Vísir - 15.09.1964, Síða 16
VIS121
Þriðjudagur 15. september 1964
ekur
ú hús
Lögreglan í Reykjavík tjáði Vísi
að gærdagurinn hafi verið mikiil
árekstradagur og taldi samtals 10
bifreiðaárekstra á timabilinu frá
klukkan háifeitt á hádegi til kl.
8 f gærkveldi. /
Enginn þessara árekstra var þó
stórvægilegur og ekki slys á fólki
I sambandi við þá.
Alvarlegasti áreksturinn, og sem
haft gat alvarlegar afleiðingar, ef
verr hefði til tekizt, var ekki milli
tveggja bifreiða, heldur milli bif-
reiðar og húss.
Þetta atvik skeði á mótum Lauga
xegar og Klapparstfgs. Þar sat
kona við stýri bifreiðar sem svéigð'i
af Laugaveginum og upp á Klapp-
arstíginn. Er konan tók sveigjuna,
sá hún mann fyrir framan bifreið-
ina, sem var á gangi yfir götuna.
Konan ætlaði að hemla, en fipaðist
og steig á benzíngjafann í staðinn.
Maðurinn slapp að vísu við bifreið-
in«, en þess í stað varð húsið á
bak við hann, Laugavegur 20, fyrir
henni, og þar staðnæmdist bíllinn,
allnokkuð skemmdur. Á húsinu sá
einnig, en ekki stórlega. Hins vegar
slapp konan við meiðsli.
LEYSA ÞARF VANDAMÁL LOFT-
LEIDA TIL LENGRI TlMA
Á mánudaginn hefst
hér í Reykjavík fundur
flugmálastjóra Norður-
landanna og verður þar
enn til viðræðu, það
vandamál, sem verið hef
ur á döfinni í 12 ár, það
er loftferðasamningur
við Norðurlöndin og í
því sambandi sérstak-
lega flug Loftleiða.
Auk flugmálastjóra Islands,
Agnars Kofoed Hansens, mun
flugmáfestjóri Svíþjóðar, Vin-
berg, sitja þennan fund, en full-
trúar flugmálastjóra Noregs og
Danmerkur.
Vísir átti í morgun tal við
Agnar Kofoed Hansen flugmála-
stjóra og spurði hann um verk-
efni þessa fundar. Hann sagði
að það sem lægi fyrir að þyrfti
að gera, væri að leysa Loftleiða
vandamálið í lengri tíma. Ef það
tækist ekki væri það vegna þess,
að flugmálastjómir hinna land
anna hefðu fengið önnur fyrir-
mæli frá ríkisstjórnum sínum
og þá yrðu ríkisstjórnimar sjáif-
ar að leysa málið.
í sambandi við frétt, sem bor-
izt hefur frá Norðurlandaráði
um það að sænskur þingmaður
hafi borið fram tillögu um að
Islendingar og Finnar fengju að
taka þátt í mánaðarlegum fund-
um flugmálastjóra Norðurlanda,
sagði Agnar Kofed Hansen að-
spurður:
— Ég tel að þessi tillaga sé
óþörf, vegna þess að samvinnan
milli okkar flugmáiastjóra Norð-
urlanda hefur verið mjög náán
og góð, nánast persónuleg vin-
átta. Að undanfömu höfum við
setið fundi saman aldrei sjaldn-
ar en 3 sinnum á ári og stund-
um oftar. Flugmálastjórar Nor-
Framh. á bls. 2
NÆR 800ÞUSUND FJAR SLA TR-
AD Á ÖLLU LANDINUIHAUST
130 þús. slútrað hjú Slúturfélagi Suðurlands
Haustslátrun er nú hafin.
Hófst hún í sláturhúsum Slát-
urféiags Suðurlands i gær. Var
þá slátrað í Djúpadal, á Hellu
og á Selfossi. Einnig er slátr-
un hafin f Reykjavík. Slátrað
verður um 130 þús. fjár á veg-
um Sláturfélags Suðurlands i
haust, en alls er búizt við, að
slátrað verði náiega 800 þús.
<S>
fjár á öllu Iandinu að þessu
sinni.
1 ár var sumarslátrun, þar eð
diikakjöt var á þrotum áður en
haustslátrun skyldi hefjast. Hef
ur þegar verið slátrað um 3000
fjár í sumarslátrun Sláturfélags
Suðurlands. — í fyrra var slátr-
að alls á öllu landinu 780.723
fjár. Er talið, að talan verði að-
eins lægri í ár.
