Vísir - 01.10.1964, Qupperneq 1
VISIR
ÍÍSISSÍI;
54. árg. - Fimmtudagur 1. október 1964. - 225. tbl.
FAR6J0LD LOFTLEIÐA
VERÐIÓBREYTT
Fyrirlestrasalurinn í nýja húsnæðinu £ Menntaskól anum. Sæti fyrir 48 eru á upphækkuðum paili. Það var verið að Ieggja lokahönd á
þetta verk í morgun.
Tillögur flugmála-
stjóra SAS taldar
með óllu óaðgengi-
legar i svari Islands
Það er nú kunnugt orðið,
að „tillögur'ö þær, sem flug
málastjórar SAS-landanna
gerðu um fargjöld Loftleiða,
og íslenzka flugmálastjórnin
hefi. haft til athugunar und-
anfarið, eru af íslands hálfu
taldar með öllu óaðgengileg-
ar 'og sem svar við þeim
sendi flugmálastjóri íslands
bréf til flugmálastjóra SAS-
landanna í gær, þar sem hann
leggur til, fyrir hönd íslenzku
flugmálastjórnarinnar, að far
gjöld Loftleiða verði óbreytt.
Af íslands hálfu er lögð á
það megináherzla að flugið
milli Norður-Ameríku og
Skandínavíu sé í rauninni á
tveimur flugleiðum, önnur er
milli New York og fslands
og hin milli íslands og Skand
ínavíu. Á leiðinni milli ís-
lands og Skandínavíu fljúga
Loftleiðir á sömu fargiöldum
Framh. á bls. 6.
Kona
lærbrotnar
Skólinn settur í dag kl. 14
„Það er mikil bót að fá
nýja húsnæðið héma
fyrir ofan okkur, — en
því miður er það samt
staðreynd, að það vant-
ar tilfinnanlega nýtt
menntaskólahús, og það
sem allra fyrst“, sagði
rektor Menntaskólans í
Reykjavík, Kristinn Ár-
mannsson, en Mennta-
skólinn verður settur í
dag kl. 14.
Dr. Kristinn kvað nemendur
aldrei hafa verið svo marga í
skólanum sem í vetur Inn-
ritaðir 1 skólann eru nú um 950,
en í fyrra voru þeir um 900, þ.
BLAÐiÐ í DAG
Bls. 3 Myndsjá:
í sláturtíðinni.
— 4 Warren-skýrslan.
— 8 „Rógburður", ný
mynd I Tónabíó.
— 9 Ósigur Verkamanna-
flokksins í Noregi.
e. að viðbótin er sem svarar
tveim bekkjardeildum. Þetta er
nokkru minni aukning en oftast
áður undanfarin ár, og' kann að
vera að Kennaraskólinn dragi
nokkuð til sín fóik, sem ætlar
í stúdentspróf.
Nýja byggingin fyrir ofan
gamia menntaskólahúsið er afar
glæsileg bygging teiknuð af
Skarphéðni Jóhannssyni. Þarna
munu hafa aðsetur sitt málvís-
indadeildir skólans, ýmsar sér-
kennslustofur, fyrirlestrasalir og
tilraunastofur fyrir eðlisfræði-
kennslu, en allt þetta bætir
mjög aðstöðu við ýmsa kennslu
í skólanum.
Margt nýstárlegt verður þarna
í kennsluháttum. í stofunum
verða t. d. mjög handhæg seg-
ulbandstæki, sem hægt er að
taka lestur nemendanna upp á
til að leiðrétta ýmsar ambögur
á framburði. Á göngunum verða
stórir glerskápar, þar seiri ýmis
áhöld í sambandi við eðlisfræði
og fleiri greinar verða til sýnis,
og i hverri stofu verður fullkom
in sýningarvél.
Á neðri hæð nýbyggingarinn-
ar verður væntanleg náttúru-
fræðideild til húsa, en ennþá
hefur ekki verið ákveðið endan-
lega hvenær sú þarfa deild tekur
til starfa.
Kona Iærbrotnaði í bifreiða-
árekstri í gærkvöldi.
Rétt eftir kl. hálfníu í gær-
kvöldi var Guðfinna Ámadóttir
á leiS heim til sín að Flókagötu
1. Hún var rétt komin heim, er
leið hennar lá yfir Snorrabraut,
en þar varð hún fyrir bíl með
þeim afleiðingum að hún lær-
brotnaði. Hún var flutt í sjúkra-
hús að athugun í slysavarðstof-
unni lokinni. Guðfinna er rúm-
lega sextug að aldri.
Annað slys varð í Austur-
stræti 10, er stúlka féll í stiga.
Hún var flutt í slysavarðstof-
una, en leyft að fara heim að að-
gerð lokinni.
Mun vera einstæður atburður
Þau einstæðu tíðindi hafa
gerzt, að öllum föstum starfs
mönnum Siglufjarðarkaup-
staðar, nema starfsmönnum
sjúkrahússins og forstöðu-
manni mjólkurbúsins að Hóli,
hefir verið sagt upp með san
hljóða atkvæðum bæjarstjórn
arfulltrúanna með uppsagnar
fresti til áramóta. Yfir 30
man:.j ! fir þaxmig verið
sagt upp, sumt af þessu fólki
hefir starfað hjá Siglufjarð-
arkaupstað í 30 ár, en flest
hefir verið 10 — 20 ár í þjón-
ustu bæjarin .
/ "tæðan fyrir þessari alls-
herjaruppsögn er tilgreind í
uppsagnarbréfinu, sem sett
var í ábyrgðarpóst í gær, en
bæjarstjórnarfundurinn var
haldinn 28. september. — Er
sagt að þetta sé gert með
heildarskipulagningu, vinnu-
hagræðingu og spamað í
starfsmannahaldi fyrir aug-
um. Fréttaritari Vísis á Sigiu
firði, Ragnar Jónasson, sagði
blaðinu í morgun að bæjar-
starfsmenn hefðu með sér fé-
lag og hefði það borið upp
sín vandkvæði við Bandalag
starfsmanna rikis og bæja, en
ekkert hefði heyrzt frá því
bandalagi ennþá.
Nokkrum föstum starfs-
mönnum Siglufjarðarkaup-
staðar var sagt upp þegar 1.
júlí í surnar, þar eð samn-
ingar við þá runnu út á þeim
tíma. ’/leðal þeirra voru
starfsmenn rafveitunnar, sem
sagt var upp með 3 mánaða
fresti, og eru þeir því í raun-
inni óráðnir frá deginum í
dag að telja. Tveir þeirra,
sem sagt var upp í sumar,
umsjónarmaður bamaskólans
og bæjarverkstjóri, eru farnir
úr kaupstaðnum, og sagði
fréttaritari blaðsins að búast
mætti við að þessar uppsagn-
iij yrðu til þess að fleiri flyttu
brott vegna þess að nægilega
atvinnu væri að fá annars
staðar.
Sagt hefir verið upp starfs-
mönnum rafveitu Siglufjarð-
ar, vatnsveitunnar, öllu fólki
í ..jarskrifstofunum, lög-
regluþjónum og fastráðnum
mönnum á vinnuvélum. Lang
flestu af þessu fólki var sagt
upp á bæjarstjórnarfundinum
28. septembe .