Vísir - 16.10.1964, Blaðsíða 2
2
V1S IR . Föstudagur 16. október 1964.
KEMUR MÉR GERSAMLEGA Á
VÆNTÍ IKKl STEFNUBREYTINGA
— segir Brynjólfur Bjesrnuson um
breytingurnur í Sovétríkjunum
Vísir átti i morgun tal við
nokkra af forustumönnum ís-
lenzkra kommúnista um breyt-
ingarnar á æðstu stjórn Sov-
étríkjanna. Hafði blaðið tal af
Einari Olgeirssyni, Brynjólfi
Bjarnasyni, Lúðvík Jósepssyni
og Páii Bergbórssyni. Brynjólfur
Bjarnason sagði, að sér kæmu
brcytingarnar eystra gersamlega
á óvart. Ekki kvaðst hann telja
líklegt, að þær myndu hafa
stefnubreytingu í för með sér,
þar eð nánustu samstarfsmenn
Krúséffs tækju við af honum.
Fréttamaður Vísis spurði
Brynjólf, hvort hann teldi, að
tilgátur erlendra fréttamanna
um að ágreiningurinn við Kína
væri að einhverju leyti orsök
breytinganna, hefðu við rök að
styðjast. Kvaðst hann telja ólík-
legt að svo væri. Ekki vildi
Brynjólfur segja meira um mál-
ið að svo stöddu.
Einar Olgeirsson var sammála
Brynjólfi um það, að ekki væri
von á stefnubreytingu eystra i
kjölfar afsagnar Krúsjeffs. Hann
kvaðst telja mikilvægustu breyt-
inguna þá, að nú væri skipt því
embætti, er Krúsjeff hefði áður
haft einn með höndum. Bresh-
nev yrði nú aðalritari kommún-
istaflokksins, en Kosygin for-
sætisráðherra. Kvaðst hann
telja þá breytingu til góðs, þar
eð draga ætti mörk milli flokks-
ins og ríkisins í sósfalistiskum
rikjum.
Lúðvík Jósepsson vildi ekkert
segja um breytingarnar. Hann
kvaðst enn ekki geta áttað sig
á þeim. Páll Bergþórsson, for-
maður Sósíalistafélags Reykja-
vikur, sagði, að sér fyndist nógu
erfitt að átta sig á atburðum, er
gerðust hér nær, þó hann færi
ekki að dæma atburði austur í
Sovétríkjunum.
Bretland
Framh. af 1. síðu:
Þegar talið hafði verið í 430
kjördæmum hafði Verkamanna
flokkurinn unnið 48 þingsæti
flest frá Ihaldsflokknum.
Þá höfðu 6 ráðherrar fallið,
en aðrir sigrað með minni meiri
hluta en síðast. í kjördæmi for
sætisráðherrans i Skotlandi
verður ekki búið að telja fyrr
en sfðdegis, en í kjördæmi Har-
olds Wilsons leiðtoga jafnaðar
manna f Lancashire eru úrslit
kunn, Wilson þrefaldaði fylgi
sitt.
Verr fór fyrir Patrick Gord-
on Walker, sem á sæti í
skuggastjórninnj (Shadow cab-
inet) og var utanríkisráðherra
efni flokksins. Hann féll í
Smethwick-kjördæmi í Liver-
pool.
Um 36 milljónir manna voru
á kjörskrá og neyttu um 76%
kosningaréttar síns. Veður spiliti
kjörsókn sums staðar og var
hún öllu minni en f almennu
þingkosningunum 1959.
Þegar atkvæði höfðu verið
Kosygin forsætisráðherra
Seint hefði því verið spáð, að
það ætti fyrir Alexei Kosygin
að liggja að verða æðsti maður
Sovétrfkjanna og þótt hann taki
nú við embætti forsætisráð-
herra er ekki talið, að hann sé
sjálfur hinn eiginiegi valdamað-
ur. Hann er slíkur persónuleiki,
kaldur embættismaður, sem vart
hefur getað barizt til forustu-
hlutverks. Má þvf ætla að það
sé Breshnev sem er aðalvalda-
maðurinn og e. t. v. standa
Suslov og Mikoyan að baki
Kosygins.
Aiexei Kosj gin er fæddur
1904 í Leningrad, sem þá hét
Pétursborg. Faðir hans var iðn-
verkamaður og sjálfur gerðist
Kosygin verkamaður f vefnaðar
verksmiðju á fyrstu árum bolsé
vismans. Hann vann sig upp sem
verkstjóri og síðan sem fram-
kvæmdastjóri verksmiðju, þang-
að til hann komst undir vernd-
arvæng Mikoyans og reis upp
til æðri'virðinga.
