Vísir - 15.09.1964, Page 7
V í S IR . Þriðjudagur 15. september 1964.
7
Með grein þeirri sem Vísir birtir hér, eru rifjaðar upp minn-
ingar af frú Dóru Þórha'lsdóttur, forsetafrú, að heimiii hennar á
Bessastöðum. Þetta er eitt af mjög fáum blaðaviðtölum sem hún
átti. Birtist það árið 1954, er hún hafði gegnt hinni tignu stöðu
í tvö ár og fyrir dyrum stóð fyrsta opinbera heimsókn forseta-
hjónanna tii annarra Ianda,-til Danmerkur. Viðtalið birtist í danska
kvennabiaðinu Tidens Kvinder og er eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur.
Það gefur okkur myndina af hinni virðulegu, fögru konu og hús-
móður, er sómdi sér i æðstu stöðu.
Á köldum og næðingssömum
marz-degi erum við stödd á ís-
lenzka forsetasetrinu, um 14 km.
leið frá höfuðborg íslands, Reykja
vík, á Bessastöðum á Álftanesi.
Það er af engri tilviljun, að for-
seta Islands var valið aðsetur
á þessum stað. Bessastaðir hafa
frá gamalli tíð verið höfðingja-
og menntasetur, — Snorri Sturlu
son var um skeið eigandi þeirra,
það var amtmannssetur um tíma
og latínuskóli um hálfrar aldar
skeið eða þar til árið 1846, að
hann var fluttur til Reykjavíkur.
Við þennan skóla hlutu margir
þjóðfrægir Islendingar menntun
sína.
Þjóðskáldið Grímur Thomsen
bjó þar um nær þrjá áratugi, þar
til hann andaðist árið 1896 og
Ijóðskáldið Jónas Hallgrímsson
gekk þar í skóla.
Þegar Bessastöðum var breytt,
í bústað hins íslenzka ríkisstjóra
árið 1941 og síðar forseta, er
íslenzka lýðveldið var stofnað
þremur árum síðar, voru gerðar
gagngerðar breytingar á þessu
fræga setri, aðalbyggingin stækk
uð og endurbætt og ýmsar um-
bætur gerðar á jörðinni. Nú eru
þar rennisléttir vellir og umhverfi
allt hið snyrtilegasta.
Á þessum kyrrláta stað, fjarri
skarkala höfuðborgarinnar, bjó
hinn fyrsti forseti lýðveldisins
íslands, herra Sveinn Björns-
son, þar til hann andaðist árið
1950. Nú situr staðinn eftirmaður
hans í forsetaembættinu, herra
Ásgeir Ásgeirsspn. Þar veitir
blómin min“, segir forsetafrúin,
en hún varð 61 árs fyrir hálfum
mánuði, hinn 23. febrúar.
BLÓMIN EIGA GÓÐA
DAGA.
Það er stundum sagt í gamni,
að blóm þrífist bezt hjá þeim,
sem tala við þau, og áreiðanlegt
er, hvað sem því líður, að blóm
forsetafrúarinnar á Bessastöðum
eiga góða daga. Hún hefir yndi af
að annast blóm og blómarækt,
enda standa afmælisrósir hennar
furðulega blómlegar og ferskar
nú hálfum mánuði eftir að henni
voru færðar þær. Við enda dag-
stofunnar er sérstakur blóma-
skáli, sem, eins og orðið gefur
til kynna, er fullur af blómum,
jafnvel nú, er hinn íslenzki vetur
ríkir enn einvaldur úti fyrir.
HÍBÝLI FORSETASETURSINS.
Forsetafrúin sýnir okkur híbýli
staðarins, sem eru öll mjög vist-
leg og vel úr garði gerð, þó að
ýmsir erfiðleikar hafi verið á
að breyta l.inum gömlu húsa-
kynnum, þannig að fulinægjandi
yrðu, sem forsetabústaður. Hið
gamla og nýja hefir verið sam-
ræmt á smekklegan og þjóðlegan
hátt og það er í hæfilegum mæl'i
gætt persónuleika forsetahjón-
anna. Hin heimilislega hlýja og
íburðarleysi, sem ríkir hér á
heimili þe’irra er í engu frábrugð-
in hverju öðru fallegu íslenzku
heimili, sem stjórnað er af rausn
og myndarskap.
Biskupsdóttirin er varð forsetafrú
hann viðtöku ráðamönnum ís-
lenzku þjóðarinnar, erlendum
sendiherrum og öðrum gestum.
En honum veitist þar einnig næði
til að íhuga velferðarmál þjóðar-
innar, sem falin eru forsjá hans '
Það er vindasamt þarna úti á
Álftanesinu. Fjöll og hæðir eru
þar engin til skjóls, en fögur er
útsýnin til hins víðr fjallahrings
umhverfis Faxaflóa — og út til
bafsins í vestri.
En þetta átti ekki fyrst og
fremst að vera sögu- og náttúru-
lýsing af Bessastöðum. Við ætluð-
um að heimsækja forsetafrúna,
frú Dóru Þórhallsdóttur, sem hef-
ir verið svo elskuleg að veita
okkur viðtöku og leyfa okkur að
fræðast lítilsháttar um hina vanda
sömu virðingarstöðu hennar, sem
húsmóður á forsetaheimilinu.
YLUR OG BLÓMAANGAN.
Þægileg og heimilisleg hlýja
streymir á móti okkur jafnskjótt
sem hinar einföldu og traustlegu
útidvr forsetabústaðarins opnast.
