Vísir - 14.10.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 14.10.1964, Blaðsíða 15
V1SIR . Miðvikudagur 14. október 1964. 15 NICHOLAS MONSARRATT Brúðkaupsferðin SAKAMALASAGA Það var eitt gistihús í bænum, tveir bankar, 4 verzlanir, tvö bíla- viðgerðarverkstæði, ein kirkja. Mér Ieizt vel á fólkið. Það kom kurt- eislega fram við mig, alókunnugan mann, en kurteis framkoma við ó kunnuga þykir sjáifsögð í Suður- Afríkubæjum. Og ég varð mjög var við hina miklu hlýju, sem menn báru f brjósti til Helenar. Það var engu líkara en fólk Iiti á hana sem barn, sem lent hefði í mikilli hættu og væri nú heim komin heilu og höldnu. Og þótt menn væru haldn- ir nokkurri vantrú á allt, sem var fjarlægt Plettemburg-vík, virtust menn hamingjusamir yfir, að hún var gift. Ákaflega viðfelldin kona, allmjög við aldur, eigandi einnar verzlunaj- innar, faðmaði hana að sér, og sagði: „0, elsku barnið mitt, — slepptu Englendingar þér aftur, eft- ir allt saman?“ Helena hló, er konan hafði mælt þetta, og faðmaði hana að sér, og sagði um leið og augu hennar ljóm- uðu: — Ég hef verið að heiman í 4 ár, — en sjáðu hvað ég veiddi með- an ég var í Englandi. Konan, frú Boersma, horfði S mig, skoðaði mig frá hvirfli til ilja, rannsakaði augun, en svipurinn var samt móðurlegur: — Sjáðu um að hann fái nógan, góðan mat, væna mín. Þú mátt ekki glata góðum manni. Mér var sannast að segja farið að líða vel, fólk tók mér svo vel, eins og ég væri einn af því. En svo, er við vorum á leið heim til hádegisverðar, kom dálítið fyrir, sem gerði mig svo undrandi, að ég hef sjaldan orðið eins forviða á ævinni. Við höfðum skilið .bilinn eftir á verkstæði til lítils háttar við- gerðar og fengum okkur smágöngu, hönd I hendi, eftir gangstétt með- fram aðalveginum gegnum bæinn. Við komum allt í einu að litlu bíla- viðgerðar-verkstæði, mjög óásjá- legu, nálægt vegamótum, og Hel- sna virtist allhissa. — Þetta er nýtt, sagði hún, þótt tiér sé annars ekkert nýtt af nál- inni eftir útlitinu að dæma. Maður nokkur hallaði sér upp að benzíndælu og starði niður hæð- ina og út á sjóinn, eins og við- utan. Ég leit sem snöggvast á þenn an grannvaxna mann, sem kom mér einhvern veginn kunnuglega fyrir sjónir, svo að ég fór að virða hann betur fyrir mér. Og allt í einu mundi ég eftir honum. Ég hafði bara ekki þekkt hann aftur strax sökum þess hve breyttur hann var, en þessi maður hafði bjargað lífi mfnu tvívegis í Hollandi í síðari heimsstyrjöldinni, en við vorum þá hermenn í fallhlífasveit. Hann var harðsvíraðastur allra og hann var ávallt í okkar hóp kall- aður „Martin morðingi", — svo kaldrifjaður var hann. Sá er munurinn á styrjaldartíma og friðartíma, að á hinum fyrr- nefnda eru menn þjálfaðir undir mannvíg, sem þeir fá heimild til samkvæmt ákvörðun ríkisstjórna sinna. Það er hlutverk, sem þeir eru skikkaðir til. Og menn verða að vera slyngir í „listinni", — þess vegna er þessi langa og fullkomna þjálfun undir það. Og ef til vill framar flestum einmitt fallhlífaher- mennirnir — mennirnir í víkinga- hersveitunum. Nú fannst mér orð- ið langt síðan þetta var — þótt árin' væru raunar ekki ýkja mörg, er við Martin vorum saman í Hol- landi, Það var nú hræðilegt um að hugsa, hvernig við höfðum verið þjálfaðir undir það, sem við höfð- um orðið að gera — til þess að gera okkur hæfa til þess að náð yrði hinu göfuga marki, að sigra í styrjöldinni. Ég komst svo hátt, ef ég má orða það svo, að ég varð jhöfuðsmaður í einni víkingasveit :flotans, landgöngusveit, sem barð ist allt frá Walcheren-ey, Hollandi, jtil Salerno á Italíu. Ég man fyrst I eftir George Martin, sem algerlega jóþjálfuðum nýliða lágvöxnum, j grönnum.’Hann kom til okkar