Vísir - 15.09.1964, Síða 2
V1SIR . Þriðjudagur 15. september 1964.
Endurminningar frá bernsku
heimilinu í LAUFÁSI
Frú Dóra Þórhallsdóttir
ritaði tyrir nokkrum árum
eftirmáia við bókina „Sögur
Þórhalls biskups,“ sem AI-
menna bókafélagið gaf út,
þar sem hún lýsti föður sín
um og bemskuheimili sínu.
Það kemur glöggt fram af
þeirri frásögn, hver áhrif
uppeldið á menningarheim-
ili hafði á uppvöxt hennar.
Birtast hér nokkrir kaflar úr
þeirri frásögn:
J^aufás við Reykjavík er nokk-
uð jafngamall mínu minni.
Við vorum öll fædd systkinin,
ég yngst, þegar Laufáshúsið var
byggt 1896. Áður bjuggu foreldr
ar okkar I húsi Stéingríms Thor
steinsson, þar sem nú er Lands-
símahúsið, og síðar í Helgasen-
húsi, þar sem nú er Skjald-
breið. En pabbi vildi, að við
börnin kæmumst á gras. Hann
keypti land, þar sem hét í Mó-
húsum, enda voru þar tómar
mýrar og mógrafir, flutti til-
höggið hús frá Noregi og reisti
það við suðurenda Tjarnarinnar.
Það hús stendur enn, með við-
bót, sem gerð var, þegar hann
varð biskup. Þangað fluttum við
svo um haustið 1896, ég þá kom
in á fjórða ár.
Um nafngiftina þurfti enga
umræðu. Þar skyldi heita I Lauf
ási, þó hvorki væri þar lauf né
ás. „Vakri Skjóni hann skal
heita, honum mun ég nafnið
veita, þó að meri það sé brún“,
kvað Jón Þorláksson á Bægisá.
En það hygg ég, að „Laufás“
hafi borið nafn með rentu. Þó
að Reykjavíkurbær hafi nú
teygt sig um öll holt og tún,
þá var þar sveit fyrir sextíu ár-
um, og pabbi og mamma bjuggu
okkur þar heimili, sem ég hygg,
að um menning og heimilisbrag
hafi brugðið mjög t:i hins gamla
Laufáss við Eyjafjörð. Yfir þeim
forna stað var dýrðarljómi í hug
skotum okkar barnanna. Það
voru beztu sögurnar, sem pabbi
sagði okkur frá varpinu þar,
skepnunum, heimilisfólkinu og
stóra bænum, fallega, sem afi
okkar lét reisa með mörgum
vistarverum. Prestshús, skrúð-
hús, brúðarhús, dyraloft, hvert
nafnið geymd: sína sögu. Svo
var þar kirkjan, sem Tryggvi
afi byggði fyrir séra Björn, og
reynitrén miklu, við kórbak, sem
hann hafði gróðursett á leiðum
foreldra sinna. Þessar sögur,
mest frá æskuárunum, sagði
pabbi okkur, þegar hann lagði
sig eftir máltíð. Stundum end-
uðu þær snubbótt, þegar hann
sofnaði út frá sögunni, en við
þorðum ekki að láta bæra á
okkur. Þannig lifði gamli Lauf-
ás I nýja Laufási og ekki síður
í öllum daglegum störfum og
búskap.
JTeimilið var alltaf mann-
margt'. "Otihús voru byggð,
fjós og hlaða, og móar og mýrar
ræktaðar, alls um fjörutíu og
fimm dagsláttur. Börn vinafólks
foreldra okkar dvöldu hjá okk-
ur Iangdvölum á námsárunum.
Góðui\ sveitabragur var á heim-
ilinu, setið við tóvinnu á kvöld-
um og lesið á kvöldvökum, bæði
lestrar og sögur. Á hverjum
morgni fór pabbi í „fjósagall-
ann“, sem við kölluðum, leit
eftir bústörfum, talaði við skepn
umar e'ins og þær skildu hann,
en þær urðu mannelskar og
vitrar af þessu viðmóti. Þegar
hann gekk út á tún og kallaði
„Strákar!" þá komu reiðhestarn
ir hlaupandi til að sækja brauð-
bitann sinn.
Hestarnir voru ekk'i sízt okk-
ar mikla skemmtan, Sokkl, Litli
rauður og fleiri. Gaman var á
haustin, í sláttarlok, þegar þeir
voru heima, og við fengum að
skreppa á hestbak á kvöldin í
smáréiðtúra. Og stundum í lengri
ferðalög um landið. Fyrsta lang
ferðin, sem ég fór, var alda-
mótaárið, þegar pabbi og
mamma fóru ríðandi með okk-
ur öll systkinin til Þingvalla,
það elzta ellefu ára, og ég yngst
sjö ára. Þetta var m'ikil langferð.
