Vísir - 01.10.1964, Page 9

Vísir - 01.10.1964, Page 9
VlSIR . Fimmtudagur 1. október 1964. Verkamannaflokkurinn norski beið alvarlegan kosningaósigur í sveitarstjórnarkosningum mánudaginn fóru fram sveit arstjómarkosningar i mikl- um hluta Noregs. Úrslit þessara kosninga kunna að benda til þess, að öld Verkamannaflokks ins í Noregi sé að verða úti. Kom í ljós f kosningunum, að Verkamannaflokkurinn tapaði verulega atkvæðafylgi, meðan borgaraflokkamir einkum Kristi- legi flokkurinn, Miðflokkurinn og Vinstri flokkurinn juku fylgi sitt verulega. Meirihlutaaðstaða Verka- mannaflokksins hefur verið svo naum f Noregi, að telja má víst, að flokkurinn tapi, ef hann hlyti slfkt fylgistap í næstu þingkosn ingum. Hér skulu nú raktar nokkuð norskar blaðaumsagnir um þess ar kosn'ingar, en þær sýna betur en nokkuð annað, hve þýðingar mikil þessi kosningarúrslit eru talin: Verdens Gang segir: „Kosningar þessar geta orðið upphafið að raunverulegri breyt ingu í norskum stjórnmálum og þær hljóta að verka mjög hvetj- andi á andsósfalísku flokkana við næstu Stórþingskosningar. Að vfsu táknuðu Stórþings kosningarnar breytingu að því leyti, að Verkamannaflokkurinn missti þá þingmeirihluta sinn, en þar sem hinn sósíalíski þjóð flokkur kom þá fram á sviðið tókst þeim í sameiningu að mynda þingmeirihluta og saman uku þeir jafnvel fremur atkvæða fylg'i sitt. Þannig leit myndin út nokkuð öðmvísi þá. Nú gegnir allt öðm máli, nú em sósíalísku flokkamir greinilega á undan- haldi og andsósfalísku flokkarn ir sækja greinilega mjög á. Það er auÖVelt að finna orsak ir fyrir þessu. Það eru þær af- hjúpanir á stjórnarstörfunum, sem gerðar hafa verið að undan förnu. Menn héldu eftir bæjarstjórnarkosningarnar í fyrrahaust, að það hefði engin áhrif haft, en nú er augljóst, að traust manna á þessari stjórn er að þverra. Dagbladet í Oslo segir: Kosningarnar em mikill ósig- ur fyrir Gerhardsen. Það er eng Gerhardsen for- sætisráðherra varS miSur sín yfir hinni óglæsi legu frammi- stöSu flokks síns og neitaSi aS gefa umsögn um máliS. in furða þó Haakon Lie (einn af foringjum Verkamannaflokks- ins) hafi verið hræddur við úr- slit þessara kosninga. Úrslitin em slík, að þau verka sem van- traust á Verkamannaflokkinn. í hverju sveitarfélagi á fætur öðru hefur Verkamánnaflokkur- inn tapað vemlegu fylgi og þetta gerist um allt land, bæði í austurhlutanum, suðurhlutan- um, vesturhlutanum og norður- hlutanum. Nú verður forusta Verkamannaflokksins að setjast við 0'» fara að íhuga, hvernig á þessu fylgistapi standi. Ætli hún neyðist þá ekki á endanum til að viðurkenna það sem allir vita. Verkamannaflokkurinn hefur setið of lengi við völd. Kjósend urnir em tortryggnir vegna þess sem hefur komið í ljós síðustu þrjú árin og auk þess beinlínis þreyttir á einsflokkskerfinu. Blaðið lýsir síðan úrslitum í einstökum landshlutum og bætir við: — Verkamannaflokkurinn hefur sýnt enn einu sinni að hann kann ekki að taka ósigri. Þetta kemur í ljós af því, að meðan blöð og fréttastofur gátu náð sambandi við alla flokksfor ingja eftir úrslit kosninganna og