Vísir - 12.10.1964, Page 6
6
V1SIR . Mánudagur 12. október 1964.
Árnasafn —
Framh. aí bls. 16
HÆTTA A AÐ
VERK STÖÐVIST.
— Meðan stjómmálamennim
ir rökræða um það, hvort það
eigi að afhenda íslendingum
handritin, er hætta á því að
starfið í Árna Magnússonar
stofnuninni stöðvist. Nokkur af
hinum árlegu ríkisframlögum
eru alveg eða næstum því upp-
eydd. Forstöðumaður safnsins,
prófessor dr. Jón Helgason,
skýrir Berlingske Tidende svo
frá, að það geti farið svo, að
stöðva verði vinnuna.
Starfsemi Árna Magnússonar
stofnunarinnar byggist á hand-
ritasafni því sem Árni Magnús
son arfleiddi Kaupmannahafnar
háskóia að 1730. Af 2600 hand-
ritum og 5500 skjölum safnsins
eru 2000 handrit og 2000 skjöl
íslenzk.
Safninu var fyrst komið fyrir
í Háskólabókasafninu, en það
fékk árið 1956 stöðu sem sjálf-
stæð háskólastofnun og þá um
leið nokkra fjárveitingu frá rík-
inu. Næsta ár fékk stofnunin
eigið húsnæði í Proviantgaard-
en við hliðina á Konunglega
bókasafninu. Sem stendur hefur
safnið sex liði í hinum árlegu
fjárveitingum. En það hefur sax
azt alvarlega á þær fjárveiting-
ar og sést það á eftirfarandi:
FJÁRVEITINGAR
Til aðstoðarfólks fær safnið
15 þús. d. kr. Það fé var upp-
urið 1. október. Til reksturs-
kostnaðar eru veittar 14.600 kr.
Af þeim er búið að eyða 12.000
kr. 6000 kr. voru veittar til
filmukaupa í myndatökur, það
er uppeytt.
Til útgáfustarfsemi og þá m.a.
til útgáfu ritflokksins „Edition-
es Amamagnæane" eru veittar
48.500 kr. Af því eru aðeins
eftir 8500 krónur. Þá er bú-
ið að eyða 5500 kr. af þeim
8000 kr., sem safniö hafði til
ráðstöfunar til að útvega ljós-
myndif af íslenzkum handritum
í bókasöfnum annarra landa og
ioks er búið að nota 9000 kr.
af þeim 25.000 kr. sem safnið
fær til viðgerða á handritum.
GREIÐSLUR TIL
AÐSTOÐARFÓLKS
Prófessor Jón Helgason telur,
að upphæðina til aðstoðarfólks
þurfi a.m.k. að tvöfalda. Þegar
stúdent, sem hefur unnið á safn
inu tekur próf og verður að
fara að launa hann sem cand.
mag. eða mag art., þá hefur það
eitt í för méð sér ægilegan á-
gang í þá litlu fjárupphæð, sem
ætluð er til aðstoðarfólks.
Við safnið starfa, eins og
stendur einn mag. art, einn
cand. mag. og nokkrir stúdent-
ar. En meðan stúdentinn fær
8.54 á klst. verður að borga
kandidat 17.47 á klst.. Það segir
sig sjálft, að slíkt þolir fjár-
hagur safnsins ekki.
Árið 1961 var úti fjárveiting,
sem safnið hafði til kaupa á
handbókum. Umsókn um nýja
fjárveitingu hefur þrátt fyrir
ítrekunarskrif alls ekki verið
svarað. Það þýðir, að í þrjú ár
hefur ekki legið fyrir nein fjár
veiting til kaupa eða bands á
nýjum bókum.
Nokkrum öðrum umsóknum.
sem sendar voru við fyrri ára-
mót, hefur heldur ekíri verið
svarað, upplýsir prófessor Jón
Helgason.
FJÓRFALDA ÞYRFTI
ÚTGÁFUFÉ.
Útgáfa á einu bindi upp á
300 bls., í vísindabókaflokki
stofnunarinnar „Editiones
Arnamagnæane“ kostar minnst
30.000 kr. Það ætti að gera það
augljóst, að fjárveiting upp á
48.500 kr. er allsendis ófuil-
nægjandi.
Þrátt fyrir það hefur Árna
Magnússonar stofnuninni tekizt
á árunum 1962-63 að senda frá
sér 13 bindi upp á samtals 3640
bls. Það hefur tekizt á eftirfar-
andi hátt:
Nokkrir vísindasjóðir hafa
hlaupið undir bagga. Það er að-
eins þeim að þakka að stofnun-
inni hefur tekizt að halda uppi
þeirri starfsemi, sem krafizt er
af henni. En það þýðir að
sækja verður um styrki til út-
gáfu á hverju einstöku verki og
við það er sóað tímanum.
