Vísir - 16.10.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 16.10.1964, Blaðsíða 16
Föstudagur 16. október 1964. Ambassador Sovét- ríkjanna var önnum kafinn Vísir átti í morg un samtal við jovézka sendi- ráðið í Reykja- vík og hugðist ná tali af am- bassador Sovét- ríkjanna í Rvík til þess að ræða við hann um breytingarnar á stjórn Sovétríkj anna. Fékk blað- §§ ið þau svör, að ambassadorinn hefði ekki tíma til þess að ræða við blaðið, þar eð hann væri 1 þann veginn að ganga á fund íslenzks ráðherra. MIKILL LEKIKOM AÐ MERKÚR OG HANNSÖKK SKÖMMUSlÐAR „Merkúr sást sökkva og hverfa f djúpið í bjarmanum af seinna blysinu, sem við kveikt- um á. Skömmu síðar kom svo brezki togarinn Real Madrid og tók okkur,“ sagði Ólafur Krist insson skipstjóri á v.b. Merkúr sem sökk í gær, eftir að skyndi legur leki hafði komið að bátn- um 8-9 sjóm. suðvestur af Sel vogsvita. Það voru þrír ungir sjómenn frá Vestmannaeyjum sem stigu upp á Ingólfsgarð kl. 2.30 í nótt eftir að varðskiþið Albert hafði lagzt að. Þetta voru skipverjarn: ir á Merkúr, þeir Ólafur Krist- insson, skipstjóri, 24 ára, Bald j! ur Baidursson 23 ára og Jó- hannes Kristinsson 21 árs. Skipstjórinn, Ólafur Kristins son sagði m.a. við fréttamann Vfsis: „Klukkan hefur senni- lega verið að nálgast sjö, þeg- ar við sendur neyðarkallið út. Þá nokkru áður höfðum við orð ið varir við leka. Skömmu eftir að leki kom að bátnum stöðv aðist vélin og sáum við þá hvernig fara mundi. — Félagar mínir tveir fóru nokkuð á und- an mér í gúmmíbjörgunarbátinn sem við settum út, en ég var við taistöðina, Veður var sæmilegt og því ekkert að óttast. Við kveiktum á tveimur blysum til þess að betur gengi að finna okkur og þegar það seinna var að brenna sást Merkúr hverfa í hafið. Skömmu síðar kom svo brezki togarinn Real Madrid og tók okkur um borð.“ Eigandi v.b. Merkúr var Kjart an Friðbjarnarson í Reykjavík Þeir félagar hafa stundað lúðu veiðar við Vestmannaeyjar í sumar og hafa haft bátinn á leigu og að þeirra sögn aflað sæmilega. Voru þeir fjórir á, og varð einn þeirra eftir í Vest mannaeyjum því að þeir voru að fara með bátinn til Reykja- víkur til þess að skila honum. Um tvö tonn af fiski, aðallega lúða, voru í bátnum. Þegar skip verjarnir komu á land í nótt var Jóhannes á sokkaleistunum því hann hafði skilið leðurkloss ana eftir, áður en hann fór í gúmmíbjörgunarbátinn. Ólaf- ur skipstjóri sagði að hann gæti ekki gert sér grein fyrir af hverju lekinn stafaði. — Og þið ætlið ekki að hætta á sjónum þó að þetta hafi komið fyrir? — Að hætta á sjónum, nei, það gerum við ekki, sögðu þess ir þrír ungu Vestmannaeyingar Umræðunt um Loftleiðu- deiluna huldið úfrum Eins og getið var í blaðinu í gær hófust í gærmorgun opin berar viðræður í Reykjavík milli fulltrúa utanríkisráðuneyta íslands og SAS-landanna. Um- ræðuefnið er sem kunnugt er deila Loftleiða og SAS. Er mál ið hér með komið úr höndum <-.