ein- hvern tíma sumars 1943. En hann var ekki óreyndur lengi. — Hann þjálfaðist svo fljótt, að furðu gegndi— • - iíirnrt/iiitiii ni'iij Um þetta Ieyti var það hlutverk flokks míns að kanna varnir fjand- mannanna handan Maas-fljóts, en könnunarhlutverk okkar átti að jvera forspil að því, að mikið lið yrði sett á land. Til þess að gegna þessu hlutverki var iðulega farið í smábátum yfir fljótið í skjóli myrkurs. Við framkvæmd þessa hlutverks var mikilvægast að koma að fjandmönnunum, varðmönnum þeirra, óvörum, — koma aftan að þeim, grípa fyrir munn þeirra um leið og stungið var rýting í bak þeirra, kyrkia þá, draga burt með okkur hálfdauða fanga, — allt í skepnustigs-kæruleysi fyrir mann- legu Iífi, en við vorum að vinna að sigri föðurlands okkar og við vor um stoltir af leikni okkar og af- rekum. George Martin var fljótastur allra að læra þessar bardagaaðferðir — Hann þótti sannast að segja svo efnilegur þegár í byrjun, að f fyrsta sinn er hann varð manni að bana, hlaut hann morðingja-viðurnefnið og það festist við hann. Hann varð slyngur að beita hvers konar brögð um við mannvígin, — en ýmis brögðin, meðal annars judo brögð, kenndi ég honum. Og brátt fór að bera á því, að hann blátt áfram hlakkaði yfir því, er hann fékk tæki færi til mannvíga. Ég sá hann einu sinni skjóta sjö skotum í maga á þýzkum hermanni, sem ekki var nógu fljótur til þess að lyfta upp höndum og biðjast griða. En Martin morðingi hafði tvíveg- is án nokkurs vafa bjargað Iífi mínu, einu sinni með þvf að vera nógu fljótur til þess að grípa til byssunnar, — í annað skipti með því að beita byssustingnum. Og nú, á götu í suður-afrísku þorpi, gekk ég til hans, rétti fram hönd mfna og sagði hressilega, f tón hins gamla stríðsfélaga: — Sæll, „morðingi". Ég geri ráð fyrir, að Martin hljóti að hafa verið eins undrandi og ég, þvf honum varð blátt áfram bilt við, er ég ávarpaði hann, og ég hélt f svip, að hann ætlaði að hoppa í loft upp. Hann kippti höndunum úr vösunum svo snöggt, að það minnti mig glöggt en ekki skemmti- lega á liðna tímann, en þar næst horfði hann á mig fast og lengi, dró svo andann djúpt og sagði: — Herra trúr, það er „skipper- inn“ — Sæll, „morðingi", sagði ég aftur. Hann starði á mig lengi og sagði svo: — Orðið langt síðan ég hef ver- ið ávarpaður með þessu strfðstíma yið.urnefni, .......... . .. ’ Nú fannst mér tími til kominn að kynna þau Martin og Helenu, en hún vissi hvorki upp né niður. Ég sagði henni í stuttu máli frá því, að við hefðum verið félagar á víg- stöðvunum, og meðan þau svo skiptust á nokkrum orðum, virti ég Martin nánar fyrir mér. Hann hafði breytzt mikið á þeim árum, sem liðin voru, síðan við skildum, en vitanlega höfðum við allir breytzt á þessum árum. En breyt- ingin, sem orðin var á honum, var fremur einkennileg. Það var allt jafn ósnyrtilegt við hann og vinnu- staðinn, óhreinleikans og sóðaskap- arins blær á honum. Ég ályktaði, að hér væri hermaður, sem hefði sigrað á stríðstíma, en beðið ósig- ur á friðartíma, og undir niðri í huga hans æsing, og hann hefði ekki enn viðurkennt ósigur sinn. Hann minnti mig á hund, sem ligg- ur í leyni undir einhverju, reiðu- búinn að bíta í ökla þeirra, sem fram hjá fara. Þegar ég spurði hann hvað hann hefði starfað síðan við skildum, svaraði hann út f hött: — Eitt og annað. En svo bætti hann við: — Gekk erfiðlega að setjast að nokkurs staðar — var óeirinn. — Hann benti á bilaverkstæðið. — Haft þetta seinustu 2 — 3 árin. — Hvernig gengur? — Svona og svona. Kona kom út úr útbyggingu — ung kona, með uppgjafarsvip, klædd ódýrum og óhreinum baðm- ullarkjól. Martin kynnti hana sem konu sína og svo stóðum við öll þögul snöggvast, eins og