Hve mikil þyrfti hin árlega
fjárveiting að vera, ef stofnun-
in ætti að uppfylla menningar-
legar skyldur sínar? Prófessor
Jón Helgason svarar:
— Hún þyrfti að vera að!
minnsta kosti fjórfalt meiri. Til j
samanburðar get ég bent á, að I
handritastofnun sú, sem sett j
var á stofn í Reykjavík 1963
hefur árlega fjárveitingu til út-
gáfustarfsemi, sem samsvarar
150.000 d. krónum.
SLÆMAR AÐSTÆÐUR.
Stofnunin þjáist einnig af
rúmleysi. í lestrarsalnum vinn-
ur oft daglega um hálfur tugur
vísindamanna og stúdenta, en
það er varla hægt að kalla
þetta lestrarsal. Sá sem situr
þar niðursokkinn í rannsókn á
gömlu skinnhandritj getur átt
það á hættu, að nágranni hans
við næsta borð þurfi að hrein-
skrifa eitthvað á ritvél.
Ljósmyndari stofnunarinnar
Arne Mann-Nielsen er ennþá
verr settur. Síðustu tvö árin
hefur hann verið fastráðinn hjá
safninu, en verður að vinna í
húsakynnum sem eru glugga-
laus. Það er því ekki undarlegt
að hann geti bæði orðið yfir-
þyrmdur af innilokunaræði og
þoli martröð að næturlagi. En
fegursti draumur hans er, að
einn veggurinn sé rifmn niður,
svo að hann geti fengið meira
pláss í næsta herbergi fyrir sín
mörgu tæki — og fengið að sjá
dagsins ljós.
Það getur tekið marga
kiukkutima að taka mynd af
einni síðu handrits. Það er flók I
ið verk og notað við það út-
fjólublátt ljós og er furðulegt
að sjá hvernig ólesanlegar síð
ur koma fram á ljósmyndinni
og gera vísindamönnum mögu-
legt að starfa. Nú er svo komið
að af 2000 handritum er búið
að taka ljósmyndir af um 100
ásamt 500 af 1200 einstökum
blöðum, svo sem bréfum, af-
salsgerningum o. s. frv. Flest er
tekið á mikrofilmu.
Loffleiðir —
Framh at ols 16
stefna að því að drepa Loft-
leiðir. SAS hefði þó enga þörf
Konan mín
HALLDÖRA GUÐMUNDSDÓTTIR
Öldugötu 26
andaðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins að kvöldi 10. þ. m.
Jón Þorvarðarson.
fyrir það nú að ráðast þannig
á Loftle'iðir. Bæði hefðu flugvél
ar SAS á Atlantshafsleiðinfti nú
mikla farþegaflutninga og á
hinn bóginn væri megnið af
farþegum Loftleiða fólk, sem
ekki myndi fljúgá með SAS allt
að einu. Verðmunurinn væri
nógur til þess, að fólk ferðaðist
með Loftleiðum, sem ella' myndi
taka skip eða sitja heima.
Einar Rasmussen segir í
fréttasamtalinu: — Við höfum
nú teygt okkur lengra í sam-
komulagsátt en hægt er að kalla
sanngimi. Ef við eigum að
teygja okkur enn lengra, þá er
þar um að ræða hreina póli-
tfska ákvörðun þess efnis, að
við éigum að gefa þeim tekj-
urnar af flugleiðinni alveg eins
og við gefum þeim handritin.
Einar Rasmussen heldur á-
fram:
— Annaðhvort verða Loftléið
ir að miða við flugferðir sem
hæfa flutningaþörfinni milli
Danmerkur og íslands og þá
skulum við ekki skipta okkur
af verðinu. Eða þá að flugfé-
lagið má fá leyfi til að fljúga
eins mikið og það vill, en þá
verður það að fljúga á sömu
kjörum og við.
Það er hægt að rífast t'il ei-
lífðar um það, hvað séu sömu
kjör. Þegar fslendingarnir nota
gamlar skrúfuknúnar vélar, þá
er nokkur verðmismuntir sann-
gjarn. Flugmálastofnunin IATA
hefur ákveðið 30 dollara mun
(210 d. kr.) milli skrúfuflugvéla
og þota, — en vel að merkja
milli félaga í samtökunum, ekki
gagnvart þe’im sem standa utan
samtakanna, svo að það virðist
okkur nálgast mest sanngjarna
og óhlutdræga lausn.