fengið álit þeirra, var Gerhard- sen hvergi við, og enginn annar fulltrúi Verkamanna- flokksins var fáanlegur til að segja álit sitt. Það má segja hvað sem menn vilja um hinn óskeikula Verkamannaflokk okk ar, — en eitt er víst að hann kann ekki að bera ósigur með karlmennsku og er þetta Ger hardsen til lítils sóma. Fremtiden sem styður Verkamannaflokk- inn segir: Það er ekki hægt að skella skolleyrum við hinu greinilega fylgistap'i Verka- mannaflokksins, því að þetta tap kemur fram í hinum ólík- ustu sveitarfélögum um allt land'ð. Við verðum að viður- kenna að úrsl'itin eru varnaðar- skot fyrir framan stefnið, ekki nein tilviljun. Sérstaklega virðist það ugg- vekjandi, seg'ir blaðið að fylgis- tapið er einna greinilegast í stórum og vaxandi bæjarfélög- um eins og Stavanger, Krist- iansand og Sandnes. Stavanger Aftenblad segir: Kosningaþátttakan í þessum kosningum var talsvert lakari en í síðustu kosningum, en það undarlega er, að þessi lak- ari kosningaþátttaka hittir ein- ung'is Verkamannaflokkinn, hann tapar verulega atkvæða- magni, en hinir flokkarnir bæta við sig atkvæðum þrátt fyrir minni he'ildarhluttöku. Van- traustið á flokknum kemur þannig fyrst og fremst fram í því, að margir fylgismenn hans sitja heima. Það er sennilega ekki mjög mikið um það að fyrri fylgismenn Verkmanna- flokksins kjósi aðra flokka svona í fyrstu umferð. Spum- ingin er aðeins, hvað þeir gera næst, hvort þeir verða þá ekk’i fleiri í þingkosningum á næsta ári, sem snúast til fylgis við h'ina flokkana. Bergens Arbeiderblað Blað Verkr.mannaflokksins í Björgvin segir, að fylgismenn málaátökum, sem nokkurn tlma hafa orðið í norskum stjórnmál- um. Blaðið segir að þessi hörðu stjómmálaátök hafi kom'ið fram í Svíþjóð í síðustu tveimur þingkosningum og hefur sænski Jafnaðarmannaflokkurinn staðið áföllin af sér. Kannski eru sænsku Jafnaðarmenriirnir dug Iegri að kryfja málin til mergjar og ekki hræddir við sinn eigin skugga. Það er sundrungar- starfið I Verkmannaflokknum, sem nú veldur ráðleysi og á- hugaleysi í flokknum. Bergens Tidende segir: Ríkisstjórnin mun nú taka upp stjórnarstefnu sem miðast fyrst og fremst við að tryggja Verkamannaflokknum sigur í næstu kosningum 1965 og reyna að stöðva þá þróun sem kemur í Ijós í þessum kosningum. Slfkt J I! -íiBinæv §o Btoíiira Litið á það sem upphaf þess, að Norðmenn hverfi fró braut sósíaiismans Verkamannaflokksins muni sjá af þessum úrslitum, hvað mikið sé í húfi í þingkosningunum á næsta ári. Það er greinilegt að við ■•‘•rfnum að mestu sl"-n- er að vísu ekki sérlega skemmti leg stjórnarstefna, en Gerhard- sen og fylgismenn hans eru á- reiðanlega nógu kaldrifjaðir til að framkvæma hana. Það er því sennilega rétt, að borgara- flokkarnir geta ekki reiknað sér öruggan sigur í þingkosn- ingunum á næsta ári. ♦ TJrslit í bæjarstjórnarkosning- unum nú sýna, að fylgi Verkamannaflokksins í 36 hér- uðum hefur m’innkað úr 55 þús. alhv. í 45 þús. atkv. og prósent- fylgi þeirra úr 36 í 32%. Hægri flokkurinn hefur lítil- lega tapað atkvæðum en er með hærri prósenttölu vegna minni