Við vorum sjö tíma á leiðinni
til Kárastaða, þar sem við gist-
um. Mikill var undirbúningur-
inn og tilhlökkunin, lærð kvæði
og sögð saga. Við systurnar
riðum í söðlum og dragsíðum
reiðpilsum, og var teymt undir
mér. Morguninn eftir gengum
við í fylkingu til Þingvalla. Sung
ið var alla leiðinai ísland far-
sælda frón, Fanna skautar faldi
háum o. fl. Landið og sagan
var svo lifandi, að þessi ferð
hefur aldrei gleymzt síðan, og
betri en nckkur bílferð getur
verið.
Fjölskyldan f Laufási, biskupshjónin Valgerður Jónsdóttir og Þór-
hallur Bjarnarson. Fyrir aftan þau standa börnin Svava, Tryggvi
og Bjöm. Fremst situr yngsta dóttirin Dóra.
^ð heyskap gengu allir jafnt,
og kom fyrir, að pabbi kæmi
í flekk til okkar, og sagði að
við ættum að „raka með höfð-
inu“ en ekki með höndunum
einum í hugsunarleysi. Við vor-
um ekki ein í flekk, heldur ara
grúi af krökkum, því fleiri sem
byggðin þéttist. Laufás var leik-
völlur nágrennisins, og Björn
bróðir hafði lag á að láta krakk
ana gera smágagn, þótt mis-
jafn væri. Og aldrei þreyttist
mamma á að gera þeim gott í
stórum hópum, Ieiksystkinum
okkar og þessu l'iðlétta kaupa-
fólki. Það kom fyrir, að við
fengum orð í eyra um fjósalykt,
og þó mest í glensi. Og ekki
mun faðir okkar, blessaður, hafa
farið varhluta af því um dag-
ana. Um hann mun vera sagan
af biskupnum, sem leit á heyin
hjá presti, og lagð'i ýmsa dóma
á gæði og notagildi. „Á þessu
hafði hann vit“, er haft eftir
presti, eftir á, en hann veit
ekkert um það, hvar hann er I
„rang“!“ ...
1
I
I
(
1
i
I
I
Biskupsdóttirin —
Framhald i bls. 7
hennar. Mér þykir alltaf vænt um
sveitina og sveitabúskap sfðan.
GOTT STARFSFÓLK.
— Hve margt er í heimili hjá
yður hér á forsetasetrinu?
— Við höfum verið 6—7: Við
hjónin og auk þess ráðskona,
tvær aðrar stúlkur, ráðsmaður,
sem um Ieið er bílstjóri forsetans
og annar varabílstjóri, sem jafn-
framt gegnir ýmsum almennum
störfum. sér um innkaup til
heimilísins, annast viðhald og
hirðingu húsa o.s.frv. Við höfum
verið lánssöm með það, hve
góðu starfsfólki við eigum á að
skipa. Það vinnur allt störf sln
af trúmennsku og dugnaði. Þegar
stórar opinberar veizlur eru ann-
ars vegar, verðum við auðvitað
að fá aukafólk til aðstoðar.
PERSÓNULEG HUGÐAREFNI
— Gefst yður ekki nokkurt
tóm til að sinna persónulegum
hugðarefnum yðar?
— Jú, það fer aldrei svo, að
ekki komi dagur og dagur, sem
ég get ráðstafað eftir vild. Þær
frístundir nota ég ýmist til að
prjóna á barnabörnin eða taka
á móti þeim í heimsókn — eða
þá til að lesa. Ég hefi mjög gam-
an af bókum, bæði ljóðum,
æviminningum og öðrum fróð-
leik — að ógleymdum skáldsög-
unum. Ép u°fi einnig ætíð haft
mikið yndi af tónlist, það var
mikið spilað og sungið á æsku-
heimili mfnu, og góðir hljóm-
leikar veita mér alltaf hina beztu
skemmtun. Hið sama er að segja
um leikhús, — og einstaka sinn
um bregðum við okkur f bíó.
FÉLAGSSTARSEMI
— Þér hafið tekið þátt f ým-
iss konar félagsstarfsemi, er ekki
svo?
