Vísir - 12.10.1964, Qupperneq 2
*gg T?~ i
tt'TEM
V1SIR . Mánudagur 12. október 1964.
Fögur japönsk stúlka, ein meðal áhorfenda við setningarathöfnina á laugardag. íþróttamenn heimsins hafa
safnazt saman á miðjum leikvanginum.
BANDARÍKJAMENN |
SKARA FRAM ÚR
Frjálsíþróttakeppnin er enn ekki
hafin á Oiympíu, og á ekki að hefj
ast fyrr en á miðvikudaginn. Að-
alleikvangurinn í Tokyo, sem tekur
72 þúsund manns í sæti, hefur því
verið auður síðan Olympíuleikarnir
voru opnaðir þar á laugardaginn.
Hins vegar hófst kepprii í gær
f eftirfarandi greinum:
SUND
Sundkeppnin á Olympíuleikun-
um f Tokyo ætlar að verða hörð
og æsispennandi. Var það mál
manna, að fram að þessu séu það
áhorfendurnir í sundhöllinni, sem
séu þeir e'inu sem eru ánægðir yfir
þeim kostnaði, sem þeir hafa lagt
í langa ferð og aðgöngumiða. 1
sundkeppnum þeim sem fóru fram
í gær var barizt um hvert brot úr
sekúndu, en niðurstaðan í heild er
sú, að bandarísku keppendurnir
murii þar sýna yfirburði f flestum
greinum, enda hafa þeir nú lagt
geysiríka áherzlu á að þjálfa góða
sundmenn. Þeir sem nú verða helzt
fyrir barðinu á bandarfsku kepp-
endunum eru Ástralíumenn og
Japanir, sem áður voru fremstir i
flokki.
Keppt var í níu riðlum í 100 m
skriðsundi karla og skyldu 24, sem
fengju bezta tímann valdir til að
taka þátt í þremur undanrásum,
átta f hverri. Þessir voru með
beztan tfma: Ilman frá Bandaríkj-
unum 53,9 (nýtt Olympíúmet), Don
Schollander frá Bandaríkjunum
54,0 og sfðan þrír með sama tfmann
54,3 — þeir Austin frá Bandarfkj-
unum, Goth'alles frá Frakklandi og
McGregor frá Bretlandi. Hman
a o k e
Guðmundur Gíslason 5. í riðlinum
%
Guðmundur Gislason varð
fimmti f sínum riðii í fjórsundi
á Olympíuleikunum í morgun.
Hann náði tímanum 5.15.5. ís-
landsmet hans er 5.05.7, en það
er sett í 25 metra laug, svo að
þetta afrek hans i Tokyo í 50
metra laug er allsæmilegt
Ilann var þó langt á eftir
fyrsta manni f mark. Fyrstur í
hans riðli varð Gerhard Hetz frá
Þýzkalandi á 4.57.6. 2) Ungverj-
inn Csaba Ali á 5.05.4, 3) Olle
Ferm, Svíþjóð 5.10.5, 4) Flem-
ing Alexander frá Ástralíu
5.10.8. Næst kom íslendingur-
inn. Síðastur og áttundi í mark
f þessum riðli var Thailending-
urinn Narong Chok-Umnuay á
tímanum 5.44.1, svo að Guð-
mundur má vel við una.
Fyrstir í öðrum riðlum voru
John Gilchrist frá Canada á
4.58.3 og Roy Saari frá Banda-
ríkjunum á 5.02.3. Er þetta ekki
sérlega' góður tími hjá heims-
meistaranum Saari, en sennilega
leggur hann sig ekki svo mjög
fram í undanriðli.
setti Olympíumet sitt í þessum und
anriðli þrátt fyrir slaka samkeppni.
Næstur f hans riðli var Gropaiz frá
Frakklandi á 55,8. En keppnin í
hinum riðlunum var mjög hörð.
1 200 metra bringusundi kvenna
vöidust fyrst 26 keppendur sam-
kvæmt tíma sfnum f undanúrslitum
og af þeim voru átta valdar til
loktúrslita, sem verða f dag (mánu
dag). Þar var rússneska sundkonan
Svetlana Babanina með bezta tím-
ann 2,48,3, sem er nýtt Olympíu-
met. Næst henni kom B. Svijmer
frá Þýzkalandi með 2,48,8.
Keppnin í undanrás f 200 metra
baksundi karla var ákafJega hörð
og var synt undir gamla Olympíu-
metinu f hverjum riðli. Bennett frá
Bandaríkjunum synti á 2,14,7 og
Japaninn FukuNíima á sama tíma,
Graef frá Bandaríkjunum á 2,14,5.
DÝFINGAR KVENNA
Þar lauk undankeppnum í gær
(sjö æfingum) og eru þessar efstar:
Ingrid Kramer frá Þýzkalandi með
94,69, Mary Willard frá Banda-
ríkjunum með 92,68 og Jeanne
Ellen Collier frá Bandarfkjunum
með 89,94.
FIMMTARÞRAUT
Fyrstu grein í fimmtarþraut lauk
í gær. Var það reiðmennska og
eftir hana var Mexikaninn Tovar
Torres efstur með tímann 2,39,6.
Annar er Austurríkismaðurinn Rost
þriðji Jansson frá Svíþjóð. Annars
eru allir tíu þeir efstu mjög líkir
að stigatölu, svo ekki verður enn
séð hver er sigurstranglegastur.
KNATTSPYRNA
Þrír leikir voru leiknir í henni
Framh. á bls. 6.
OLYMPÍULMARNIR SETTIR í TOKYO
Á LAUGARDAG
Olympíuleikarnir voru settir f
Tokyo á laugardaginn með stórkost
legri skrautsýningu, þegar fþrótta-
menn alls heimsins gengu f skrúð-
göngu inn á aðalleikvanginn í
Tokyo. Það sem setti mestan svip
á hátfðina voru litirnir. Það var
japanskur ballettstjórnandi, sem
skipulagði þessa hátfð og var Hta-
samspilið dásamlega fagurt. Annað
sem setti svip á setningarathöfnina
var hin meðfædda japanska kurt-
eisi.
Menri mirinast þess við opnun
olympfuleikanna í Róm, hvflíkt 6-
hemju öskur var rekið upp, þegar
ítalski flokkurinn kom inn á sviðið.
Japanirnir kunnu sér hóf og klöpp-
uðu kurteislega fyrir sinni sveit. Þó
áhorfendafjöldinn væri að sjálf-
sögðu yfirgnæfandi japanskur bjó
með hverjum þeirra tilfinningin fyr-
ir þvf hvað væri kurteist.
Það hafði verið versta veður und
anfarna daga, rigning og rok. En
opnunardagurinn rann upp léttskýj-
aður með fallegum hvítum skýja-
! bólstrum. Sólin skein björt og hlý.
Þegat Hirohito keisari kom til heið-
Hlauparinn Sakai hleypur upp löngu þrepin að olympíukolunni. Reykinn frá blysinu ber yfir marinfjöldann. lursstúku sinnar, þögðu menn. Það
leikana.
i-
hefur nú sannazt enn einu sinni,
að keisarinn er sonur sólarinnar.
Hátíðlegasta stundin rann upp,
þegar hinn ungi japanski íþrótta-
maður Yoshinori Sakai, atóm-
Framh. á bls, 6.