kosningaþátttöku, hækkar úr 15 í 16%. Kristilegi flokkurinn eykur atkvæðatöluna úr 14,452 í 15,- 829 eða úr 9,3% í 11,1%. Miðflokkurinn eykur atkvæða tölu sína úr 12,590 í 15,829 eða úr 7,4% í 11%. Vinstri flokkurinn jók at- kvæðatölu lítillega úr 24,008 atkv. I 24,926 og hlutfallstöhma úr 15,4% í 17,6%. Þannig líta málin út f heiM, eru þetta að vísu ekk'i alveg endanlegar tölur, en mjög Htið vantar á. ♦ JCMnna mesta athygli hafa vak- ið ummæli stjómmála- mannsin; Bent Röiseland, for- ingja Vinstri flokksins sem sagði: — Það verður spennandi að taka þátt í þingkosningunum á næsta ári. Ég er mjög ánægður með úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna og sérstaklega með það, hvað Vinstri flokkurinn kemur sterkur út úr kosningunum. Svo virðist sem Verkamanna- flokkurinn hafi nú missti tökin á kjósendunum. Skólastjórar vekja athygli á kennaraskorti Aðalfundur Skólastjórafélags íslands var haldínn i Mýrar- húsaskóla á Seltjarnarnesi laug ardaginn 19. sept. s.l. Fundurinn var fjölsóttur og mikill áhugi ríkjandi. Rædd voru félags- og skólamál. Eftirfarandi samþykkt ir voru m. a. gerðar: 1. Fundurinn vekur athygli á hinum mikla kennaraskorti í Iandinu og bendir á, að mikið vant'i enn á, að íslenzkir kenn- arar séu launaðir til jafns við starfsbræður þeirra á Norður- löndum. Fundurinn leggur á- herzlu á, að aldrei hafi verið meir'i nauðsyn en nú, að kenn- arastéttin geti óskipt helgað sig kennslu- og uppeldismálum, allt árið um kring, aukið þekkingu sína og notið sumarleyfa, í stað þess að eyða þeim í brauðstrit Fundurinn bendir á þá miklu hættu, sem af því getur stafað fyr’ir þjóðfélagið, ef deyfð og stöðnun á að vera ríkjandi I ís- lenzkum skóla. og fræðslumál- um meðan aðrar þjóðir eru sem óðast að efla og styrkja fræðslu mál sín. Eæ1;a þarf aðbúð kenn- ara í skólum og stórhækka laun þeirra, til þess að þeir geti heilshugar tekið þátt í þróun og uppbyggingu, kennslu-, skóla. og uppeldismála, sem nauðsynleg er á hverjum tima. 2. Fundurinn skorar á mennta málaráðherra og fræðslumála- stjórn, að stórauka fjárfram- lög til námskeiðshalda fyrir kennara og skólastjóra. Fundur- inn leggur áherzlu á, að nauð- synlegt sé að halda námskeið á hverju ári, yfir sumartímann, fyrir abnenna kennara, sérkenn ara og skólastjóra og bendir á, að taka beri héraðsskólana til afnota I þessu skyni. Fundurinn hvetur fræðslumálastjórn til þess að skipuleggja og annast sllk námskeið, og væntir þess, að fyrstu námskeiðln verði haldin þegar á næsta sumri. 3. Fundurinn telur, að nauð- synlegt sé og tlmabært, að Kennaraskólinn sérmennti sér- staklega kennara fyrir yngri bekkjardeild’ir barnaskólanna, þ. e. 7, 8 og 9 ára, og verfS þá höfuðáherzla lögð á sérmennr- un lestrarkennara. Þá ályktar fundurinn, að stefna beri að þvl, hið allra fyrsta, að kennarar eldri bekkja deilda, þ. e. 10, 11 og 12 ára, kenni aðeins einni bekkjadeild dag hvem, og verði heimanám þá að mestu fellt niður og að sem svarax einni stuad af starfsdegi kennarans verði vaTið til félagsstarfa með nemendum. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.