Vísir - 28.08.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 28.08.1964, Blaðsíða 16
VISTR Föstudagur 28. ágúst 1964. ./ ★ Núna í vikunni komst hitinn i Paris upp í 32.5 stig á Celsius og er þaö niesti hiti sem þar hefur mælzt í sumar og mesti hlti sem mælzt hefur i París 26. ágúst i 65 ár. ★ AIIs 29 menn biðu bana af völdum sprengingar í Sao Paulo nú í vikunni. Vinstramegin við herra Sigurbjörn Einarsson biskup islands á myndinni er dr. Schiotz biskup, forseti heimssambandsins, og hægra megin við Sigurbjöm biskup er aðalframkvæmdastjóri sambandsins, dr. Kurt Schmidt Ciausen frá Þýzkalandi. Lengst til vinstri er að- stoðarframkvæmdastjórinn, séra Carl Man. (Ljósm. I. M. í morgun.) Kirkjumálaráðherra og biskup flytja ávörp við setningu stjórnarfundar heimssambandsins Flestir fulltrúnr eru nú komnir Biskupinn frá Tanganyika, dr. Stefano Moshi. (Ljósm. stgr.) Hinn merki kirkjulegi viðburð ur, stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins í Reykjavík, er nú skammt undan. Flestir hinna erlendu fulltrúa eru nú komnir, komu um 20 í fyrra- kvöld og 10 í gærkvöld og hin- ir síðustu koma annað kvöld. Þeir búa allir að Hótel Sögu þar sem fundurinn verður haldinn. Á sunnudaginn prédika ýmsir hinna erlendu kirkjuhöfðingja í Reykjavík og nágrannabyggðar- lögum, og síðdegis þann dag, eða kl. 4, hefst stjórnarfundur- inn með guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni, þar prédikar þá dr. Franklin Fry, fyrrv. forseti Lútherska heimssambandsins. Morguninn eftir verður stjórn arfundurinn formlega settur með athöfn í Neskirkju. Þar fiytja ávörp núverandi forseti heimssambandsins, dr. Fredrik Schiotz biskup frá Ameríku, Jó- hann Hafstein kirkjumálaráð- herra og biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson. Síð an hefst sjálft fundarhaldið í fundarsal að Hótel Sögu og verð ur fyrst flutt starfsskýrsla sam bandsstjórnar. Tvö tungumál verða notuð jöfnum höndum, enska og þýzka og þýtt jafnóð- um mál manna. Um 60 út- iendingar sækja fundinn, þar af allmargt skrifstofufólk, og hafa þegar verið opnaðar tvær skrifstofur að Hótel Sögu sem verða opnar þar á vegum heims sambandsins meðan þingið stendur yfir, eða út næstu viku. SUDURLAKDS- „Stoltur aflitarh&ttinun // — segir svarti biskupinn Svarti biskupinn (annar þeirra) var i grillinu á Hótel Sögu í morgun, þegar blaðamaður Vísis reyndi að nálgast hann. Þegar hann loks kom með lyftunni nið ur í forsalinn, fékk hann skrýtn- um seðlum skipt í íslenzka pen- inga. Svo gekk hann rakleitt að stúlkunni, sem selur frímerki og minjagripi, og spurðl hana, hvað kostaði undir bréf til Aust- ur-Afríku. „Níu krónur“, sagði stúlkan á ensku með amerískum hreim. Biskupinn þuklaði á fimm króna, tíu króna og tuttugu og fimm króna seðlum og virtist ekkert botna í verðgildi þeirra. „Krónur", sagði hann, „þetta er alveg eins og í Svíþjóð". Svo fór hann að reyna að líma merkin á bréfin, en vissi ekki, hvernig frímerkin áttu að snúa. Dr Stefano Moshi er frá Tanganyika, biskup í 175 þús- und manna biskupsdæmi þar, býr í grænum hllðum Kiiimanj- arófjallsins. „Það er 19 þúsund feta hátt, snæviþakið", sagði Moshi biskup. „Hemingway seg ir í sögunni, að tindurinn sé „ó endanlega hvítur" og efst þar uppi liggi frösið hræ af pardus- dýri". „Hafið þér séð pardusdýrið, biskup?" „Það er á kafi í snjó“. Biskupinn beraði stórar mjallahvítar tennur, þegar minnzt var á pardusdýrið, sem enginn hefur vitað, hvaða er- indi hefur átt þarna upp á Kili- manjaró. „Eruð þér skírður í höfuðið Framh. á bls. 6. UR B?IIKKUÐ — Til þess að draga úr slysahættu Einhverja næstu daga verður ráðizt í að breikka Suðurlands- brautina, frá Laugarnesvegi og inn að Reykjavegi. Verður gatan breikk uð um tvo til þrjá metra og skapar það möguleika til þess að aka í tveimur akreinum inn að Reykja- vegi. Þá verða gerð útskot fyrir strætisvagna og ákveðnar út- keyrslur settar á bílastæði við innstu húsin á Laugavegi. Hér er aðeins um bráðabirgða- framkvæmdir að ræða, en innsti hluti Laugavegs og Suðurlands- brautar er ekki nógu breiður til að „flytja" þann umferðarþunga, sem á götunum er. Mikið hefur borið á því, að umferðin hafi stöðv- azt vegnr þeirra bifreiða, sem aka j inn Suðurlandsbrautina og ætla i síðan að taka hægri beygju, en t með breikkun götunnar verður | betra fyrir ökumenn að aka vinstra Framh. á bls. 6. Nýir sc:?.ningar Blaðamannafélag Islands sam- þykkti í gær nýja kaup- og kjara- samninga, er undirritaðir voru af samninganefndum útgefenda og blaðamanna í síðasta mánuði. Er i hinum nýju samningum ákvæði um fastan vinnutíma blaðamanna en sllk ákvæði hafa ekki áður verið i samningum Blaðamannafélagsins við útgefendur. Við lausn kjaradeilu blaðamanna og útgefenda á sl. ári varð það að samkomulagi að koma á fót nefnd aðila til þess að fjalla um vinnutima blaðamanna. Starfaði sú nefnd í vetur og skilaði áliti í vor, þar sem lagt var til, að vinnu- tími blaðamanna yrði ákveðinn 43 stundir á viku en fyrir umfram- vinnu kæmu frí eða greiðsiur. Þessi tillaga var tek'in óbreytt upp í hina nýju samninga. Aðrar breytingar á samningun- um voru hliðstæðar og þær, er átt hafa sér stað í samningum ann- arra stéttarfélaga,' undanfarið. Samið var um lengingu orlofs. Framh. á bls. 6. , Reyndu að smygla „svarta-\ dauða // mn i í gær fann tollgæzian við leit í M.s. GuIIfossi nokkurt magn af smygluðu áfengi og tóbaki. sem tveir skipverjar áttu. Alls reyndust þetta vera rúm lega 50 flöskur af áfengi og nokkur slatti af vindlingum, sem tollverðir gerðu upptækt Unnsteinn Beck fulltrúi sagði Vísi í morgun að þetta væri i fyrsta sk'ipti sem hann vissi til að reynt hafi verið að smygla íslenzku brennivíni (svarta dauða) og íslenzku ákaviti inn í landið. En nokkrar flöskur af báðum þessum tegundum voru meðal hins smyglaða á- fengis. Hlyti það að hafa verið keypt um borð í skipinu, á út- söluverði skipsins, en það mim vera rúmlega helmingi lægra en útsöluverðið úr Áfengisverzi uninni og vínbúðum hennar i landi. En hvað sem því líðui landið er það alger nýlunda að menn reyni að smygla innlendri fram leiðslu inn í landið aftur, E'ins og áður getur reyndust t'^eir menn vera eigendur að þessum áfengis- og tóbaksbirgð um, en einkum þó annar, sem átti meginhluta þeirra. í fórum hans fannst og ferðataska með ýmiss konar smávarningi, sem hann kvaðst hafa verið beðinn Framh. S bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.