Vísir - 16.10.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 16.10.1964, Blaðsíða 7
V í S I R . Föstudagur 16. október 1964. 7 Viðtal við ión Stefónsson framkvæmda'sfjóra Tunnuverksmiðjur virðast allra húsa og verksmiðja eldfimastar og á Siglufirði hefur tunnuverk- smiðjan brunnið hvorki meira né minna en fjórum sinnum, nú siðast eftir áramótin í fyrra. Til að fyrirbyggja slíka bruna í framtíðinni verður næsta tunnuverksmiðja á Siglufirði steypt í hólf og gólf, en smíði hennar er nú í fullum gangi og á samkvæmt samningum, að vera lokið fyrir 1. desember n.k. Vfsir átti nýlega tal við Jón Stefánsson framkvæmdastjóra Síldarútvegsnefndar og innti hann eftir byggingarframkvæmd um tunnuverksmiðjunnar nýju. — Það var byrjað ^.1. vor á undirbúningsframkvæmdum við grunninn, svaraði Jón, en síðan var byrjað að steypa sjálft húsið upp og nú er því lokið, nema 1 vað eftir er að steypa þakið. Undirbúningur að því var haf- inn þegar hretið gerði á dögun- um og stöðvaði framkvæmdir f bili. — Hvenær búizt þér við að húsið verði fullgert? — Þar ráða veðurguðirnir nokkru um, en samkvæmt samn ingi við verktakana, sem tóku að sér byggingu verksmiðjunnar, áttu þeir að skila húsinu full- búnu fyrir desemberbyrjun. Við höfum ekki ástæðu til að ætla annað en að við það verði stað- ið í einu og öllu, að verksmiðjan geti hafið störf strax upp úr áramótunum. — Eruð þið búnir að fá vélar í verksmiðjuna? — Það er búið að festa kaup á þeim í Noregi og Þýzkalandi. Þæx eru enn ekki komnar til landsins, en er von á þeim á næstunni, svo við þurfum ekki að óttast að það standi. á þeim. Það er líka eftir að ganga frá rafkerfi hússins, en það á líka að vera tilbúið í tæka tíð. — Verður geymsla byggð fyr- ir tunnurnar jafnhliða verksmiðj unni? — Já, eða réttara sagt þegar verksmiðjubyggingunni er lokið, verður hafizt handa um bygg- ingu geymsluhúss eða jafnvel fyrr. Það verður stálgrindahús og verður byggt við hlið verk- smiðjunnar, en af öryggisástæð- um ekki áfast við hana. — Hvað er gert ráð fyrir miklu starfsliði í verksmiðjunni? — í gömlu verksmiðjunni, sem brann, unnu 40—42 fastir starfsmenn frá hausti til vors, eða frá því í nóvembermánuði og fram í maí. Yfir hásumarið var hún ekki starfrækt. Það er meiningin að starfslið verði álíka margt í nýju verksmiðj- unni, endanlega er ekkert á- Kveðið með. vinnufyrirkomuIagj.ð..i; ^. enn sem: komið er. — Hvaðan fengu Siglfirðingar tunnur eftir að tunnuverksmiðj- an brann í fyrra? — Eins og kunnugt er var reksturinn fluttur inn til Akur- eyrar og sameinaður tunnuverk- smiðjunni þar. Siglfirzkir tunnu- smiðir fluttu til Akureyrar og störfuðu þar á meðan. En því miður þurftu Siglfirðingar litið á tunnum að halda í sumar. — Og afköstin? — Verða væntanlega áþekk og í gömlu verksmiðjunni, en þau voru um 500 tn á dag, eða 3 þúsund á viku. 1 j -.s - ,í;. ájfc Tunnuverksmiðjan nýja er að heita má fullbyggð. Nokkrar tafir urðu þó á að steypa þakið vegna hrets og hríðarveðurs sem gerði, þegar framkvæmdir við það áttu að hefjast. Hér sést verksmiðju- byggingin nýja undir 15 — 20 cm þykkri snjóbreiðu. , I TnfesranftBM I Barátta um vafasömum meðulum Grein úr danska Danska blaðið Aktuelt, sem er málgagn Jafnaðarmanna- flokksins birtir f gær grein um handritamálið eftir Ove Malm- quist, þar sem vakin er athygli á þvf, hve óheiðarlegum áróðri mótstöðumenn handritaafhend ingar beita í baráttu sinni. Greinin er svohljóðandi: -— Það er furðulegt, hvað ís- lenzku handritin geta komið af stað miklum hugaræsingi. Þingárið 1960-61 lagði þáver- andi kennslumálaráðherra Jörg en Jörgensen fyrir þjóðþingið frumvarp til laga um breytingu á stofnskrá Árna Magnússonar- sjóðs frá 18. janúar 1760. Sam- kvæmt frumvarpinu átti að framkvæma skiptingu stofnun- arinnar í