> flugmálastjórna og samgöngu- málaráðuneyta viðkomandi landa og í hendur utanrikisráðu neytanna. Viðræður þeirra fulltrúanna stóðu í allan gærdag og munu standa í dag, og óefað lengur. Skipverjarnir á Markúr. Baldur Baldursson, Ólafur Kristinsson og Jóhann Kristinsson. Ljósm. B. G. Verða nýjar kosningar? Eftir að Ihaldsmenn fóru aft- ur að draga á Verkamannaflokk inn á Bretlandi í morgun, hafa ýmsar spár komið fram og um- sagnir, og vekur mesta athygli umsögn forseta Sambands brezkra verkalýðsfélaga, er sagði að naumur meiri hluti Verkamannaflokksins gæti leitt til nýrra, almennra þingkosn- inga innan árs. Klukkan 12 á hádegi var staða flokkanna þannig: íhaldsflokkur inn 238 þingmenn kjörnir, Verka lýðsflokkurinn 279, Frjálslyndi flokkurinn 4. Samtals 521. Tala hingsæta 630. Rússnesk skip tekin / landhelgi Rússneskí skipstjórinn talaðí í 4 tínta við réttarhöldin Réttarhöld í máli rússnesku skipstjóranna sem varðskipið Ægir kom með inn til Seyðis- fjarðar hófust kl. 5 í gær og var gert hlé á réttarhöldunum kl. um þrjú í nótt. Þá hafði skip stjórinn á viðgerðarskipinu tal- að nær stanzlaust í nær fjórar klukkustundir. Krafðist hann þess að starfsmenn rússneska sendiráðsins yrðu viðstaddir réttarhöldin, og er nú beðið komu þeirra. Varðskipið Ægir kom að rússnesku skipunum inni á Loð- mundarfirði í gærmorgun. Var hér um að ræða stórt rússneskt viðgerðarskip og rússneskan rek netabát. Hafði rússneska við- gerðar. og dráttarskipið Rambin as verið að gera við rekneta- bátinn. Skipstjórinn á viðgerðar- og^. dráttarskipinu kom fyrir rétt- inn í gær. Var hann mjög mál- hress og svaraði Erlendi Björns syni bæjarfógeta oftast með löngum ræðum. Túlkur er Arnór Hannibalsson. Um klukkan þrjú í nótt var gert hlé á réttarhöld- unum og hafði þá rússneski skípstjórinn talað nær stanz- laust 1 fjórar klukkustundir. Krafðist hann þess að starfs- menn rússneska sendiráðsins yrðu viðstaddir réttarhöldin og er nú beðið eftir þeim. Þegar Vísir hafði samband við Seyðis fjörð í morgun, var óvíst hve- nær réttarhöldum yrði haldið á- fram. Dómari er Erlendur Björns- son, bæjarfógeti. Fyrir hönd Landhelgisgæzlunnar mætti Gísli Einarsson hdl. og éinnig var mættur fulltrúi saksóknara, Hallvarður Einvarðsson. Hærra afurðaverð til bænda vegur 5,7 visitölustig Rússneska viðgerðarskipið í höfn á Seyðisfirði, Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í byrj un október 1964. Reyndist hún vera 163 stig, eða hin sama og í septemberbyrjun. I athugasemdum Hagstofunnar um vísitöluútreikninginn segir svo: Októbervísitalan er nánar tiltek ið 163,5 stig, en septembervísitalan var 163,3 stig. Með haustverðlagn- ingu landbúnaðarvara í september 1964 hækkaði afurðaverð til bænda um 21% frá hausti 1963, en um 11,7% frá því, sem verið hafði frá 1. marz 1964, Auk þess var um að ræða verulega hækkun á vinnslu- og dreifingarkostnaði afurða. Vísi- töluáhrif þessarar verðhækkunar voru um 5,7 stig, en hún var að mestu vegin upp með aukinni nið- urgreiðslu rikissjóðs. Niðurgreiðsla á verði kindakjöts var aukin svo, að það hélzt óbreytt frá því, sem síðast hafði verið á kjöti fram- Ieiddu haustið 1963. Niðurgreiðsla á mjólk var aukin um 30 au. á lítra, og smásöluverð á smjöri var með niðurgreiðslu lækkað úr kr. 123,00 í kr. 90.00 L kg. Jafnframt var niðurgreiðsla á heildsöluverði smjörlíkis aukin um kr. 3.00. Verð á mjólkurvörum öðrum en smjöri hækkaði sem svarar auknum til- kostnaði, og sama er að segja um kartöfluverð, enda var ekki um að ræða niðurgreiðslu á þessum vör- um. Til viðbótar verðlækkunum vegna aukinnar niðurgreiðslu, kom lækkun á sykurverði sem svarar 0,6 stigum. — Litlar aðrar breyt- ingar urðu á vísitölunni 1 septem- bermánuði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.