig samþykka frestun á tilraunum í lofti með kjarn- orkuvopn. Þetta var 1959. Árið 1963 var hann meðflutningsmað ur að tillögu, sem var svipaðs efnis. Tillöguna studdu 34 þing- menn úr báðum flokkum, og benti það til, að öldungadeildin myndi staðfesta samninga um takmarkað bann við tilraunum í lofti með kjarnorkuvopn, eins og líka reyndin varð 24. septem- ber 1963. En það voru fleiri alþjóðamá:, sem Humphrey lét til sín taka. Hann var fulltrúi Sameinuð.i þjóðanna á aðalvettvangi Sam- einuðu þjóðanna í New York 1956—1957 og 1958 var hann fulltrúi á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París um vfsinda-, fræðslu- og menningarmál ai- mennt. Hann hefur jafnan haft mikinn áhuga á Suður-Amerfku- ríkjum, umbótum þar í þágu fólksins, og hann var Kennedv forseta góður liðsmaður til þess að koma fram umbótamálum. Hann varð fyrstur bandarískra ráðherra til þess að ræða ýtar lega við Nikita Krúsév forsæt- isráðherra Sovétríkjanna (1958) Viðræður þeirra stóðu samtais 8 klukkustundir, og voru þær hinar gagnlegustu. Eftir að þæi höfðu átt sér stað gat hann gefið Eisenhower forseta og Dulles þáverandi utanríkisráð- herra bendingu um, að farið væri að votta fyrir „sprungum í veggjum" í sovézk-kínverskri sambúð. Viðræður Humphreys við Krúsév drógu að sér þjóðarat- hygli og hún átti sinn þátt í að ýta undir hann að sækjast eftir því, að verða fyrir vali sem forsetaefni demokrata 1960, en eftir að John F. Kennedy sigraði hann í mikilvægri for kosningu í Vestur-Virginiu, dró hann sig í hlé úr keppninni, og eftir það vann hann kappsam- lega að því, að Kennedy yrði kjörinn. Hann var trúnaðarmaður og náinn samstarfsmaður beggja - Kennedys og Johnsons — vegna leiðtogahlutverks síns í öldunga- deildinni og þar sem hann var nú leiðtogi meirihlutans í deii l- inni hafði hann betri skilyrði en áður til þess að koma málum fram — öllum þeim mikilvægu málum, sem náðu fram að ganga f forsetatíð Kennédys Humphrey hóf nám f Minoe- sota-háskóla 1929. Hann stund- Framh. á bls. 6: BSBBP'. ■.SÍSUTIWBI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.