Vísir - 15.09.1964, Síða 8
8
V I S I R . Þriðjudagur 15. september 1964.
ötgetandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunrai G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: AxeJ Thorsteinson
Fréttastjórar: Þorsteinn Ö. Thorarensen
Björgvin Guðmundsson
Ritstjórnarskrifstofui Laugavegi 178
Auglýsingai og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald ?r 80 kr á mánuði
í lausasölu 5 kr eint — Simi 11660 (5 línur)
Prentsmiðja VIsis - Edda h.f
ÞJÓÐARSORG
begar sú harmafregn barst um Iandið morguninn 11.
þ. m., að forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir væri látin,
varð öll þjóðin harmi lostin. Fyrir fáum vikum, þegar
forseti fslands tók við embætti sínu í fjórða sinn, stóð
hún við hlið hans, og var eigi annað vitað en hún væri
þá heil heilsu og hönd dauðans henni víðs fjarri. En
hér fór sem oftar, að dauðinn er nær en við hyggjum.
Með frú Dóru Þórhallsdóttur á þjóðin á bak að sjá
ííinni sinna göfugustu dætra. Hún var öllum þeim kost-
im búin, sem góða og mikilhæfa konu mega prýða.
Vinsældir hennar um land allt voru svo miklar, að
líks munu vart dæmi um aðra konu á íslandi fyrr eða
;íðar. Hún vann hug og hjarta allra, sem kynntust
lenni, en þeir voru margir, ekki sízt nú síðustu tólf
írin, sem hún skipaði húsmóðursætið á mesta tignar-
leimili landsins. Með virðuleik og ljúfmannlegri fram-
comu gekk hún þar um sali og fagnaði gestum þeirra
hjóna á svo aðlaðandi hátt, að hún verður þeim öllum
ógleymanleg. Á ferðum þeirra hjónanna um landið
vakti viðmót hennar og framkoma öll óskipta virð-
ngu og aðdáun. Það er rétt, sem sagt var hér í blað-
'nu, þegar skýrt var frá láti hennar: „Alltaf var hún
íllra kvenna ljúfust og elskulegust við alla, kunni ekki
ið fara í manngreinarálit; þess vegna var hún elskuð
ig virt af öllum“. Hvar sem hún fór, hvort heldur ut-
anlands eða innan, var hún þjóð sinni til sóma.
Húsfreyjustaðan á forsetaheimilinu er umfangsmik-
ið og vandleyst starf, ef allt á að fara vel úr hendi, en
;rú Dóra var þeim vanda vaxin. Allir, sem til þekkja,
júka upp einum munni um það, að hæfari kona hefði
?kki orðið’til þess fundin. Hún var stjórnsöm og ákveð-
in, gagnmenntuð og glæsileg og kunni þá list, að láta
öllum líða vel í návist sinni. Hún var hefðarkona í
þess orðs beztu merkingu. Þess vegna sakna hennar
nú allir.
En þótt missir þjóðarinnar sé mikill, er mestur
harmur kveðinn að eiginmanni hennar og ástvinum.
Peirra missir verður aldrei bættur. Skarð hennar í
fjölskyldunni stendur opið og ófyllt, en fagrar minn-
ingar um mikilhæfa og ástríka eiginkonu og móður
munu geymast. Og minning hennar með íslenzku þjóð-
inni mun lifa. Enginn, sem þekkti hana, mun gleyma
henni. Hugur allrar þjóðarinnar stefnir nú til Bessa-
staða í söknuði og hljóðri þökk.
Vísir veit, að hann mælir þar fyrir munn allra lands-
manna, er hann sendir forseta vorum og fjölskyldu
íans innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim bless-
unar og styrks í sorg þeirra.
SVIPMYNDIR ÚR
í dag kveöur islenzka þjóðin
þá konu sem skipaði æðsta sess
íslenzkra kvenna. Frú Dóra Þór-
hallsdóttir stóð við hlið manns
síns, herra Ásgeirs Ásgeirsson-
ar forseta, sem fulltrúi þjóðar-
innar. Hversu oft var hún ekki
þjóð sinni og landi til sóma með
sinni virðulegu og fögru fram-
komu.
Þannig var hún mótuð vlð upp
eldi á annáluðu myndarheimili,
biskupsheimilinu f Laufási við
Reykjavík, og til þess hafði hún
hlotið hina beztu menntun.
Sem forsetafrú varð hún
ímynd hinnar góöu húsfreyju og
ástkæru eiginkonu og móður.
Fjölskylduhópurinn var stór og
vinahópurinn ennþá stærri.
ForsetaheimiHð á Bessastöð-
um fékk svipmót myndarskapar
hennar og þar var jafnan gott að
koma fyrir gesti, er að garði
bar. öllu skipaði hún þar innan
húss eftir smekkvfsi sinni eftir
beztu kvenlegu kostum. Áhuga-
mál hennar iutu að heimilinu,
þeim iðnum og heimilislist, sem
íslenzkar konur hafa um alda-
raðir iðkað til að prýða um-
hverfi sitt.
Hún elskaði blóm sem jafnan
fegruðu híbýli hennar og hún
var jafnan ljúf og elskuleg í
öllu sfnu fasi. Þannig mun for-
setafrúin lifa i minningu þjóðar-
innar.
Vísir birtir hér f dag allmarg-
ar myndir, er sýna ýmsa þætti
úr lífi frú Dóru Þórhallsdóttur.
Þetta eru svipmyndir úr sögu
góðrar konu, þar sem hún sést
er hún undi með fjölskyldu
sinni, við heimilisiðn og á
mannamótum.
Frú Dóra Þórhallsdóttir með elzta barnið Þórhall ,á fyrsta ári.
Myndin tekin árið 1919.
iWIHWBBWW