En nú taka Loftleiðir nýjar,
þægilegri og hraðfleygari túr-
bínuskrúfuvélar í notkun á leið-
inni milli New York og 'R-óykja-
víkur, sem munu stytta g flug-
tímann milli Kaupmannahafnar
og Bandaríkjanna. Eftir það
væri sanngjarnt að minnka enn
bilið sem IATA hefur ákveðið
niður í t. d. 20 dollara. En við
höfum þrátt fyrir það verið
reiðubúnir að fallast á 36 doll-
ara mun (252 d. kr.) og það þótt
% hlutar leiðarinnar verði flogn
ir með flugvélum, sem eru
miklu betri en skrúfuvélar. Þrátt
fyrir það halda íslendingarnir
fast við að þeir verði að fá
minnst 72 dollara verðmun (504
d. kr.).
Okkur hjá dönsku flugmála-
stjórninni finnst við hafa teygt
okkur mjög langt, — eftir að
við höfum iagt fyrir SAS að
fljúga á sæmandi viðskiptagrund
velli. Við getum ekki teygt okk-
ur lengra, því að það leyfa
skynsamlegir loftferðasamning-
ar okkur ekki.
Ef það væri saltfiskur en ekki
flugsamgöngur, sem þetta sner
isf um, bætir Rasmussen að-
stoðarflugmálastjóri við, þá
ættu yfirvöldin að tilkynna
dönskum fiskinnflytjendum, að
þeir verð’i að fylgja markaðs-
verðinu alls staðar, nema á ís-
landi, Þeir skuli greiða íslend-
ingum 20 aurum meira á kílóið
með till’iti til íslenzkra tilfinn-
inga.
Lessfeiifln —
Frarrif! i! pis l|
legstéininum, þegar hann var
lagður í hleðsluna. svo að hann
færi betur, og þar með bpotið
aftan af áletruninni á steininum.
Guðmundur sagði að auðséð
væri að hér yæri ekki um til-
Fæði. Háskólastúdent getur feng
ið fæði á heimili skammt frá Há-
skólanum $ími 18868
höggvinn legstein að ræða, held
ur hellu sem tekin hefir verið
úr hrauninu eða klöppunum of
an við Hvalsnes. Hann sagði að
hellan hefði verið á að gizka
60—70 sentimetra há áður en
brotið var af henni og 50—60
sentimetra breið. Magnús Jóns-
son, prófessor, telur í bók sinn’i
um Hallgrím Pétursson að Stein
unn muni hafa látizt 1649, og
kemur það yel heim við áletr-
unina, vantar aðeins 9 aftan við
164. Guðmundur kvað fornminja
verðí hafa þegar verið tilkynnt
um legsteinsfundinn.
Sefningia —
Framhald at bls 2
sprengjubarnið frá Hiroshima, birt-
ist f aðalhliði leikvangsins með log-
andi blys Olympíueldsins og hljóp
hring umhverfis leikvanginn. Menn
fylgdust með ferð hans í þögulli ró,
unz hann hljóp upp þrepin löngu
upp að hinni risastóru kolu olympíu
eldsins, þá tóku að kveða við fagn-
aðarhróp, sem brutust út í miklu
allsherjarhrópi þegar eldurinn bloss
aði upp.
Sundkeppnin —
Framh af bls. 2
í gær. í A-deildinni sigraði Þýzka-
land fran með 4 — 0 og Rúmenía
Mexíkó með 3 —1. í B-deildinni sigr
aði Ungverjaland Marokkó með
6-0.
LYFINGAR
Þar unnu Rússar í gær fyrsta
gullpeninginn, sem veittur var á
þessum olympíuleikum. Það var
Rússinn Alexis Vanonin, sem sigr-
aði í bantamvigt og lyfti 357- kg.
Næstur kom Ungverjinn Imre Földi
355 kg., þriðji Japaninn Shuro
Icnionescki 347 kg. Þetta urðu mik-
il vonbrigði fyrir hina japönsku á-
horfendur, sem héldu að þeirra mað
ur ætti hér sigur vísan. Afrek Rúss-
ans er nýtt heimsmet.
Hondrit —
í-ramri at bls 1
ekki til að viðurkenna, að stofn
unin hefði í hyggju að stefna
ákvörðun þjóðþingsins undir
dóm Hæstaréttar. Þeir sem
gerst vita telja að aldrei muni
til slíks koma.