— Mér hefur alltaf fallið vel
að vera með og starfa f félagi
með öðru fólki. Fyrsta félagið,
sem ég gerðist félagi f, var
Ungmennafélag Reykjavfkur,
þegar ég var unglingur, en ung-
mennafélagshreyfingin fór þá yf-
ir sem nokkurs konar þjóðar-
vakning á Islandi. Var það mjög
þróttmikil, fjörug og skemmti-
leg félagsstarfsemi. Einnig var
ég meðlimur í Lestrarfélagi
kvenna f Reykjavfk og f stjórn
þess um 15-20 ára skeið. Nú hef
ég verið gerð að heiðursfélaga
þess. 1 skólanefnd Kvennaskól-
ans í Reykjavík átti ég sæti um
nokkurt skeið og í sóknarnefnd
Dómkirkjunnar. Sfðan ég flutt-
ist hingað til Bessastaða hef ég
orðið að Ieggja þessa félags-
starfsemi að mestu Ieyti til hlið
ar.
EKKI 1 ÍSLENZKU EÐLI
Mér þætti samt mjög leitt, ef
staða mín, sem forsetafrúar
þyrfti að útiloka mig frá mínum
góðu vinum og félögum frá gam
alli og nýrri tíð. Ég vona, að
ekki komi til þess. Ég fer eftir
sem áður f heimsókn til vin-
kvenna minna, þegar mér gefst
færi á, og þær koma til mfn. Við
erum 10 saman f saumaklúbb, og
hann á að koma saman hjá mér
á morgun. Ég fer einnig reglu-
lega f gamla bridge-klúbbinn
minn, en tvær okkar hafa verið
saman í honum síðustu 20 árin.
Ég teldi það ófært og illa farið
— segir forsetafrúin — að for-
SKTPAFRÉTTIR
SKIPAUTGCRÐ KIKISINS
M.s. HEKLA
fer vestur um land í hringferð 19.
þ.m. Vörumóttaka f dag og á morg
un til Patreksfjarðar, Sveinseyrar
Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar,
Suðureyrar, Isafjarðar og Siglu-
fjarðar. Farseðlar seldir á föstu-
dag.
filAs. Bcsfidur
fer á niðvikudag til Rifshafnar,
Ólafsvíkur, Grundarfjarðar, Stykk
ishólms, Skarðstöðvar, Króksfjarð
arness, Hjallaness, Búðardals og
Flateyrar. Vörumóttaka f dag.
JARÐVI NNUÁ/ÉLAR
SÍHAR:
34305
40089
vlÖFNU
setaheimilið og forsetafjölskyld-
an gerði sér far um að halda
sér frá almenningi. Slíkt liggur
ekki f fslenzku eðli. Hitt er
annað mál, að mér þykir vænt
um og sjálfsagt, að forsetaem-
bættinu sem slíku sé sýnd til-
hlýðileg kurteisi og virðing.
HLAKKAR TIL
ENDURFUNDANNA.
— Hyggið þér ekki gott til
heimsóknarinnar til frænda okk
ar á Norðurlöndum, sem nú
stendur fyrir dyrum?
Það birtir yfir svip forsetafrú-
arinnar: — Jú, ég er f engum
vafa um, að hún muni verða á-
nægjuleg og heillarík. Við hjónin
höfum þegar átt þess kost að
kynnast nokkuð þjóðhöfðingjum
þessara frændþjóða okkar, er við
höfum verið á ferð á Norðurlönd
úm og er sumir þeirra hafa sótt
okkur heim á Islandi fyrr á ár-
um, og við hlökkum til endur-
fundanna, sem við eigum 1 vænd
um. Þetta er f fyrsta skipti, sem
forseti íslenzka lýðveldisins fer
í opinbera heimsókn til Norður-
landanna, og við vonum af heil-
um hug, að hún megi gera sitt
til að styrkja enn vináttu- og
bræðraböndin, sem tengja sam
an hinar norrænu frændþjóðir.
sib.
Loftleiðir —
Framh. af bls. 16.
egs, Svfþjóðar og Danmerkur
hafa haldið fundi með sér mán-
aðarlega, þar sem þeir eiga við
sérstakt vandamál að strfða, að
reyna að styðja sameiginlegt
flugfélag landanna, SAS, og
þurfa f því skyni að fylgjast
mjög vel með því sem gerist
um vfða veröld. Það er ekki
þörf fyrir slíkt vegna okkar
vandamáls og starfsins vegna
gæti ég aldrei farið að bæta við
mig mánaðarlegum fundum með
þessum hætti. Aðstaða okkar er
líka orðin allt önnur nú, þegar
gott sfmasamband er komið á,
— en því má ekki gleyma, að
það var Alþjóða flugmála-
stofnunin ICAO, sem kom því
sfmasambandi á austur og vest-
ur um haf.
STÚLKUR ÓSKAST
Óskum að ráða nokkrar stúlkur á bókbands-
vinnustofu okkar.
FÉLAGSBÓKBANDIÐ, Ingólfsstræti 9
n