Vísir


Vísir - 03.09.1964, Qupperneq 7

Vísir - 03.09.1964, Qupperneq 7
K8BWMSW 7 VÍSIR . Fimmtudaf'ur 3. sentcmbar 19*4. IFTBB! ÓLAF GUN NARSSON „Það var nú haldið, að ég myndi drepa börnin mín með vinnuhörku þegar þau voru lítil, en menn verða að gæta að því, að þau fengu að sofa“. Þetta voru ummæli fátæks bónda, sem bjó við mikia ómegð á lítilii og fremur erfiðrj hey- skaparjörð. Um sláttinn var ekki um annað að ræða en nota þá starfskrafta, sem til voru, og meðal þeirra voru 5 — 6 ára börn, sem lært höfðu að raka hey og fara. á milli í hirðingu. Nágrönnum bóndans þótti nóg um vinnukergju hans, og munu hafa gefið honum í skyn, að hann yrði að gæta sín að of- þjaka ekki börnunum. Ummæli bóndans sýna, að hann taldi börnunum ekki hætt ef þau fengju nægan svefn. Öll eru þau nú hið mannvænlegasta fólk. Ég minnist þess, að' einn mesti afkastamaður, sem uppi hefur verið á íslandi, Páll Eggért Óla son, prófessor, sagði við mig ungan að árum. „Það gerir ekkert til þótt þér vinnið mikið og lengi ef þér að- eins gætið þess að fara aldrei á fætur fyrr en þér eruð útsof- inn“. Á seinni árum hafa verið gerð ar margar og merkar rannsóknir á vinnuþoli manna og hvernig bezt sé að haga hvíldum. Allar þessar rannáóknir sýna, að hvíld ir, sem lúta nokkuð ákveðnum regium, em manninum bráðnauð synlegar og vinnuþoli manna eru'ákveðin en einstaklingsbund in takmörk sett, sem taka verð ur fullt tillit til ef afköst manns ins eiga ekki að minnka sökum ofþreytu, sem til lengdar spillir heilsu manna og lífsgleði. í brezkum skóla var fyrir nokkrum árum gerð merk til- raun með börn úr fátækrahverfi, sem stóðu sig mjög illa í skólan um m a. f reikningi. Ákveðnum fjölda jafngreindra barna var skipt í tvo hópa og fékk annar hópurinn auka- kennslu í reikningi en hinn hóp urinn fékk að sofa jafnlangan tíma og aukakennslunni nam. Að tilraunatímanum loknum var árangurinn gerður upp. í ljós ' kom að báðum hópunum hafði farið fram í reikningi en þeim hópnum er svaf, þó mun meira en hópurinn, sem fékk auka- kennsluna í faginu. Börnunum, sem fengu aukasvefninn hafði líka farið fram í öðrum náms- greinum en hinum hópnum ekki. Á alþjóðaráðstefnu sálfræð inga, sem haldin var í Ljuhljana í Júgódavíu dagana 2 — 8 ágúst sl. var riéðal annars rætt um áhrif veðurs, hita og kulda, ijóss og myrkurs á náms- og vinnu- afköst manna. Bar öllum saman um að haga yrði námi og starfi eftir árstíðum og veðráttu ef sem beztur árangur ætti að nást. íslendinga snertir þetta mál meira en flestar aðrar þjóðir, sökum þess hversu mikill munur er hér á lengd dagsbirtunnar. Öll rök hníga að því, að mannin um sé yfirleitt óeiginlegt að vakna og hefja nám eða störf í myrkri, hins vegar skipti minna máli þótt vinnu sé haldið áfram eftir að dimma tekur. í ýmsum skólum á Islandi hefur það tíðkazt á undanförn- um árum að láta kennslu í skói um hefjast klukkan átta á morgnana. Sennilega hefur skortur á skólahúsnæði ráðið miklu um þetta, en oft hefur þurft að tví. og jafnvel þrísetja í skólana. Þrísetning mun nú úr sögunni sem betur fer og tví setning mun fara. minnkandi. Það sjónarmið virðist hafa ráðið við hagnýtingu skólahúsnæðis og tíma að nemendur yrðu að fá ákveðinn námstíma og kennslustundafjölda á hverjum degi, jafnvel þótt því yrði ekki viðkomið nema því aðeins að nemendur yrðu að hefja