Vísir - 14.09.1964, Qupperneq 16
i»Iánudagur 14. sept. 1964
Allgóð síld-
veiði í gær
og nótt
Sfldveiði í nótt og gær var all-
góð. Samtais voru 66 skip með síld
sem þau fengu 60-70 sjómílur ASA
af Seley. Mjög gott veður var á
miðunum og má búast við að veiði
taki aftur að glæðast. Heildarafi-
inn sl. sólarhring var 46.280 mál
og tunnur.
iiiSi
'
• '-4 >. . ,,yr'y ■ . y
-..-. ý. w' -
STÓRÞJÓFNAÐ-
UR UPPL ÝSTUR
Lögreglan á Selfossi hefur nú upp tveir lítið eitt eldri.
lýst stórþjófnað, sem framinn var Við yfirheyrslu játuðu piltarnir á
austur á Eyrarbakka um fyrri
helgi þegar farið var inn í skrifstof
ur hreppsins og stolið þaðan 20-30
þús. kr. í peningum.
Við eftirgrennslan um hagi og
háttu unglinga á staðnum kom í
ljós að sumir virtust hafa óeðlilega
mikla fjármurii undir höndum, bæði
á skemmtunum og í ferðalögum og
le'iddi það til handtöku þriggja
ungra pilta, sem ekki hafa komið
við sögu áður. Var sá yngsti þeirra
tæpra 16 ára að aldri og hinir
sig þjófnaðinn Kváðust hafa fund-
ið lykil að skrifstofu hreppsins,
fóru inn í hana að nóttu til og stálu
milli 20-30 þús. kr. f peningum,
sem þeir síðan notuðu til bílferða
á skemmtistaði og í eyðslu á
skemmtunum. Þegar þeir voru hand
teknir áttu þeir um hálft 7. þúsund
kr. óeytt af þýfinu. Hinu höfðu þeir
öllu sóað.
Játning piltanna lá ljós fyrir í
gær og var þeim þá sieppt úr varð-
haid'i.
Iðnþinginu lokið:
Tekin verði upp alhliða
hagræðing / atvinnulífínu
26. Iðnþingi íslendinga Iauk á
Akureyri um helgina. Lauk þing
inu með hófi sem jafnframt var af
mælishóf Iðnaðarmannafélags Ak-
ureyrar.
Veizlustjóri 1 lokahófinu var
Albert Sölvason forstjóri á Akur-
eyri. Margar ræður voru fluttar
og gjafir afhentar. Útnefndir voru
tveir heiðursfélagar Landssam-
bands Iðnaðarmanna, þ.e. þessir:
Indriði Helgason rafvirkjameist-
ari Akureyri og Sveinbjöm Jóns-
KR - LIVERPOOL LEIKA
í FLÓÐLJÓSUM í KVÖLD
Síðari lcikur KH og LIVER-
POOL fer fram í kvöld á An-
field-Ieikvellinum í Liverpool I
kvöld. Þetta er liður í Evrópu-
bikarkeppni deildameistara en
fyrri leik liðanna hér íLaugardal
lauk með sigri Liverpool 5:0.
Leikur þessi mun fara fram
að miklu eða öllu leyti í flóð-
Ijósum, en hann hefst kl. 6. Bú-
izt er við talsvert mörgum á-
horfendum á þenna fyrsta bikar
leik Liverpool á heimavelli, —
þó mun leikvangurinn vart fyll-
ast, en hann tekur um 60 þús.
manns.
KR-ingar fóru utan á laugar-
dagsmorgun með leiguflugvél
frá Flugfélaginu og var sú véi
nær full eða 75 manns, kapplið-
ið og áhangendur, sem munu
hvetja félaga sína í kvöld. KR-
liðlð er skipað ölium sínum
beztu mönnum og Heimir Guð-
jónc rr-- nú aftur leika I
markinu.
Fyrri leik liðanna lauk sem
fyrr segir með 5:0 og kemur
vart til annars en að Liverpool
komist áfram í keppninni.
son forstjóri Reykjavík. Gullverð
laun sambandsins hlutu Jóhann
Frímann skólastjóri og Sveinn
Tómasson slökkviliðsstjóri á Ak-
ureyri.
Margar ályktanir voru gerðar
á þinginu. Eftirfarandi ályktun
var gerð um vinnuhagræðingu í at
vinnurekstri:
26. Iðnþing íslendinga hvetur til
þess, að stefnt sé að aukinni nýt-
ingu framleiðsluþátta, til hagsbóta
fyrir launþega, atvinnurekendur
og neytendur, með þvl að taka upp
alhliða hagræðingarstarfsemi f at-
vinnulífinu.
Iðnþingið fagnar því, að veitt
hefur verið opinbert framlag til
áætlunar um stuðning við samtök
vinnumarkaðarins vegna hagræð-
ingarstarfsemi og mælir iðnþingið
með tillögum framkvæmdastjóra
■ IMSÍ um notkun hins opmbera
| framlags.
I Iðnþingið beinir því jafnframt
j til stjórnar Landssambands iðn-
j aðarmanna að athuga hvort mögu
leikar séu á þvf, að koma á fót hag
! ræðingaráðunautaþjónustu á veg-
um Landssambandsins eins og
reknar eru á vegum iðnsambanda
annarra Norðurlandaþjóða.
Iðnþingið beinir þeim tilmælum
Framh. á bls. 6.
Sex slasast / um-
Allveruleg brögð hafa evrið að
umferðaróhöppum og slysförum af
völdum umferðar um síðustu helgi
bæði í Reykjavík og utan Reykja-
j víkur.
Þrennt slasaðist í bílveltu aust
j ur í Grímsnesi seint á laugardags
Svona leit Consul Cortina billinn á Hringbrautinni út efíir loftköslin, sem hann hafði tekið.
j kvöldið. Voru hinir slösuðu sendir
j suður í Slysavarðstofuna f Reykja
vfk um nóttina. Kom bflstjóri
j nokkru eftir miðnætti f lögreglu-
! stöðina og gaf til kynna að hann
i hefði ekið með óleyfilegum hraða
; alla leið að austan, en það hafi
: stafað af illri nauðsyn því hann
j hefði verið beðin fyrir slasaða
stúlku austur í Grímsnesi og hann
hafi flýtt sér með hana eftir föng
um í Slysavarðstofuna.
Lögreglan á Selfossi skýrði Vísi
frá því að um ellefuleytið á laug-
j ardagskvöldið hefði bíll úr Kópa-
j vogi með 6 manns oltið á þjóðveg-
inum í Grfmsnesi skammt frá Önd-
verðamesi. Bíllinn var þá á leið
á skemmtun austur í Aratungu,
en ökumaður missti stjóm á farar-
tækinu og afleiðingin varð sú að
það kastaðist út af veginum og
lenti niður í djúpa hraungjótu.
Þrennt kastaðist út úr bflnum f
veltunni og slasaðist, ein stúlka,
sú sem að framan getur, og tveir
piltar, sem öll voru flutt f Slysa-
varðstofuna í Reykjavfk. Þau voru
ekki talin lffshættulega slösuð, en
bfllinn er talinn þvf sem næst 6-
j nýtur.
Aðfaranótt laugardagsins ók
drukkinn maður stolinni bifreið
með ofsahraða á steyptan vegg við
Strandgötu í Hafnarfirði, slapp
sjálfur ómeiddur og félagi hans
sem með honum var f bílnum, en
annar félagi hans meiddist og vai
fluttur til læknisaðgerðar. Lögreg:
Framh. á bls. 6L