Það er um það leyti, sem
Stalin er að framkvæma hreins-
anir sínar fyrir stríð, sem Kosy
gin fer að starfa á æðstu stöð-
um sem skipuleggjandi iðnaðar-
mála og jafnan sem liðsmaður
Mikoyans.
Eftir að Krúsjeff komst til
valda gerði hann Kosygin að yf
irstjórnanda mikillar skipulags-
byltingc. í rússneska iðnaðin-
um, þar sem yfirstjórn iðnað-
arins var dreift f stað þess að
láta alla tauma koma saman f
Moskvu. Þessi breyting tókst
ekki sérlega vel og var um tíma
talið að Kosygin væri í ónáð
hjá Stalin. Hann hélt þó stöðu
sinni í innsta hringnum.
Kosygin er sagður kaldur og
jafnvel er sagt, að hann sé mjög
skapstyggur maður, geti ekki
stjórnað skapi sínu. Hann er
ekki talinn frumiegur, helztu
hæfileikar hans eru taldir að
hann geti framkvæmt fyrir-
mæii annarra. Hann er dæmi-
gerð persóna skrifstofumanns-
ins, sem reiknar og stjórnar og
gefur fj’rirmæli, en kann ekki
að finna neina sérstaka gleði í
lífinu.
Leonid Breshnev verður
valdamesti maðurinn
Leonid Breshnev er einn af
yngstu mönnunum í innsta
hring rússneska kommúnista-
flokksins. Hann hefur risið upp
til valda sem skjólstæðingur
Krúsjeffs og vitað var af um-
mælum Krúsjeffs sjálfs, að hann
myndi helzt kjósa hann fyrir
eftirmann sinn. Þrátt fyrir það
benda fréttir nú til þess, að
Krúsjeff hafi ekki sjálfviljugur
afsalað völdunum í hendur
Breshnevs, heldur hafi þessi
skjólstæðingur hans nú verið
aðalmaðurinn í eins konar sam-
særi gegn honum.
Breshnev er Ukrainumaður,
fæddur 18. desember 1996. Fað-
ir hans var verkamaður. Ilann
stundaði nám fyrir strfð í verk-
fræði og starfaði í Dnepropetr-
ovsk, þar sem eitt stærsta raf-
orkuvar Rússlands er. Hann var
pólitískur fulitrúi með Ukrainu-
her á striðsárunum og eftir stríð
h ieigðist hann æ meir til þátt-
töku í stjórnmálum.
Það var fyrst 1952 sem hann
var kosinn varafuiitrúi í miö-
stjórn flokksins og þegar Krús-
jeff gekk milli bols og höfuðs á
gömiu kommúnistaleiðtogunum
1957, var Breshnev einn helzti
stuðnir.0smaður hans í þeim á-
tökum og varð þar á eftir með-
limur f miðstjórn flokksins.
7. maí 1960 tók hann víð
þjóðhöfðingjastöðu sem forseti
Sovétríkjanna og gegndi henni
þar tii fyrir fáum mánuðum. Var
talið að völd hans Iiefðu nokk-
uð dvínað meðan hann gegndi
forsetac-’.bættinu.
Áður var Frol Koslov talinn
iíkiegasti eftirmaður Krúsjeffs,
en hann v'iktist í maí 1933 og
var skömmu síðar farið að líta
á Breshnev sem hinn líklega rík
iserfingja.
15. júlí sl. urðu stöðuskipti.
Mikoyan tók við forsetaembætt
inu, en Brcshnev sneri sér að
flokksstarfi. Ekki var með fullu
vitað, hvaða stööu hann hafði,
en hann var vfða áberandi sem
fulltrúi kommúnistaflokksins,
hann var t. d. viðjtaddur, þegar
lík ítaiska kommúnistaforingj-
ans Togliattis var flutt tii flug-
vélar 22. ágúst og hann var einn
ig aðalfulitrúi Rússa við 15 ára
afmælishátíð Austur-Þýzka-
lands.
Breshnev er fremur hávaxinn
maður Oo kraftaiega byggður
I-Iann er mikili samkvæmismað-
ur, gamansamur og góður ræðu
maður. Hann verður nú foringi
kommúnistaflokksins og hefur
sýnt sig áður, að það er ennþá
valdameira embætti en embætti
forsætisráðherra. Má e. t. v. líta
á hann sem yaldamesta mann
Sovétríkjar.na í dag.
talin í 420 kjördæmum hafði
íhaldsflokkurinn fengið 175
kjörna og tapað 44 þings^etum,
Verkamannafiokkurinn fengið
243 og uni.Ið 47, Frjálslyndir
fengið 2 menn kjörna og tapað
2 þingsætum.
