Vísir - 15.09.1964, Síða 3
V í SIR . Þriðjudagur 15. september 1964.
I
Dóra Þórhallsdóttir. forsetafrú
Fædd 23. febrúar 1893 — Dáin 10. september 1964
MINNINGARORÐ
^ sólbjörtum vordegi árið 1929 var ég
staddur framan við Alþingishúsið,
með frænda mínum, sem nú er látinn.
Gekk þá fram hjá okkur kona, sem
hann heilsaði. Mér varð starsýnt á kon-
una, þegar hún var að nálgast okkur og
meðan hún gekk fram hjá, vegna þess,
hve fögur mér þótti hún og fyfirmann-
feg — og ég spurði hann hver hún væri.
— Þetta er frú Dóra Þórhallsdóttir,
kona Ásgeirs Ásgeirssonar alþingis-
manns, svaraði hann.
— Mikið finnst mér hún glæsileg,
sagði ég.
— Þú ert ekki einn um þá skoðun,
svaraði hann — svo þykir víst flestum.
Yfir þessa fyrstu minningu mina um
frú Dóru hefur aldre'i fyrnzt. Ég þekkti
hana æ síðan hvar sem ég sá hana, þótt
fundum okkar bæri ekki saman fyrr en
að mörgum árum liðnum.
Við kynni kom strax í ljós, að hún
var óvenjulega miklum hæfileikum og
mannkostum búin. Þar fór saman útlit
og innri gerð. Hún var af góðu og gagn-
menntuðu fólki komin og erfði mestu
eðliskosti ættar sinnar i svo ríkum
mæii, að fátítt mun vera. Sjálf hefur
hún lýst nokkuð bernskuárum sínum
og æsku í föðurgarði og þvi lífsvega-
nesti, sem það mikla menningarhe'imili
lét henni í té. Auk þess hlaut hún beztu
menntun bæði utanlands og innan.
Á æskuárum frú Dóru fór sjálfstæð-
ishreyfingin eldi um þjóðlífið. Hinn
ríkjandi andi var sá, að hverjum íslend-
ingi bæri að gera skyldu sína við fóst-
urjörðina. Það mun faðir hennar ekki
hafa vanrækt að brýna fyrir börnum
sínum. Þá var og ungmennafélagshreyf-
ingin á blómaskeiðinu, og frú Dóra var
ein þeirra mörgu, sem fundu þar fagrar
hugsjónir og þroskandi viðfangsefni.
Hún var gædd þe'irri gáfu, að geta séð
og tileinkað sér það bezta i öllu sem
hún kynntist.
Örlögin kröfðust' þess snemma af frú
Dóru, að hún sýndi hvað hún hefði
lært og hvers hún væri megnug. Tæp-
lega tvitug að aldri varð hún að taka
yið hússtjórn á heimili föður sins, að
móður sinni látinni. Þetta var stórt
og vandasamt hlutverk fyrir tvítuga
stúlku, en hún leysti það af hendi með
þeirri prýði, að þá þegar vann hún sér
trausr og virðingu allra, sem til þekktu,
ekki sízt reykviskra húsmæðra. Þessu
mikla ábyrgðarstarfi gegndi hún I 4 ár.
Hún var þvf enginn viðvaningur I
heimilisstjórn árið 1917, þegar hún
giftist Ásgeiri Ásgeirssyni, þáverandi
guðfræðikandidat, sem verið hafði rit-
ari hjá biskupnum föður hennar. Og
áður en mörg ár liðu var hún komin í
hóp þeirra kvenna, sem ef til vill reyn-
ir hvað mest á um andlega stoð og styrk
mönnum sínum til handa.
Eiginmaður hennar Iagði út á stjórn-
málabrautina og var kjörinn á þing fyr-
ir Vestur-ísfirðinga árið 1923. Þar með
hófst hans glæsilega sigurganga, sem
mun eiga fáar hliðstæður f Islenzkri
stjórnmálasögu. Honum voru auk þing-
mennskunnar falin margþætt og ábyrgð-
armikil störf f þjóðfélaginu. En þótt
vegsemdin sé mikil er lif stjórnmála-
nrannsins ekki tómum rósum stráð, sizt
þeirra, sem f fylkingarbrjósti standa, og
herra Ásgeir Ásgeirsson komst ekki hjá
því, fremur en aðrir, að stundum væri
svo á hann deilt, að undan sviði. Þá
reyndi á styrk eiginkonunnar, og eðli
hennar samkvæmt var styrkur hennar
hvað mestur, þegar harðast og ómak-
legast var að manni hennar vegið.
Þegar herra Ásgeir Ásgeirsson varð
forsætisráðherra, árið 1932, og þau hjón-
m fluttu í ráðherrabústaðinn við Tjarn-
argótu, kom engum á óvart, hvemig
,,Dyggð og tryggð þitt dæmi kenni.
