Vísir


Vísir - 01.12.1964, Qupperneq 4

Vísir - 01.12.1964, Qupperneq 4
4 VÍSIR . Þriðjudagur 1. desember 1964. bankar - vidskipti - framleidsla bankar - vidskipti - framleidsla bankar-vidskipti "framleidsla bankar Steriingspundið / mikilli hættu Brezka stjórnin gerir ráðstafanir til að vernda jboð Vaxtahækkunin i Bretlandi, sem kom tíl framkvæmda í síðustu vflcu hefur vakifi mikið umtal víða tun heim. Voru forvextir hækkafiir úr 5% i 7%. Nokkru áður höfðu Bretar lagt á nýjan 15% toll á allar innflnttar iðnaðarvörur og er því greinilegt, að hin nýja stjóm Wil- sons ætíar að láta efnahagsmálin mjög tíl sin taka. Þegar stjóm Verkamannaflokks- ins tók við völdum var mikill halli í viðskiptum Bretlands við út- lönd. Hefur þegar dregið nokkuð úr honum við álagningu 15% tolls- ins en j>ó hefur hvergi nærri náðst jafnvægi. 15% tollurinn átti að draga úr innflutningi iðnaðarvara og veita brezkum iðnaði aukna vemd. Á þann hátt skyldi hann stuðla að jafnvægi í viðskiptum við útlönd. Vaxtahækkunin á að stöðva fjármagnsflóttann frá Bret landi og draga úr eftirspurn eftir fjárfestingarvörum. Og þannig mun hún einnig stuðla að jafn- vægi og styrkja pundið. Er atvinna nú mikil í Bretlandi og telur brezka stjómin því ekki hættu á atvinnu- leysi enda þótt vextir hækki. Aðdragandinn að vaxtahækkun- vextir í Bretlandi verið hækkaðir í 7%. Var það í bæði skiptin undir stjórn íhaldsmanna. Thorneycraft fjármálaráðherra íhaldsins 1957 hækkaði vexti í 7% það ár svo og Selwyn Lloyd 1961. Nú kom það í hlut James Callaghan fjármála ráðherra verkamannaflokksins. Þeg ar Callaghan talaði um vaxtahækk- unina í neðri málstofunni sagði hann: Tilgangur þessarar ráðstöf- unar er sá að gera það fullkomlega skýrt, að ríkisstjórnin sé staðráðin í því að halda gengi sterlingsins ó- breyttu og því múni hún stöðva fjármagnsflóttann frá Bretlandi. Til þess að styrkja pundið enn betur hefur brezka stjórnin nú tek- ið stórt dollaralán í Evrópu og Ameríku. Var fjármagnsflóttinn frá Bretlandi orðinn svo mikill, að lán- takan var talin óhjákvæmanleg. Lánið nemur 3 milljörðum dollara og kemur frá International Settle- metn Bank í Basel og þjóðbönkum í Austurríki, Belgíu Kanada, Frakk landi, Þýzkalandi, Ítalíu, Japan, Hollandi, Svíþjóð, Sviss og Banda- ríkjunum. The International Settle ment Bank sem nefna mætti á íslenzku alþjóða landnáms bank- Þannig hugsar hinn frægi teiknari Cummings sér viðureign Wilsons og George Brown við vanda efnahagsmálanna. Undir myndinni stóð: Ef til vill hefðum við átt að halda hinum út- lærða matsveini, Harold (segir Brown) Á matseðlinum stendur m. a.: Menu: Pundið ofar öllu og nýtízku efnahagsmálastefna. ann er myndaður af bönkum i 26 | yfirdráttarlán frá Alþjóðagjaldeyris I láni hjá 8 gjaldeyrissterkustu aðild löndum. Lánið er veitt'sem skyndi- sjóðnum en til þess að gera það arríkjanna.. lán til Englandsbanka. En auk þess kleift varð Alþjóðagjaldeyrissjóður Samkomulag hefur nú náðst í mun England fá 1 milljarðar dollara I inn að taka 400 millj. dollara að I Framh. á bls. 6 nni var sá, að pundið hafði verið að falla í verði og svo virtist sem vantrúin á sterlingspundið ykir er- lendis. . Þegar Bretar voru að telja félaga slna í EFTA á nauðsyn þess, að innflutningstollurinn væri hækkað- ur héldu þeir því ákveðið fram, að efnahagsástandið í Bretlandi væri mjög slæmt og pundið í svo mikilli hættu að tollahækkun væri nauð- synleg Svo virðist sem þessi áróður Breta hafi haft þau áhrif erlendis, að mikil vantrú hafi grfpið um sig á sterlingspundinu. Bretar gerðu jafnvel meira úr efnahagsörðugleik unum en ástæða var til. Pundið hef ur haldið áfram að lækka í verði og það hefur hvað eftir annað ver- ið rætt um það, að gengislækkun væri á næsta leiti. Búizt var við vaxtahækkunum fimmtudaginn 20. nóvember. En þegar fimmtu- dagurinn leið án þess vextirnir væru hækkaðir, lækkaði gengi pundsins í 2.78y2 dollara og var gengið því lægra en nokkru sinni sfðan 1949 er stjórn Verkamanna- flokksins lækkaði það úr 4.85 dollar í 2,80. Wilson mun því hafa talið, að nauðsynlegt værl að bankarnir í Bretlandi gerður einnig róttæka ráðstöfun til þess að styrkja brezka gjaldmiðilinn og því var vaxtahækk unin ákveðin. Hefur hún þegar haft mikil og góð áhrif. Það var sl. mánudag að Wilson tilkynnti vaxta- hækkunina en þá var 39. dagur