Vísir - 01.12.1964, Síða 1
VÍSIR
64. árg. — Þriðjudagur 1. desember 1964. — 266. tbl.
Togerí teppir að-
fíug á
Það mun vera sjaldgæft að ur nú þar um mílu frá brautar-1
togarar teppi flugsamgöngur,
Akureyrartogarinn Hrímbakur
er í sérflokki, hvað það snertir.
Fyrir nokkru rak hann vegna ísa
úr lægi sínu á Akureyrarpolli,
þar sem hann hefur verið við
festar og fjögur ekkeri mánuð-
um saman, bæjarbúum til augna
yndis. Þá var hann míluf jórðung
frá flugbrautarendanum, en ekki
í fluglínu, en hann rak í bcina
flugiínu við flugbrautina og ligg
endanum. Þetta kemur ekki að
sök í björtu en í dimmviðri er
hann mjög hættulegur flugi. Nú
er verið að gera ráðstafanir til
að flytja hann og á að slá tvær
flugur í einu höggi, tryggja flug
ið og. losna við togarann af
Poliinum, því hann á að flytja
norður fyrir Krossanes, þar sem
síður er hætta á, að hann spilli
útsýni.
Flosi H. Sigurðsson veðurfræðingur Iítur á hitastigið einum metra undir yfirborði jarðar á athugunar
stöðinni á Sóivangi í Fossvogi. Þar neðra var f jögurra stiga hiti, þótt þriggja stiga frost væri við
grasrótina. Mælirinn, sem Flosi heldur á, er metri að lengd.
Veiurathuganir hafaar í
þágu landkúaaiarins
Mynd þessi var tekin á laugardaginn, þegar nokkrir forustumenn Loftleiða komu saman til að vera
viðstaddir, þegar vinna var hafin við hið nýja gistihús Loftleiða. Þar sjást talið frá vinstri: Guðmundur
Jóhannsson húsasmiðameistari, Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, E. K. Olsen flugdeildarstjóri, Kristján
Guðlaugsson formaður Loftleiða, Óskar G. Sigurðsson gjaldkeri, Einar Ámason flugstjóri, Þorvaldur
Danfelsson verkstjóri Stefán Ólafsson arkitekt Jóhannes Einarsson verkfræðingur, Ólafur Júlíusson
arkitekt, Þórður Kristjánsson byggingarmeistari, Alfreð Elfasson frkvstj. Loftleiða, Gísli Halidórsson
arkitekt og Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi.
Fyrir hálfum þriðja mánuði
hófust hér reglubundnar veður-
athuganir í sambandi við land-
búnaðinn og eru þær þegar farn
ar að bera árangur. Hér á landi
hafa lengi verið gerðar ýmsar
merkilegar rannsóknir lar.dbún
aðinum til hagsbóta en spurn-
ingin um áhrif veðurs á gróður
hefur verið hornreka, þangað til
þessar rannsóknir hófust í haust
Blaðið hafði tal af Flosa H.
Sigurðssyni, veðurfræðingi, en
hann hefur séð um þessar rann-
sóknir á vegum Veðurstofunn-
ar. Venjulegar veðurathuganir
eru alls ófullnægjandi fyrir land
búnaðinn og má þar nefna, að
hitinn er alltaf mældur í tveggja
metra hæð, en þar getur verið
gerólíkt hitastig en niðri við
jörð. Þessar nýju mælingar Dein
ast að því að mæla hitann við
yfirborð jarðar og undir því cg
mæla raka jarðvegsins.
Strax af fyrstu mælingunum
hefur komið í ljós, að rakinn í
raektuðum jarðvegi hér er meiri
en menn héldu áður og miklu
meiri en annars staðar í heim-
inum þar sem til þekkist. AI-
gengt er hér að meira magn sé
af vatni en jarðvegi og í mýr
um oft margfalt meira af vatni.