VERÐIÐ ÓKOMIÐ
Ekki hefur enn náðst sam-
komulag í sex manna-nefndiimi,
er fjallar um verð landbúnaðar-
afurða. Hefur nefndin haldið
marga fundi, en mikið ber enn á
milli bænda og neytenda. Ekki
hefur málinu þó enn verið vís-
að til yfimefndar. Á meðan verð
ið er ókomið frá verðlagsnefnd-
inni gildir sumarverðið, sem er
bráðabirgðaverð og gildir þar
til hið eridanlega hefur verið
afráðið.
KARTÖFLUUPP-
SKERA MISJÖFN
í morgun var glatt á hjalla meðal bamanna í Vogaskólanum.
Ljósm. jbp.
Kartöfluuppskeran stendur nú
sein hæst, og er æði misjafnt hljóð
ið i þeim borgurum, sem garða
eiga. Sumir eru fremur hressir, en
aðrir hund-óánægðir. Ekki liggja
enn fyrir endanlegar upplýsingar
um uppskeruna, en vitað er að hún
er töluvert misjöfn, og skiptist
nokkuð eftir svæðum.
Töluvert margir skikar eru leigð-
ir í Borgarmýrinni, og hafa sumir
orðið fyrir nokkru tjóni af völdum
næturfrosta. Aðrfr inni við Rauða-
vatn, hafa sloppið vel. Skemmdirn-
ar fara mest eftir því hvernig garð
arnir liggja. Þeir, sem standa hátt,
skemmast lítið sem ekkert — séu
frostin ekki því grimmari — cn
þéir, sem liggja lágt, mega ekki
við miklu, því að kuldinn Ieitar nið
ur, og er verstur í dalverpum og
lautum.
BÖRNIN K0MA / SKÓLANN
Furið ív heimsókn í Voguskólu í
morgun þegur 11 og 12 úru börn
mættu í fyrstu sinn
Böm í 11 og 12 ára bekkjum
bamaskólanna f Reykjavík
mættu f skóla sína f fyrsta
sinn á haustinu í morgun. Hafa
þau aldrei fyrr þurft að mæta
svo snemma, en þessi lenging
skólatfmans er í samræmi við
samþykktir kennaraþings f sum
ar.
Þegar Vfsismenn heimsóttu
Vogaskólann við Gnoðarvog
í Reykjavík vom börn í 6. bekk
(eins og nú er farið að kalla 12
ára bekk) að fá stundatöflu
sína hjá kennurunum.
Telpurnar runnu fram í hóp-
um og skvöldruðu hátt. Dreng
irnir stigu margir á bak hjól-
hestunum, enginn sást þó á
skellinöðru. Köld sólin lýsti
upp skóiahúsin þrjú og malar-
borna skólalóðina. Röð af gul
um blómum glitraði við inn-
ganginn í skólann.
„Hvernig er að byrja svona
snemma i skólanum?“
„Voða gaman,“ sögðu sumar
stúlkurnar.
„Ekki mér,“ sagði ein kot-
roskin.
„Hvers vegna?“
„Ég missti af Skeiðaréttinni"
,Hvat hefur þú verið í sveit?1
„Ég hef verið fjögur sumur
á Oddgeirsstöðum f FIóa.“ Hún
heitir Margrét og bar höfuð og
herðar yfir stöllur sinar.
Hinar virtust fegnar yfir þvi
að vera komnar í „skjól“.
„Hvar eru skellinöðrumar?“
„Löggan lætur mann aldrei
í friði með neitt smávegis,“
sagði freknóttur pottormur með
skarð miiii framtannanna.
Að öðru leyti var bersýnilegt
að börnin hlökkuðu flest til
skólans og fögnuðu því að vera
byrjuð aftur.
Inni í skólanum sjálfum sá-
ust kennarar, ungar kennslu-
konur gengu virðulega úr
kennslustofunum upp á kenn
arastofuna. Skólastjórinn, ung-
ur ;naður úr Skagafirði, Ásgeir
Sigurjónsson, sem hefur verið
settur skólastjóri f vetur til að
gegna starfi Helga Þorláksson-
ar, tók á móti okkur með
glöðu geði og kynnti okkur fyr
ir einum bekkjanna 6. bekk J.
G., en þar var Jóhanna Guð-
mundsdóttir, sem kennt hefur
f 27 ár, að láta börnin skrifa
stundaskrár fyrir veturinn. Á
borðunum lágu námsbækurnar,
heilsufræði landafræði o.fl.
Bömin voru prúðmannleg, og
auðfundið, að Jóhanna hafði góð
tök á bömunum með mildri
hendi.
Þegar frá var haldið voru
böm úr 11 ára bekkjum að fjör
ugum leik úti fyrir. Þau voru
hraustleg eftir útiveru sumars
ins og höfðu safnað forða í sig
til þess að standast innisetur
Iangs vetrar.
Hún missir af Skeiðaréttinni.