hans sem forsætisráðherra. Wilson hefur sem kunnugt er boðað að stjóm hans verið 100 daga stjórn. Hann telur sig þurfa 100 daga til þess að gera ýmsar hinar nauðsyn- legustu ráðstafanir og margir telja, að hann muni að þeim tíma lokn um boða kosningar. Vaxtahækkunin kom til fram kvæmda á mánudegi en venjulega hefur vaxtahækkun ávallt verið framkvæmd á fimmtudegi. Búizt hafði verið við vaxtahækkun á fimmtudag, 20. nóvember, en þegar hún kom ekki til framkvæmda varð um mikinn fjármagnsflótta að ræða og mun brezka stjórnin þá ekki hafa talið óhætt að bíða í heila viku. Aðeins tvisvar áður hafa for- Þ0LIR ISLENZKUR IDNAÐUR H MINMAÐA T0LL VERND? Þegar umræðurnar um hugsan- lega aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu stóðu sem hæst var mikið um það rætt, að aðildin kynni að skapa hættu fyrir íslenzkan iðnað. Hann hefði notið mikillar tollvernd- ar og gæti ekki á skömnium tíma i lagað sig að harðri samkeppni við innfluttar erlendar iðnaðarvörur. Lögðu fulltrúar iðnrekenda því á það áherziu, að iðnaðurinn fengi iangt aðlögunartímabil, ef tolivernd in ætti að minnka og afnvel að hverfa. Til þess að athuga tollamálin hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til iðnaðarins var fenginn hingað til lands norskur sérfræðingur, Arne Haarr, og kom hann hingað á vegum OECD til þess að athuga þessi mál, Skilaði hann ítarlegri skýrslu um tollamálin og er nokkuð skýrt frá henni I september hefti ISLENZKS IÐNAÐAR. Þar segir m. a.: „í skýrslunni segir, að tollar séu yfirleitt mun hærri hér á landi en í ríkjum EFTA og EBE. Telur Haarr nauðsynlegt vegna alþjóð- legrar þróunar í tollamálum og mik illa utani;íkisviðskipta íslands að lækka tollana. í skýrslunni segir Haarr, að mikill hluti íslenzks iðn aðar mundi ekki verða fyrir beinum áhrifum af tollalækkun, ef nauðsyn legar ráðstafanir til aðlögunar yrðu gerðar Haarr bendir á, að vöxtur hins verndaða iðnaðar hafi verið fremur lítill undanfarna áratugi fyrst og fremst vegna rangrar efna- hagsmálastefnu". Þetta álit hins norska sérfræð- ings er mjög athyglisvert og bendir eindregið til þess að sá innlendi iðnaður, sem hér hefur risið upp eigi meiri framtíð fyrir sér en ætlað hefur verið. Athuganir Haarr leiða í ljós, að iðnaður sá, er nýtur toll- verndar hefur á tnmabilinu 1947— 1959 aðeins sýnt aukningu í starfs mannahaldi er nemur 18%. Fiskiðn- aðurinn hefur á sama tímabili sýnt 175% aukningu en annar iðnaður 110% aukningu. Haarr segir m.a.: „Hinn litli vöxtur neyzluvöruiðmð arins hér vekur undrun þegar pess er gætt, að ströng innflutningshöft hafa verið í framkvæmd ásamt há- um innflutningstollum. Slíkar ráð- stafanir hefðu átt að skapa blómstr andi heimamarkaðsiðnað, þar eð hann hefur ekki átt við erlenda sam keppni að etja. En ástæðuna fyrir því að svo hefur ekki orðið er sennilega að nokkru að rekja til þeirra takmarkana, sem smæð mark aðsins setur. Greinilegt er þó, að aðalskýringuna er að finna í þeirri staðreynd að heimaiðnaðurinn hef ur starfað við mjög erfið skilyrði mest allt tímabilið eftir heimsstyrj öldina, Aðaltálminn hefur verið, að efnahagsmálastefnan hefur ekki haft vöxt þessarar iðnaðarstarfsemi að markmiði". Enda þótt aðild íslands að Efna- hagsbandalaginu sé ekki á dagskrá um þessar mundir, er mikið um það rætt að endurskoða tolla á innflutt- um iðnaðarvörum og hráefnum til iðnaðar. Viðskiptamálaráðherra lét nýlega í ljós þá skoðun í ræðu, að lækka þyrfti tolla enda væru þeir hærri en víðast erlendis. Má telja víst, að þróunin verði sú, að tollar verði lækkaðir og er þá ánægjulegt til þess að vita, að margar greinar íslenzks iðnaðar standa sig vei og munu áreiðanlega spjara sig enda þótt þær fái aukna samkeppn.. Haarr leggur til, að gerð verði áætl un um tollalækkanir og iðnaðinum veitt hæfilega langt aðlöðunartíma- bil. Verður að leggja á það áherzlu, að ekki verði farið of geyst í slíkar tollalækkanir. En mikilvægt er að mörkuð verði ákveðin stefna af hálfu hins opinbera í þessum mál- um, þannig að iðnaðurinn viti l hverju hann eigi von og geti lag að sig að því. Bj. G. Úr nýju íslenzku iðnfyrirtæki, nælonsokkaverksmiðjunni á Akranesi. Gífurlega mikið er flutt inn af nælonsokkum og hið unga islenzka fyrir- tæki á í harðri samkeppni við erlenda framleiðendur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.