Rannsóknir sem þessar geta
haft afdrifaríkt gildi á ýmsan
hátt. Það er alkunnugt, að ein
frostnótt getur eyðilagt kart-
öfluuppskeru I heilum lands-
hluta. Með aukinni þekkingj á
hita og raka jarðvegsins á ýms
um stöðum mætti vinna gegn
slíkum frostsköðum. Þá ma líka
finna hver áhrif skjólbeíta og
veðursældar eru á gróðurinn og
yfirleitt má segja, að rannsókn
ir á samspili veðurfars og gróð
urs geti orðið til að auka upp-
skeru á flestum sviðum land-
búnaðar.
Flosi sagði rannsóknirnar
gerðar í samráði við Samein-
uðu þjóðimar, en þaðan bárust
í haust ýmis mælitæki, sem
voru sett upp á tveimur stöðum
á landinu, á Sóllandi í Fossvogi
og í landi tilraunastöðvarinnar
á Akureyri. Von er á fleiri
mælitækjum á næstunni og svo
er fyrirhugað að koma upp fleiri
slíkum athuganastöðvum um
landið, ef fjárveitingar fást, og
hefur verið talað um sex stöðv
Á hvorri athuganastöð fyrir
sig eru um 25 mælar, sem mæla
hita allt frá einum metra undir
yfirborði jarðar og upp að
2ja metra hæð yfir jörðu. Þá
eru borar, sem taka jarðvegs-
sýnishorn allt niður í 60 cm.
dýpi, en í þessum sýnishornum
er síðan mældur rakinn. Þá eru
vindmælar, sem mæla vind-
magnið á þeim stöðum, sem at-
huganirnar eru gerðar.
Ámi Jónsson, tilraunastjóri á
Akureyri, sagði blaðinu, að at-
huganir þessar hefðu gengið vel
þennan hálfa þriðja mánuð, sem
þær hafa staðið yfir og væru
fyrstu töflurnar komnar I úr-
vinnslu til veðurstofunnar.
Hann kvaðst állta þessar athug-
anir bráðnauðsynlegar í sam-
bandi við jarðræktartilraunir,
Framh. á bls. 6
IMEfl
BLAÐIÐ i DAG
BIs. 2 íþróttir, m. a. sagt
frá stofnun Golf-
klúbbs Rvikur.
— 3 Myndsjá.
— 4 Bankar og Við-
skipti.
:— 7 Nýútkomnar
bækur.
— 8 Bill til hjólbarða-
viðgerða.
— 9 Sagt frá nýútkom-
inni bók um Staun-
ing.
stærsta
LOFTŒDIR hzfja sm;*i
gistihúss borgarinnar
Síðastíiðinn laugardag
hófust framkvæmdir við
Reykjavíkurflugvöll á
nýju gistihúsi, sem Loft-
leiðir ætla að reisa þar.
Verður þetta lang
stærsta gistihús borgar-
innar og á að rúma 200
gesti. Til samanburðar
má geta þess, að.Hótel
Saga, sem er núna
stærsta gistihúsið rúmar
150 gesti.
Verkið hófst með því að
byrjað var að grafa viðbótar-
grunp undir bygginguna, ea
grunnúr að meirihluta hússins
var áður til frá því að Loft-
leiðir hugðust reisa þarna við-
bótarbyggingu, en sú hugmynd
fór út um þúfur, þegar flug-
vélaafgreiðsla félagsins var
flutt til Keflavíkur.
Húsið verður 1400 fermetrar
að grunnfleti en 23 þúsund
rúmmetrar. Það verður fjórar
hæðir og kjallari. Það á að vera
komið upp árið 1966 og verður
notað sem gistihús bæði fyrir
farþega Loftleiða og aðra.
97 herbergi verða f húsinu,
flest verða þau tveggja manna
herbergi en nokkur fyrir stærTi
fjölskyldur. Hverju herbergi
fylgir bað og salerni og sími og
sjónvarp verður f hverju her-
bergi. í kjallara verður komið
fyrir sundlaug, finnskum böð-
um, leikfimiherbergi, hár-
greiðslu. og rakarastofu og á
fyrstu hæð verða veitingasalir.
i