allir sam- ræðuþræðir hefðu slitnað. — Martin bjargaði lffi mínu fyrir mörgum árum, sagði ég svo og Helena varð eitt bros og sagði: — Þá á ég honum miklar þakkir að gjalda. — Það var fyrir mjög löngu síð- an, sagði Martin og glotti við rétt sem snöggvast. Konan hans horfði á okkur, á- hugalaus, án þess að reyna að kom ast í nánari kynni við okkur með því að segja neitt. Sólargeislarnir, sem skinu á hið þunna, gulleita hár hennar voru of leitandi og of bjart- ir fyrir baðmullarkjólinn. — Jæja, Martin, sagði ég. Ég verð héma 3 — 4 vikur. Við spjöll- um betur saman síðar. — O.K., skippari, sagði Martin. Við Helena kvöddum þau og jhéldum áfram göngu okkar. I — Fremur dapurlegt, sagði Hel- ena. — Já, sagði ég. Hann hefur ekki haft heppnina með sér, eins og ég, sem fékk þig. Bílasala Matthíasor Stmai 2454I' - í4541 Mercedes Benz 180 190 og 220 1955-’64. Chevrolet Chewelle ’64 lítið ekinn. Ford Comet ’62, '63 og ’64 góðir bflar Consul Cortina ’62 og ’64, lltið xeyrðir. Opel Rekord ’58—’64. Opej Caravan ’55—’64. Volvo station ’55 ’59 ’62 Volvo Amason ’58 ’61 ’64 Saab ’62 ’63 ’64 Moskowitch '57—’64 Volkswagen ’56—’64 Austin Gipsy '62 ’63 benzfn og diese! bílar t.and Rover ’61 '62 ’63. Volkswagen 1500 '62 '63 fólksbif- reiðir og station. Hillman Imp ’64, ókeyrður Taunus 17 M ’62 ’63 ’64 Skoda Octavia ’59 ’60 ’61 ’62 Skoda 1202 station ’62 Willýs jeppar f miklu úrvali Rambler Classic ’62 ’63 Ford fairline 500 ’60 ’64 Chevrolet ’58 1 1. fl. standi. Höfum einnig mikið úrval af vöru- bifreiðum. sendiferðabifreiðum langferðabifreiðum og Dodge Weaponum. allir árgangar. W.’AV Bílasala Matthíasar J QUICK., BULVO! MOIABUZZI HA.S OEPE&E7 A PAKATKOOPEKS TO LEAVE... IN KIINETY-TWO INNUTESl OUR CHIEF'S 6IVEN HIS INSTRUCTI0N5 BUT WANTS T0 TALK WITH YOU... ,----- Á meðan ber glæpalýður hinn ar fölsku verzlunarstöðvar Tarz an og Tshulu meðvitundarlausa til grafarinnar 1 skóginum. Þetta er gott dagsverk, Nikko, segir Bulvo, ég sagði Zud að útvarpa til foringja okkar Mombuzzi sendingunum, sem hann náði nið ur á segulbandið. Zud hefur ekki tíma Bulvo, við þurfum tvær klukkustundir til þess að koma af stað öllum tækjum hans og fela þau í skóginum. Fljótur Bulvo, segir Zud. Mombuzzi hef- ur skipað fallhlífarmönnúnum að leggja af stað eftir 92 mínútur. Foringi okkar hefur gefið mér fyrirskipanir en vill tala við þig. SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstfg 3. Sími 18740. .v.w.v.w.w.%v.vww VARALITUR hlnna vandlátu Neodon Munið Neodon-þéttiefnin. Þau eru margs konar til notkunar eftir kringumstæðum Beton-Glasúr á góll, þök og veggi. Þolir mikið slit, frost og hita og ve; steypu fyrir vatnl og slaga og þvl að frostið sprengi pússninguna. Alla venjulega húsamálningu höfum við einnig cg rúðagler. Mólningarvörursf Bergstaði.stræt< 19 . Simi 15166 T IL. SÖLU 2ja herb. íbúð, risíbúð við Miklubraut. 2ja herb. fbúð á hæð við mið- bæinn. 2ja herb. íbúð tilbúin undir tré- verk við Ljósheima. 3ja herb. fbúð við Kleppsveg. Þvottahús á sömu hæð. 3ja herb. fbúð við Kaplaskjóls- veg. Gott heildarverð ef út- borgun er rífleg. 3ja herb. íbúð við Hjarðarhaga í sambyggingu, teppl fylgja. 4ra herb. ibúð 1 kjallara við Nökkvavog. Utborgun 270. þús. 4ra herb. íbúð við Kaplaskjóls- veg. Nýleg íbúð, 1 stofa. 3 svefnherbergi og eldhús. 4ra herb. íbúð i Austurbænum 1 stofa, 3 svefnherbergi og eldhús. íbúðarherbergi fylgir í kjallara. 4ra herb. íbúð 143 ferm. fok- held efri hæð, á nesinu f Kópavogi. Jón Ingimarsson lögm. Hafnarstræti 4 símj 20555. Sölum. Sigurgeir Magnússon kvöldsfmi 34940 ÍVwtuti ? prcntsmfðja & gúmmfstlmpIagerA Elnholtl 2 - Sfml 20?í0 *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.