Dána! Þú varst íslenzk kona“.
kona hans stóð i stöðu sinni þar. Þjóðin
vissi þá þegar, að hún var kvenna hæf-
ust til þess að skipa það sæti. Og hún
brást ekki því trausti. Margír, sem að-
éins höfðu þekkt hana af afspurn, fengu
þjóðarinnar. Forsetaembættið var ungt
að árum og reglur og siðvenjur engan
veginn fast mótaðar, en eins og gefur
að skilja reynir þar mjög á húsfreyjuna
um öll formsatriði. — Það Iætur að
Margar þúsundir Islendinga hafa komið
að Bessastöðum þau tólf ár sem þau
hjón hafa setið staðinn, og virðingin D
fyrir forsetaembættinu hefur vaxið með |!
hverju ári. Þar verður ekki gert upp á r|
milli hjónanna, svo samhent sem þau U
voru í öllu frá upphafi samvista, en
hitt má öllum vera auðsætt, að við fjöl- jg
mennar móttökur gesta hlýtur andi hús-
freyjunnar ævinlega að svífa yfir vötn-
um og móta mjög þau áhrif og minn-
ingar, sem gestimir taka með sér frá
heimsókninni.
Það er líka mál allra, sem kynni höfðu
af frú Dóru Þórhallsdóttur, að hún hafi
í hvívetna kunnað framkomu sannra
hefðarkvenna. Reisn hennar og tigin-
mennska var svo mikil, að hver sem ®
náigaðist hana, hlaut að gera það með |
virðingu; en jafnframt var hún þó svo |
Ijúf og alþýðleg í viðmóti, að hver sem |
var gat yrt á hana án þess að óttast i
fráhrindandi andsvar. Þetta var ekki |
venja, sem hún hafði tam’ið sér, til þess' |
að þóknast náunganum. Það var með- |
fæddur eiginleiki — menning hjartans,
sem hún átti I svo ríkum mæli, eins og
fiú Guðrún heit’in Erlingsson komst eitt
sinn að orði um þau hjón í blaðagrein.
Þótt óþarft sé, má þessu til árétt-
ingar geta hér ummæla nokkurra æsku- '
vinkvenna frú Dóru. Þær hafa tjáð mér,
ao frá fyrstu minnum hafi aldrei borið
skugga á vináttuna, og þær minnast
þess ekki, að þær hafi nokkru sinni
séð frú Dóru skipta skapi, og vissu þær
þó að hún var ekki skaplaus kona. Þetta
ber vott um sálarþroska, sem sjaldgæfur
er, hvar sem um lönd væri leitað. Það
er engu líkara en skaparinn hafi lagt
frv Dóru 1 brjóst alla þá eiginléika, sem
fslenzku þjóðina hefur dreymt um að
sjá sameinaða i fari einnar konu. —
Og' að leiðarlokum getum við öll tekið
okkur f munn kveðjuorð Einars Bene-
diklssonar til frænku sinnar og sagt:
pá tækifæri til að sjá hana, og sjón
varð sögu ríkari.
Árið 1952 verða þáttaskil í lífi og
starfssögu þeirra hjóna. Herra Ásgeir
Ásgeirsson er kjörinn forseti Islands,
hann hverfur af sviði stjórnmálanna og
vefður æðsti maður og einingartákn
Iikum, að þrátt fyrir allt, sem á undan
var farið, reyndi hér enn meira en áður
á hæfile'ika frú Dóru sem húsfreyju á
hefðarheimili.
Og nú má segja að öll þjóðin hafi
fengið tækifæri til að kynnast því, hve
stjórnsöm og frábær húsfreyja hún var.
íslenzkar konur dáðu frú Dóru Þór-
hallsdóttur og voru stoltar af henni, en
það vorum Við karlmennirnir ekki síður.
Þegar sú harmafregn barst um Iandið,
morguninn 11. þ. m. að hún væri látin,
drúpti öll þjóðin höfði f sorg og samúð.
í minningu okkar allra verður hún á-
vallt ímynd þeirrar tiginmennsku, hjarta-
hlýju og háttvísi, sem íslenzkar konur
má mest prýða. — Öll þjóðin vottar
eiginmanni hennar, börnum og öllum
ástvinum innilega samúð, með djúpri
virðingu og þökk.
Víglundur Möller.
Minni forsetafrúarinnar
(Ort 1955)
Glæstar myndir göfgra kvenna Gestrisni og góðvild mesta
geymast söguspjöldum á. garði hæstum ríkir á.
Á ævisögur afreksmenna Höfðingsbragur, hljóðlát festa
íslendinga bjarma slá. húsfreyjunnar lýsir brá.
Hátt í dag ber heiður slíkan Bregður tign og björtum sóma
helzta kona þessa lands, Bessastaða yfir hag.
hún á jafnan heillaríkan íslands dætra æðsta blóma
hlut í giftu forsetans. allir hylla þennan dag.
►> Ragnar Jóhannesson. ■