tvo hluta, þannig, að þau handrit stofnunarinnar, sem 'líta mætti á sem íslenzka menningareign skyldu afhent Háskóla Islands, þar sem þau yrðu geymd í samræmi við hina upphaflegu stofnskrá. Hins vegar var gert ráð fyrir því, að það sem eftir yrði af handritun um gengi til Konunglega bóka safnsins. blaðinu Aktuelt eftir Lagafrumvarp þetta var sam þykkt með 110 atkvæðum gegn 39, en konungsundirskrift var frestað samkvæmt kröfu 61 þingmanns. Nú leggur K.B. Andersen kennslumálaráðherra frumvarp- ið fram í sömu mynd og það má teljast algjörlega útilokað að það verði fellt Hins vegar má líka telja öruggt að málinu verði síðan skotið til dómstól- anna. OFSTÆKISFULL BARÁTTA Viðbrögð stjórnar Árna Magn ússonar stofnunarinnar og all- margra vísindamanna, bendir til þess að nú muni koma upp harð vítug og bitur barátta og verð ur það þá þriðja handritabarátt an frá lokum síðari heimsstyrj- aldar. Vísindamennirnir kasta hanzk anum með bæklingi sefn hin svo kallaða „Handritanefnd 1964“ gefur út undir forystu Bröndum NielsNielsens prófessors. 1 þessum bæklingi lætur nefndin sér ekki nægja að skýra hvers vegna að hún vill að hand O/e Malmquist K.B. Andersen kennUumálaráð- herra, sem lagði frumvarpið fram. ritin séu varðveitt í Danmörku heldur gerir hún harkaléga og einsýna árás á Island og íslend inga. Það verður síður en svo til að milda afstöðu nefndarinnar, að það voru íslendingar sem gerðu handritin ekki taka þeir heldur neitt tillit til þess, að ísland ver milljónum til að búa sem bezt að handritunum eða ætlað að veita erlendum vís- indamönnum sérstaklega góða aðstöðu til rannsókna. HINIR SYNDUGU ÍSLENDINGAR Nefndin skrifar m. a.: 1. Flest skinnhandritin eru í mjög slæmu ástandi. Þau eru illa leikin af sliti og élli, svört af sóti og óhreinindum frá ís- lenzkum bændabýlum og venju lega er ekkj hægt að lesa þau nema með notkun háþróaðrar tækni. 2. Þegar gamalt skinnhandrit sem erfitt var að lesa hafði ver ið afritað á auðlæsileg papp- írshandrit, höfðu menn ekki lengur þörf fyrir gamla hand- ritið. Því var brennt eða það rifið í sundur eða þá notað til „hagnýtari" hluta, svo sem í bókband, fatasnið o.fl. Svo fóru menn að gefa skinnhandritin söfnurum sem höfðu áhuga á slíku. 3. Árni Magnússon segir í bréfi 4. júní 1728 til prests, sem hjálpaði honum í safnaðarstarf inu: „Það er betra að svona hlut ir liggi hér á safninu, en það verði rifið i tætlur að þér látn- um af fólki, sem ber ekkert skynbragð á þetta." Nefndin heldur áfram í sama dúr að segja frá íslendingum serh seldu í fjárgræðgi sinni handrit til annarra landa. Þannig getur maður séð fyr ir sér þessa hæfu og hálærðu vísindamenn, 'þar sem þeir sitja í nefnd sinni og segja Islend- ingum til syndanna, hve illa þeir hafi farið með handritin og síðan halda þeir fram regl unni, að afkomendurnir verði að gjalda synda feðranna. Hins vegar gleyma þeir al- veg að gefa skýringar á því, hvers vegna Danmörk á næst- um engar miðaldabókmenntir, hvers vegna Árna Magnússon- ar-handritin hafi legið í 200 ár í Danmörku án þess að gert hafi verið við þau og hvers vegna hinir dönsku vísinda- menn hafa enn ekki gefið út fyrsta bindið af forn-íslenzku orðabókinni. Það verk hefði mátt byrja fyrir 200 árum — það hófst fyrir 20 árum og enn sést enginn árangur. ÞRJÚ AÐALATRIÐIN I rauninni eru aðeins þrjú aðalatriði í handritamálinu: 1. Verðum við Danir að ósk- um Islendinga um að fá þeim í hendur þjóðleg minjaverð- mæti þeirra? 2. Er framkvæmanlegt að halda rannsóknum áfram með not'kun ljósmynda? 3. Getur stjórn Árna Magnús sonar stofnunarinnar stöðvað afhendingufia? Fyrstu spurningunni munu dönsku þjóðþingsmennimir svara, þegar þeir fá lagafrum- Framh. á bls. 10 mmmmmmmmmmm—mmmmmsMsa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.