★ Loks kynntist fréttamaður
Vísis þvf, að orðrómur. sem
gengur um það, að Jón Helga-
son prófessor sé mótfallinn af-
hendingu handritanna, er tilhæfu
laus. Hann lýsti því yfir í sam-
tali við fréttamann Vísis, að vís
indastarfinu í Kaupmannahöfn
yrði alveg eins haldið áfram þó
handritin væru send til fslands.
Sjálfur kvaðst hann áfram
myndu starfa í Kaupmannahöfn
eftir að handritin yrðu send
heim. Staða hans væri slík, að
hann teldi annars ekki sæm-
andi fyrir sig, að gefa út neinar
yfirlýsingar eða láta í ljósi skoð
anir um það, hvort handritin
ættn að fara heim tíl lslands.
Það væri annarra aðila að ár
kveða það.
Næstu daga mun Vísir birta
samttfl og greinar úr Kaup-
mannahafnarförinni.
Mluntmi —
Framh ar bls. 1.
er Garðar Pálsson, en fhigstjóri
Guðjón Jónsson. Brezltí togarinn
Loch Milford var fyrstur á staðinn
til þess að taka mennina um borð
og fór togarinn með þá upp að
Látrum, þar sem þeir voru settir
um borð í varðskipið Öðinn, sem
fór síðan með þá ’inn til Flateyrar
í gær. — Vélbáturinn Mummi, fS
366, var 54 tonn að stærð, byggð-
ur í Keflavík 1946. — Rafn Pét-
ursson gerði bátinn út.
Alþingi —
Framh. af 1. síðu:
tækifæri til að þakka alþjóð alla
þá samúð sem sér hefði verið sýnd
á þessum erfiðu tímamótum f lífi
sínu. Hann sagðist þakka kveðj-
ur og minningargreinar og allt
þetta sýndi, að kona hans, Dóra
Þórhallsdóttir, hefði verið metin
að verðleikum. Þá bað hann þing-
menn rísa úr sætum og minnast
fós.turjarðarinnar og forsætisráð-
herra, Bjarni Benediktsson mælti:
„Heill forseta vorum og fóstur-
jörð. ísland lifi“. Undir þessi orð
tóku þingmenn með ferföldu
húrrahrópi. Þá bað forseti Ólaf
Thors, aldursforseta þingsins, að
taka að sér fundarstjórn.
Ólafur Thors hóf mál sitt með
því að minnast látinnar forseta-
frúar, Dóru Þórhallsdóttur, rakti
æviferil hennar, hvernig hún ung
hefði orðið að taka að sér for-
stöðu á heimili föður síns, bisk-
upsins yfir íslandi, Þórhalls
Bjarnarsonar, og síðan oft gegnt
erfiðúm skyldustörfum við hlið
manns síns, Ásgeirs Ásgeirsspnar,
og vaxið af vanda hverjum. I
Að lokum mælti Ólafur á jjessa
leið: „Við andlát hennar erum vér
öll harmi lostin. Með öllu er öfga-
laust að segja að aldrei fyrr hefur
íslenzk kona orðið jafnmörgum
harmdauði, sem frú Dóra Þórhalls
dóttir. Til þess ber margt og nokk
uð sitt hjá hverjum. En ætli samt
ekki, að flestum kæmi fyrst i
hug, hversu oft frú Dóra gladdi
oss með tígulegri og virðulegri
framkomu sinni og jafnframt með
elskulegu látleysi og góðvilja, sem
aldrei yfirgáfu þessa tignustu
konu landsins og tryggðu henni
sjálfri öruggan sess í hjörtum
þeirra, sem henni kynntust. Vér
alþingismenn tökum undir með
þjóðinni: Vér hörmum brottkvaðn
ingu frú Dóru Þórhallsdóttur og
söknum hennar. Vér lýsum samúð
með forseta fslands, herra Ás-
geiri Ásgeirssyni og biðjum hon-
um allrar blessuncr. Ég vil biðja
þingheim að minnast forsetafrú
arinnar með því að rfsa úr sæt
um“.
Þá var fundi frestað til kl. 1,30
í dag.
Stálvaskarnir
komnir. Pantanir óskast sóttar strax.
b>
ggingavörur h.f
Laugavegi 176 . Sími 35697
iliiiliiillliiiiiil
HATTABREYTINGAR
Pressa og breyti dömuhöttum. Árný Guðmundsdóttir, Nesvegi 49.
Sími 10726, þriðjud. kl. 2-4. _________
BIFREIÐAEIGENDUR
Tökum að okkur að hreinsa og bóna bíla á kvöldin og um helgar
Uppl. í síma 34797.