nám einni klukkustund áður en feður þeirra hefja störf t. d. á skrif- stofum. Engar vísindalegar rannsóknir hafa sannað, að námsárangur standi í beinu hlutfaili við lengd námstíma og þaðan af síður Iengd kennslustunda. Það væri auðveldara að færa rök að því, að ungir nemendur, svo og þeir, er sökum lítilla hæfileika eiga erfitt með nám, myndu ná betri árangri ef kennslustundir yrðu styttar. Það eru a. m. k. engin frambærileg rök fyrir því að láta nemendur hefja nám í morg unmyrkri íslenzka skammdegis- ins hvernig sem viðrar, ekki sízt þegar vitað er, að á íslandi fer fólk yfirleitt seint að hátta og því hætt við að svefntími verði of stuttur Alkunna er, að hver sá, sem ekki er útsofinn finnur til van- líðunar einhvern tíma dagsins, gefur auga !eið að það muni ekki auðvelda eðlilegan aga í skólum ef mikill hluti nemenda er vansæll sökum svefnleysis.. Ekki væri kostnaðarsamt að endurtaka brezku tilraunina dá- lítið breytta. Tilrauninni mætti haga þannig að ákveðinn hópur yrði látinn hefja nám klukkan átta frá 15. nóv. til 15. febrúar að jólaleyfi frádregnu. Annar hópur hæfi nám 9 — 10 á sama tíma, lærði sama námsefni en kcnnslustundir yrðu styttar sem svaraðj lengdum s’>efntíma. Laun kennara yrðu hin sömu Börnin eru sístarfandi eins og mynd þessi ber með sér. Það er því vissulega rétt, er Ólafur Gunnars- son sálfræðingur bendir á í meðfylgjandi grein, að þeim sé nauðsynlegt að fá mikinn og góðan svefn. hvort sem kennslustund yrði lerigri eða skemmri. Árangur yrðj vandlega kannaður að til- raunatímabilinu loknu, og auk þekkingarprófa kannað álit nem enda og heimila nemendanna á því hvort fyrirkomulagið þætti betra. Skilningur er nú að vakna á því meðal forystumanna atvinnu lífsins og verkalýðsfélaganna, að athuga þurfi hvernig skyn- samlegast sé að haga störfum þánnig að • framleiðslan verði sem mest, án þess að vinnandi mönnum sé misboðið með of miklu vinnuálagi, sem er öllum til tjóns, ekki sízt vinnuveit- endum. Ekki gæti það kallazt nein of- rausn þótt forystumenn skóla- mála athuguðu hvað skólanem- endum hentar í þessu efni. Leið- in er raunar greiðfær því erlend ar athuganir hafa fyrir löngu sannað, að nægur svefn er börn um bráðnauðsynlegur. Allt sem íslenzkir skólamenn þurfa að gera ér ekki annað en feta troðna slóð nema þeir geti sann að að íslenzk börn þurfi minni svefn en jafnaldrar þeirra í öðr um löndum þar sem skamm- degismyrkrið er styttra og veðr áttan betri. Ég myndi þó ætla að slík frávilt frá svefnþörf ís- Ienzkra barna komi ekki til greina Atorkusami einyrkjabóndinn og hinn þjóðkunni fræðimaður höfðu báðir af langri reynzlu og hyggjuviti sínu komizt að raun um, að nægur svefn er erfiðis- manninum fyrir öllu, hvort sem hann vinnur með huga eða höndum. Undir þessa skoðun tók þjóð- skáldið Davíð Stefánsson, sem endar eitt fagurt kvæði sitt með orðunum: „Það hjarta er kalt, sem rænir þreyttan svefni“.. Ö. G. ☆ Siysísvarna ■ starfsmaður Óskum eftir að ráða mann til starfa að slysavörnum i umferð og öðr- um slysavörnum á landi. Æskilegt er að viðkomandi hafi aflað sér sérþekkingar á þessu sviði. Umsóknir sendist til skrifstofu Slysavarnarfélags íslands í Reykjavík fyrir lok'september merkt „Starfsmaður“, pósthólf 1094. STJÓRN S.V.F.Í. zímzzsxmsmffm- ,«wj> öBMBGii

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.