1 dagstofunni hittum við for-
setafrúna. Það er glæsileg kona, í
senn þægileg látlaus og virðuleg í
viðmóti. Stofan er full af indæl-
um blómailmi ,,Þetta eru afmælis
FORSETAFRÚIN
VEFUR OG SPINNUR.
Setan á skrifstofustól forsetans,
sem er með íslenzkum kross-
vefnaði, úr fslenzku bandi, er
gerð af forsetafrúnni sjálfri. Hún
hefir einnig ofið dregilinn á
traustlegu eikarborðinu f anddyr-
inu og á efri hæð'inni, á hinu
vistlega „dyralofti", sem er eins
konar fordyri þar uppi, stendur
íslenzkur rokkur. „Hann er nú
þarna til lítils annars en
skrauts", segir forsetafrúin, „ég
tek stundum f hann til að teygja
úr lopa í hosur og vettlinga fyrir
barnabörnin“ og það fer ekki
hjá þvf, að barnabörnin þurfi
marga hosuna og -cttlinginn, því
að þau eru þegar 10 talsins.
Forsetahjónin eiga þrjú upp-
komin börn, tvær dætur og einn
son, sem eru öll gift og búsett
í Reykjavík.
BISKUPSDÓTTIRIN
t LAUFÁSI.
Sjálf er forsetafrúin komin af
merkum íslenzkum prestsættum,
dóttir hins mæta og þjóðkunna
manns, Þórhalls Bjarnarsonar,
biskujfc í Laufási i Reykjavfk.
Biskupssetrið f Laufási var alla
tfð orðlagt fyrir rausn og glæsi-
leik, og biskupsbörnin voru vina-
mörg og félagslynd, svo að heim-
ilið var miðstöð æskufólks og
glaðværðar. — Tryggvi bróðir
hennar átti síðar eftir að verða
forsætisráðherra Islands og Dóra
forsetafrú íslands.
Biskupsdóttirin frá Laufási, hin
núverandi forsetafrú lslands, hef-
ir þannig frá fyrstu tíð verið
vön að umgangast margt fólk og
taka þátt í félags- og samkvæm-
islífi höfuðborgarinnar. Eigin-
maður hennar, herra forsetinn,
Ásgeir Ásgeirsson, á og langan
stjórnmála- og embættisferil að
baki. Hann gegnd'i um skeið
embætti forseta sameinaðs AI-
þ’ingis og forsætisráðherra Is-
lands "i árunum 1932 — 34, svo
að frú Dóra hefir þegar um langt
skeið haft skyldum að gegna sem
húsmóðir á háttsettu embættis-
mannsheimili — og hún hefir
jafnan leyst hlutverk sitt af hendi
með prýði.
SKYLDURNAR VERÐA
AÐ SITJA I FYRIRRÚMI.
— Auðvitað fylgir stöðunni
nokkur vandi og ábyrgð — segir
forsetafrúin stundarkorni síðar,
er við höfum lokið göngunni um
forsetabústaðinn og sitjum yfir
rjúkandi kaffi og kökum í dag-
stofunni. Hinar ýmsu embættis-
legu skyldur verða að sjálfsögðu
að sitja í fyrirrúmi, þó að þær
samræmist ekki alltaf persónu-
legum óskum f þessa eða hina
áttina. Ég lít á stöðu mfna fyrst
og fremst sem húsmóðurstöðu, og
hver húsmóðir hefur að mfnu á-
liti miklu og göfugu hlutverki að
gegna, sem hún verður að helga
hug sinn allan og krafta. Að ann-
ast vel um manninn sinn og
börnin og reyna að láta öllum á
heimilinu líða e'ins vel og föng
leyfa, er ærið verkefni, sem eng-
in góð húsmóðir lítur á sem hjá-
verlt. —
KANN VEL VIÐ SIG
Á BESSASTÖÐUM.
— Fannst yðrr þér ekki vera
neitt útilokaðar frá umheiminum
fyrst f stað, eftir að þér fluttust
frá Reykjavík hingað út til
Bessastaða?
— Nei, ég fann ekkert til þess,
þó að viðbrigðin væru að vísu
nokkuð mikil. Ég hafði átt heima
í Reykjavík alla tfð, í Laufási 35
fyrstu ár ævi minnar, fyrst heima
í föðurhúsum og sfðan 13 fyrstu
árin eftir að ég gifti mig.
En ég kann vel við mig einnig
hér á Bessastöðum. Á vorin og
sumrin er hér yndislega failegt,
náttúran full af lífi og gróanda,
þegar hún vaknar af vetrardróm-
anum, og æðarfuglinn og krían
vitja varplanda sinna.
ÞYKIR VÆNT
UM SVEITINA.
Heima í Laufási var rekið
stærðarbú í tíð föður míns, sem
var mjög hne'igður fyrir búskap,
og lét hann okkur systkinin vinna
öll venjuleg sveitaverk. „Það er
ekki að vita, nema þú þurfir á
þvf að halda, að kunna til þess
sfðar meir. — Bezti skólinn er
að kunna að Yinna", sagði hann,
og þó að það ætti ekki fyrir mér
að liggja að verða sveitakona, er
ég föður mínum ævinlega þakk-
lát fyrir það, hve mikinn hug
hann hafði á, að kenna okkur
heilbrigða vinnu og að meta gildi
Framh. á bls. 2.