I þeim 200 kjördæmum sem
úrslit voru ókunn í snemma
í morgun var miklu vafasamara
um fylgisaukningu jafnaðar-
manna en þeim, sem talið hafði |
verið f og er það ein megin á- |
stæðan fyrir, að enn getur eitt
hvað óvænt gerzt, eins ög t.d.
það að Verkamannaflokkurinn
sigraði svo naumlega, að hann
hefði ekki nægilega öruggan
meirihluta nema hann gæti
fengið hann smátt og smátt
í aukakosningum. En veik stjórn
á líka á hættu að tapa f auka-
kosningum, eins og sagt var f
fréttaauka*í brezka útvarpinu.
Framh. af 1. síðu:
kínverska fréttastofa birti frétt-
ina án umsagnar, en í brezka
útvarpinu var sagt, eftir að rak-
inn hafði verið farinn ferill Krús
évs og farið um hann viðurkenn-
ingarorðum, að svo hefði virzt
sem hann hefði ekki í seinni tíð
haft jafnöruggt taumhald á sov-
ézkum málum og fyrr, en það
sem mesta athygli hafi vakið út
á við á síðari hluta valdatíma
hans hafi verið deilan við Kfn-
verska leiðtoga og þýðam í köldu
styrjöldinni við vestrænar þjóð-
ir.
Brezka útvarpið segir, að sov-
ézku þjóðinni hafi ekki verið
sögð tíðindin fyrr en kl. 2 í nótt
eftir sovézkum tfma, én f
Moskvu vakti það mikla athygli,
að kvöldútgáfa Isvestia kom
ekki út á réttum tíma, og var
það talið boða, að mikilla tíð-
inda væri að vænta. Um kvöldið
þótti það sæta nokkrum tíðind-
um, að stórar myndir af Krúsév,
sem settar höfðu verið upp á
hátíðasvæðinu til að fagna geim-
fluginu á dögunum, voru teknar
niður.
Síðar fréttist, að Adzhubei
ritstjóri Isvestia, tengdasonur
Krúsévs. hefði látið af ritstjóra \
störfum.
Talið er, þótt ekki sé það op-
inberlega staðfest, að miðstjórn
Kommúnistaflokksins hafi sam-
þykkt lausnarbeiðni Krúsévs
einróma og þá tillögu hans, að
Leonid Brezhnev yrði valinn eft-
irmaður hans sem flokksleiðtogi.
Æðsta ráðið kom samart á fund
og kaus Alexei Kosygin fyrsta
varaforsætisráðherra forsætis-
ráðherra í stað Krúsévs.
Nikita Krúsév hefir að undan-
förnu vérið sér til heilsubóta
suður við Svartahaf og var ekki
kunnugt í gærkvöldi, hvort hann
væri þar eða kominn aftur til
Moskvu.
Neyddur til að segja af sér.
Ekki verður enn neitt sagt
um það með vissu, sem tilgátur
hafa komið fram um í fréttum
bandarískra fréttámanna, að
Krúsév hafi verið knúinn til
þess að biðjast lausnar.
í Moskvu var farið að siast
út hvað til stæði, áður en til-
kynning var birt frá Tass-
fréttastofunni um iausnarbeiðn
ina, og jafnvel áður en sovézku
þjóðinni var sagt í útvarpi hvað
gerzt hafði, var farið að taka
niður myndir af Krúsév í opin-
berum byggingum og gistihús-
um.
Hafði misst tökin.
Brezka útvarpið sagði um
Krúsév, að hann hefði verið
valdamest-i maður Sovétríkj-
anna allt frá því misseri eftir
að Stalin lézt. Minnt var á
hverja furðu það vaktj út um
altan heim, er hann afneitaði
Stalin. Brezka útvarpið kvað
hann hafa fengið það mikla hlut
verk á hendur, að endurvekja
siðferðilegan þrótt íbúa Sovét-
ríkjanna og sjálfsvirðingu
þeirra og tekizt það, en margt
hafi bent til, í seinni tíð, að
hann hafi misst að nokkru
taumhaldið á meðferð sovézkra
mála.
Yfirleitt er farið varlega í
umstagnir urn lausnarbeiðnina
og orsakir hennar, og flest af
því. sem sagt er byggt á get-
gátum, en því er spáð að lausn-
arbeiðnin muni hafa mikil á-
hrif í löndurn kommúnista, ekki
sízt í Austur-Evrópu, þar sem
séu leiðtogar, sem eigi Krúsév
veg og völd að þakka.
Sendisveinn óskast
Röskur piltur eða stúlka óskast til léttra
sendiferða fyrrihluta dags.
HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzl.
Hallveigarstíg 10 . Sími 24455